Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.10.1991, Blaðsíða 3
Að gefnu tiuefni wl® |Éi||l Ik Engin eftirspum eftir kreddum Byggðaröskunin hefur verið að birt- ast okkur í alveg nýrri mynd í sumar og haust. Hraðfrystihus Ol- afsvíkur varð gjaldþrota í sumar og hefur ekki hafíð starfsemi aftur. Af því tilefni komu upp hugmyndir um að fískur af Ólafsvíkurbatum yrði unninn í nýju frystihúsi í Rifí, en á milli þessara staða er álíka langt og milli miðborgar Reykjavík- ur og Breiðholts. Enn sem komið er hefur ekkert samkomulag orðið um að fara þessa leið, og raunar heldur ekki búið að sýna fram a að hún sé fær af öðrum ástæðum. Byggðastofnun hefur samþykkt að selja hlut sinn í Fiskiðjunni Freyju á Suðureyri til fyrirtækja í nágrannabyggðarlögunum. Salan mun að sögn leiða til pess að togaranum El- ínu Þorbjamardóttur verði lagt, en Byggða- stofhun nefur gert kröfu til þess að hinir nýju eigendur láti vinna 2500 tonn af fiski á Suð- ureyri. I allt sumar og haust hefur verið rætt um sölu og/eða sameiningu sjávarútvegsfyrir- tækja á Stokksevri og i Þorlákshöfn. Heima- menn hafa róið líffóður til að koma í veg fyrir að ------------------- kvóti fyrirtækjanna yrði seldur úr byggðarlögun- um, annað tveggja til Reykjavíkur eða á Eyja- fjarðarsvæðið. Fyrir utan þetta eru fyrirtæki á Stöðvarfírði og Breið- dalsvík enn með samein- fylgir ekki kvóti. Glæsilegar fiskvinnslu- stöðvar í landi verða algerlega gagnslausar ef þær hafa ekki aðgang að kvota. Ofan á þetta allt bætist svo samkeppnin um fiskinn á milli innlendra aðila oe síðast en ekki síst samkeppnin milli innlendra kaupenda annars vegar og erlendra hins vegar. Þegar allt kemur til alls er afar hæpið að halda því ffam að kvótakerfið eitt og sér, með kostum þess og göllum, sé orsök þess mikla byggðavanda sem sýnilega blasir við. Vandinn felst auðvitað fyrst og fremst í því að ekki er talið óhætt að veiða allan þann fisk sem þarf til að tryggja öllum byggðar- lögunum lífvænleg skilyrði. Því til viðbótar blasir svo við að útgerðarfyrirtækin geta haft miklu meira upp úr því að ffysta fiskinn úti á sjó, þannig að vinnslustöðvamar í landi þurfa ekki aðeins að keppa innbyrðis um að fá fískinn heldur líka við arðvænlega vinnslu um borð í skipunum. Til að gera þetta ljósara má ýkja dæmið á tvo vegu. Ef aðeins mætti veiða 25.000 tonn af þorski þyrfti ekki nema eitt gott fyrirtæki til að ná þeim afla og vinna hann. Slíkur afli væri svo lítill að hann Eða með öðrum orðum: slagsmálin um þá fáu ugga sem taldir eru til í sjónum harðna í hlutfalli við fækkun þeirra ingu í huga og er þá ekki allt talið sem vitnar um þann kalda vemleika sem við blasir í mörgum sjávarplássum. Allt er þetta að leiða í ljós þá kaldrana- legu staðreynd að hagstæð lega byggð- arlags að fiskimiðum er hætt að skipta nokkru máli. Hveijum hefði dottið í hug fyr- ir 20 árum eða svo að Vestfirðingum yrði bannað að veiða fisk á miðum sem um aldir hafa verið talin þeirra, en sjómenn úr öðrum landshlutum heíou þennan rétt? Væntanlega ekki nokkrum manni með sæmilega dóm- greind. Sem vonlegt er hafa margir viljað leita einfaldra skýringa á því hvemig komið er. Af sjálfu leiðir að kvótakerfið er þá fýrst nefnt til sögu og þá ekki síst að heimilt se að selja eða leigjakvóta. Á gmndvelli kvótakerfisins hafa orðið til allskyns viðskipti nýrrar tegundar. Verð- mætamatið í sjávarutveginum hefur ger- breyst. Þannig verða skip, sem kostar jafnvel hundruð miljona að smíða, verðlaus ef þeim væri gersamlega óskiptanlegur. Ef þorskafl- inn yrði t.d. 1.000.000 tonn væri vandalaust að skipta honum svo milli byggðarlaga að allir hefðu nóg og sumir meira að segja miklu meira en það. Núna er staðan þannig að við erum ár effir ár á leiðinni niður að 25.000 tonna dæminu en ekki unp að miljón- inni. Eða með öðrum orðum: slagsmálin um þá fáu ugga sem taldir eru til í sjónum harðna í hlutfalli við fækkun þeirra. Sala kvóta getur augljóslega leitt til hag- ræðingar í veiðum. Hinir sterku kaupa af hinum veiku og nýta fjárfestingu sína miklu betur en ella. Þegar þetta er skoðað nánar koma mjög skrýtnir nlutir í ljós. Taka má dæmi af byggðarlagi með frystihús og eitt eða tvö skip sem hafa samanlagt 2500 tonna kvóta. Reksturinn gengur ekki upp. Það er einfaldlega tap á því að veiða og vmna þessi 2500 tonn. Segjum að reksturinn skuldi 600 miljónir með 10% meðalvöxtum til tíu ára. Með jöfhum afborgunum yrði afborgun og vextir af slíku láni nokkuð innan við hundr- að miljónir á ári. Nú er kvótaviðskiptum þannig háttað að hægt er að leigja kvóta milli útgerða og mun algeng leiga vera 45- 50 krónur á kíló. Það væri með öðrum orð- um hægt að leigja kvótann fyrir 110-120 miljónir árlega. Tilkostnaðurinn yrði sama og enginn. Hægt væri að loka fiskvinnsl- unni, leggja skipunum eða jafnvel gefa þau, en borga samt upp allar skuldimar, hafa auk tiess nokkum afgang og stórhagnað eftir að ánin væm uppgreidd. Þetta getur verið út- koman ef aðeins er tekið tillit til reksturs essa fyrirtækis. Þá er hitt, sem lýtur að agsmunum og tilfinningum þess fólks sem í byggðarlaginu býr, alveg eftir. Hvað yrði um ævistarf þess? Ætti það að einhveiju öðm að hverfa? Hvað yrði um eignir þess? Skiptir það þjóðina máli að halda sem mestu af lanainu í þokkalega blómlegri byggð, o.s.frv. Seinna dæmið er einfalalega ekki reiknanlegt á sama mælikvarða og hið fyrra. Ef sættir em um að fiskstofnamir séu takmarkaðir og að þjóðin beygi sig fyrir því hver hámarksaflinn á að vera, þá er þetta veruleikinn sem við blasir ef ekkert er að gert. Við þessi skilyrði kemur til kasta ábyrgra stjómvalda. Ætla þau að láta eins og þeim komi ekki við sú byggðaröskun sem augljóslega er í uppsiglingu eða er kannski ætlunin að stuðla oeinlinis að henni? Núver- andi ríkisstjóm hefur hingað til sagt að hún muni ekki grípa til neinna sértækra aðgerða til að veija hagsmuni byggðarlaganna, mark- aðurinn á að sjá um þetta eins og annað. Ekki þarf að hafa mörg orð um ábyrgðar- leysið sem felst í stefnu af þessu tagi því með henni væri hluti þegnanna orðinn svo gott,sem óviðkomandi stjómvöldunum. í gær lét Davíð Oddsson forsætisráð- herra hinsvegar að því liggja í ræðu á flokks- ráðsfundi Sjálfstæðisflokksins að líklega yrði að skoða hvert mál fyrir sig. Um leið nefhdi hann þann möguleika að stjómvöld veittu aðstoð við að fólk flytti frá byggðarlögum sem „eigi tæpast rétt á sér“. Ef litið er á vanda sjávarútvegsins til lengri tíma þá hljótum við að gera ráð fyrir að á næstu ámm fari aflinn afhir vaxandi. Hversu hratt eða nákvæmlega hvenær er á hinn bóg- inn erfitt að spá fyrir um. Sé gert ráð fyrir að aflinn aukist aftur á næstu tíu ámm t.d. um 30-50% eða jafnvel meira (sem auðvitað er ekki hægt að fullyrða neitt um) þá ætti að skoða vandamál minni byggðarlaganna í þvi ljósi. í þessum byggðar- lögum em margvísleg verðmæti fólgin og að ákveða nú að leggja þau niður, annað tveggja með afskiptaleysi eða beinum aðgerðum, er ábyrgðar- og virðingarleysi við það fólk sem lifir og starfar á tiessum stöðum. Það þarf íka að skoða málið ffá hreinu hagkvæmnissjón- armiði. Hvað kostar að afskrifa allar eignir og mannvirki í einu byggðarlagi, ekki aðeins fyrir íbúana, heldur líka fyrir þjóðfélagið í heild sinni og byggð- arlögin sem fólkið flytur til? Aflasamdrátturinn er að koma niður á byggðunum af vaxandi þunga. Það er stjómvalda að móta stefnu tií að taka á þvi máli. Hana má ekki móta með skammtíma- sýn eina að leiðarljósi og ennþá síður að láta markaðslögmálin ráða örlögum byggðanna. Því miður verður ekki betur séð en að ríkis- stjómin sé harðákveðin í að fara þá grodda- legu leið að afskrifa meira og minna litlu byggðarlögin án þess að velta að marki íyrir sér hvort aðrar leiðir séu færar. í þeim efnum blasir við sá kostur að aðstoða þau við að lifa kreppuna í sjávarútveginum af fremur en að stuðTa beinlínis að brottflutningi fólksins með beinum og óbeinum hætti. Þegar staða margra byggða er svo tæp sem hún er nú, hafa neikvæðar umræður um gildi þeirra fýr- ir þjóðarbúið, að ekki sé talað um þá uppgjöf sem felst í illa hugsuðum yfirlýsingum æðstu manna, mikil áhrif. Þær geta auðveld- lega leitt til þess að fólk sjái enga aðra leið en að flytja frá eigum sínum og lífsstarfi og byija upp á nýtt, þvert gegn vilja sínum. Þegar þjóðfélagsvandi af þessu tagi blasir við er þörf á ffamtíðarsýn. Þá er engin eftir- spum eftir kreddum eða endurteknum yfir- lysingum um að aðstoð úr sameiginlegum sjóðum sé pólitísk misnotkun á almannafé, eins og ríkisstjómin hefur staðfastlega hald- ið fram í allt sumar. hágé. Því miður verður ekki betur séð en að ríkisstjórnin sé harðákveðin í að fara þá groddalegu leið að afskrifa meira og minna litlu byggðarlögin Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.