Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 12
f 1 I>TÓÐVILTINN Laugardagur 19. október 1991 ^ - lslenskur togarafiskur er þriðja flokks vara Nær allur íslenskur tog- arafiskur lendir í þriðja gæðafiokki samkvæmt nýrri gæðastöðlun Evr- ópubandalagsins. Sem dæmi þá Ienti allur Tslenskur fiskur sem landað var í Hull á þriggja vikna tímabili í sumar í 3. gæðaflokki. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Johanns Arsælssonar al- þingismanns í umræðum utan dagskrár um sjávarútvegsmál sl. fimmtudag. Samkvæmt þessum upplýsingum virðist því langt í land að íslenskur fiskur sé besti fiskur i heimi, eins og gjarnan er státað af i skálaræðum. Jóhann er ásamt með Steingrími J. Sigfússyni flutningsmaður þings- ályktunartillögu sem lögð hefur ver- ið fyrir þingið um gæðamál og sölu- meðferð á ierskum fiski. I tillögunni er m.a. hvatt til að settar verði strangar reglur um meðferð og ferskleika afla þar sem m.a. verði tilgreindur veiðitími aflans. I ræðu sinni á Alþingi sagði Jó- hann að ferskfiskur sem landað væri erlendis vasri yfirleitt 5-12 daga gamall, en fiskur sem væri eldri en 6 daga kæmist ekki í 2. gæðaflokk, hvað þá í fyrsta flokk. Samkvæmt gæðastöðlum EB, sem samþykktir voru í mars 1990, er fiskur ffokkað- ur í fjóra flokka: E, A og B. E- flokkur er gæðaflokkur og miðast við fisk sem er yngri en Qögurra daga, A-flokkur miðast við sjö daga og yngri og B-fiokkur er sjö daga fiskur og eldri. Fjórði flokkurinn er svo úldinn fiskur, sem er óhæfur til manpeldis. I ræðu Jóhanns á Alþingi kom fram að ástandið á togarafiskinum sem fer til vinnslu innanlands væri engu betra, og ekki væri óalgengt að togarar lönduðu allt að 12 daga gamlan fisk. Sagði Jóhann að íslenskir út- gerðarmenn og fiskverkendur ættu að taka upp kjörorð Alþýðufiokks- ins, „íslana í A-flokk“, og slefna að því að allur fiskur af Islandsmiðum færi í þennan gæðaflokk. 1 því skyni ætti að setja þá reglu að ekki yrði leyft að koma með eldri fisk en 6 daga gamlan að landi. Benti Jóhann á að nýir og hertir staðlar EB um gæðaenirlit á fiski eigi að taka gildi 1. janúar 1993 og þurfi að búa ís- lensjca fiskútflytjendur undir það. 1 nýlegu viðtali við Þórð Árel- íusson veiðieftirlitsmann, sem vitn- að er til í þingsályktunartillögu Jó- hanns og Steingríms, kemur fram sú skoðun, að tilkoma fiskmarkaða hér á landi hafi ekki bætt meðferð og gæði fisks eins og menn hcfðu vænst. Gæðamat íslenskra kaupenda væri heldur ekki eins virkt og hjá er- lendum kaupendum sem séu með- vitaðri um tengsl gæða og arðsemi. Þórður telur að athuga þurfi hvort ekki eigi að setja sambærilegar regl- ur um gæðamat á fiskmörkuðum hér á landi og gilda innan EB. Þórður Friðgeirsson forstöðu- maður eftirlitssviðs Rikismats sjáv- arafúrða staðfesti það í samtali við Þjóðviljann, að borri íslenska tog- arafisksins fari í 3. gæðaflokk sam- kvæmt gæðaflokkun EB. Sagði Þórður að ástæða væri til að líta sér- staklega til íslensku fiskmarkaðanna í þessu samhengi, en nú stæði til að endurskoða lög og reglur um fisk- vinnslu, þar sem einnig yrðu settar starfsreglur um fiskmarkaðina, en eir hefðu ekki verið til hér á landi :gar núgildandi lög voru sett. Aðspurður um hvort taka ætti upp gæðastaðla EB hér á landi sagði Þórður að okkur væri sem útflytj- endum á EB-markað í sjálfsvald sett hvemig við uppfylltum gæða- kröfúr EB. Hins vegar þyrftum við eftir gildistöku nýju reglnanna 1. jan 1993 að uppfylla kröfur um skran- ingu, sýnatöku og fleira, ef við vild- um fá hindrunarlausan útflutning. Spumingin væri m.a. hvort við ætl- uðum að sjá um þetta sjálfir, eða hvort kaupa ætti þessa þjónustu af EB. Þórður sagði að veikasti hlekk- urinn í meðferð fisks hér á landi væri enn að ekki væri nægilega vel staðið að slægingu og ísingu strax eftir að fiskurinn er veiddur. Því gæðin fæm ekki síður eftir þvi hvort fiskurinn væri vel slægður og ísaður en eftir tímalengd ffá veiðum til sölu. Aðspurður um það hvort hægt væri að koma íslenskum togarjifi.ski í A- gæðaflokk sagði Þórður: Eg tel að við ættum að setja okkur það mark, en hvort það er framkvæman- legt þori ég ekki að segja. -ólg. Mynd: Jim Smart. Sjö heimsmet í sumar Einstaklingar úr röðum hreyfi- hamlaðra, sjónskertra og þroskaheftra hafa nýlega feng- ið staðfest sjö heimsmet frá mótum sumarsins. Þar með hafa 12 fatlaðir Islend- ingar náð þessum glæsilega árangri. Frá Álþjóðasamtökum þroska- heftra kemur einnig fram í yfirliti um sundárangur að Island á átta heims- met af ellefú í kvennaflokki. Af tilefni þess ama heiðraði stjóm Iþróttasambands fatlaðra alla heimsmethafa sína í Perlunni í gær. -kj. Hættuleg umræða um þyrlukaup Mér finnst þetta vera mjög hættuleg umræða,“ segir Kristján Guð- mundsson formaður Nemendafélags Stýrimannaskólans um þær tillögur þyrlunefndar Alþingis að fyrst beri að ræða um samstarf við herinn um rekstur björgunarþyrlna, áður en afstaða sé tekin til kaupa á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Stýrimannaskólinn og nemendur hans hafa safnað og tekið við fram- lögum í sjóð til þyrlukaupa. Kristján segir að í fyrsta lagi hafi menn ekki hugmynd um hversu lengi herinn verði hér á landi. í álitsgerð nefhdar- innar segir að auk þyrlna Landhelgis- gæslunnar séu á landinu þijár þyrlur Bandarikjahers og fjórar væntanlegar og því sé með engu móti hægt að segja að hættuástand riki hér vegna skorts á björgunarþyrlum. Kristján segir ályktanir nefndarinnar bera vott um algert þekkingarleysi. „Þessir am- erisku flugmenn hafa ekki reynslu af íslensku landi. Islenskir þyrluflug- menn hafa mun betri þekkingu á að- stæðum hérlendis og eru margfalt reyndari í þyrluflugi yfir sjó. ísland telst eitt erfiðasta landið fyrir þyrlu- flug, og þessir bandarísku flugmenn hafa margir hveijir aldrei flogið yfir sjó. Viðvera þeirra er stutt, þannig að þetta eru aldrei vanir menn,“ segir hann. „Það er hins vcgar kannski ekki vitlaust að kaupa sams konar þyrlur og Kaninn er með, þannig að hægt væri að sækja þekkingu og vara- hluti til þeirra. Landhelgisgæslan hef- ur átt ágætis samstarf til þessa við vamarliðið og það er engin ástæða til annars en halda því áfram, en að ganga í þessa átt fmnst mér persónu- lega vera út í hött.“ Kristján kvaðst einnig vilja benda á, vegna orða Ólafs Ragnars Grims- sonar um björgun af sjó, að sífellt hafi hækkað hlutfall björgunaraðgerða með þyrlum af landi. Bjöm Hermannsson ffam- kvæmdastjóri Landsbjargar kvaðst ekki geta tjáð sig um tillögur þyrlu- nefndar Alþingis fyrr en hann og stjóm samtakanna hefðu kynnt sér þær betur. Stjóm Landsbjargar kemur saman til fúndar á fimmtudag og mun þá væntanlega ræða þessar hugmynd- ir, sagði hann. -vd. rtaö slær Guðmundur J* hættir sem for- maður VMSÍ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans mun Guðmundur J. Guðmundsson ekki gefa kost á sér til endur- kjörs sem formaður r Verka- mannasambands íslands. Sömu heimildir segja að arf- taki hans verði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornarfirði. Varaformaður verði Jón Karlsson, formaður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki. Guðmundur J. Guðmunds- son hefúr löngum látið að því liggja að hann rnuni hætta sem formaður VMSI á þingi þess nú á haustmánuðum. Sjálfúr nefnir hann þetta í viðtalsbók er Ómar Valdimarsson .lcráði eftir honum og gefin var út fyrir síðustu jól. Þjóðviljinn hefur fengið það staðfest hjá áhrifamönnum innan VMSI að Guðmundur muni ekki gefa kost á sér í embættið að þessu sinni. Varaformaður VMSÍ, Karl Steinar Guðnason, hefúr og upplýst að hann hafi ekki áhuga á því starfi áfram. Það er og ljóst að Karl Steinar muni ekki gefa kost á sér þegar nýr formaður verður kjörinn. Þeir Bjöm Grétar Sveinsson, Snær Karlsson og Jón Karlsson hafa undanfarið verið nefhdir í sambandi við formannsembættið í VMSI. Snær Karlsson, formað- ur fiskvinnsludeildar Verka- mannasambandsins, sagði þegar hann var spurður hvort hann gæfi kost á sér sem formaður, að það myndi hann ekki gera. I sama streng tók Jón Karlsson er hann var spurður sömu spum- ingar. Aftur á móti sagði Jón, þegar hann var spurður hvort það sama ætti við um varafor- mannsembættið, að stjómarseta hans í VMSI næði nú yfir tíu ár. Ef þinginu fyndist það hafa þörf fyrir krafta hans áfram væri hann tilbúinn að taka þau verk að sér sem hann væri valinn f. Bjöm Grétar sagði Þjóðvilj- anum að ef Guðmundur J. gæft ekki kost á sér í formannskjör- inu myndi hann gera það. Hann sagði að fjöldi manns hefði haft samband við sig og óskað eftir því að hann gæfi kost á sér sem formaður í Verkamannasam- bandinu og sæi hann ekki ástæðu til að bregðast þeim ósk- um. Þing Verkamannasambands- ins, sem hefst þriðjudaginn 22. október, stendur yfir i fjóra daga. Helstu málin sem fjallað verður um á þinginu verða um atvinnu- og kjaramál. Ávinning- ur Verkamannasambandsins af því að vera með þingið nú þegar samningar em lausir er ótvíræð- ir. Þeir Snær, Bjöm Grétar og Jón vom t.d. allir sammála um að samninganefnd Verkamanna- sambandsins yrði í lok þess vel nestuð í þær kjaraviðræður er ffamundan em við Vinnuveit- endasambandið. -sþ 2000 I* I • Nýir áskrifendur Þjóðviljans eru nú komnir á 15. hundrað. \ 1000 ikrifendur Tökum öll á og tryggjum trausta stööu Þjóöviljans •7*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.