Þjóðviljinn - 01.10.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.10.1991, Síða 7
Eklenðar Sovétstjómin fagnar frumkvæði Busn eirri ákvörðun Bush Banda- ríkjaforseta að láta eyða öll- um skammdrægum kjarna- vopnum Bandaríkjahers á landi og öllum stýriflaugum með kjarnorkuvopn um borð i banda- rískum kafbátum og herskipum hefur verið fagnað af stjórnvöldum um aUan heim. Viðbrögð Gorbatsjovs Sovétfor- seta þóttu þó varkár, en hann sagði þetta jákvætt skref, þótt óljóst væri hver áhrif það hefði á áframhaldandi tilraunir með kjamorkuvopn eða víg- búnað annarra kjamorkuvelda eins og Frakklands og Bretlands. Vladiniir Petrovsky aðstoðamtan- ríkisráðherra Sovétríkjanna lýsti því hins vegar yfir í gær, að Sovétríkin væm reiðubúin að bregðast við þessu frumkvæði Bandaríkjastjómar með sambærilegum niðurskurði vopna. Sagði utanríkisráðherrann að í þessu máli skiptu yfirlýsingar þó ekki mestu máli, heldur það að láta verkin tala. Hann sagði jafnframt að Sovét- ríkin væra reiðubúin að setjast að samningaborði með Bandaríkjamönn- um um bann við tilraunum með kjam- orkuvopn og að tilraunir með kjam- orkuvopn neðanjarðar yrðu takmark- aðar þegar f stað. Petrovsky sagði að Boris Pankin, hinn nýskipaði utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, hefði þegar skipst á skila- boðum við Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna varðandi framkvæmd niðurskurðar kjamorkuvígbúnaðar. Sovétrikin eiga nú mikið magn skammdrægra kjamorkuvopna og stýriflauga á landi og um borð f kaf- bátum. Upplausn Sovétríkjanna og efnahagslegt hmn hefur valdið áhyggjum manna um afdrif þessa vig- búnaðar og i hverra hendur hann kunni að lenda. Er Ijóst að þessar nýju aðstæður hafa kallað á frumkvæði Bush forseta, en sovéski vamarmála- ráðherrann, Jevgeni Shaposhnikov, lýsti því yfir í viðtali við japanskt dag- blað í fyrradag, að fmmkvæði Bush sýni að Washington líti eklri lengur á Moskvu sem höfuðandstæðing sinn i heiminum. ólg/reuter EB opnar austur Utanríkisráðherrar EB náðu í gær samkomulagi um að opna fyrir innflutn- ing landbúnaðarafurða frá Póllandi, Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu. Er áformað að landbúnaðarafurðirnar verði síðan nýttar til matvælaaðstoðar við Sov- étríkin. Samkomulag ráðherranna felur í sér að þær 600 miljónir Bandaríkja- dala, sem þegar hefur verið ákveðið að ráðstafa til matvælaaðstoðar við Sovétríkin, megi einnig nýta til inn- kaupa f fyrrgreindum A-Evrópurikj- um. Landbúnaður Evrópubandalags- ríkjanna hefur sem kunnugt er notið viðtækra vemdartolla og styrkja. Engu að síður hafa evrópskir bændur búið við rýmandi kjör og vaxandi óróa hef- ur gætt meðal þeirra, einkum i Frakk- landi. Á sama tima hafa umframbirgð- ir landbúnaðarafurða hlaðist upp. Samkvæmt hinni nýju ákvörðun utanríkisráðherranna mun kvóti sá sem Ungverjum, Pólverjum og Tékkóslóvakliu er úthlutaður fyrir kjöt og nautgripi á fæti hækka um 10% næstu 5 árin. Það vom skilyrði Frakka fyrir þessari samþykkt, að innflutning- urinn yrði háður lögreglueftirliti til þess að koma i veg fýnr að farið yrði í kringum heilbrigðiskröfur og kvóta- reglur. ólg/reuter MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ragnar Aðalsteinsson, hrl., Othar Örn Petersen, hrl., Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl., Viðar Már Matthíasson, hrl., Tryggvi Gunnarsson, hrl., tilkynnir að JÓHANNES SIGURÐSSON hdl., hefur flutt lögmannsstarfsemi sína frá Laugavegi 178 og gerst meðeigandi í málflutningsskrifstofunni frá 1. október 1991 að telja. Er heiti skrifstofunnar frá þeim degi MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ragnar Aðalsteinsson, hrl., Othar Örn Petersen hrl., Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl., Viðar Már Matthíasson, hrl., Tryggvi Gunnarsson, hrl., Jóhannes Sigurðsson, hdl., Borgartúni 24, Sími 627611 Pósthólf 399, Telefax 627186 121 Reykjavík Telex (051) - 94014175 BORG G Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Sturlu Sigfússonar vélstjóra, Frostafold 105 Anna Soffía Guðmundsdóttir Guðmundur Gísli Víglundsson Sigfús Sturluson Valborg Sturludóttir Guðlaug Pétursdóttir Valborg Siguröardóttir og systkini hins látna. Gagnbyltingartilraun í Rúmeníu? Petre Koman, forsætisráð- herra Rúmeníu, sagði I viðtali við Reuters-frétta- stofuna síðastiiðinn sunnudag að uppþotin við þing- húsið í Búkarest í síðustu viku hafl verið gagnbyltingartilraun gerð að undirlagi kommúnista í því skyni að koma honum frá völdum, snúa við markvissri þróun í átt til markaðsbúskapar og endurreisa hið gamla forrétt- indakerfl, sem ríkt hefði á dög- um Ceausescu. Óeirðimar bmtust út á mið- vikudag og stóðu fram á föstudag. Þúsundir kolanámumanna frá vest- urhluta landsins flykktust til höf- uðborgarinnar og settust um þing- húsið og stjómarráðið, þar sem Petre Roman sat. Að minnsta kosti 2 létu lífið og 450 særðust í óeirð- unum, sem urðu til þess að lliescu forseti lét undan og tilkynnti af- sögn Romans. Roman hefiir síðan dregið af- sögn sína til baka, en Iliescu for- seti leitar nú leiða til myndunar nýrrar þjóðstjómar er gæti leyst stjóm Þjóðfylkingarinnar af hólmi, en Roman er leiðtogi hennar. í millitíðinni hefur það svo gerst, að rúmenska þingið hefur hafið rannsókn á því, hver hafi í raun og vem staðið á bak við upp- reisnina. „Ef námuverkamennimir vom aðeins tæki í höndum ákveð- inna afla, þá verðum við að finna nákvæmlega hveijir stóðu að baki þeim og leiða þá fyrir dómstóla,“ var haft eftir fjármálaráðherra stjómarinnar. Þótt vafi geti leikið á um pólit- iska upphafsmenn uppreisnarinnar, þá er nærtækustu skýringarinnar að leitá í bágum efnahag og um 200% verðbólgu. RJkisstjómin var hins vegar í miðjum klíðum við að hrinda i framkvæmd umfangsmiklum skipulagsbreytingum í eftiahagslífi landsins þegar uppreisnin var gerð. Þannig haföi ríkisstjómin áformað að setja rúmenska gjaldmiðilinn á fijálsan gjaldeyrismarkað þann 27. september. Unnið var markvisst að því að koma 6000 ríkisfyrirtækjum í einkarekstur. Búið var að afnema tvöfalt verðlag á bensíni og ýms- um vamingi, þar sem útlendingar og forréttindastéttin gátu verslað á sérstöku dollaragengi. Og ríkis- stjómin hafði sagt um helmingi af stjómendum í ferðamannaþjónustu upp störfum vegna spillingar og gjaldeyrissvika. Þá haföi rikis- stjómin nýlokið því verki að end- urúthluta landi til smábænda til einkareksturs. Um leið vora að opnast nýjar leiðir til efhahagssamstarfs og að- stoðar við önnur ríki, en Petre Ro- man þurfti meðal annars að aflýsa mikilvægri heimsókn sinni til Austurrikis vegna uppreisnarinnar. Uppreisnin mun að sögn ráða- manna hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þær efnahagsiunbætur sem nú em í gangi og teQa fyrir nauðsyn- legum umbótum um ófyrirsjáan- legan tíma. Yfirmaður rúmensku leyni- þjónustunnar var hrópaður niður í umræðum í rúmenska þinginu í gær, þar sem hann lagði til að rík- isstjómin segði af sér vegna upp- reisnarinnar. Petre Roman hafði áður lýst því yfir að leyniþjónustan heföi brugðist rikisstjóminni með því að láta hana ekki vita fyrirfram um uppreisnartilraunina. Hins vegar þakkaði hann hemum fyrir að hafa staðið með rikisstjóminni. Umræðu um málið var ekki lokið í rúmenska þinginu í gær, og því óljóst um framtíð ríkisstjómar Petre Romans. ólg/reuter Skútuvogi 10a - Sími 686700 t--------------------------------------------v SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Til leigu er frá 1. desember n.k. skrifstofuhæð neðst við Laugaveginn. Hæðin er um 250 fm. og leigist í einu lagi. Tilvalið húsnæði fyrir lögmenn, vegna nálægðar við væntanlegt dómhús. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 681993 eftir kl. 17:00 á daginn. V 4 Siða 7 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.