Þjóðviljinn - 02.10.1991, Page 1

Þjóðviljinn - 02.10.1991, Page 1
188. tölublað Miðvikudagur 2. október 1991 56. árgangur ■■ÍlTriBl Mynd: Jim Smart. fp ms i i, ’■ . lí 'BíMÍ |f!3 j Engin skólagjöld - enga vexti! Þúsundir námsmanna söfnuðust saman framan við Alþingis- húsið þegar Alþingi var sett í gær og hrópuðu: Engin skóla- gjöld! Engin skólagjöld! Mótmælastaðan var skipulögð af Fé- lagi framhaldsskólanema og samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna þriggja í þeirn tilgangi að vekja athygli á og mótmæla hugmyndum ríkisstjórnarinnar um skólagjöld og áformum um ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem gera ráð fyrir að vextir verði á lánum og endurgreiðslutími verði styttur mjög. Námsmenn þögðu á meðan þingmenn gengu frá kirkju í þing- húsið en hófú síðan söng og hróp- uðu: „Engin skólagjöld!" og hvöttu menntamálaráðherra til að koma út. Reiður námsmaður kastaði tveimur eggjum í þinghúsið skömmu eftir að þingmenn höfðu gengið inn. Mótmælastaðan varði í tæpa ldukkustund en þá var útséð um að ráðherrann sýndi sig og hurfu námsmenn þá á braut. „Samstaðan var gífúrleg og við erum ánægð með hvemig til tókst. Meiningin var ekki að vera með nein iæti heldur vildum við með þessu sýna fram á samstöðu nem- enda,“ sagði Ingvar Sverrisson, formaður Nemendafélags Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, en það- an komu um 7-800 nemendur á Austurvöll. Áður en mótmælastaðan hófst afhentu formenn tíu skólafélaga Ólafi G. Einarssyni menntamála- ráðherra mótmæli sem voru undir- rituð af um 5500 framhaldsskóla- nemum. í yfirlýsingu frá samstarfs- nefnd námsmannahreyfinganna segir að hugmyndir um skólagjöld gangi þvert á rikjandi stefnu i menntamálum og vegi beinlínis að rótum velferðarkerfisins. Þá er bent á að vandi LÍN eigi rót að rekja til þess að lán sem veitt hafi verið á meðan þau voru ekki verð- tryggð hafi ekki skilað sér og í öðru lagi hafi ríkisvaldið fjármagn- að sjóðinn æ meira með lántökum í stað ríkisframlags. Námsmenn segja óþolandi að í hvert sinn sem skipt sé um ríkis- Baldvin Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis, segir að starfsmenn þess verði samtals eitthvað um 130 í tveimur deildum, vefnaðar- og fatadeild. Það eru nokkuð færri starfsmenn heldur en þegar mest var að gera hjá Álafossi hf. á sínum tíma, en þá unnu hjá fyrirtækinu nyrðra um 200 manns. Stefnt er því að hlutafé Foldu hf. verði um 60 miljónir króna og hafa þegar safnast hátt í 40 miljónir. stjóm eigi þeir yfir höfði sér grundvallarbreytingu á sínum hög- um. Öll lög þurfi tíma til að virka og lögin um LÍN frá 1982 séu eng- in undantekning þar á. „Það eru tæp tiu ár síðan sett vom ný Iög um sjóðinn en hann fær aldrei þann tima sem til þarf til að það sjáist hvað í lögunum felst,“ segir Bjami Ingólfsson, formaður Bandalags íslenskra sérskólanema. „Ríkisendurskoðun hefúr í sinni skýrslu sagt að staða sjóðsins sé ekki svo slæm. Aðalvandinn liggur í gömlu óverðtryggðu lánunum og að fjármögnunin hefur verið rammvitlaus. En námsmenn fá ekki einu sinni að láta í ljós skoð- anir sinar eða hafa áhrif á eigin Framkvæmdastjórinn segir að Folda hf. muni ekki verða eins háð Rússlandsmarkaði með,sölu fram- leiðslunnar og var hjá Álafossi hf. því ætlunin sé að einbeita sér í vaxandi mæli að vestrænum mörk- uðum. Baldvin sagði að þótt mikil bjartsýni ríkti í herbúðum hins nýja fyrirtækis væri Ijóst að enn væm mörg ljón á veginum og mörg vandamál sem þyrfti að takast á við. Hann sagði að Folda hf. yrði að sjálfsögðu rekin með hagnaði, mál. Við eigum engan fulltrúa í hópnum sem er að vinna tillögur að nýjum lögum og það eru vinnu- brögð sem við fordæmum.“ „Það alvarlegasta í tillögum um ný lög er að endurgreiðslutím- inn verði styttur í tíu ár og að end- urgreiðslur hefjist strax ári eftir námslok. Með því er ungu fólki sem er að koma úr námi gert ókleift að koma sér þaki yfir höf- uðið. Fólk lendir inni í húsbréfa- kerfinu með þessa skuldabyrði og matið þar byggist á því,“ segir Sig- þór Ari Sigþórsson stúdentaráðs- fúlltrúi. enda gerðu rekstraráætlanir ekki ráð fyrir öðru. Stærsti hluthafi í Foldu hf. er Framkvæmdasjóður Akureyrarbæj- ar með tæpar 20 miljónir króna og jafnframt er þess vænst að Byggðastofnun leggi fram 12 milj- ónir króna en ákvörðun þar að lút- andi var frestað á stjómarfundi stofúunarinnar í fyrradag. Aðrir hluthafar í hinu nýja fyrirtæki em Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, sem hefur haft veg og vanda að stofnun þess, Lífeyrissjóður Iðju, KEA, Iðja, Stéttarsamband bænda, Höld- ur, Samskip, Islenskur skinnaiðn- aður, ÚA og Eyjafjarðarsveit. -grh -vd. Folda tekin til starfa •^gær tók til starfa á Akureyri nýtt ullarvinnslufyrirtæki, Folda hf. IFyrirtækið tekur yfir þann rekstur sem Landsbankinn hefur haft á sinni könnu frá því Álafoss hf. varð gjaldþrota, en áður höfðu samningar tekist við bankann um kaup á tækjum, búnaði og leigu á húsnæði undir starfsemina. Lífskjör á Vestur- löndum verst í Banda- ríkjunum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.