Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 6
FlÉTHE Brynjólfur I. Sigurðsson prófessor sæmir Dr. H. Winding Pedersen heiðursdoktorsnafnbótinni. Mynd: Kristinn. Viðskipta- og hag- fræðideild orðin hálfrar aldar gömul Igær varð viðskipta- og hag- fræðideild fimmtug. Nem- endur sem lokið hafa prófi frá deildinni eru alls 1661. Flestir þeirra eru kandidatar í viðskiptafræði, en á siðustu árum hafa útskrifast hagfræðingar með B.Sc. gráðu. A þessum fimmtíu árum hafa viðskiptafræðingar og hagfræð- ingar unnið sér traustan sess á vinnumarkaði, bæði hjá hinu op- inbera og annars staðar í við- skiptalífínu. Deildin minntist afmælisins í gær með hátíð í Háskólabíói. Þar var dr. H. Winding Pedersen pró- fessor emeritus við Kaupmanna- hafnarháskóla sæmdur nafnbót- inni doctor oeconomiae honoris causa. Deildin lét slá minnispen- ing í tilefni af afmælinu. -kj Vísitala hækkar Síðastliðna tólf mánuði hef- ur vísitala byggingarkostn- aðar hækkað um 8,1%. Síðustu þrjá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 0,5% og sam- svarar það 2,2% árshækkun. Hagstofan hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan október 1991. Reyndist hún vera 187,3 stig eða 0,2% hærri en í septem- ber og gildir sú vísitala fyrir nóv- ember 1991. -grh Verkfallsheimildar aflað norðan heiða S Afundi Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, verður í dag leitað heimildar til verkfallsboðunar. Ef fundurinn heimil- ar stjórn og trúnaðarmannaráði að boða til verkfalla, verð- ur brotið blað í sögu þeirra samninga sem nú standa yfir, þar eð sú verkfallsheimild yrði sú fyrsta sem samþykkt yrði hjá fé- lagi í Alþýðusambandinu eftir að samningar losnuðu 15. september sl. Heimildir herma að langlund- argeð félaga í Iðju sé á þrotum. Þar er helst nefnt að viðræður í sam- bandi við greiðslur fyrir námskeið fólks sem starfi í mjólkurbúum hafi ekki skilað neinum árangri. Kristín Hjálmarsdóttir, formaður félagsins, sagði í gær að þótt verk- fallsheimildar væri aflað þýddi það ekki verkfall. „Við höfúm aðeins fengið að ræða við viðsemjendur okkar, en það heíúr ekki skilað okkur neinu fram að þessu.“ Kristín sagði að félagið hefði farið eftir hugmyndum Alþýðu- sambandsins um að ræða sérmál félagsins. Hún staðfesti að nám- skeið fyrir fólk í mjólkurbúum hefði verið eitt af þeim málum. Kristín sagði að þau námskeið, sem félagið hefði samið um hjá Landssambandi iðnverkafólks, hefðu gefið fólki ákveðna launa- hækkun að námskeiðum loknum. „Þessi hækkun er í dag rétt um þijú þúsund krónur. Okkur hefúr ekki tekist að semja við mjólkur- búin um launahækkun vegna nám- skeiða.“ Þegar Kristín var spurð hvort hún teldi líklegt að verkfallsheim- ildin yrði notuð, sagði hún að svo gæti farið að lokum. „EF við sjá- um fram á að það verði ekki nokk- ur lífsins leið að ná samningi við mjólkurbúin, gæti svo farið. En við erum fyrst og fremst að afla okkur þessar heimildar.“ Aðspurð hvaða áhrif það hefði ef Iðja stöðvaði vinnu í mjólkurbú- um á sínu félagssvæði, sagði Krist- ín að það hefði mjög slæm áhrif. Það væri ljóst að mjólk bænda á svæðinu myndi þá liggja undir skemmdum því ekki væri hægt að flytja hana alla í önnur mjólkurbú. -sþ Stefnir í 20 miljarða viðskiptahalla Félag íslenskra iðnrekenda hefur sent frá sér spá um horfur þjóðarbúskaparins 1991 og horfur í efnahagsmálum fyrir árið 1992.1 skýrslu FÍI kemur fram að líklega megi búast við meiri umsvifum á þessu ári en ráð hafl verið fyrir gert. Jafnframt auknum umsvifum megi búast við að ójafnvægi í efnahagsmálum verði meira en vænst hafi verið. I skýrslu Fll segir að á fyrstu 8 mánuðum þessa árs hafi almennur innflutningur aukist um 14% að raungildi miðað við sama tíma í fyrra. A þessu tímabili hafi vöruút- flutnmgur aftur á móti minnkað um 9%. í framhaldi þessa segir FÍl að búast megi við 20 miljarða króna viðskiptahalla á þessu ári sem sé um 5,5-6,5 miljörðum meiri halli en í síðustu spá Þjóðhagsstofnunar. Þegar vikið er að horfum fyrir árið 1992 segir í skýrslunni að bú- ast megi við enn frekari samdrætti í útflumingstekjum. Það stafl einna helst af samdrætti í fiskafla og lækkandi verði sjávarafurða. Einnig er búist við að verð á stóriðjuafúrð- um haldist áfram lágt. Félag íslenslora iðnrekenda bendir á að stjómvöld geti haft áhrif á framvindu mála, en til þess þurfi miklu stærra átak en birtist í fjár- lagafrumvarpi, þjóðhagsáætlun og starfsáætlun ríkisstjómarinnar. Þau ráð sem FII gefúr ríkisstjóminni í þessu sambandi em í fyrsta lagi að tryggja stöðugleikann, lækka vext- ina, bæta samkeppnisaðstöðu gagn- vart erlendum keppinautum og af- nema allar samkeppnishindranir innanlands. FÍI segir að í áætlun ríkisstjómarinnar séu fyrirheit um ýmsar aðgerðir, en í þeim sé of margt óljóst, eins og t.d. orðanotk- unin að „stefna að“ og „láta kanna“. Það sem vanti sé tímasettar áætlanir um alla þætti sem skipta máli fyrir starfsskilyrði atvinnulífsins. -sþ VIPHOIF ▲ Páll Vilhjálmsson skrifar Hugmyndafræði þriðja blaðsins Endrum og sinnum síðustu árin hefur verið rætt um að litlu blöðin þrjú sameinist í eitt. Vafalaust eru margar skýringar á því, að ekkert hefur orðið úr. Nú er hinsvegar svo komið að Alþýðublað, Tími og Þjóðvilji standa frammi fyrri sameigin- legu skipbroti. Ef eitt blaðanna hættir útkomu eða dregur saman seglin munu hin tæplega standa undir auknum kostnaði sem af hlýst vegna samnings blaðanna við Odda hf. „hágé“ skrifar laugardaginn 12.nóvember í Þjóðviljann um nauðsyn þess að litlu blöðin þrjú athugi möguleika á sameiginlegri útgáfu. Ef til þess kæmi, sem reyndar er ekki líklegt á þessari stundu, yrði ný útgáfa þriðja dag- blaðið, en hin tvö eru vitanlega Morgunblað og DV. I skrifum um framtíð litlu blaðanna er höfuð- áherslan iðulega á þátt- töku þeirra i lýðræðis- legri umræðu og hversu einlit hún yrði ef blað- anna nyti ekki við. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Það þarf hins- vegar meira til en al- mennar yfirlýsingar til að skapa nýju dagblaði hugmyndafræðilegar forsendur. Ekki síst verða menn að kannast við það í fullri hreinskilni að ekk- ert dagblað fær þrifist sem mál- gagn stjómmálaflokks eða flokka. I orði kveðnu hafa litlu blöðin fyr- ir löngu áttað sig á þessu og telja sig ekki lengur flokksblöð. Það vita það samt allir sem vilja að pólitísk forysta Alþýðubandalgs, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks er hver með sinum hætti með nefið ofan í málum dagblað- anna. Það er helst að blaðamenn Þjóðviljans, og stundum ritstjórar, hafi reynt að andæfa utanaðkom- andi afskiptum og gert kröfu um aukið sjálfstæði. Það er enginn vafi á að litlu blöðin eru fjarri því að vera flokksholl á líkan máta og þau voru fyrir nokkrum árum og ára- tugum. Sennilegasta skýringin er að flokksforysta þeirra flokka sem að blöðunum standa leggur ekki jafn mikla áherslu og áður á að „flokkslínan“ móti blaðaskrifin. Þess sjást lítil merki að blöðin sjálf hafi haft frumkvæðið að losa um flokksböndin. Þar hefur Morg- unblaðið staðið sig mun betur gagnvart forystu Sjálfstæðis- flokks. Eða man einhver eftir því að Alþýðublað, Þjóðvilji eða Tími hafi komist upp með það að standa gegn flokksforystunni í leiðaraskrifum? Víst eru til stöku dæmi um andóf, en oftar en ekki hafa í kjölfarið fylgt breytingar á ritstjóm viðkomandi blaðs. Þess vegna þarf að hugsa þriðja blaðið upp á nýtt. Þar er að mörgu að hyggja, en fáein atriði skera sig þó úr. Þriðja blaðið þarf að fullvissa lesendur um að fréttir blaðsins væru heiðarlegar og engir annar- legir hagsmunir, hvorki pólitiskir né viðskiptalegir, hefðu áhrif á fréttaflutning. Ritstjórnin tæki ekki þátt í möndli með fréttaefni, eins og tíðkast til dæmis á Morg- unblaðinu, heldur héldi fast við þá grunnreglu að frétt er frétt þegar hún er frétt, en ekki þegar ein- hverjum stofnunum eða einstak- lingum úti í bæ þykir henta að fréttin fari út. Þriðja blaðið þarf að kannast við að í lýðræðisþjóðfélagi þarf allt vald aðhald, og meginhlutverk dagblaðs er að veita það aðhald. Blaðið væri þess meðvitað að stofnanir og valdamenn hneigjast ýmist til þess að halda aftur upp- lýsingum, setja þær fram á vill- andi hátt eða fela þær í stofnana- máli. Þriðja blaðið á að fjalla um samhengi fréttanna og hafa hug- fast að á bakvið allar mikilvægar pólitískar og efnahagslegar ákvarðanir er saga sem segir frá öðrum kostum sem var hafnað. Þessi saga er oft óskráð, þó að hún eigi fúllt erindi til almennings í lýðræðisþjóðfélagi. Þriðja blaðið á að hafa það fyrir satt að það er ævarandi við- fangsefni að fjalla um, og reyna að skilja og skýra, forsendur sjálf- stæðis íslenskrar þjóðar og hvaða hættur steðja að því. Þriðja blaðið á að starfa eftir þeirri meginreglu að forsenda fyrir virku lýðræði er upplýstur al- menningur, og hlutverk heiðarlegs dagbaðs er að tryggja frjálst flæði upplýsinga. Ofantalið eru helstu áherslur í hugmyndaffæði þriðja dagblaðs- ins, blaðs sem alsendis óvist er að komi nokkru sinni út. Það eru að- standendur Alþýðublaðs, Tíma og Þjóðvilja sem eiga þess kost að hafa frumkvæði að nýsköpun á dagblaðamarkaðnum. Hugmyndafræði þriðja blaðsins kallar á, að núverandi eigendur litlu blaðanna gangist fyrir stofnun nýs blaðs og sleppi síðan hend- inni af blaðinu. Kannski er eðlilegt að spyija hvort það sé nokkur ástæða fyrir eigendur litlu blaðanna að fara út í slíka framkvæmd. Enginn flokk- anna þriggja sem standa að litlu blöðunum virðist hafa sýnilegan hagnað af stofnun þriðja blaðsins. Svarið er að þriðja blaðið snýst ekki um áþreifanlega hags- muni, heldur lýðræðisleg verð- mæti. Afdrif hugmyndarinnar um þriðja blaðið ráðast af því hversu mikils eigendur litlu blaðanna meta verðmæti á borð við mál- frelsi og óþvingaða skoðanamynd- un. Það mun á það reyna hvort þessir hópar hafa raunverulegan áhuga á að koma í veg fyrir að Morgunblað og DV skipti á milli sín íslenskum dagblaðslesendum með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Höfundur er blaðamaður „Hugmyndafræði þriðja blaðsins kallar á að núverandi eigendur litlu blaðanna gangist fyrir stofnun nýs blaðs og sleppi sfðan hendinni af blaðinu.“ „...þriðja blaðið snýst ekki um áþreifanlega hagsmuni, heldur lýðræðisleg verðmæti.“ ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. október 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.