Þjóðviljinn - 01.10.1991, Blaðsíða 3
9
A Guðsteinn Þengilsson skrifar
I lD.A.Cir
1. október
er þriðjudagur.
Remigíusmessa.
274. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavik kl.
7.40 - sólarlag kl. 18.59.
Viðburðir
Þjóðhátíðardagur Kína, Kýpur
og Nígeríu. Latínuskólinn í
Reykjavik vígður 1846. Stýri-
mannaskólinn í Reykjavík tek-
ur til starfa 1891.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Sprengjum rignir yfir Berlín,
Stettín og Hamborg. Harðar
loftárásir á borgir í Þýzkalandi
og herteknu löndunum. Rauði
herinn hefur bætt aðstöðu
sína við Leningrad. Churchill
spáir stórkostlega auknum
hernaðaraðgerðum með vor-
inu.
fyrir 25 árum
Sjónvarpið fór vel af stað i
gær. ( gærkvöld á slaginu
klukkan 20 rann upp sú stund
er (slenzka sjónvarpið tók til
starfa. Fæstum blandast hug-
ur um það eftir þessa send-
ingu, að íslenzka sjónvarpiö
hafi farið vel af stað.
Sá spaki
Ég kvefaðist í garðinum. Hlið-
ið var opið.
(James Joyce)
á stöðu Sjónvarpsins
Þorsteinn Jónsson,
framkvæmdastjóri
Kvikmyndasj óos
í samanburði við nágrannaþjóðimar
hefur mér fundist dagskrá íslenska
Sjónvarpsins síðustu árin furðu góð.
Sem dæmi má nefna fréttir og frétta-
tengt efni. Hins vegar hefur Stöð 2
ekki staðið sig verr á því sviði svo
þar erum við kannski að tala um eitt-
hvað sem liggur okkur nærri.
Sjónvarpsstöð verður fyrst og fremst
að fylla dagskrártímann. Valið stend-
ur milli þess að kaupa tilbúið ódýrt
erlent eftii eða ffamleiða og kaupa
íslenskt efni á fúllu verði. Vegna
áhuga okkar Islendinga á eigin
menningu hefði maður búist við
meiri áherslu á vandað innlent efni.
Að ýmsu leyti hefúr skort metnað í
innlendri ffamleiðslu, sérstaklega
heimildamyndum og leiknu efni, og
gæðin ekki í samræmi við magnið.
Annað hvort hefúr valið á handritum
verið í ólagi eða ekki boðist nógu
góð handrit. Offast hefúr ekki skort á
gæði handverks eða leikara. Af því
efni, sem Sjónvarpið hefúr sjálft
gert, er lítið um perlur í íslenskri
kvikmyndalist. Eg hefði kosið að
meiri áhersla hefði verið lögð á
vandað íslenskt efni í samvinnu við
kvikmyndagerðarmenn. Samvirman
hefúr aukist á seinni árum en að
mestu takmörkuð við ódýra viðtals-
þætti og skýrslur. Hins vegar hefúr
Sjónvarpið gert íslenskri kvik-
myndagerð mikið gagn með því að
þar hafa kvikmyndagerðarmenn
hlotið starfsþjálfun í hinum ýmsu
greinum.
•mjiNN
Orð til íhugunar
Vegna þess að Þjóðviljinn á
í fjárhagslegum erfiðleik-
um um þessar mundir og
því alger óvissa um framtíð
hans, langar mig tii að vekja at-
hygli á ýmsu um biaðið, hlutverk
þess og gildi fyrir íslenskan al-
menning.
Mörg okkar sem teljum okkur
stuðningsmenn blaðsins og viljum
efla hag þess og velgengni á allan
hátt, höfúm sjálfsagt verið ósátt
við margt sem þar hefúr verið rit-
að, en þó liklega fremur gramist að
hafa ekki fundið á síðum þess það,
sem við töldum að ætti að vera þar.
Kannske fannst okkur stundum að
vantaði hörkuna og eldmóðinn
sem einkenndi hugsjónamennina á
fyrstu árum blaðsins, mannanna
sem stóðu jafnframt meðal félaga
sinna í baráttunni fyrir lífskjörum
til jafns við aðra. Kannske hafi
stundum örlað á því að sumt í mál-
flutningi væri sótt til borgarapress-
unnar og sjálfur erkióvinurinn,
auðvaldsdraugurinn, hafi verið lát-
inn sleppa of auðveldlega. Gott ef
asnaeyrum höfuðQandans hefur
ekki skotið upp þar sem við áttum
þeirra síst von.
Samt heldur Þjóðviljinn áfram
að vera blaðið okkar. Nú steðjar að
okkur sérhagsmunapólitík yfir-
gangsmanna sem aldrei fyrr, enda
eiga þeir nú ötula málsvara í ríkis-
stjóm. Þegar yfir okkur rignir slag-
orðum á borð við „fijálshyggja“,
„einstaklingshyggja", „frelsi ein-
staklingsins" og fleira því líkt, orð
sem virðast meinleysisleg í fljótu
bragði, en er beint gegn félagsvit-
und manna, samvinnuhugsjónum
og tilfmningu fyrir því að við eig-
um jafnan rétt til lífsins gæða, er
Þjóðviljinn enn sem fyrr málgagn-
ið sem reynir að andæfa.
Guðsteinn Þengilsson. - Mynd: Kristinn
Ovígar hersveitir auðmagns- tekið höndum saman við illvígustu
hyggju og markaðsbúskapar hafa afturhaldsöfl álfunnar hvar sem
þau finnast. Þessi öfl vilja gleypa
okkur og soga inn í þá ríkjasam-
steypu þar sem aldrei spyrðist til
okkar ffamar, því við misstum allt
sem gerir okkur að sjálfstæðri
þjóð. Við töpuðum menningu okk-
ar og tungu, þjóðemi og auðlind-
um. Okkur liggur lífið á að efla
þær raddir sem hrópa gegn þessu.
Ríkisstjóm fjandsamleg alþýðu
flær af okkur þau réttindi sem við
höfúm áður haft. Hún þrengir kosti
þeirra sem vilja mennta sig með
litlum efnum og rýrir hag sjúkra og
aldraðra. Allt stefnir í einkavæð-
ingu á sviðum þar sem við höfúm
notið þjónustu í anda velferðar ára-
tugum saman. Þjónusta og undir-
gefni við braskara, sérhyggjufólk
og fjárglæframenn eykst hröðum
skrefum og fénaði þessum leyft að
eflast á kostnað almennings. Fjár-
sterkum aðilum era seldar eignir
þjóðarinnar og völdin færast jafn-
framt í þeirra hendur smátt og
smátt.
Ef við viljum hamla gegn þeirri
þróun sem hér er lýst hljótum við
að reyna að styrkja þá rödd er helst
hefur talað máli þeirra sem minnst
mega sín og barist fyrir réttindum
þeirra. Þess vegna má Þjóðviljann
ekki vanta. Sameinumst um að
verja hann svo að hann geti varið
okkur. Geramst áskrifendur ef við
eram það ekki þegar. Kaupum að
öðram kosti aukaáskrift og sendum
blaðið vinum, vandamönnum eða
góðkunningjum.
Við styrkjum tilvera okkar og
þegnrétt í landinu með því að
styrkja blaðið sem berst fyrir okk-
ur.
Kaupum Þjóðviljann og send-
um hann vinum okkar.
Höfúndur er læknir.
ÞlRÁNDIM ^TKlRirFAR AywgT
Viðkvæmt mál á hjarta
„Dag nokkurn komu tveir af fréttamönnum sjónvarpsins til
mín í ráðuneytið. Allir voru hinir nýju fréttamenn ágætum hæfi-
leikum búnir og urðu fljótt mjög vinsælir. Eg fann strax, að þeim
lá viðkvæmt mál á hjarta. Þeir sögðu, að þeim geðjaðist mjög vel
að starfi sínu og hefðu ágætt samband við forystumenn í þjóðlíf-
inu. Þeir hefðu einnig náin tengsl við ráðherrana, nema hvað þeir
væru ekki ánægðir með samband sitt við forsætisráðherrann,
Davíð Oddsson. Þeir kváðust bera mikla virðingu fyrir honum, en
hefðu áhyggjur af, hversu tregur hann væri til að veita þeim
viðtöl. Þeir lögðu áherzlu á, að þeir segðu þetta vegna þess, að þeir
teldu þetta skaða hann, og að því vildu þeir með engu móti stuðla.
Ég spurði þá, hvort ég mætti segja forsætisráðherra frá samtalinu.
Þeir töldu það sjálfsagt.
Síðar um daginn fór ég til Davíðs Oddssonar og sagði honum frá
þessu. Svar hans var stutt og laggott: „Segðu þessum ungu mönn-
um, að ég ætli sjálfur að ákveða, hvort ég sé ástæðu til þess að
koma í sjónvarpið og hvenær, og þá sömuleiðis um hvað ég ta!a.“
Nokkru síðar kallaði ég á fréttamennina og sagði þeim frá svari
forsætisráðherrans. Við ræddum málið um stund og skildum í
mikilli vinsemd. Þegar ég sagði Davíð, að ég hefði skilað svari
hans til fréttamannanna, sagði hann brosandi, að auðvitað gerði
hann sér Ijóst mikilvægi sjónvarps og kynni vel að meta áhuga
fréttamanna og velvild þeirra. En hann bætti við, eitthvað
á þá lund, að þeir ættu ekki að móta þá mynd, sem þjóðin fengi
af viðfangsefnum sínum.“
að er Gylfi Þ. Gislason, en
hann hefur setið lengur í stóli
menntamálaráðherra en
nokkur annar, sem segir svo frá
samskiptum við fréttamenn sjón-
varpsins, í Morgunblaðinu á
sunnudaginn var. Gylfi er hér að
lýsa heimulegu samtali á íyrstu
dögum íslensks sjónvarps, þegar
hann var menntamálaráðherra. Það
hefur verið gaman að vera forsæt-
isráðherra á þeim áram sem frétta-
mönnum sjónvarpsins lá það „við-
kvæma mál á hjarta“ að forsætis-
ráðherrann væri að skaða sjálfan
sig með þvi að vilja ekki tala við
þá.
Til skilningsauka fyrir nútím-
ann hefur Þrándur skipt um nafn í
textanum og sett Davíð Oddsson i
stað Bjama Benediktssonar. Þetta
verða lesendur að virða Þrándi til
betri vegar, en það er einfaldlega
óbærileg freisting að víkja til orði
af þessu tilefni og færa sig ögn til í
timanum. Það er áreiðanlega lítið
gaman að vera pólitíkus eins og
fréttamennimir láta núna. Til dæm-
is dettur engum fréttamanni i hug
að verja forsætisráðherrann með
öllum tiltækum ráðum fyrir skaða.
Þaðan af síður að menn fari til 01-
afs Garðars, sem nú situr í ráðu-
neyti menntamála, og biðji hann í
Bjarni Benediktsson
allri náð að segja forsætisráðherr-
anum að þeir hefðu af því áhyggjur
að hann vildi ekki tala við þá. Þetta
er auðvitað bara nútíma ósvífni
sem veldur bæði leiðindum og
óþarfa fyrirhöfn. Eins og allir geta
séð væri gríðarlegt hagræði að því,
ekki bara fyrir forsætisráðherrann
heldur rikisstjómina alla, ef frétta-
menn væra ekki stöðugt að „móta
þá mynd sem þjóðin fær af við-
fangsefnum sinum“. Verst af öllu
er þó sú kaldranalega staðreynd að
fréttamennimir era alltaf að segja
frá þeirri mynd sem viðfangsefni
forsætisráðherrans og ríkisstjómar-
innar skapa þjóðinni. Afleiðingam-
ar af þessu era hreint út sagt geig-
vænlegar, sem best sést á því að
Gylfi Þ. Gíslason
sex af hveijum tíu kjósendum vilja
ekkert með þessa ríkisstjóm hafa
lengur.
Meðal annarra orða: Vill ekki
einhver til gamans velta fyrir sér
hvemig fféttaflutningur fjölmiðl-
anna væri ef afstaða ffétta- og
blaðamanna væri sú sem sjálfsögð
þótti við upphaf íslensks sjónvarps,
þegar forsætisráðherrann „ákvað
sjálfur hvort hann sæi ástæðu til
þess að koma i sjónvarpið og hve-
nær, og þá sömuleiðis um hvað
hann talaði.“?
Ut úr því gæti komið fróðleg
mynd, en ekki að sama skapi upp-
lýsandi.
- Þrándur.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. október 1991