Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 4
SMÁFRÉTTIR Verium velferðarkerfið Launamálaráð Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, BHMR, skorar á sam- tök launafólks að snúast sam- eiginlega til vamar gegn árás ríkisstjómarinnar á velferðar- kerfið. í ályktun launamálaráðsins kemur fram að samkvæmt frumvarpi til fjárlaga er gert ráð fyrir að sérstök þjónustugjöld auki skattheimtu ríkisins um 2,5 miljarða króna og þessar auknu álögur munu bitna fyrst og fremst á sjúkum og nemendum. Launamálaráð BHMR telur því ástæðu til að benda á að hér sé verið að gera grundvallar- breytingar á íslenska velferðar- kerfinu sem felur í sér aukna mismunun þegnanna. -grh Breytingar á sjónvarpsrásum Notendur sjónvarpsins (RÚV) geta átt von á að verða varir við breytingar á dreifikerf- inu á næstunni. Þetta á að minnsta kosti við um Mosfells- bæ, Sandgerði, Grundarfjörð og Mýrar. Samgönguráðherra hefúr út- hlutað sjónvarpsrás 6 (VHF) til Sýnar h/f og RÚV og Sýn hafa því gert með sér samning um breytingar á dreifikerfinu. Sjónvarpssendir Sýnar verð- ur staðsettur á Vatnsendahæð og mun senda út á VHF-rás nr. 6. A nokkrum stöðum á landinu getiu- það valdið truflunum á sjónvarpssendingum RÚV og þar verður komið fyrir nýjum sendi eða útsendingartíðni RÚV breytt. Sýn h/f ábyrgist að þjónusta við notendur R0V spillist ekki af þessum sökum og hagsmuna þeirra verður gætt af sérstökum fulltrúa sem fylgist með ffam- kvæmdum í þessu sambandi. Það er Eiríkur Gíslason hjá EICO sf. í Mosfellsbæ. Fyrirséðar breytingar eru þær að af rás 6 (VHF) verða færðir eftirtaldir: Sendirinn í Víðinesi sem þjónar Mosfells- bæ verður á rás 47 (UHF). Sendirinn í Mosfellsdal verður á rás 39 (UHF). Sendirinn í Sandgerði verður á rás 45 (UHF). Sendirinn í Grundarfirði verður á rás 5 (VHF) og sendir- inn að Gröf á Mýrum verður á rás 43 (UHF). - kj Ráðstefna um mengun hafsins Fjórir íslenskir þingmenn sitja nú ráðstefhu um mengun hafsins í L.ubeck í Þýskalandi. Þingmennimir eru Ami Mathie- sen, Ámi R. Ámason, Hjörleif- ur Guttormsson og Kristín Ein- arsdóttir. Að sögn Hjörleifs þá er það þýska þingið sem heldur ráð- stefnuna og er boðið til hennar þingmönnum allra Norðurlanda og þeirra landa sem eiga land að Eystrasalti, en ráðsfefnan mun einkum fjalla um Eystra- saltið. Ráðstefnan hófst í gær og henni lýkur á sunnudag. Þrír umhverfisráðherrar munu flytja erindi á ráðstefn- unni, umhverfisráðherra Þýska- lands, Svíþjóðar og Finnlands. Hjörleifur sagði að í drög- um að ályktun ráðstefnunnar væri ákvæði um að óvissa verði metin umhverfmu í hag. „Þetta er ný stefna. Fram til þessa hefur verið farið ffam á vísindalegar sannanir, en með þessu verður óvissan metin til vemdar umhverfinu," sagði Hjörleifur. -Sáf ^Twenning Kristinn Reyr sendir frá sér glaðbeittar Ijóðlfnur. Mynd: Einar. „signandi þig mitt sálarkrútt“ Glaðbeittar línur Höf: Kristinn Reyr Glaðbeittar línur er fallega út- gefin 90 bls. ljóðabók. Höfundur- inn er heldur ekki reynslulaus í sambandi við útgáfustarfsemi því samkvæmt skrá afiast í bókinni er þetta þrítugasti titillinn sem hann stendur fyrir. Ljóð, leikrit og tón- list hefur hann valið sér sem tján- ingarform og þessi kvæði sem hér eru bera stíl hans ágætt vitni. Kristinn Reyr Iokar sig ekki inni í neinum sérstökum yrkisefn- um, heldur fer víða og beitir marg- vislegum aðferðum. Hann er skáld hinnar líðandi stundar ef svo mætti segja, yrkir um þær tilfmningar sem til hans koma - tekur þær og „blúsar" svolítið um þær áður en kemur að þeirri næstu. I kvæði sem heitir „GriIIur" signir hann yf- ir sálarkrúttið (sjá fyr>rsögn) af jafn mikilli einlægni og hann segir í kvæðinu „Vinamót", að meðan vináttan sé einhvers virt verði „.. .friöar og frelsisvon um úíhöf og álfur". A þessum slóðum er einmitt að finna styrkleika og veikleika hinna glaðbeittu Ijóðlína Kristins. Það er sjarmerandi að grípa gerólík and- artök þar sem þau verða á vegi manns og gera úr þeim ljóð. Krist- inn er hins vegar stundum of fljót- ur að sleppa takinu. Orðalag eins °g: „...þótt suma geri bœði sárt og klceja þegar... “ er varia brúklegt. „Að gera sárt“ finnst mér fara yfir strikið og vera óvandvirkni. Þó er alls ekki verið að krefjast neins skólabókamálfars. Þetta er og verður smekksatriði. Kristinn hefur alltaf leyft sér nokkurt fráls- ræði í skiptum sínum við tungu- málið og verið meiri heimsborgari að því leyti en gengur og gerist meðal íslenskra ljóðskálda. Ensku- mælandi þjóðir eiga sér langa ljóðahefð af því tagi sem stundum má finna hjá Kristni og einkennist af grinagtugu rími sem byggir á líkingum í framburði, en tekur e_kkert tillit til ritmyndar orðanna. Úr „Glaðbeittum Iínum“ má taka til dæmis um þetta kvæði sem heit- ir: Hörpuútgáfan hefur gefið út nýja ljóðabók „Kór stundaglas- anna“, sem er fimmta Ijóðabók Friðríks Guðna Þórleifssonar. A bókarkápu segir útgefandi: „Friðrik Guðni er rímsnillingur. Fátt mun honum auðveldara en kveða með hefðbundnum hætti. Ýmis kvæði hans, einkum stuttar svipmyndir úr íslenskri náttúru, hafa náð eyrum fólks betur en margt sem hærra hefur verið hoss- að. í þessari ljóðabók skiptir hann um tón. Hann slær strenginn með öðrum hætti en fyrr, leikur nánast á tungumálið eins og hljómborð. Ljóð - í ætt við draumastef, dular- HERRANN BROWN Hann hét herra Brown og hafði siglt á Spán en rölti inn á Rán rykaður og down einsog gengur án öls og bað um lán. En kvinnan sem var kjút með kyssilegan stút reiddist drykkjurút er rumdi: Púta-pút. Svo hér fór allt í hnút og honum kastað i'it. Það ber reyndar mikið meira á léttúð en alvöru í ljóðum Kristins. Jafnvel þegar hann yrkir um graf- alvarleg viðfangsefni eins og fullar raddir úr steini og hóli eða niðinn eilífa við fallvötn og fjöru - bregða sérkennilegum blæ yfir þessa bók. Og þó er hún umfrarn allt dvergsmíð úr íslenskum afli, efniviðurinn tunga vor fom og samt ætíð ný. Þó að minningar og draumar séu kveikjan að mörgum kvæðanna stendur skáldið traustum fótum í samtímanum og spyr: „Hvers eru þeir að krefja okkur, hverju eru þeir að svipta okkur?" KÓR STUNDAGLASANNA er 75 bls. Kápumynd CARSTEN. Setning, prentun og bókband: ODDI hf. dauðann á hann það til að sussa á alvöruna með hversdagslegum lík- ingum eins og í kvæði sem heitir: SKULD Lif er fengið að láni í leyndum forlagabanka gegn víxli með veði í viðkomanda samþykktum sýningarvíxli er greiðist að fullu á gjalddaga „Glaðbeittar línur“ er vinaleg og læsileg ljóðabók. -kj Kór stundaglasanna ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. október 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.