Þjóðviljinn - 14.09.1991, Page 3

Þjóðviljinn - 14.09.1991, Page 3
að er mikið búið að fjalla um það sem ríkisstjórnin hefur á prjónunum og eru þess áreiðanlega fá dæmi að ijárlög á undirbúningsstigi hafí valdið slíku umróti í þjóðfélaginu. Skýringin er auðvitað sú að hugmyndirnar sem lekið hafa út eru þess háttar að flesta rekur í rogastans. Hvort sem skólagjöldin eru úti eða inni, hvort sem áformaðir þjónustuskattar eru háir eða lágir, þá vitna þessi áform um nýja sýn þeirra sem fara með völdin á þjóðfélagið. Það er von að fólki bregði í brún, vegna þess að mikill meirihluti al- mennings hefur áreiðanlega staðið í þeirri trú að tilteknir hlutir væru svo að segja sjálfsagðir, þjóðin væri orðin samstiga í því að hér skyldi menntun vera ókeypis, heilbrigðisþjónusta án endurgjalds fyrir alla, tryggingakerfi sem tryggði hverjum manni að geta lifað með þolanlegri reisn o.sv.frv. Sú skoðun hefur auk þess verið útbreidd að íslendingar væru að byggja þjóðfélag- ið upp. Ytri einkenni þessa sjást best í öllum þeim mannvirkjum sem byggð hafa verið á undanfomum áratugum, til að mynda hefiir þjóðin byggt yfir sig á hálfri öld og hún er í miðju kafi að koma sér upp skaplegu vega- kerfí, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Þjóðin hefur áreiðanlega trúað því að tilgangurinn með öllu þessu bardúsi væri að byggja upp mannúðarþjóðfélag á Islandi, það væri bein- línis markmið í sjálíu sér. Þeir sem nú sitja í stjómarráðinu em hins vegar á allt annarri skoðun og hafa tekið upp nýjan stíl. Hinn nýi still birtist á marg- víslegan hátt og einkenni hans em meðal annars ótrúlegur hroki og gassagangur. í þeim efnum er forsætisráðherrann hugmyndarík- astur. Gott dæmi um þetta em viðbrögð hans við því að Perian varð miklu dýrari en til stóð, svo skiptir hundmðum milljóna. Hann var á sínum tíma höfúð- paurinn í því að koma upp þessu umdeilda húsi og var vegna þeirr- ar ábyrgðar sinnar spurður nokk- uð út úr í sjónvarpi og svaraði þvi til að hann hefði látið byggja húsið þótt hann hefði vitað fyrirffam að það yrði svona dýrt. Sjálfur hafði hann haldið „rnerka" ræðu þar sem hann skilgreindi nýja tegund af réttlæti. „Kaffipokaréttlæti“ hét það að vera rekinn úr vinnu fyrir að hafa dregið sér tvo kaffipakka á meðan menn á æðri stöðum gætu eytt hundmðum milljóna af opinbem fé í ekki neitt, án þess svo mikið sem fá styggðaryrði fyrir. Kjarkur ráðherrans er slíkur að þetta snertir hann ekki á nokkum hátt, Perlan varð hundmðum milljóna dýrari en til stóð, ráð- húsið er líka komið mörg hundmð milljónir ffam úr áætlun. Samanlagður umffamkostn- aður þessarra tveggja ffamkvæmda er hærri en kostnaður við Ólafsfjarðargöngin, svo dæmi sé tekið. Þetta skiptir ekki nokkm máli fyrir fyrrverandi borgarstjóra og núverandi forsætisráðherra og síðast en ekki síst sjálf- skipaðan fjandmann kaffipokaréttlætisins. Hroki rikisstjómarinnar kemur ffam á mörgum sviðum. Til marks um það má taka svör sama ráðherra þegar rætt er um vanda ýmissa fyrirtækja, sem oftast em á landsbyggðinni, þannig að vandi þeirra er um leið vandi heilla byggðarlaga, en þau em efnislega þessi: Ef fyrirtækin ganga ekki, þá fara þau á hausinn og þar við situr. Þessi afstaða nístir í gegn um merg og bein fólks vítt og breitt um landið. Allt í einu er kominn upp stjómarstefna sem felur í sér algert afskipta- og ábyrgðarleysi gagn- vart atvinnulífi landsbyggðarinnar. Varla hefur nokkumtíma verið svo vond ríkisstjóm í þessu landi (varla að einu sinni Viðreisnar- stjómin hafi komist með tæmar þar sem þessi hefur hælana) að hún léti sig að minnsta kosti í orði kveðnu ekki varða um það hvemig atvinnulífinu á landsbyggðinni reiddi af. Samfélagsmynstrið í sjávarplássunum er gerólíkt höfuðborgarsvæðinu. A höfúðborg- arsvæðinu er að finna svo að segja alla flóm atvinnulífsins í landinu, fyrir utan alla þá þjónustu sem til boða stendur. Stjómarstefn- an snertir því sjaldan alla íbúa svæðisins á sama hátt. Þessu er allt öðm vísi varið í sjávarplássunum. Þar stendur og fellur byggðin með því að fyrirtækin í sjávarútvegi geti lifað. A mjög mörgum stöðum em fyrir- tækin auk þess í einhverskonar sameign heimamanna. Þar em sveitarfélög og sam- vinnufélög oft beinir aðilar að rekstrinum og sú sveitarstjóm er áreiðanlega ekki til sem léti ekki til sín taka eftir mætti ef til stöðvun- ar horfði. Ibúar þessara byggðarlaga eiga ekki kost á sömu þjónustu, hvorki einka- þjónustu né opinberri, í sama mæli og íbúar höfuðborgarsvæðisins, þeir búa í flestum til- vikum við hærra verðlag, miklu lakari sam- göngur og skólahald er hvorki jafn öflugt né fjölskrúðugt. Atvinnulífið er því einhæft, og mikill meirihluti verður að byggja afkomu sína með einhverjum hætti á sjávarútveginum. r Asama tíma vita allir sem vilja vita að sjávarútvegurinn er undirstaða þjóðfé- lagsins. í sjávarplássunum ríkir því almennt sú skoðun að þar sé unnið við þýðingar- mesta atvinnuveg landsmanna, enda miklu auðveldara að meta vinnuframlag íbúanna til verðs í beinhörðum erlendum gjaldeyri held- ur en á höfúðborgarsvæðinu. Um leið og sjávarútvegurinn er undirstöðugrein með um 70-80% af heildarverðmæti útflutnings, þá er hann fyrst og síðast atvinnugrein lands- byggðarinnar. Þegar forsætisráðherrann seg- ir fúllum fetum að fyrirtæki í sjávarútvegi megi fara á hausinn fyrir sér, er hann um leið að segja við það fólk sem vinnur í grein- inni að það komi honum ekki við, eignir þess og atvinna sé aukaatriði. Kenningin sem nú er unnið eftir er ein- faldlega þessi: Það á að fara á hausinn sem ekki getur lifað, markaðsöflin verða svo að ráða því hvort eitthvað kemur í staðinn. Lið- ur í áróðrinum fyrir réttmæti þessarar kenn- ingar er moldviðrið sem þyrlað hefúr verið upp um að byggðasjóðimir séu að tapa gríð- arlegum upphæðum á ábyrgðarlausri pólit- ískri úthlutun fjár, sem engin veð séu fyrir. Og í beinu framhaldi af því: nú skulu teknir upp nýir og betri siðir. Hver verða langvarandi áhrif þessarar af- stöðu, ef boðendur hennar fá ráðið framvindunni á næstu ámm? Ólafúr Ragnar Grímsson og fleiri forystumenn Alþýðu- bandalagsins hafa verið á ferðalögum um landið undanfamar vikur, hitt fjölda fólks, einkum forystumenn sveitarfélaga, verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda. Þeir segja umhugsunarverða sögu. I öilum þessum hópum, þar sem alþýðuflokks- menn og sjálfstæðismenn em fjölmennir, kveður við nýjan tón. Mikill hluti þessa fólks talar nú sama mál og stjómarandstaðan og segir blákalt: Þetta er ekki rik- isstjóm landsbyggðarinnar, og ef fer sem horfir stefnir í fjölda- gjaldþrot innan fárra mánaða, og þessi hópur tekur undir með stjómarandstöðunni í gagnrýni sinni á ríkisstjómina. Pólitískt gætu afleiðingamar því orðið þær að tveggjafylkingamynstrið, með hægri arm Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokkinn hægra megin en stjórnarandstöðu flokkana ásamt fylkingum úr stjómarflokk- unum vinstra megin, festist í sessi og verði varanlegt í íslenskum stjómmálum, a.m.k. á landsbyggðinni. Að því er varðar áhrifin á atvinnu- og mannlíf á landsbyggðinni bendir allt til þess að áhrifin verði fima mikil. Fari svo að rikis- valdið eða byggðasjóðimir grípi hvergi inn í þegar stefnir í gjaldþrot fyrirtækja, þá fara skipin með kvótanum til þeirra aðila sem betur standa. Byggðarlögin sem fýrir þessu verða eiga þess þá engan kost að rétta sig við, hvergi verður fyrirgreiðslu að hafa. Vissulega má halda því fram með nokkrum rökum að byggðastefna undanfarinna ára hafi ekki miklu skilað. Hvað sem því líður hefur þó verið reynt að hamla gegn frekari röskun byggðarinnar, og þegar ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar tók við haustið 1988 var gripið til stórfelldra aðgerða til að treysta atvinnulífið og þar með byggðina út um landið. „Byggðastefna“ af því tagi sem nú er rekin leiðir hins vegar til stórfelldrar byggðaröskunar á afar skömmum tíma. Út úr því geta markaðshyggjupostulamir sjálf- sagt fengið aukna hagkvæmni, en í fjöl- mörgum byggðarlögum mun hún birtast íbú- unum í formi atvinnuleysis og verðlausra eigna, lakari þjónustu, fámennari skóla og brottflutnings að lokum. En hvað varðar þá um það sem lúta leiðsögn Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar? hágé. Kenningin sem nú er unnið eftir er einfaldlega þessi: Það á að fara á hausinn sem ekki getur lifað, markaðsöflin verða svo að ráða því hvort eitthvað kemur í stað- inn. ...birtast íbúunum í formi at' vinnuleysis og verðlausra eigna, lakari þjónustu, fámennari skóla og brottflutnings að lokum. En hvað varðar þá um það sem lúta leiðsögn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar? Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. september 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.