Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 9
„Við lifum nú á örlaga- tímum þegar þjóðin er ugg- andi um framtíðina, um stjórnmálalegt, efnahags- legt og menningarlegt sjálf- stæði sitt og um innri gerð þjóðfélagsins. Við upplifum nú örar breytingar í ís- lensku samfélagi, vaxandi misskiptingu þjóðartekna og þar við bætist ótti við þverrandi þjónustu velferð- arkerfisins sem mun auka enn á aðstöðumun ríkra og fátækra í landinu." - Sigmundur Guöbjarnason f kveðjuræöu á rektorsskiptafundi í Háskólabíói 5. september 1991. Er velferðar- kerfið í hættu? Er ríkisstjórnin að leggja til fyrstu atlögu af mörgum gegn velferðarkerfinu með skerðingu námslána, sjúklingaskatti, skólagjöldum og jafnvel sjúkragjöldum? Er þetta kerfi, sem við hrósum okkur svo gjarnan af að sé svo gott, kannski bara þjóðsaga? Er það of gloppótt, of auðvelt að svindla á því? Eða er ríkisstjórnin einungis að berjast gegn sístækkandi bákni sem er að sliga almenning? Og hvernig réttlætum við velferðarkerfið sem við búum við? Þessar spurningar og fleiri voru lagðar fyrir átta manns, átta viðmælendur úr verkalýðshreyf- ingunni, stjórnmálaflokkunum og háskólanum. Svörin eru á ýmsa vegu, en þeir sem standa félagshyggjumegin í stjórnmálunum eru að mestu sammála um, að full ástæða sé til að óttast um velferðarkerfið á íslandi. Ný kynslóð hefur tekið við í Sjálfstæðisflokknum og margir spyrja: Ef þetta er byrjunin, hvar endum við þá? „í hugmyndinni um velferðar- kerfi felst sú forsenda að við vilj- um búa öllum þegnum jöfn þroska- skilyrði, burt séð frá því hvemig þeir eru af Guði gerðir. Til þess „Ef stjómvöld ætla að feta þann veg að auka álögur á þá sem minnst mega sín, í stað þess að leita til þeirra sem eiga peningana, þá er velferðarkerfið í hættu.“ - Ásta R. Jóhannesdóttir deildarstjóri hjá Tryggingastofnun þurfum við meðal annars mennta- kerfi. Menntun er frumforsenda Iýðræðis og frelsis. Heilbrigðis- kerfið, þetta trygginganet sem við komum okkur saman um, er rétt- lætismál. Þar emm við öll á sama báti. Heilsan er forsenda allra ann- arra gæða. Ef við látum sjúka borga fyrir aðhlynninguna þá emm við komin með hróplega ósiðlegt kerfi og skrefi út úr siðmenningunni." Þetta sagði heimspekingurinn og há- skólakennarinn Vilhjálmur Ama- son, þegar hann var beðinn að velta íyrir sér forsendum velferðar- kerfisins. Heldur hann að velferðarkerfið sé í hættu? „Já, ef þessar hugmyndir um þjónustugjöld ná fram að ganga,“ svarar hann. „Ef þessi hugsunar- háttur, sem hingað til hefur ein- skorðast við örfáa sérvitringa eins og Hannes Hólmstein, er að verða ráðandi rödd í stærsta stjómmála- flokki landsins þá er það mjög hættulegt. Vegna þess að það velferðar- kerfi sem við höfum er ekkert allt- of gott gagnstætt því sem sífellt er haldið fram. Það er bara rangt að hér sé eitt- hvert mikið og gott velferðarkerfi sem sé jafnvel orðið einhvers kon- ar bákn. Umræðan er vafin I sjón- hverfmgar, allt þetta tal um spam- að er bara blekking. Þjóðin sparar ekki neitt á þessum hugmyndum um gjöld í skóla- eða heilbrigðis- kerfinu. Þetta er í mesta lagi til- færsla á fjármunum. Ríkið sparar, en hvað er ríkið? Er það ekki sú leið okkar til að standa sameigin- lega að málum? Það felst hugsana- skekkja í því að tala um að leggja þjónustugjöld á sjúklinga. Heil- brigðiskerfið er tryggingakerfi, við emm að tryggja okkur saman fyrir því sem gæti hent okkur á lífsleið- inni. Við emm ekki að kaupa okk- ur þjónustu með öflugu heilbrigð- iskerfi. Þessi umræða felur í sér að rík- ið er séð sem einhver óffeskja sem stendur andspænis almenningi. í stað þess að skattakerfið sé nýtt til að byggja upp kerfi sem allir eigi greiðan aðgang að, þá er þetta sett upp sem hrein viðskipti.“ Vilhjálmur er mjög gagnrýninn á hugmyndir um skólagjöld og segist ekki geta séð nein rök fyrir þeim. „Ef takmarka á aðgang í há- skóla, þá em íjárráð viðkomandi engin mælieining á hvort hann geti lært. Ef á annað borð ætti að spara með þeim hætti að fækka í háskól- anum væri eðlilegra að taka upp inntökupróf sem hver einasti mað- ur gæti þreytt án tillits til hvort hann hefur tekið stúdentspróf eða ekki. Með þessu er ég alls ekki að segja að ég vilji mikinn spamað í velferðarkerfínu. Þjóð sem eyðir ekki krónu í t.d. útgjöld vegna her- mála á að geta haldið uppi al- mennilegu velferðarkerfi. Við eyð- um alls ekki of miklu í heilbrigðis- mál, en of Iitlu í menntamál, ef eitthvað er, sérstaklega hvað varð- ar menntun yngstu bamanna. Við þurfúm að leita á allt önnur svið ef NÝTT HELGARBLAÐ 9 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.