Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 7
EHLENBAR ▲ Umsjón Amar Guðmundsson Börn ( Zagreb, höfuöborg Króatlu, flykkjast um króatískan hermann til aö skoða riffilinn hans. Friðarlíkur í Júgóslavíu? Carrington lávarður, sem stýrir tilraunum Evrópubandalagsins til að stilla til friðar í Júgóslavíu, segir næsta verkefni vera að ganga frá endanlegum texta friðaráætlunar bandalagsins, þrátt fyrir fyrirvara Serba. Serbar segja samkomulagið ógna stöðu Júgóslaviu sem einnar heildar og því sé það ekki ásættanlegt. Milosevic, forseti Serbíu, segir þó að fyrirvara Serba megi alls ekki skilja sem al- gera höfnun og að í samkomulagsdrögunum sé að finna jákvæða þætti. Tudjman, forseti Króatíu, telur að með áætlun Evrópubandalagsins sé lagður góður grundvöllur að friði í Júgóslavíu. í samkomulagsdrögunum er gert ráð fyrir að núverandi landamæri verði óbreytt nema um annað verði samið og þjóðemishópum, sem eru í meirihluta á vissum svæðum, verður tryggt sjálfstæði. Snemma í gær undirrituðu for- setaráð Júgóslavíu og forseti Króa- tíu, að viðstöddum forseta Serbíu, samþykkt þar sem striðandi fylking- um er skipað að stöðva samstundis og án skilyrða alla bardaga. Þetta samkomulag var undirritað eftir mikinn þrýsting ffá Evrópubanda- laginu sem krafðist vopnahlés enn á nÝ- , 1 gær birtist einnig sameiginleg yfirlýsing Evrópubandalagsins, Bandarikjanna og Sovétrikjanna, þar sem Júgóslavar em hvattir til að standa algerlega við þá ffiðarsamn- inga sem þeir hafa þegar gert. Þrátt fyrir samþykkt forseta lýð- veldanna í Júgóslavíu um tafarlaust vopnahlé bámst um það óstaðfestar fféttir að enn væri barist. Að sögn króatískrar sjónvarpsstöðvar var gerð sprengjuárás á borgina Karlo- vac nærri Zagreb, höfuðborg Króa- tíu. Einnig vom fluttar fféttir af eld- flaugaárás á þorpið Vinkovci í norð- austur Króatíu. Níu tilraunir til að koma á haldbæm vopnahléi hafa þegar runnið út í sandinn. Gaf fjölskyldunni hasstertu Kathleen Pollard, 24 ára gömul kona í Wales, var í gær dæmd til að greiða 1.100 punda sekt fyrir að bera fram köku, kryddaða með hassi, í fjölskyldu- boði. í réttinum í Swansea sagði Margaret Jellico, 52 ára gömul ffænka hinnar ákærðu, að eftir að hún borðaði af kökunni hafi hún farið „til vítis og til baka aftur“. Jellico fékk slíkar ofskynjanir að hún flúði húsið undan ímynduðum hundum, taldi að lögreglumaður sem hún mætti ætlaði að myrða sig og endaði á því að borða gras áður en hún var flutt á sjúkrahús. Dómarinn taldi að Pollard hefði leikið saklausa ættingja sína grátt en sjálf sagðist hún aðeins hafa viljað hjálpa þeim að slaka á og skemmta sér. Móðir mín Sigurveig Guttormsdóttir léstá Reykjalundi 18. október. Fyrir hönd bama minna, tengdabarna og bamabarna, Anna Sigríður Gunnarsdóttir Viðskiptabanni á Suður-Afríku aflétt í áföngum Leiðtogar bresku Samveldisríkjanna 50 samþykktu einróma áætl- un um að aflétta viðskiptabanninu á Suður- Afríku í áföngum. Með þessu vilja leiðtogarnir láta í ljós ánægju sína með þróun mála í Suður-Afríku og hvetja til enn frekari umbóta án þess þó að horfa framhjá þeirri staðreynd að misrétti aðskilnaðarstefnunnar hefur enn ekki verið að fuliu afmáð. Þessi ákvörðun var tekin á ráð- stefnu leiðtoga Samveldisríkjanna í Harare, höfúðborg Zimbabwe. Utan- rikisráðherra Indlands, P.V. Naras- hima Rao, kynnti þessa samþykkt fyrir fféttamönnum í gær og sagði að fyrsta skrefið yrði að aflétta nú þegar banni við samskiptum við Suður-Aff- íku. Það hefúr í for með sér að flug- félög mega fljúga til landsins, sam- skipti og tengsl á sviði menningar og vísinda komast á að nýju og síðast en ekki síst er opnað fyrir mannleg sam- skipti í formi ferðamannaþjónustu í kjölfar ferðaffelsis til og ffá Suður- Afiriku. Samþykktin um afnám viðskipta- bannsins er í samræmi við hugmynd- ir sem utanríkisráðherrar bresku Samveldisríkjanna settu ffam á fúndi sínum í Delhi í síðasta mánuði. Þar var sagt að áfangamir í afnámi við- skiptabannsins yrðu að haldast í hendur við áfanga í afhámi aðskiln- aðar hvítra og svartra. Samkvæmt tillögum utanríkis- ráðherranna verður næsta skref að af- nema efnahagslega einangrun Suður- Affiku með því að heimila viðskipti og fjárfestingar en það verður ekki stigið fyrr en fúndin hefúr verið leið til að gera hreyfingum svartra kleift að taka þátt í samningaviðræðum um nýja stjómarskrá rikisins. Þegar end- anleg gerð nýrrar stjómarskrár Iiggur fyrir á loks að stíga lokaskrefið og af- nema viðskiptabannið að fúllu með því að heimila fjármagnsviðskipti á borð við lán úr Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum. Þegar Rao var spurður hvort eng- ar efasemdir hefðu komið ffam á leiðtogafúndinum fúllyrti hann að fallist hefði verið einum rómi á til- lögur Delhi-fúndarins. Þessi yfirlýs- ing kom á óvart þar sem Bretar studdu ekki tillögumar í Delhi, enda hafa þeir sjálfir afnumið viðskipta- bannið á Suður- Affíku að nær öllu leyti og þrýsta mjög á Samveldisríkin að heimila nú þegar fjárfestingar í Suður- Affíku. Sama dag og Rao tilkynnti sam- þykkt leiðtoganna sagði John Major, forsætisráðherra Bretlands, í útvarp- sviðtali að Suður-Afríka þyrfti nú þegar á fjárfestingum að halda til að endurlífga efnahagskerfi þar sem 7 miljónir manna eru án atvinnu. I Suður-Affíku hafa viðbrögðin við samþykkt leiðtogafúndar Sam- veldisríkjanna verið misjöfú. Nelson Mandela, leiðtogi Afriska þjóðar- ráðsins (ANC), fagnaði ákvörðuninni og Gill Marcus, talsmaður ANC, sagði hana vera í samræmi við þær óskir sem baráttusamtökin gegn að- skilnaði lögðu ffam við leiðtogana. Marcus kvaðst vona að með þessu væri ýtt undir pólitíska þróun en hún sagði jafúffamt að mikilvægast væri að allir meginþættir viðskiptabanns- ins væm áffam virkir. Ein af róttækari baráttusamtökum blökkumanna gegn aðskilnaði, AZA- PO, létu hins vegar í ljós óánægju með samþykktina. Talsmaður þeirra, Lybon Mabasa, sagði afúám við- skiptabannsins vera mjög „óheppi- legt“ þar sem engar verulegar breyt- ingar hefðu í raun átt sér stað og af- námið myndi einungis styrkja stjóm hvíta minnihlutans í sessi. Svipuð sjónarmið hafa komið ffam hjá talsmönnum Alkirkjuráðs- ins. Aðalritari þess, Emilio Castro, sem nú er á ferðalagi um hverfi svartra, segir að aðskilnaður sé enn við lýði og svartir þjáist vegna stjóm- málalegs ofbejdis. í blaðaviðtali sagði Castro: „Eg hef ekki séð neina ástæðu til að álíta að viðskiptabann- inu skuli aflétt að svo komnu máli.“ Sögulegar samn- ingaviðræður James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Boris Pankin, sovéskur starfsbróðir hans, bjóða i sameiningu ísrael- um og nágrannaríkjum þeirra til sögulegra samningaviðræðna i Madrid i lok þessa mánaðar. Ætl- unin er að saman komi á eina ráðstefnu ísraelar, Sýrlendingar, Líbýumenn, Jórdanir, Egyptar og fulltrúar Palestínumanna. I yfirlýsingu sem Baker og Pankin sendu frá sér í gær segja þeir að um sögulegt tækifæri sé að ræða til að binda enda á 43 ára stríð milli Israela og araba. Ætlað er að ráðstefnan standi í þrjá daga. Til að undirstrika mikil- vægi ráðstefnunnar munu forsetar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna báðir verða viðstaddir setningu hennar. Ýmislegt getur þó enn komið í veg fyrir ráðstefnuna. Til dæmis er ekki loku fyrir það skotið að ísra- elska þingið hafni þátttöku í við- ræðunum. Texti sjálfs boðsbréfsins hefur einnig verið deilumál. Að sögn háttsetts bandarísks embættis- manns verður sjálfsstjóm Palest- ínumanna á herteknu svæðunum eitt af markmiðunum sem sett verða fram í bréfinu. Palestinu- menn kröfðust þess að slíkt ákvæði yrði sett f boðsbréfið og ísraels- menn féllust á það að lokum. ísra- elsmenn hafa sjálfir gert miklar at- hugasemdir við texta bréfsins og embættismenn segja að Baker hafi samþykkt 33 breytingar að þeirra ósk en hafnað 7 öðrum. HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaujp-Skeifunni -Kringiunni Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauðbera Lóuhóter 2-6 slml 71S39 Umunbcrg 4 ómi 77272 NATO fækkar kjamavopnum sínum um 80% Sú fækkun kjamavopna sem vamarmálaráðherrar NATO sam- þykktu á fúndi sínum á Sikiley er mesta fækkun kjamavopna í sögu bandalagsins. Að sögn vamarmála- ráðherra Bretlands, Tom Kings, svarar þessi fækkun til þess að 80% af kjamavopnum Atlantshafsbanda- lagsins verði eytt. Kjamaoddum í sprengjuflugvélum verður fækkað um helming og auk þess samþykkti fúndurinn þá ákvörðun Bandaríkja- stjómar að eyða öllum vígvallar- vopnum Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. Eyðilegging vopnanna mun fara fram á næstu tveimur til þremur ámm. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Síml 678 500 Forstöðufólk - fjölskylduheimili Hjón eða einstakling með háskólamenntun á sviði uppeldis-, félags- eða sálarfræði vantar til að veita forstöðu Ijölskylduheimili fyrir börn á vegum Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Helga Þórðardóttir, for- stöðumaður vistunarsviðs, í síma 678500. Umsóknarfrestur ertil 1. nóvember n.k. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.