Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 12
S k á k
Aukakeppni þarf um
Islandsmeistaratitilinn
Skákþingi íslands, því sterkasta frá upphafi, lauk án niðurstöðu sl.
mánudagskvöld. Fyrir síðustu umferð var höfundur þessara lína
einn í efsta sæti, en þar sem skákinni við Sigurð Daða Sigfússon
lauk með jafntefli og næstu menn, Margeir Pétursson og Karl Þor-
steins unnu báðir, komust þeir upp við hlið mér. Það þarf því auka-
keppni um Islandsmeistaratitilinn og er enn óráðið hvenær hún fer
fram. Vonandi dregst það ekki mjög á langinn, en geta má þess að
þegar Margeir og Jón L. urðu efstir á þinginu dróst það heilt ár að
þe.rtefldu einvígi um titilinn. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1.-3.
Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson og Karl Þorsteins 8 v. 4. Jó-
hann Hjartarson 7 1/2 v. 5. Jón L. Árnason 7 v. 6.-7. Róbert Harð-
arson og Þröstur Þórhallsson 5 1/2 v. 8. Helgi Áss Grétarsson 5 v.
9. Héðinn Steingrímsson 10. Sigurður Daði Sigfússon 11. Halldór
G. Einarsson 2 1/2 v. 12. Snorri Bergsson 2 v.
Helgi Ólafsson skrifar
Mörgum lék forvitni á að vita
hvemig ungu meistararnir stæðu
sig í baráttunni við stórmeistarana,
en mótið virðist staðfesta að all-
mikill sjtyrkleikamunur er enn fyrir
hendi. íslandsmeistarinn frá því i
fyrra Héðinn Steingrímsson átti
aldrei möguleika á að verja titil
sinn, en nú féllu andstæðingar hans
ekki í þá gryfju að vanmeta hann.
Héðinn virkaði þreyttur og getur
mun betur. Einn baráttuglaðasti
keppandinn var tyímælaust hinn
kornungi Helgi Áss Grétarsson.
Hann á margt ólært, en það er spá
mín að hann eigi efiir að ná langt.
Þröstur Þórhallsson náði áfanga að
stórmeistaratitli nýlega, en að
þessu sinni náði hann sér ekki á
strik. Hinsvegar má Róbert Harð-
arson vel við sinn hlut una, en
hann var afar yfírvegaður og stað-
fastur i þessu móti. Bolvíkingurinn
Halldór G. Einarsson virtist missa
móðinn og tapaði fjórum síðustu
skákunum. Hann getur unnið nán-
ast hvern sem er, lagði Jóhann
Hjartarson að velli í mikilli bar-
áttuskák. Neðsti maður Snorri
Bergsson átti góða spretti og var
oft uppátækjasamur við skákborðið
þó ekki yrðu vinningamir margir.
Garðbæingar héldu mótið með
miklum ágætum í Garðaskóla.
Áhorfendur vom fáir í fyrstu um-
ferðunum, en aðsókn jókst eftir því
sem leið á. Skákstjóri var Ólafur
Ásgrímsson og fórst honum það
vel úr hendi. Þegar á heildina er lit-
ið var mótið skemmtilegt og mikil
barátta einkenndi það. Stutt jafnt-
efli sáust varla, enda var jafnteflis-
prósentan afar lág.
Efstu menn tefldu margar
ágætar skákir, og sennilega er sigur
undirritaðs yfír Þresti Þórhallssyni
i íjórðu umferð með betri skákum
mótsins.
Helgi Ólafsson - Þröstur Þór-
hallsson
Drottningarbragð
1. c4 e6
2. Rc3 d5
3. d4 Rf6
4. cxd5 exd5
5. Bg5 c6
6. e3 Be7
7. Dc2 0-0
8. Bd3 Rbd7
9. RO He8
10. 0-0 Rf8
(Þröstur gerþekkir þetta af-
brigði. Næsti leikur hvíts er mnn-
inn undan rifjum Karpovs. Hvítur
byggir upp stöðu sína í rólegheit-
um, því bein atlaga að kóngsstöð-
unni er dæmd til að mistakast.)
11. h3 g6
12. Bxf6 Bxf6
13. b4 Be7
(Oftast er leikið 13. .. Re6. Hér
kemur sterklega til greina að leika
14. b5, en af einhverri ástæðu lét
ég þann möguleika fram hjá mér
fara.)
14. Habl a6
15. Hfdl Bd6
16. e4!?
(Tvíeggjaður leikur. Hvítur
opnar taflið á kostnað staks peðs á
d4. Hinsvegar fá riddararnir all-
mikið rými til athalha og ætti það
að vega ókostina upp.)
16.. . dxe4
17. Rxe4 Bf5
18. Rc5 Bxd3
19. Dxd3 Dc7
(Sennilega er þetta ónákvæmur
leikur.)
20. Re4 Be7
21. Re5 Rd7
22. Dg3!
(Mikilvægt augnablik. Hvítur
hótar nú 23. Rxgó og býður svarti
uppá afskaplega óyndislega stöðu:
22. .. Rxe5 23. dxe5 Had8 24. Rd6
Bxd6 25. cxd6. Þó er hugsanlegt
að svartur geti varið þessa stöðu,
en Þröstur vill ekki treysta á það.)
22.. . Hac8
23. f4 Kg7
24. Db3 Hf8
25. Rc5! Rf6?
Margeir Pétursson
(Þresti sást yfir 27. leik hvíts,
en staða hans er afar erfið hvemig
sem hann bregst við. Tvöföld upp-
skipti leiða til algerra yfirráða hvíts
eftir f - og b - línunni.)
( sjá stöðumynd)
26. Rxf7! Bxc5
27. Rg5! Bxd4+
28. Hxd4 Kh8
(Þröstur hittir á bestu vömina,
en veik kóngsstaða gerir aðstöðu
hans afar erfiða.)
29. Hbdl De7 30. Dc3!
(Hvítur hótaði 31. Hel með
a b c d e f g h
liðsvinningi, en með næsta leik
reynir svartur að ná mótspili.)
30... c5 31. Hd6 cxb4
32. De5! Dxe5
(Það er engan betri leik að
finna t.d. 32. .. Hce8 33. Re6 Hf7
34. Hd7! o.s.frv eða 33. .. Hg8 34.
g4! og vinnur.)
33. fxe5 Re8
34. Hd7 Hc7
35. Hxc7 Rxc7
36. Hd7 Rb5
37. Rxh7 Hf5
- og svartur gafst upp um leið.
Hvítur getur leikið 38. Rf6 eða
styrkt stöðu sína enn frekar með
38. g4 og síðan 39. Rf6. í báðum
tilvikum er öll mótspyma svarts
vonlaus.
B r i d g e
Bikarúrslit nálgast
Einum leik er lokið í 8 sveita
úrslitum i bikarkeppni Bridgesam-
bandsins. Sveit Eiríks Hjaltasonar
Kópavogi sigraði sveit Sigmundar
Stefánssonar Reykjavík, nokkuð
örugglcga. Aðrir leikir í 3. umferð
eru: Ásgrímur Sigurbjörnsson
Siglufirði mætir Roche Reykjavík,
Svavar Bjömsson (Lúsifer) mætir
Landsbréfum og Myndbandalagið
mætir Tryggingamiðstöðinni.
444
Sumarbridge BSÍ lauk í gær-
kvöldi (fimmtudág). Góð aðsókn
hefur verið í sumar, sérstaklega á
þriðjudögum og fimmtudögum. Er
þetta er skrifað, er útlit fyrir að
stigakóngur sumarsins vcrði Sig-
urður B. Þorsteinsson. Gylfi Bald-
ursson, félagi hans verði svo í 2.
sæti.
444
Og félögin á Reykjavíkursvæð-
inu hefja flest starfsemi sína í
næstu viku. Bridgefélag Reykja-
víkur raunar þjófstartaði, hóf spila-
mennsku sl. miðvikudag. Næsta
miðvikudag verður eins kvölds tví-
menningskeppni hjá félaginu, en
svo hefst 6 kvölda „baromon", þar-
sem spilaður verður barometer,
þannig að efstu pörin mætast hvert
kvöld.
Skagfirðingar hefja starfsemi á
þriðjudaginn með eins kvölds tví-
menningskeppni. Breiðfirðingar
einnig, á fimmtudaginn. Hafnfirð-
ingar einnig, á mánudaginn.
Bridgefélag Kónavogs byrjar á
fimmtudag, og ciðhyltingar á
þriðjudaginn, með eins kvölds tví-
menningskeppni. Byrjendur heíja
starfsemi á þriðjudaginn, í Sigtúni,
en þeir munu spila annan hvern
þriðjudag, á móti Hjónaklúbbnum.
Og Húnvetningar hefja starfsemi
sína á miðvikudaginn.
Bridgeskólinn í Reykjavík er
þessa dagana að bjóða upp á ný
námskeið, sem hefjast 16. og 17.
september. Hvert námskeið stendur
yfir í 11 kvöld, einu sinni í viku.
Skólastjóri er Guðmundur Páll
Arnarson, sem veitir allar nánari
upplýsingar í síma 27316, milli kl.
15 og 18.
444
Og nýtt bridgeblað er komið út,
merkt 2/1991. Meðal efnis er grein
um EM á írlandi, mótaskrá, grein
um Þangbrand-Jón og fastir liðir.
4 4 4
BSÍ hefur dreift drögum að
mótaskrá fyrir 1991-1992 í að-
gengilegu formi. Eru keppnismenn
hvattir til að verða sér úti um ein-
tak.
444
Bridgeskóiinn í Reykjavík, í
samvinnu við Bridgesambandið og
Samvinnuferðir/Landsýn, stóð fyr-
ir athyglisverðri nýjung i síðustu
viku. Unglingum var boðið til
brigdekennslu í húsakynnum BSÍ.
Færri komust að en vildu, en 40
unglingar tóku þátt í námskeiðinu.
Umsjón annaðist Guðmundur Páll
Amarson, skólastjóri Bridgeskól-
ans og liðsmaður í íslenska karla-
landsliðinu, sem er á förum til Jap-
ans til þátttöku í heimsmeistara-
mótinu í sveitakeppni.
Framtak sem þetta er virðingar-
vert, en að kostnaðinum stóðu
Samvinnuferðir. Væri ekki lag fyr-
ir fleiri stórfyrirtæki hér á Iandi að
styðja við bakið á félagsstarfmu í
landinu á þennan máta? Eg er viss
um að Friðrik Sóphusson er til við-
ræðu um skattaafslátt í þessu sam-
bandi. Eða er eitthvert vit í því að
fyrirtæki geti nýtt sér tap gjald-
þrota fyrirtækja, til þess eins að
losna við að greiða lögbundin
gjöld til ríkissjóðs? Upp á hvaða
svindl er boðið í því sambandi?
Hugleiðum málið.
444
Og eins og fram hefur komið,
er íslenska karlalandsliðið á fömm
til Japans. Mótið hefst í Iok sept-
ember. 16 lið taka þátt í heims-
meistaramótinu að þessu sinni og
hafa aldrei fyrr verið eins mörg.
Þátttökuliðum er skipt í 2 riðla og
8 lið í hvomm. Spiluð verður tvö-
föld umferð, allir við alla, alls 14
leikir og 20 spil úr leik. Að lokinni
þessari spilamennsku komast 4
efstu Iiðin úr hvomm riðli í 8 liða
úrslit. Möguleikar okkar verða að
teljast allgóðir, en helstu keppi-
nautar okkar um 3.-4. sætið verða
trúlega Argentínumenn og Ástralir.
Lið USA og Bretlands verða að
teljast sigurstranglegust í okkar
riðli, þó raunar allt geti gerst í
bridge, eins og dæmin sasnna.
Lið okkar er skipað mjög
reyndum spilumm, sem um árarað-
ir hafa unnið flest þau mót sem í
boði hafa verið hér á landi. Þeir
eru: Örn Arnþórson (sem fékk
bestan tíma í skokkinu á dögun-
um), Guðlaugur R. Jóhannsson
(fékk einnig ágætan tíma), Jón
Baldursson (á svipuðu róli og Guð-
laugur), Aðalsteinn Jörgensen
(góður tími í hlaupinu), Þorlákur
Jónsson (næstbestur í hlaupinu) og
Guðmundur Páll Amarsön (hæfi-
leikar Guðmundar eru greinilega
ekki á hlaupasviðinu. Guðmundur
og Stefán Jasonarson voru sam-
ferða í mark.)
Fyrirliðinn Bjöm Eysteinsson
er greinilega í góðri æfingu.
Ég hef trú á að fjöldjöflaopnan-
ir paranna t landsliðinu muni skila
mörgum stigum til íslands á HM í
Japan.
Lítum á dæmi frá bandaríska
úrtökumótinu fyrir HM, þarsem 4
sveitir spiluðu um réttinn. Þessar
sveitir vom sigurvegarar úr Spin-
gold, Landsmótinu, Vanderbilt og
Reisinger, helstu sveitakeppnis-
mótum USA:
Vestur:
4: KD104
¥: K7653
♦ : ÁK5
♦: 5L:
Austur:
4: Á86
¥: DG942
♦: D7
♦:ÁK2
Spiluð voru sömu spil í leikj-
unum. Á þremur borðum var opn-
að í 2. hendi á Vesturspilin á 1
hjarta, Norður kom inn á 3 laufum
NYTT HELGARBLAÐ
12
FÖSTUDAGUR 6.SEPTEMBER 1991
(eða 2 laufum, eftir smekk) og
engin bönd héldu Austur, sem allir
óðu í hjartaslemmuna. 1430 til
A/V.
Einhver saga við þetta? Nei. En
á síðasta borðinu hélt Suður á þess-
ari hendi og átti að hefja sagnir:
Suður:
4: G9752
▼: ÁIO
♦: G104
♦: 987
Og Suður, í þesu tilviki Bemie
Miller (félagi Alan Sontag) vakti á
2 tíglum (Multi-opnun, sem hefur
fjölþætta merkingu). Vestur (Mart-
el) dobblaði til úttektar, Norður
(Sontag) stakk inn 3 laufum og
Áustur (Stansby) dobblaði. Martel
hefúr greinilega tekið dobblið sem
refsingu, því hann passaði. 3 lauf
fóm aðeins 2 niður, 300, sem var
lítið upp í 1430 á hinu borðinu.
Ótrúlegt, að pa. eins og Martel og
Stansby, fyrrum heimsmeistarar í
tvímenning og sveitakeppni, skuli
lenda í öðm eins. Eins gott að þeir
kynni sér fjöldjöfulinn frá íslandi
(sem er ættaður úr Hafnarfirði) áð-
ur en skrattkollurinn gerir það af
sjálfsdáðum.
Ólafur
Lárusson
skrifar