Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 3
Ósk sýnir í Galleríi Sævars í dag opnar Ósk Vil- hjálmsdóttir myndlistarsýn- ingu í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti 9. Ósk hefur áður haldið sýningar á verkum sínum bæði hér heima og í Berlín í Þýskalandi þar sem hún stundaði nám við Hoch- schule der Kuenste. Sýningin í bogasalnum fyrir ofan verslun Sævars Karls er opin á verslunar- tíma frá kl. 9 árdegis til 18 síðdegis virka daga, en frá kl. 10 til, 16 á laugardögum. Sýning Óskar stendur til 4. október. Lítil flugvél með sex manns innanborðs rakst á kengúru i þann mund sem vélin kom inn til lendingar í astralska bænum Bourke sem er 600 km. norður af Sydney. Þetta gerðist á sunnu- dagskvöld, flugmaðurinn sá keng- úruna og reyndi að lyfta sér yfir hana en annað lendingarhjólið lenti á dýrinu. Flugmaðurinn flaug þá einn hring og lenti vélinni en þar sem hann keyrði eftir flugbrautinn gaf lendingarbúnaðurinn sig. Enginn meiddist nema kengúran. Lögreglan í Tokorosawa i Japan hefur handtekið fjóra unglingspilta og ákært þá fyrir að hafa barið hinn 51 árs gamla Seiichi Hoshino til bana en hann hafði hrópað að þeim í biðröð fyrir leigubíla. Hoshino sem beið eftir leigubíl með konu sinni hrópaði á hina hávaðasömu unglinga og bað þá að halda sig í röðinni. Þeir réðust þá á hann og lést Hoshino síðar á sjúkrahúsi með brotna höfuðkúpu. -gpm/reuter Tökum öll þátt í sjálfsagðri umhverfisvernd. Hirðum um umhverfið - hendum ekki verðmætum! Frá og með 1. september byrjar Endurvinnslan að taka á móti áfengisglerjum. Skilagjald veröur 6 kr. á flösku. AFENGISGLERIN í ENDURVJMUSLU J ÆVINTÝEIN BÍÐA ÞÍN m D | KAUPMANNA I HÖFN Hafðu samband við þína ferðaskrifstofu, umboðsmenn eða söluskrifstofur okkar og í síma 91-690300 (svarað alla 7 daga vikunnar). FLUGLEIDIR Allt verð miðað við gengi 28.8.91 og er án flugvallarskatts og forfallagjalds. NÝTT HELGARBLAÐ 3 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.