Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 5
FlRÉmR Húsnæðisnefnd í útburðarmálum Verið er að herða aðgerðir hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur vegna ólöglegrar leigu á félagslegum íbúðum sem hún hefur úthlutað og eru a.m.k. tvö utburðarmál komin fyrir dóm- stóla og fleiri á leiðinni. Lög um Húsnæðisstofnun ríkisins kveða á um að eigendum félagslegra íbúða sé óheimilt að leigja þær án samþykkis husnæðisnefndar. Framkvæmdastjóri nefndarinnar, Ríkarður Steinbergsson, segir að talsvert hafi verið farið fram hjá lögunum til þess að fá hærri leigu en nefndin samþykkir. I lögunum, sem eru nr.70 frá 1990, er jafnftBmt kveðið á um að leigutaki, sem verður fyrir tjóni vegna útburðar, hafi bótakröfu á leigusala sem leigir án heimildar. Ef leigusali, þ.e. þinglýstur eigandi íbúðarinnar, leigir nana án sam- þykkis húsnæðisnefndar er leigu- samningurinn ógildur samkvæmt lögunum. Húsnæðisnefnd þarf að árita leigusamning og samþykkjg bæði leiguverð og leigutíma. „I sumum tilvikum myndum við ekki leyfa viðkomandi aðila að leigja ynrleitt, vegna þess að við teljum að hann hafi ekki frambærilegar ástæður til þess,“ segir Rikarður Steinbergsson. Ef lög þessi eru brotin er Byggingasjóði verkamanna heimilt að breyta vöxtum á láni íbúðareig- enda frá þeim tíma, sem íbúðin var leigð út án heimildar, þannig að vextir frá þeim tíma verða þeir sömu og gilda um lán til almennra kaupleiguibúða. Ríkarður segir að útburðar- ákvæðinu hafi ekki verið beitt enn- þá, en tvö mál séu í gangi fyrir dómstólum og fleiri á leiðinni. Það er bvggingarsjóðs að ákveða, út frá uppíýsingum nefndarinnar, hvort ákvæði um vaxtahækkun er beitt. „Við getum ekki innleyst íbúðina, en við getum borið út leigjandann og séð um að hún verði ekki notuð af öðrum en kaupandanum,“ segir Rikarður. Jón Kjartansson, formaður Leigjendasamtakanna, segist telja þessi lög ranglát því framkvæmd þeirra bitni a leigjendum sem í góðri trú taki íbuðina á leigu, stundum án þess að vita að um fé- lagslega íbúð sé að ræða og mjirgir þekki ekki ákvæði laganna. „I til- vikum sem þessum er það leigj- andinn sem þarf á húsnæði að halda og því finnst mér að Hús- næðisnefnd ætti að yfirtaka leigu- samninginn og leigja hana sjálf viðkomandi leigutaka í stað þess að standa að þvi að bera út fólks sem er húsnæðislaust,“ segir Jón. „Sé það ekki hægt verður að breyta lögum, og Húsnæðisnefnd ætti að beita sér fyrir því. Það leys- ir ekki vanda þessa fólks þó það fái bætur seint og um síðir. Auk þess er það vafaatriði hvort þessi lög stangast á við lög um eignarétt. Málið snýst um hvort hægt sé að banna þinglýstum eiganda að ráð- stafa eign sinni.“ Ríkarður segir engan vafa leika á lögmæti aðgerða Húsnæðis- nefndar. Aðspurður sagði hann að nefndin hefoi athugað lagalegan grundvöll þess að taka á Ieigu og endurleigja íbúðir, en sá grundvöll- ur væri ekki fyrir hendi. „Við get- um alveg tekið undir það með Jóni að refsiákvæði laganna ættu að bitna meira á leigusalanum en leigutakanum, en þetta er það eina sem við höfum til að fara eftir,“ segir Rikarður. -vd. Framtíð garðyrkjubænda óljós Það vantar verulega mikið uppá að fyrir liggi nægar uj: um það hver markaðsstaða ykkar er, sagði Halldor Blöndal landbúnaðarráðherra við garðyrkjubændur á haustfundi Sam- bands garðyrkjubænda i gær. Það getur enginn íslenskur matvæla- framleiðandi gert áætlanir á þeim grundvelli að við búum framvegis við sömu innflutningstakmarkanir og verið hefur. Framundan er undirbúningstími að því, að til frekari innflutnings kunni að koma. Það kom einnig fram að Mark- ús Möller hagfræðingur vinnur á vegum landbúnaðarráðuneytisins að athugunum á markaðsstöðu garðyrkjubænda. Hann talaði á nmdinum og kvað athuganir sínar skemmra á yeg komnar en hann hefði kosið. í ræðu Halldórs Blön- dals kom það fram að forsætisráð- herra hefur beitt sér fyrir sérstök- um fúndi garðyrkjubænda og utan- rikisj-áðherra. A haustfúndi Sambands garð- yrkjubænda talaði Kjartan Olafs- son, formaður sambandsins, og var á þeirri skoðun að ef grænmetis- bændur stæðu ekki saman á næsta ári gæti orðið algert hrun í þessari grein. Stjómleysi yrði i skipulagn- íngu ræktunar sem myndi leiða af sér stjómleysi í innfiutningsmál- um. Hann bauð landbúnaðarráð- herra velkominn á fúndinn og kvaðst vilja koma því á framfæri fyrir hönd félags garðyrkjubænda að þeir teldu sig geta aðstoðað ráð- herra og ráðuneyti við að nýta bet- ur þá fjármuni sem ríkisvaldið veitir til skógræktar. Þar átti hann við uppeldi á trjáplöntum. Hann óskaði eftir viðræðum um útboð á essari framleiðslu og sagði að að myndi þýða mikið lægra verð á plöntum en gengur og gerist hjá rikisreknu stofnununum. Kjartan fór að lokum með eft- irfarandi vísubrot sem hann sagði til þess ætlað að ylja ráðherra um hjartarætumar: Effrelsi vorí ferst og lendir tilfjandans i gróðabransa, EB þá eflaust sendir afskorin blóm og kransa. - Ki Samband garðyrkjubænda á fundi með landbúnaðarráöherra. Mynd: Jim Smart. Herinn bregst Imerkri ræðu Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins í gær var dregin upp dökk mynd af efnahagsástand- inu í landinu. Hvert áfallið á fætur öðru ríður nú yfir þjóðar- skútuna að sögn forsætisráð- herra. Þannig hefur þorskurinn ekki bara brugðist, heldur Iíka sú stoð sem átti að vera öðrum traustari: bandaríska mjólkur- kýrjn á Miðnesheiði. I ræðu sinni sagði forsætisráð- herra orðrétt: „Við megum búast við því að nokkuð dragi úr umsvifúm vamar- liðsins á Keflavíkurfiugvelli á næstu árum. Þrátt fyrir að það sé sameiginleg skoðun okkar, Banda- ríkjamanna og forráðamanna Atl- antshafsbandalagsins að mikilvægi Islands frá hemaðarlegu sjónar- miði eigi eftir að aukast á næstu ámm en ekki minnka. Við Sjálf- stæðismenn höfum aldrei viljað að Vamarliðið væri hér til frambúðar af efnahagslegum ástæðum einum. Sú skoðun okkar er óbreytt. Það breytir ekki hinu að minnkandi tekjur sem tengjast starfsemi þess munu koma á sama tíma og afii hjá okkur dregst saman og þar með auka á okkar erfiðleika...“ Forsætisráðherra getur þá tekið undir það sem forðum var sagt: „Islands óhamingju verður allt að vopni“. -ólg. Ásdfs Jenna Ástráðsdóttir og Hanna Margrét Kristleifsdóttir, nemendur f Menntaskólanum við Hamrahlfð, héldu erindi á málþingi Þroskahjálpar f gær. Ræddu þær stöllur um það hvemig menntaskólar taka á móti fötluöum nemendum. Mynd: Jim Smart. Einn skóla fyrir öll böm Amálþinginu var fjallað um nýju grunnskólalögin sem kveða á um að einn skóli skuli vera fyrir öll börn, fötluð og ófötl- uð, sagði Lára Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Þroska- hjálpar, um þær umræður sem fram fóru á málþingi um náms- og menntunarmöguleika fatlaðra á Holiday Inn í gær. - Fötluð böm, eins og önnur böm, eiga rétt á kennslu við sitt hæfi, en það kostar að sjálfsögðu peninga, og það er eitt af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir svo að hægt sé að gera grunnskólalögin að veruleika, sagði Lára. - Þá þarf einnig að breyta viðhorfum fólks, bæði úti í þjóðfélaginu og innan skólakerfis- ms, svo að vinna megi að því að fötluð þöm geti sótt sína neima- skóla. Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilhneiging til að senda fötluð böm í þá sérskóla sem þar eru, og jafnvel fjölskyldur úti á landi hafa neyðst til að taka sig upp og flytja í bæinn til þess að fötluð böm þeirra gætu notið menntunar í sérskólun- um. Hins vegar væri farsælla að jjálfa kcnnara úti á landi til þess að jeta sinnt sérkennslu og komast >annig hjá því að fiytja böm suður. Vísir að þessu er kominn, t.d. á Norðurlandi. Þar er verið að þjálfa kennara á staðnum svo að þeir geti tekið að sér að kenna fotluðum bömum. Stefna okkar í Þroskahjálp er sú að í framtíðinni verði sérskól- amir lagðir niður, sagði Lára. Málþingið var tvískipt; for- skólabamið og gmnnskólinn og framhaldsskólinn. Rætt var um reynslu foreldra, stefnu sérkennslu innan grunnskóla, blöndun fatlaðra í almenna bekki, þá spumingu hvort framhaldsskólar séu reiðu- búnir að taka á móti fötiuðum nem- endum, væntingar foreldra þroska- heftra unglinga til menntunar og fleira sem lýtur að menntunar- möguleikum fatlaðra. Á þingið vom mættir kennarar, foreldrar fatlaðra, fræðslustjórar og fólk úr ýmsum sérfræðingastéttum. Eftir nádegi fluttu tveir fatlaðir nemend- ur, sem stunda nám við Mennta- skólann við Hamrahlið, erindi sem hópur MH-inga hafði samið og fjallaði um það hvemig mennta- skólinn tekur á móti fötluðum nemendum. Lára sagði aðstandendur fatl- aðra bama litlar áhyggur hafa af því hvemig ófötluð böm taka á móti fötluðum í skólum landins, heldur hefðu þeir fremur áhyggjur af því að kennarar, skólastjómend- ur og foreldrar annarra bama væm ekki nægilega jákvæðir. Að vísu væri rétt að kennarar heföu oft áhyggjur af því að geta ekki sinnt fötluðum bömum sem skyldi í fjöl- mennum bekkjum. Til þess að fækka mætti í bekkjum þyrfti að sjálfsögðu aukið fjármagn. Aðstandendur fatlaðra vona að í framtíðinni verði mögulegt að i stað sérskóla verði komið á sér- deildum innan skólanna, þar sem þörfúm fatlaðra bama væri sinnt, en þau væm einnig í almennum bekkjum. Tilraunir með svokallaða blöndun í bekki hefúr verið reynd, bæði í Hlíðaskóla, Æfingadeild Kennaraháskólans og fleiri stöðum. Til þess að beijast gegn einangmn fatlaðra þykir vænlegasta leiðin að þau byrji ung í almennum skólum, pannig verði best komið í veg fyrir fordóma í þeirra garð og sérgrein- ingu þegar þau ná fúllorðinsámn- um. í dag fer síðan ffam árlegt landsþing Þroskahjálpar, sem sett var í gærkvöldi. BE Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.