Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 2
Þjóðviljinn og framtíðin Greiðslustöðvun Þjóðviljans lýkur í dag. Á mánu- dag kemur í Ijós hvort skiptaráðandinn í Reykjavík hefur samþykkt beiðni útgáfufélags blaðsins um framlengingu á greiðslustöðvun til ára- móta. Á síðustu vikum eða frá því er greiðslustöðvun var leyfð, hafa ný tíðindi gerst. Forráðamenn Þjóðviljans og Tímans hafa átt í viðræðum um samstarf og ýmsir fleiri aðilar í samfélaginu hafa komið þar við sögu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að litlu dagblöðin þrjú eiga öll í verulegum rekstrarerfiðleikum. Sumir segja að tími flokksblaðanna svokölluðu sé liðinn og forráðamenn þeirra verði að gera sér grein fyrir þeirri staöreynd. í þessu samhengi ber þó að minna á að stærsta blað þjóðarinnar, Morgunblaðið, er ekkert síð- ur flokksblað en Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið. Ágætur árangur í áskrifendasöfnun Þjóðviljans, sem hefur skilað um 1400 nýjum áskrifendum á tveim- ur mánuðum, auk verulegs sparnaðar í daglegum rekstri vegna minnkunar blaðsins, hafa bætt stöðu þess til muna. Vonandi tekst að ná takmarkinu um 2000 nýja áskrifendur, sem ætti að vera mögulegt svo fremi að greiðslustöðvun fáist framlengd til áramóta. Forráðamenn Þjóðviljans og Tímans gera sér fulla grein fyrir þeim vanda sem blasir við blöðunum. Þess vegna hafa þeir átt í alvarlegum viðræðum um stofnun nýs dagblaðs, samhliða því að blöðin tvö hætti að koma út. Alþýðublaðið kemur ef til vill einnig inn í þá mynd þótt forráðamenn þess hafi ekki tekið þátt í viðræðum á þessu stigi. Ljóst er að þeim mun meira fjármagn sem kemur inn í nýja útgáfu, því líf- vænlegri verður hún. Það er mikilvægt fyrir alla þjóðfélagslega umræðu af hvaða toga sem er, að fjölbreytni ríki og komið verði í veg fyrir einokun í skoðanamyndun. Ef Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið hættu að koma út og Morgun- blaðið og Dagblaðið sætu tvö eftir á dagblaðamark- aðnum, ylli það tómarúmi sem margir væru fúsir til að fylla. Aðstandendur Þjóðviljans gera sér það mæta vel Ijóst að það er markaður fyrir stórt, þverpólitískt og gagnrýnið dagblað, og eru reiðubúnir að skoða alvar- lega samstarf um blaðaútgáfu af þeim toga. Enginn vafi leikur á að velunnarar blaðsins hafa tekið höndum saman um að tryggja framtíð þess. Enn sem komið er, er ekki Ijóst hvernig sú framtíð verður, hvort hún verður í lítið breyttu formi, í sameiginlegri út- gáfu Tímans og Þjóðviljans eða enn nýrri útgáfu á miklu breiðari grunni. Það sem mestu varðar er þó að tryggð verði sú fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði sem minni blöðin hafa stuðlað að í áranna rás. Til þess að svo megi verða þurfa lesendur þessara blaða, velunn- arar þeirra og aðstandendur að velja þá leið sem lík- legust er til að skila góðum árangri til lengri tíma litið og sem tryggir að einokunaröfl sitji ekki alein að les- endum og auglýsendum. Aðstandendur Þjóðviljans þurfa nú á stuðningi vel- unnara blaðsins að halda í þeirri vinnu sem framund- an er og þeim viðræðum sem standa yfir í tengslum við fyrirsjáanlegar breytingar á fjölmiðlamarkaðnum. Óháð því hvort niðurstaðan verður að breytinga á út- gáfunni sé þörf eða ekki, má Ijóst vera að brýnt er að halda áfram átaki til styrktar Þjóðviljanum. Það er ekki síst mikilvægt fyrir hreyfinguna sem að Þjóðviljanum stendur að, ef til kemur, gangi hún til samstarfs við aðra aðila um blaðaútgáfu í þeim tilgangi að standa vörð um raunveruleg og lýðræðisleg skoðanaskipti og geri það af þeim myndugleik sem dugar til raunveru- legra áhrifa. Þess vegna er brýnt að efla Þjóðviljann eftir fremsta megni nú til að staða hans verði sem styrkust. ÞJÓT>VIIJINN Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Símis 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjómarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siöumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö f lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. UPFT & SKOMÐ Stórsigur stórsöngvarans I krafti stærðar sinnar hefur Morgunblaðið tilhneigingu til að telja sig hafíð yfir alla gagnrýni. Blaðið stærir sig af því að vera op- ið fyrir öll sjónarmið, svo fremi þau brjóti ekki i bága við siðgæð- isvitund þjóðarinnar eða eru bein meiðyrði. Þeir kalla sig blað allra landsmanna og það sem i Morgun- blaðinu stendur er satt og rétt. Ein- staka sinnum geta þó Morgunblað- inu orðið á mistök, það er bara mannlegt, en þau mistök eru þá leiðrétt á lítið áberandi stað í blað- inu til að rýra ekki trúverðugleika blaðsins. Það kom því Klippara mjög í opna skjöldu þegar hann fletti Morgunblaðinu í gær og við hon- um blasti viðtal við Kristján Jó- hannsson stórsöngvara í leiðara-- opnu blaðsins undir fyrirsögninni „Eg er mjög ósáttur við Morgun- blaðið“. Reyndar rámaði Klippara í að hann hefði séð annað viðtal við þann sama Kristján á annarri síðu sama Morgunblaðs, þar rammað inn í viðhafnarramma. Klippari flýtti sér því að fletta blaðinu aftur á síðu tvö og mikið rétt, þar brosti Kristján sínu feg- ursta við lesendum biaðsins. Klippari ákvað að lesa það við- tal fyrst áður en hann legði i ádrep- una um Morgunblaðið. Þetta var mjög jákvæð frétt um áframhald- andi stórsigra sórsöngvarans úti í hinum stóra heimi. Kristján mun syngja aðalhlutverk í II Trovatore við opnun óperuhússins í Genúa. Kristján hefur nú aldrei þótt hógvær maður, enda segir Kristján í viðtalinu að þetta sé nokkurskon- ar stimpill á það hvert ferill hans sé kominn. „Við opnum með II Trovatore og það eru nú ekki margir tenórar í dag í hæsta gæðaflokki sem syngja essa óperu. Mér frnnst afar at- yglisvert að ég skyldi vera ráðinn þar sem ég er útlendingur. En ég er náttúrulega útlendingur hvar sem ég kem og maður verður var við lað að fólkið vill heldur að landi icirra yrði í þessu hlutverki en legar ekki eru til aðrir betri þá er ekki um það að ræða.“ Stórsöngvarinn brýnir raustina Þetta viðtal yljaði Klippara um hjartarætur. Hann gladdist yfir vel- gengni stórsöngvarans og ósjálfrátt rifjaðist upp það eina tækifæri sem Klippari hefur átt til að njóta hetju- tenórsins í lifandi flutningi. Það var við endurvígslu Þjóðleikhúss- ins í fyrra, og hafi Klippari ein- hvemtímann haldið að Kristján væri annar Garðar Hólm þá þurrk- aðist sú hugsun út við að hlýða á kröftugan sönginn. Klippari er því einsog aðrir landar okkar í sjöunda himni í hvert skipti sem stórsöngv- arinn vinnur nýja sigra úti i hinum stóra heimi, og af blaðafregnum undafarin ár eru þeir ekki svo fáir sigramir hans Kristjáns. Nú var flett aftur í opnu Morg- unblaðsins og tekið til við lestur hins viðtalsins við Kristján. Það var ekki jafn mikil gleðilesning og viðtalið í viðhafnarrammanum. Þama jós Kristján úr skálum reiði sinnar yfir blaðaskrif um hann í Morgunblaðinu einhvemtímann í sumar. Og hann er ekkert að spara stóryrðin. Aftakan „Ég er mjög ósáttur við Morg- unblaðið og hef verið það síðan í sumar. Þetta er einu sinni blað þjóðarinnar og það blað sem þjóð- in treystir hvað mest og les mest. Morgunblaðið opinberar í flestum tilfellum mínar eigin skoðanir, bæði póhtískt og um lífið og til- vemna. Ég verð að segja eins og er að mér finnst blaðið hafa sett mik- ið niður í blaðamennsku og öllum fréttaflutningi.“ Og Kristján heldur áfram: „Mér finnst „standardinn" á blaðamönnum hafa lækkað til muna undanfarin ár.“ Og hvert skyldi svo vera tilefni þess að blaðamennskan á Morgun- blaðinu og allur fréttaflutningur þess skuli hafa sett svona niður, að ekki sé talað um „standardinn" á blaðamönnum? Jú, það er frétta- flutningur Morgunblaðsins af „de- buti“ Kristjáns í Veróna í sumar. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði tekið sér það bessaleyfi að birta nokkrar úrklippur úr ítölskum blöðum um frammistöðu Kristjáns og segir Kristján að fréttaflutning- urinn hafi verið til háborinnar skammar. „Lélegir blaðamenn fjölluðu um það og ónýtir þýðendur, þýð- endur sem virðast engan veginn skilja þá tungu sem þeir þykjast vera að þýða, sem í þessu tilfelli var ítalska. Blaðið sendir blaða- konu sem hefúr minni en enga inn- sýn i leikhús og ennþá síður í óp- eru. Hún fjallaði um þetta á eins „provinsíal" hátt og hægt er og forðaðist það eins og heitan eldinn að fjalla um minn þátt í dæminu, heldur fór í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut. Síð- an tók hún einu greinina, af tugum greina sem allar voru mjög já- kvæðar þar sem talað var um mig sem stærsta dramatíska tenór í ver- öldinni. Umfjöllunin fór einfald- lega fram um þessa grein sem var í Corriere della Sera sem var tiltölu- lega neikvæð en þó ekki slæm ef hún er lesin af þeim sem skilur tungumálið. En það var greinilegt að þýðandinn stiklaði á þeim fáu orðum sem hann kunni í ítölsku og lét það sem skipti kannski mestu máli, kyrrt liggja. Þá hluti sem voru virkilega jákvæðir Iétu þeir á Morgunblaðinu algjörlega eiga sig en settu þann hlut sem var eini skugginn á annars glæsilegum sigri í fyrirsögn.“ Ekki ætlar Klippari að blanda sér í þessa erju Kristjáns við Morg- unblaðið, enda ekki séð þá dóma sem um er að ræða. En er þetta ekki óþarfa viðkvæmni hjá stór- söngvaranum? Islenskir fjölmiðlar hafa borið hann á gullstól fram til þessa, með örfáum undantekning- um þó, enda væri annað óeðlilegt. En Kristján heldur áfram og reiðir nú hátt til höggs og beinir því höggi að íslensku blaðamanna- stéttinni, já íslensku þjóðinni, eins- og hún leggur sig. „Eg var hreinlega búinn að loka á íslenska fréttamennsku eflir þetta, því raunverulega skiptir hún mig ekki neinu máli. Það skiptir minn feril engu máli hvað íslensk blöð eða fjöjmiðlar segja um mig eða yfirleitt íslendingar. Ég er eig- inlega búinn að fá mig fúllsaddann á svona öfundsnaggi og því að menn séu að reyna að finna eitt- hvað neikvætt við það sem ég er að gera.“ Morgunblaðið bugtar sig Klippara var nokkuð brugðið við þetta. Ekki endilega það sem Kristján sagði, það dæmir sig sjálfl, heldur hvemig Morgunblað- ið framreiddi fréttina. Þama vegur stórsöngvarinn mjög alvarlega að heiðri eins blaoamanna Morgun- blaðsins, réttast væri að tala um af- töku, segir fréttastofu blaðsins stýrast af öfúnd með því að velja hlutdræga fyrirsögn, dæmir ís- lenska fréttamennsku sem óalandi og ófeijandi og segir Morgunblað- ið hafa sett mikið niður í blaða- mennsku og öllum fréttaflutningi. Þennan yfirlestur birtir Morg- unblaðið athugasemdalaust í við- hafnaropnu blaðsins. Hvað hefúr eiginlega gerst? Efast Klippari jafnvel um að forsætisráðherra þjóðarinnar kæmist upp með slíkt í blaðinu. Eftir nokkra umhugsun sá Klippari hinsvegar hvað hafði gerst. Ritstjórar blaðsins höfðu ákveðið að bugta sig fyrir stór- söngvaranum. Morgunblaðið getur ekki án Kristjáns verið. Stærsta blað þjóðarinnar ákveður að slátra blaðamanninum og heiðri sínum til að halda súpertenór þjóðarinnar góðum. Til hamingju með sigurinn Kristján! Þetta er eflaust stærsti sigur þinn fram til þessa og bliknar frammistaða þín í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma í samanburði við þetta. Hafi Klippari verið orðlaus þegar hann hlýddi á þig flytja Hamra- borgina i leikhúsi þjóðarinnar þá veit hann varla hvemig hann á að bregðast við þessum stórsigri þín- um þegar sjálf hamraborg íslenskr- ar fjölmiðlunar hrynur þegar þú ferð upp á háa séið. -Sáf ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. október 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.