Þjóðviljinn - 08.10.1991, Page 5

Þjóðviljinn - 08.10.1991, Page 5
íf Engar sérstakar aðgerðir til bjargar sjávarútveginum Jóhann Ársælsson, Abl., gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega fyrir stefnu hennar i byggðamálum i utandagskrárum- ræðu um sjávarútvegsmál á Alþingi ( gær. Mynd: Kristinn. Umræða utandagskrár um sjávarútvegsmál, sem fulltrúar Alþýðu- bandalagsins báðu um, snerust meira um efnahags- og byggðamál en sjávarútvegsmál. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu stjórnina fyrir þá stefnu að ætla ekki að styrkja fyrirtæki og byggðarlög sem ættu í erfíðleikum eða það sem þeir kölluðu „kemur mér ekki við“ stefnu stjórnarinnar, í um- ræðunum sem fóru fram í gær. Þorsteini Pálssyni sjávarút- vegsráðherra varð tíðrætt um að leiðin til að bregðast við vanda sjávarútvegsins vegna aflasam- dráttar væri að draga úr lánsfjár- þörf hins opinbera og skapa þannig svigrúm fyrir sjávarútveginn, sem og að draga úr rikisumsvifum. Hvorttveggja þyrfti til, svo treysta mætti grundvöll atvinnuvegarins, sagði Þorsteinn. Hann beindi orð- um sínum einnig til sveitarfélaga í þessu efni og talaði auk þess um að draga þyrfti úr einkaneyslu. Hann vill fara almennar leiðir, ekki sértækar í þessum efnum. Steingrímur J. Sigfússon, Abl., gagnrýndi hann og rikisstjómina fyrir að vera nú að fara þá sömu leið og var farin 1987-’88 og taldi það mikið óhagræði fyrir þjóðina að láta Sjálfstæðisflokkinn komast upp með það reglulega að sigla þjóðarskútunni í strand. Hann spáði næsta strandi strax haustið 1992. Steingrímur benti á að afkoma sjávarútvegsins hefði verið góð á ámnum 1989-’90 vegna þess að ríkisstjómin þá hefði tekið á vand- anum til dæmis með því að koma á stöðugleika í efnahagsmálunum. Hann sagði að hávaxtastefna ríkis- stjómarinnar nú væri stór hluti vandans, sem og gengisstefna sem hefði árið 1988 siglt öllu í strand. Þorsteinn hélt því hinsvegar fram að síðasta ríkisstjóm hefði ffestað vandanum, ekki læknað hann, auk þess sem þá hefði verð á erlendum mörkuðum verið gott og gengis- þróun hagstæð. Jóhann Arsælsson, Abl., sem hóf umræðuna hvatti til hagræð- ingar í sjávarútveginum og gagn- rýndi sérstaklega kvótakerfið þar sem það væri líklegt að vegna þess kerfis væri miklum afla hent fyrir borð. Hann boðaði að Alþýðu- bandalagið myndi leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að allur afli yrði seldur á fiskmörkuð- um hérlendis áður en hann yrði fluttur út. Þorsteinn kvað þetta vel athugandi, þó það gæti haft sína ókosti, til dæmis að meiri afli færi út óunninn vegna þess að ekki nyti við Aflamiðlunar né aflaskerðinga gegn sölu erlendis. Jóhann vildi fá skýr svör um hvemig stjómin ætlaði að bregðast við vanda fyrirtækja, heimila og byggðarlaga vegna aflasamdráttar- ins. Hann fékk þau svör að draga ætti úr lánsfjárþörf hins opinbera og að á meðan ynni Byggðastofn- xm að sínum verkum einsog stofn- unni bæri. Þorsteinn var eini stjómarliðinn er tók til máls í um- ræðunni. Anna Olafsdóttir Bjömsson, Kvl., tók undir gagnrýni á byggða- stefnu ríkisstjónarinnar og lagði til að komið yrði á byggðakvóta til að treysta byggð í landinu. Hún gagn- rýndi stjómina fyrir að auka gjald- töku á sjávarútveginn á sama tíma og hann ætti í stórkostlegum vand- ræðum vegna aflasamdráttarins. Hafrannsóknastofhun er ætlað að fjármagna sig með um 600 miljón króna þjónustugjöldum teknum af sjávarútvegsfyrirtækjum, en það bætist ofan á 7-9 miljarða króna tekjutap sjávarútvegsins vegna minnkandi afla. Anna sagði að sá peningur ætti greinilega ekki að fara í pyngju starfsfólks fiskvinnsl- unnar sem sannarlega þyrfti á því að halda. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Frfl., varði kvótakerfið fyrir gagn- rýni og sagði ekkert kerfi galla- laust, en ekki þýddi í staðinn að veifa töfralausnum einsog byggða- kvóta, hann tók undir gagnrýni á byggðastefnu stjómarinnar. Umræðu varð ekki lokið er kom að því að þingflokksfundir ættu að hefjast og var henni frestað um óákveðinn tima að beiðni ffamsóknannanna. Beðið er eftir Halldóri Ásgrímssyni fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem er er- lendis, en von er á honum í kvöld. -gpm 6* grein fjárlaga Galopin Yfirskoðunarmenn ríkis- reiknings 1989 gagnrýna svo kallaða 6. grein fjárlaga og benda á að þar sé oft og tíðum að finna heimildir til fjármála- ráðherra og ríkisstjórnar til að verja hundruðum miljóna króna án þess að upphæða sé getið. Þeir vilja að þessar opnu heim- ildir verði þrengdar verulega og sett verði hámark á hvern lið fyrir sig. Bent er til dæmis á heimild í íjárlögum 1989 til að ganga til samninga við Rafmagnsveitur rík- isins og Orkubú Vestfjarða sam- kvæmt samkomulagi frá árinu 1986 um niðurfellingu verðjöfnun- argjalds á raforku. Þessi heimild varð til þess að útgjöld rikissjóðs jukust um rúmlega 3,5 miljarða króna. Skoðunarmennimir og Rík- isendurskoðun gagnrýna að fyrir þessu var ekki gerð nein töluleg grein í fjárlagafrumvarpinu. Þessar heimildir gera það því að verkum að áætlanir fjárlaga verða óraunhæfar og erfitt að bera saman fjárlögin og ríkisreikning þegar hann kemur út. í fjárlagafmmvarpinu fyrir 1992 er að finna ýmsar svona heimildir. Fjármálaráðherra er heimilt að kaupa Hótel Valhöll á Þingvöllum og taka til þess nauð- synleg Ián, honum er heimilt að kaupa húseignir og lóðir í nágrenni Amarhvols fyrir Stjórnarráðið, kaupa og leigja skrifstofur fyrir ráðuneytin og að kaupa eða taka á leigu húsnæði ásamt nauðsynleg- um innréttingum fyrir ósakhæfa, geðsjúka afbrotamenn og taka til þess lán, svo nokkur dæmi séu tek- in. Verði frumvarpið að lögum verður einnig að lögum að fella megi niður aðflutningsgjöld af sér- búnum bifreiðum fyrir fatlaða, að leita megi samninga um kaup á steinbijót til að mylja nýmasteina og gallsteina, svo dæmi séu tekin. Einnig em fjölmargar heimildir til ráðherra um að selja hinar og þess- ar eignir ríkisins, svo sem hluta- bréf í Gutenberg hf. og húsnæði Sölu vamarliðseigna. I 1. til 5. grein íjárlaga er að finna áætlun um sundurliðuð gjöld og tekjur rikissjóðs ásamt lána- og fjármunahreyfingum ríkisins. En í 6. greininni, sem er sú síðasta í frumvarpinu, er einungis að finna almennt orðalag um fjárútlát án þess að peningaupphæða sé getið og gerir það þá grein gjörólika hin- um. -gpm Hagur neytenda fyrir borð borinn Stjórn Neytendasamtakanna hefur mótmælt þeirri ákvörðun samgönguráðu- neytisins að hafna beiðni flugfé- lagsins SAS um sex nátta far- gjald til Norðurlanda og koma þannig í veg fyrir að neytendur geti keypt ferðir á lægra verði en nú er. Að mati samtakanna er þessi afstaða ráðuneytisins and- stæð hagsmunum neytenda og með öllu ósamrýmanleg sjónar- miðum um frelsi í viðskiptum og bann við samkeppnishömlum. Birgir Þorgilsson formaður Flugeftirlitsnefhdar segir að helsta röksemd þeirra gegn umsókn SAS sé einfaldlega sú að með því að fallast á hana hefði það veikt stöðu Flugleiða. Birgir segir að til langs tíma litið sé mikilvægt fyrir Islend- inga að hafa öflugt innlent flugfé- lag í stað þess að horfa einatt til skammtímasjónarmiða, eins og mótmæli Neytendasamtakanna bera vitni um. Formaður Flugeftir- litsnefndar segir jafnframt að þó svo að nefndin hafi ekki fallist á beiðni SAS var hin endanlega ákvörðun þar að lútandi tekin af hálfu sam- gönguráðuneytisins. Stjórn Neytendasamtakanna telur að með þessari ákvörðun sinni hafi samgönguráðuneytið komið í veg fyrir að neytendur geti keypt ferðir á lægra verði en nú er og hamlað gegn eðlilegri sam- keppni í millilandaflugi. Samtökin telja það óhæfu að stjómvöld skuli banna breytingar á verðlagningu í millilandaflugi til að halda uppi verði og um leið hindra eðlilega samkeppni. Þess í stað eigi sam- gönguráðuneytið að sjá til þess að Islendingar sitji við sama borð og aðrir, en ekki að stuðla að því að takmarka samkeppni, banna hana og halda uppi háu verði á þessari þjónustu. -grh Össur Skarphéöinsson þingflokksformaöur Alþýðuflokksins styður ekki fjár- lagafrumvarpiö, a.m.k. ekki þá liöi sem kveöa á um skólagjöld. Mynd: Kristinn. Ekki meirihluti fyrir skólagjöldum Ekki er þingmeirihiuti fyrir fjárlagafrumvarpinu einsog það er, en klofningur er í stjórnarliðinu um skólagjöld. „Ef menn vilja láta reyna á þingstyrk í þessu máli þá er það þeirra mál,“ sagði Össur Skarphéðins- son þingflokksformaður Alþýðu- flokksins varðandi þá staðreynd að kveðið er á um skólagjöld í frumvarpi til fjárlaga þrátt fyrir skýra og ótvíræða andstöðu fjög- urra þingmanna Alþýðuflokksins. Greiði þau ekki atkvæði með ákvæðum í frumvarpinu um skólagjöld er ekki meirihluti fyrir þeim á Alþingi. „Við munum standa við það sem við höfum sagt, afstaða okkar er óbreytt. Við erum á móti því að það sé verið að taka skólagjöld í rík- ari mæli til að standa undir rekstri skóla. Það er gert i ákveðnum mæli með efhis- og innritunargjöldum og við höfum ekki lagst gegn því,“ sagði Össur og minnti á bókun þar sem hluti þingflokks Alþýðuflokks- ins áskildi sér rétt til að taka af öll tvímæli varðandi skólagjöld með því að leggja fram frumvarp á þingi sem bannaði skólagjöld. Um er að ræða skólagjöld í framhaldsskólum iandsins og háskólum allt að 250 miljónum króna á næsta ári, sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Hann sagðist mjög óánægður með að skólagjöld væru inni í frum- varpinu nú sérstaklega þar sem hann hefði skýrt Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra frá andstöðu sinni og annara þingmanna bæði munnlega og skriflega. Það ætti þannig ekki að koma neinum á óvart að við munum vera á móti þessu. Við spyijum að leiks- lokum, sagði Össur. Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að hann telji að ekki sé meiri- hluti fyrir fjárlagafrumvarpinu óbreyttu. Össur vildi engu svara um hvort vinna við frumvarp um bann við skólagjöldum væri farin af stað eða ekki. -gpm Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. október 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.