Þjóðviljinn - 14.09.1991, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 14.09.1991, Qupperneq 2
Tllskipanapólitík Það dylst engum að nýir herrar eru sestir í stjómar- ráðið og með nýjum herrum koma nýir siðir og ný vinnubrögð. í stað samráðs er nú stjómað með til- skipunum. Tveir ráðherranna hafa þó verið ötulastir í þessari til- skipanapólitík. Það eru þeir Sighvatur Björgvinsson heil- brigðis- og tryggingaráðherra og Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Þessir ráðherrar fara með þau ráðuneyti sem skipta hvað mestu máli fýrir velferðina í landinu. Það er því forkastanlegt að einmitt þessir ráð- herrar skuli stýra með tilskipunum í stað þess að leita lausna í samráði við þá aðila sem í hlut eiga. Afrekalisti þessara tveggja ráðherra, þann stutta tíma sem þeir hafa setið í ráðuneytunum, er ærið skrautlegur. Sighvatur byrjaði á því að taka ákvörðun um að réttargeðdeild yrði sett upp í Sogni án þess að hafa samráð við nokkum þann er málið varðaði. Þetta þarfamál, sem barist hefur verið fyrir í áratugi, er því í uppnámi loksins þegar hillti undir lausn. Næst kom lyfjaskatturinn einsog þruma úr heiðskíru lofti. Það gerðist svo í þessari viku að stjómendum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði var tilkynnt að framlög til spít- alans yrðu skorin niður um helming á næstu fjárlögum. Það þýðir í raun að loka verður spítalanum. Nýlega hélt landlæknir blaðamannafund þar sem hann kynnti neyðarástand í sjúkrahúsmálum lands- manna. Þar kom fram að biðtími eftir aðgerðum á sjúkrahúsum væri um eitt ár og að þess væru dæmi að sjúklingar hefðu látist á biðtímanum. Á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði eru framkvæmdar um 1800 skurðaðgerðir á ári hverju. Biðlistar munu því lengjast enn meira ef þessi áform heilbrigðisráðherra ná fram að ganga. Og það er ekki nóg með að loka eigi í Hafnarfirði heldur eru tillögur í fjárlagafrumvarpinu um að skurð- deildum verði lokað við þrjú sjúkrahús á landsbyggðinni, í Stykkishólmi, á Blönduósi og Patreksfirði. Biðlistamir munu því lengjast enn frekar og það furðulegasta við þessa tilskipun er, að ekki verður séð hvað sparast. Þetta eykur kostnað fýrir sjúklinga á landsbyggðinni, sem þurfa að ferðast langa leið til að leita sér lækninga, auk þess sem þeir munu þurfa að borga uppihald í bænum fyrir sig og sína. Ólafur G. Einarsson hefur ekki verið eftirbátur Sig- hvats í tilskipunum. Fljótlega eftir að hann settist í ráðu- neytið gaf hann út tilskipun til Lánasjóðs íslenskra námsmanna um að framlög til sjóðsins yrðu skorin niður um 17 prósent án þess að haft væri samráð við stjóm LÍN. Ólafur G. hélt sig svo á mottunni þar til í haust að skólar voru önnum kafnir við að undirbúa vetrarstarfið. Þegar vika var í að skólar yrðu settir sendi hann frá sér tvær tilskipanir; aðra til Kennaraháskólans um að leng- ingu kennaranáms úr þremur árum í fjögur yrði frestað um ótilgreindan tíma. Hin var stíluð á Hamrahlíðarskól- ann og kollvarpaði námsskrá vetrarins. Þetta gerði margra mánaða starf kennara við skólana að engu. Um svipað leyti ákvað ráðherrann að leggja niður skólahald í Reykjanesskóla án þess að ráðgast við heimamenn. í þessari viku, þegar hálfur mánuður er liðinn frá því kennsla hófst, fá svo skólayfirvöld við Menntaskólann á ísafirði tilskipun um að skera niður kostnað við skólann um 10 prósent. Þessi vinnubrögð ráðherranna koma skólamönnum og starfsmönnum heilbrigðisstétta mjög í opna skjöldu, enda höfðu forverar þeirra tíðkað allt önnur vinnubrögð í ráðuneytunum. Bæði Svavar Gestsson og Guðmundur Bjamason höfðu lagt sig í líma við að hafa sem best samskipti við það fólk sem heyrði undir ráðuneyti þeirra auk þess sem þeir höfðu dregið úr miðstýringu ráðu- neytanna. Með nýjum ráðamönnum koma ný vinnubrögð. í garð er genginn tími tilskipana og miðstýringar úr stjóm- arráðinu. -Sáf Þjóðviljinn Málgagn sóstalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandl: Útgáfufélagiö Bjarki h.f.. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurösson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síöumóla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö i lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblaö: 170 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 1200 kr. 20 MOKCil'.NBLADlÐ WaOJUDAOUB iO, SEfTEMBER 1S91 01-1952. ðlegt um formála íafði hug Oþið bréf til þjóðarinnar: Illgresi í utan- ríkisráðuneytinu eftír Bjarna Gudnason Vestrsenar þjóðir hafa ekki fund- ið gæfulegra stjómarform en lýð- ra*ðið, od það or viðkvæmt ogvand- meðfarið, enda er iiugtakið teygj- anlegt. Eina og allir vita er lýðneð- ið félagslegar aamskiptareglur, einkum stjómenda og þeirra sem stjómað er. En oftlega verfiur lýð- ræðið nafnið tómt jafnvel í jxnm löndum sein stæra sig af þvL Sum- ir ráðamenn beita valdi sínu þannig að það er eins og þt-ir geri ráð fyr- ir að lýðratði sé ekki tfl nema þess sé getið fullum stöfum í lagagrein- um eða reglugerðum. Þeir gefa því engan gaum, að lýðræðið iifír góðu Iífí í óskráðum samskiptareglum. þegar um virkt lýðræði er að ræða. Lýðroeðinu með öllum sínum rót- um má líkja við Iitfagurt blóm sem aliir dást að og játa ást sína, en það þarfnast stöðugrar rsektunar og umönnunar af mjúkum manna- höndum til þess að það dafní eUa kafnar það af vanhirðu. Fiefltum Islendinguin mun vera íullljóst að týðrseðinu er víða álfótavant. í ís- lensku þjóðfélagi og sumir hafa haldið uppi harðri gagnrýni á valds- menn þjóðarinnar en þeir láta sér ekki scgjast, það er eins og að stökkva vatni á gæs. AI langri reynslu hefur almenningur orðið tómlátur um þessí efnl. En þjóðin á ekki að sætta sig við síðleysi valdstjórnannanna. Mér þykir ástæða til að gefnu tilefni að I>eina athygli raanna að þvf illgreni, sem grær hávaxið ( jurtagarði utanrikisráðuneytisins og uppræta þarf. Tfl þess að renna stoðum undir þessa fullyiðingar þá ætla ég að víkja nokkrum orðum að þremur atriðum, sem ég kaila leynd, sjálfs- taka hlunninga og ójöfnuð. Þess- ar neikvæðu athafnir eru allar sam- grónar starfsháttum utanríkisráðu-. neytisins og hafa lengi verið og eru allar ösættanlegar við þá iýflnWVÍB. vitund, sem mótar íslenskt lag. Lcyndin Fyrir skömmu kom út á vegum Sagnfræðistofnunar HáskóJa fs- ist Ijunlhelg'y-^.. l>etta'er varici sögu landhelgV,B**" kemur fnun, a' á að fá skjöi og leitaði. tVókn eúv /r <, W'övddiiii -C « í wkask' « s hins ’ aö ekki kæml eða aðrir grúj skoða skjöl í ráðuneytinu. hvorki gömul né ný. Var ' á mannmuin aö skilja, að æra jæirra íslenskra stjórnmáJa- manna, sem um þessi máJ hefðu fjallað á sinum tima, væri I húfí og að ekki ætlaði hann að vera til þess að tefla henni í tvísýnu! Enn baía íslendingarekki komið því í verk að setja lög um upplýsíng- ankyldu stjórnvalda eins og allár siðmenntaðar þjóðir hafa gert og er það ærinn vitnisburður um sinn- uleysið um ræktun lýðræðisins. Það hefur þvf komið f hlut ráðuneytis- manna að ákveða að eigin geð- þótta, hvaða skjöl eða gðgn al- menningur eða sagnfræðingar fá að Ifta augum eða nýta. Hin lýð- ræðisiega upplýsingaskyida er á íslandi einkamál embættísmanns- ins. Kerfiskarlinn — ég leyfi mér að kaJIa hann svo — er að vfsu ekki að brjóta lög, þegar hann neít- ar sagnfræðingnum um skjala- gögnin (kerfiskariar bijóta galdan . lög), en synjun hans er bæði heimskuleg og andlýðræðisleg. Hún sýnir afstððu og hugarfar embæUismannsins, sem lætur ímyndaða hagsmuní ráðuneytis og stjómkerfis siija í fyrirrúmi fyrir fræðsluskyldu við almenning. Hann skeytir ekki um það að beðið er um skjðl sem eru orðin fjðrutíu ára eða eldri og um er að ræða rann- ‘ ókn eins merkasta þáttar í sögu [•ðveldisíns. ólfk erú viðbrögðin f skjalasafninu, scm taka sig hátíðlega I íslegri uppbafningu eru lan spaugilegir í aðra röndina tað sannaðist eftírminniiega í JjU tflvikí. Að skila gögnuni \\>o bar við I skammdeginu síð- yiinn vetur að Qölmiðiar báru \tlðindi til alrnennings að veg- Udur hefðu fundið skjöl ut- \sráðuneytísins f gánú einum, i opinn fyrir hunda og manna \ Þama voru margvfsleg 'rumbréf og Ijósrituð bréf, Vbréf í frurariti frá Banda- ^,Aa. stónnennið og Jón Þ. Þór iáðst við var dreginu í út- al tiJ þess að skýra þessi sjálfsögðu hélt maðurinn og slfkum roönnurn hann allt í stakasta íöl og skjaiasafn ráðu- e væri allt I röð og »nað? En honum kom 0 sjónir, að menn í|ur út .af þessu, cn ■ð f lok .samtalsins kynni vegfarendum mikla þðkk, ef þeir skiluðu þeim gognum ráðúneytisins, sem þeir hefðu l fóruin sinuro! En afcur til alvórunnar. Nýverið synjaði ráðuneytið þingmanni ein- uin, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, fullnægjandi upplýsinga um komur ericndra herskipa til Is- ienskra hafna og var á bréfi ráðu- neytisins helst að skflja að þing- rnanninum kæmi máiið ekkfert við. Ég sat einu sinni um skeið I ut- anríksimálanefhd Alþingis og komst fljótt að þyf hvað allt er varðaði utanrikisþjónustuna þótti séretakt, merkilegt og dragfínt.. Smáu málin urðu ótrúlega stór og ómerkflegustu mál voru stimpluð aem trúnaðarmáL I’ukrið í innri starfsemi ráðuneytians er.haft að Bjarai Guðnason „Ég stadhæfi að þvílík hlunnindataka opin- berra eða hálfopin- berra stofnana (banka o.fl.) væri ekki látin við- gangast í náiægum lýð- ræðisrííyuni. Þar er al- mannafé ekki sjálftekið neyslufé ráðamamia.“ leiðarljósi. Reynslan keimir að leyndin er svarinn óvinur lýðræðis- in». Sjálfstaka hlunninda I blaðinu I>V frá 24. júlí sl. er greint þar sera hermt er frá lax- veiði varnarmálanefndar utanríkis- ráðuneytisins I Norðurá. Hún var svohljóðandi’. „Varnarmálanefnd varvið veið- ar héma um helgina og hún veiddi 50 laxa sem er allt (iagi miðað við aðstæður. Það mætti verii meira að gcrast héma og áin ininnkar á hverjum degi. Ég (þ.e. veiðivörðurinn ) man ekki cftir að hafa séð hana svona vatnslitla atöan ég byrjaði séiu veiðiyörðúr hérna I Norð- urá. Hann er ennþá 15 pund sá stæreti en veiðimerm hafa sett 1 þá staerri ... (Slðan segir fróttamaðun) Veíðidagurinn á þcsBum tíma í Norðurá kostar jkririgum 50 þúsund með fæði og veitt er á 12 stangir á aðal- svæðinu. Þetta er vciðitúr upp á tvær milljónir f þessa þrjá daga þjá vamarmálanefndinni. Þessi veiðitúr er áriega ú dag- skrá.“ Ég geng að því vísu að hér sé rétt hermt frá. Um þessar mundir er þrengt að almenningi á roarga iund I spamaðarekyni til þess að rótta við geijf\ræulegan halla rikív yóðs. PjóðarsAttarsmælingjamir rnega sig hvergi nræra, séu þeir heimtufrekir er sett á þá bráða- birgðalög. Nú geU sjálfsagt flestir verið sammála um að vamarmála- nefnd eigf það íyllflega skilið fyrir mikið og óeigingjamt surf að stunda laxveiði árið um kring, ef unnt væri, en það er viðbúið að Jaunþéganum með 60-70 þús. króna mánaðariaun þætti hart und- ir að búa að þurfa að láta fé af hendi rakna til þeirrar iðju, jafnvel þótt ekki sö uni að ræða ncma þriggja daga laxveiði fyrir litlar tvær milljónir. Kaimskí væri athng- andi að skera niður lúuimindi for- réttindahópanna í því hemaðar- ásUndi mðurskarðarins sem ríkir nú I þjóðfélaginu? Látum vamar- málanefnd herða suitarólina! En laxveiði varnarmálanefndar er ekki aðeins spuming um bver greiði, heldur miklu freinur um sið- blindu ráðaroanna í þjóðfélaginu. Þeir uka sjálfum sér blunnindi, sem ahnenningi eru forboðin en láta hann gjalda fyrir. Við könn- umst við slíka brevtni úr einræö- ísríkjum fyrr og síðar. Ég staðhæfi kð þvflík hlunnindataka opinberra eða hálfopinberra stofnana (banka o.fl.) væri ekkí látin viðgangast í nálægum Ivðræðisríkjum. Þar er alroannafé ekki sjálftekið neyshtfé ráðamanna. Hvereu lengi þolir fslensk þjóð valdsmömutm slíka óhæfu sem hér úm ræðir? Ójðfnuður í lögum um réttindi og skyldur starfsmamia rfkisíiís er kveðið á um að lausa stöðu skuli auglýsa, en 4kva*ði þetta nær ekki til ut- anríkisþjónustunnar. Þótt ráðu- neytin og opinberar stofnanir snið- gangi þetta ákvæði eftir þvf sem j»eim henta þykir, þá sýnír undan- toknmgm ein.'hvernig utanríkisráð- unejoinu hefur auðnast að læða þv1 inn I landslög að störf þar séu á erahvem hátt merkilegri og öðru- vfsi en við aðrar ríkisKíofnanir. I MorgunblaðimT 28. ágúst er skýrt frá því að utanrfkisráðherra hafi skipað Jakob F. Magnússon tónlistarmann 5 st<>ðu sérstaks menningarfulhrúa við sendiráðið f Lundúnum. Af fréttinni kemur fraro að þetta s6 ný staða og Jak- obi sé ætlað að koma fslenskri list á framfæri á alþjóðavettvangi en jafnfromt er honum lógð sú þunga byrði á berðar „að stuðia að aukn- uin möguleikum á að flytja út íslen- skar vðmr og þjónufitu almennt*4. Ó. hve virieysan getur stundum verið dásainleg. Ekki er fyrr skip- aður fýrsti inenningarfulltriúnn á erlendri grund en hann er „mark'- aðssetturf, það hjjómar betur f eyrum nmrgra að láta hann gegna störfum viðskiptafulltrúa, Ekki er að efa að Jakob F. Magnússon rísi undir þessu. Illgresií utanríkisráðuneytinu Sá mæti maður, Bjami Guðna- son prófessor, íyrrverandi alþingis- maður og félagi í Alþýðuflokknum, ritar ágæta grein í Morgunblaðið 10. þ.m. sem hann neihir „Illgresi í ut- anríkisráðuneytinu11. í inngangi sin- um gerir Bjami lýðræðinu nokkur skil og lýsir því hve vandmeðfarið lýðræðið er og talar um nauðsyn þess að þjóðin sætti sig ekki við sið- leysi valdstjómarmanna. Síðan segir Bjami: „Mér þykir ástæða til að gefnu tilefni að beina athygli manna að því illgresi, sem grær hávaxið í jurtagarði utanríkisráðuneytisins og uppræta þarf. Til þess að renna stoð- um undir þessa fullyrðingu þá ætla ég að víkja nokkrum orðum að þremur atriðum, sem ég kalla leynd, sjálfstöku hlunninda og ójöfnuð. Þessar neikvæðu athafnir eru allar samgrónar starfsháttum utanríkis- ráðuneytisins og hafa Iengi verið og em allar ósættanlegar við þá lýðræð- isvitund, sem mótar íslenskt þjóðfé- lag.“ Það er ekki á hverjum degi sem prófessor Bjami Guðnason stingur niður penna í dagblöðunum. Þegar það gerist vekur það þó ævinlega nokkra eftirtekt. Ekki síst vekur það athygli nú vegna þess að Bjami beinir spjótum sínum að flokksbróð- ur sínum og formanni Jóni Baldvini Hannibalssyni. Lýsingin hér að ofan er ekki sérlega fín og kallar á gaum- gæfilega skoðun. Leyndin Það er athyglisvert að lesa frá- sögn Jóns Þ. Þórs sagnfræðings af viðskiptum sínum við utanríkisráðu- neytið, en Bjami birtir kafla úr skrif- um Jóns í grein sinni. Jón var að skrifa sögurit um Landhelgi Isiands 1901- 1952 og vildi glugga í skjala- söfn, annars vegar í Lundúnum, hins vegar í Reykjavík. I skiptum Jóns við skjalasafnið í Lundúnum gekk allt greiðlega, afrit gat hann fengið af skjölum sem voru 30 ára og eldri. I utanríkisráðuneytinu kvað við ann- an tón. Grípum niður í frásögn Jóns: ..en embættismaður sá, sem ég tal- aði við í utanríkisráðuneytinu, landi minn, svaraði mér hins vegar með nokkrum þjósti, að ekki kæmi til greina að ég, eða aðrir grúskarar, fengju að skoða skjöl í ráðuneytinu, hvorki gömul né ný.“ Þannig var nú það! Eða eins og Bjami segir í sinni grein: „Það hefur því komið í hlut ráðuneytismanna að ákveða að eigin geðþótta, hvaða skjöl eða gögn al- menningur eða sagnfræðingar fá að líta augum eða nýta. Hin lýðræðis- lega upplýsingaskylda er á íslandi einkamál embættismannsins." Hér er komið að kjama mikilvægs mál, nefnilega um upplýsingaskyldu stjómvalda. Stjómarfmmvarp um upplýsignaskyldu stjómvalda var að vísu lagt fram á síðasta Alþingi af Steingrimi Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra. Málið var þó ekki afgreitt og var víst ekki í fyrsta skipti sem mál af þessum toga dag- aði uppi i þinginu. Reyndar þarf að fara um tuttugu ár aflur í tímann til að finna íyrsta frumvarp um upplýs- ingaskyldu stjómvalda, þannig að tilraunir hafa verið gerðar endrum og eins til að koma lögum yfir kerfi- skallana að þessu leyti. Af einhveij- um ástæðum hafa þingmenn aldrei séð ástæðu til að flýta svona málum í gegnum þingið, þótt mörg önnur fari með hraði í gegn á nokkmm dögum. Eftir tuttugu ára slitrótta meðferð á þingi ætti málið að fara að komast á afgreiðslustig - eða hvað? Ekki verður hjá því komist að minna á, eins og Bjami gerir, spaugilega uppákomu fyrir ekki margt löngu, þegar skjöl úr utanrík- isráðuneytinu fúndust í ruslagámi úti í bæ og þótti þá embættismönnum utanríkisráðuneytisins ekki mikið til þess koma, en þótti nú vissara að biðja þá sem fundið heíðu gögn á fomum vegi að skila þeim til ráðu- neytisins. Ekki var getið um fundar- laun! Pukrið Svo haldið sé áfram að klippa í grein Bjama, þá segir hann frá því að þingmanni Kvennalistans, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, hafi ver- ið meinað um upplýsingar um erlend herskip sem komið hafa til íslenskra hafna. Þegar ráðuneytið loks fékkst til að svara þingmanninum var eins og ráðuneytismenn hefðu valið af stakri gaumgæfni þær upplýsingar sem í té vom látnar og þegar ráðu- neytinu var bent á að tæmandi væri svarið ekki og það vantaði upplýs- ingar um ákveðnar skipakomur sögðu kerfiskallamir um hæl: „Við héldum að þær skiptu ekki máli.“ Svo er þessi klausa úr grein Bjama athyglisverð: „Ég sat einu sinni i utanríkismálanefnd Alþingis og komst fljótt að því hvað allt er varðaði utanríkisþjónustuna þótti sérstakt, merkilegt og dragfínt. Smáu málin urðu ótrúlega stór og ómerkilegustu mál vom stimpluð sem trúnaðarmál. Pukrið I innri starfsemi ráðuneytisins er haft að leiðarljósi." Sjálftaka hlunninda Bjami telur það sérstaklega ámælisvert að starfsmenn vamar- máladeildar utanríkisráðuneytisins geti tekið sér hlunnindi eins og lax- veiði í Norðurá sé dæmi um. Þriggja daga laxveiði iyrir starfsmenn deild- arinnar kosti um 2 miljónir og sé ár- Iegur viðburður. Nú fullyrti að vísu utanríkisráðherra í morgunþætti rás- ar tvö í gær að laxveiðin væri ekki greidd af almannafé, heldur hefðu starfsmennimir farið í laxveiðina í boði einhverra verktaka. Söm er gjörðin að mati klippara. Og í raun og vem er það enn ósiðlegra og ámælisverðara að fara í laxveiði á kostnað verktaka sem allt sitt eiga undir vamarmáladeildinni, en að ráðuneytið hefði boðið starfsmönn- um sínum í veiðina fyrir alveg fram- úrskarandi eljusemi og kostgæfni í starfi. Gott ef þeir fá ekki orðu líka fyrir góða veiði. Ójöfnuður Síðasta athugasemd prófessors Bjama um illgresið í utanríkisráðu- neytinu lýtur að mannaráðningum í þjónustunni dragfinu. Einnig á þessu sviði nýtur utanríkisráðuneytið sér- kjara, nefnilega þeirra að þurfa ekki að auglýsa stöður. Bjami gagnrýnir með réttu ójöínuðinn sem í þessu felst og segir: „S imkeppni á flestum sviðum þykir orðin sjálfsögð í nú- tímasamfélagi, en hún er bannorð við mannaráðningar í utanríkisþjón- ustunni. Þetta ástand minnir mig á suma íslenska athafnamenn sem for- dæma harðlega alla einokun í við- skiptum en mæla henni eindregið bót, þegar þeir eru einir um hituna.“ Einhveiju sinni sagði gamalreyndur diplómat að þegar utanríkisþjónust- an íslenska var að stíga sín fýrstu spor upp úr stríðsámnum hafi þurfl að uppfylla þijú skilyrði til að kom- ast þar að: að vera lögfræðingur, að vera af sjálfstasðisættum og að bera ættamafn. Ef til vill em málin ekki svo slæm í dag en hver veit nema orðin Bjama Guðnasonar eigi við rök að styðjast: „Skilyrðin til starfa eru einkum aðild að pólitískum flokki, ættemi, vensl eða vinátta eða önnur sú aðstaða í þjóðfélaginu, sem hugnast ráðherra". Er ekki mál að linni? ÁÞS ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. september 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.