Þjóðviljinn - 29.10.1991, Page 2
Sambúð ríkis
og kirkju
’irkjuþingi, sem staðið hefur undanfarna daga, er
lokið. Umfjöllun um þingið í Ijölmiðlum hefur ver-
Uð venju meiri og kemur þar margt til.
Kirkjan og trúarbrögðin almennt séð hafa hlutverki
að gegna í samfélaginu. í daglegum störfum sínum
þurfa kirkiunnar menn að breyta þannig að trú manna
glatist ekki oa trúnaðartraust ríki millum þeirra og
þegna þjóðféíagsins.
Biskup íslands vakti á Kirkjuþingi athygli á alvar-
legu máli, sem bn/nt er að bæði kirkjan og veraldleg
stjórnvöld takist á við, en það er mikill fjöldi sjálfsvíga,
serstaklega ungra manna, undanfarin misseri. Rök
hníga að því að kapphlaupið um veraldleg gæði eigi
þar allnokkra sök. I ræðu sinni á þinginu sagði herra
Ólafur Skúlason biskup m.a.: „...Við Dendum á það,
að fleira stuðlar að velferð, heldur en það sem talið er
í krónum eða vegið í tonnum... Við tökum því undir
með séra Sigríði Guðmarsdóttur á Súgandafirði, þá
hún kvartar undan áhrifum neikvæðrar umræðu á
sóknarbörnin. Þar hefur skort reisn í krónuumfjöllun
og virðingu fyrir manninum og framlagi hans og vilja,
og ekki birtist aðeins í ytri kjörum, heldur innri líðan."
Það vekur því furðu að fyrirferðarmesta umfjöllun
af Kirkjuþingi snýst einmitt um krónur og aura, hin ver-
aldlegu gæði, þar sem kirkjan ætti öðrum fremur að
beina umræðunni á hærra plan. En því miður hafa
sumar kirkjulegar athafnir snúist upp í kapphlaup um
veraldlea gæði, þó það sé síður en svo ætlan kirkj-
unnar. Nlægir þar að nefna til sögu fermingar sem í
raun eru orðnar að geandarlausu peningaplokki og
væri verðugt verkefni fyrir kirkjuna að sporna gegn
þeirri óheillaþróun. Eða er það e.t.v. svo að fóík faist
ekki lengur til að hugsa um andleg og kirkjuleg mál-
efni nema því fýlgi von um veraldlegan ávinning?
Alvarlegar voru ásakanir biskups á hendur stjórn-
málamönnum er hann fjallaðj um fiárhagsleg tengsl
ríkis og kirkju. Þegar biskup íslands sér ástæðu til að
þjófkenna ráðherra, ekki einn heldur fleiri, en fyrirgefur
yfirsjónina þá borgun er boðin, er illt í efni. Þá nljóta
sambúðarmál ríkis og kirkju að verða tekin til rækilegr-
ar umfjöllunar.
Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra, sem ber
stjórnskipulega ábyrgð á pví að markaðar tekjur kirkj-
unnar skili sér ekki samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar, bauð í ræðu sinni á Kirkjuþingi að ríkið
skilaði kirkjunni þeim jörðum sem teknar voru af henni
fyrr á öldum. Biskup hefur faanað þessari yfirlýsingu
ráðherrans, og talað er um allar kirkjujarðir frá siða-
skiptum, sem munu vera um 400 talsins.
Rétt er það að kirkjan réð á sinni tið yfir allmörgum
jörðum, en spyrja má hvaða rétt kirkjumálaráðherra
nefur til að skila kirkjunni þessum jörðum. Hvernig
áskotnuöust kirkjunni þessar jarðir í upphafi? Á þá
Akraneskaupstaður allur og Álftanesið að flytjast undir
geistlega yfirstjórn? Er ekki rétt að staldra hér aðeins
við?
Biskup tók þessi fjármálalegu samskipti ríkis og
kirkju til umfjöllunar a Kirkjuþingi og þá er eðlilegt að
spurt sé: Er ekki rétt aö taka alla sambúð ríkis og
kírkju til skoðunar? Á hinum Norðurlöndunum hafa
biskupar sett fram þau sjónarmið að eðlilegt sé að ríki
og kirkja verði skilin að og sumir þar telja reyndar lík-
legt að sá skilnaður muni fara fram fyrir aldamót. Þeg-
ar kirkjan óskar eftir meira sjálfstæði, ekki síst verala-
legu, hlýtur hún að þurfa að svara þeirri spurningu
sjalf hvort hún telur núverandi sambúðarform heppi-
legt. Eða hvort hún vill e.t.v. sjálf hafa frumkvæði að
aðskilnaði við ríkið. Kirkjumálaráðherra verður líka að
svara því hvert hann ætlar sér með því að afhenda
kirkjunni fornar kirkjujarðir. Er hann kannski,að stíga
fyrsta skrefið að aðskilnaði ríkis og kirkju? Á einka-
væðingarherferð ríkisstjórnarinnar að ná til þjóðkirkj-
unnar? Eða var yfirlýsing hans á Kirkjuþingi einfald-
lega bara aflátsbréf? ÁÞS
Þíóðviliinn
Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páli Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ritstjómarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, augiýsingar: Síðumúla 37, Rvík.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr.
Áskriftarverð á mánuöi: 1200 kr.
UPPT & SKOMÐ
Ungmeyjaball
í París
Hvað eigum við að gera við öll
þau ósköp sem yfir okkur ryðjast í
fjölmiðlum?
Satt best að segja spyijum við
sjaldan að því. Þetta er svo mikill
flaumur og þungur, að maður tek-
ur svosem ekki eftir mörgu. Það er
að segja: það er fátt sem vekur
viðbrögð. Allt er orðið að ein-
hverskonar veðurfari, einhvers-
konar náttúrulögmali sem enginn
nennir að bregðast við. Svona er
þetta og svona verður þetta, og
jamm og jæja.
Nefnum lttið dæmi. Það var
kona að segja okkur frá glæsilega
myndskreyttri ffásögn í ffönsku
blaði. Tilefnið var ungmeyjaball
hjá flnu fólki í París. Fimmtán eða
tuttugu stúlkur voru leiddar ffam í
sviðsljósið sem „byrjendur“ i sam-
kvæmislífi. Þetta er gamall siður,
ættaður ffá aðlinum sjálfsagt. Til-
gangurinn var sá, að minnsta kosti
hér áður fyrr, að benda á ungar
meyjar sem nú væru komnar á
giftingarmarkað og draga til þeira
athygli ungra manna úr réttri stétt
og stöðu.
Miljón
króna kjóll
Parísarstúlkumar voru í sínu
besta skarti vitanlega. Þess var
getið sérstaklega að hver kjóll
væri sérhannaður og kostaði svo-
sem miljón krónur. Og kjóll er vit-
anlega barasta partur af fjárfest-
ingunni í þessari ungmeyjakynn-
ingu: menn geta svo bætt við
skartgripum og veisluhaldinu
sjálfu og mörgu fleiru.
Þetta ungmeyjaball í París er
svosem ekkert sérstakt. Drjúgur
hluti blaða heimsins lifir á sam-
kvæmisleikjum af þessu tagi. Það
eina sem heita má óvenjulegt í
þessu dæmi er það, að einhver
kona fann ástæðu til að nema stað-
ar og spyrja: Er þetta bruðl ekki
hneyksli? Er það ekki rangt? Og
hún hafði þá hugann við neyð og
fátækt heimsins (og margra í
Frakklandi sjálfu) og herfilegar
andstæður milli þess heims og
þess feiknadýra glingurs sem
hengt er utan á nokkrar stúlku-
kindur til að sýna að þær tilheyri
þeim sem eiga Frakkland (og
heiminn).
Það
undarlega
Það undarlega er semsagt ekki
það að í höfuðborgum sé haldið
ungmeyjaball, að efht sé í „veislu
meðan plágan geisar“. Það er eitt-
hvað sem allir eru vanir. Það
skrýtna er að einhver skuli taka
sig til og hneykslast. Því svo vel
tamdir eru notendur fjölmiðla nú
til dags, að þeim dettur ekkert slíkt
i hug lengur. Meira en svo: það er
líklegast að þeir eða þær sem
aldrei munu nálægt munaði „ung-
meyjaballa" koma, þau séu hrifn-
ust af sjónarspilinu. Og ef að
nokkur þanki kviknar meðan flott-
ar myndir eru skoðaðar, þá væri
það helst Öskubuskuþankinn: Ein-
hver okkar mun kannski komast í
þennan félagsskap - ef prinsinn og
heppnin eru með.
Efnilegur rekstur
Nú er rnikið rætt um það
hvaða atvinnugreinar eru líklegar
til að dafna og eflast. I því sam-
hengi er ekki úr vegi að benda á
viðtal sem birtist nýlega í þýska
blaðinu Spiegel. Það er við for-
stjóra fyrirtækis sem gengur vel.
Forstjórinn, sem er kona, rekur
nefnilega dýra vændisþjónustu.
Hún hefur á boðstóluni úrvalskon-
ur, vel menntaðar, mæltar á tvö-
þrjú tungumál. Þær kosta þúsund
dollara minnst og 1500 fyrir heila
nótt. Oft niun meira.
Forstjórinn var nijög bjartsýn á
ffamtíðina. Hún taldi sig vera á
réttu róli i rekstri og fjárfesting-
um. Það er nóg af ríkum körlum á
sveimi, sagði hún, og þeir hafa all-
ir svo mikið að gera að þeir mega
ekki vera að því að standa í ástar-
ævintýrum sér til dægradvalar.
Þeir vilja fá sína vöm, sína kyn-
ferðislegu þjónustu, í besta gæða-
flokki, og það strax. Geta bara
hringt og sagt: Eg verð í New
York í þijá daga: sendu mér eina
flugleiðis. Peningar eru ekkert
vandamál (enda hægur vandi að
koma útgjöldum undir risnu eða
annan kostnað eins og hver maður
getur sagt sér sjálfúr). Forstýran
segir:,
„Eg tel að ástin plumi sig best
eflir minni formúlu. Hún stendur
stutt, hún er æsileg, leikræn (svið-
sett), og því finnst karlmönnunum
að þeir hafi upplifað eitthvað al-
veg spes.“
Vændi
án kynlífs
En nú er frá því að segja að í
samtalinu kemur það einmitt í Ijós
að þetta pöntunarkynlíf er ekki
endilega „æsilegt". Gefum rekstr-
arstjóranum hamingjusama (hún
tekur sjálf 30% af viðskiptunum)
orðið:
„Það er tölvert af körlum sem
vilja ekkert kynlíf, heldur bara
samtöl. Þeir vilja fá stúlku í þrjá-
fjóra daga meðan þeir eru í bisness
í París, Tokío eða New York og
þeir fá enga kynlífslyst. Um það
bil 30% viðskiptavinanna vilja
hafa fallega konu við hlið sér og
sýna hana. En ekkert sex. Það er
ekki alltaf vegna þess að þeir vilji
þetta sjálfir. Á síðustu árum er
komin ný tegund viðskiptavina.
Það er Uppinn. Þessir menn á upp-
leið eru kannski hálffertugir og
þeir eru undir feiknastressi við að
standa sig og halda sér oft uppi á
kókaíni. Og kyngetan er sem næst
i núlli. En einmitt þeir leggja
mikla áherslu á makalaust fallegar
stúlkur."
Imyndin
og veruleikinn
Nú geta einhveijir illkvittnir
menn glott út í annað munnvik
eða bæði: þetta finnst þeim mátu-
legt á þotuliðið - það getur ekki
einu sini hafit ánægju af því kynlífi
sem það kaupir sér. Svo má halda
áffam út og suður með þetta efni:
hér erum við enn og aftur komin
að því, að eins og Milan Kundera
hinn tékkneski segir, þá lifúm við í
heimi ímyndana. Veruleikinn
skiptir ekki máli, heldur sú ímynd
sem hver og einn vill hafa. Til
dæmis þarf bisnessmaður á upp-
leið að sanna sinn status út á við
með því að láta sjá sig á dýrum
stað með fallegri stúlku. Hvað er á
bak við, skiptir ekki máli. Ung-
meyjaballið sem áðan var á
minnst, það er lika eitt tilbrigðið
við ímyndanasti iðið - samkvæmið
er haldið til þess að minna á það
fyrir ffaman myndavélar að til-
teknar fjölskyldur eru í tilteknum
gæðaflokki: sönnunin er í upp-
hæðinni sem fer í að sauma kjól á
gjafvaxta dóttur.
Og svona marsérar vitleysan,
sagði meistarinn. Eins gott að við
mörlandar fýlgjumst vel með, við
stígum nú orðið svo merkileg
menningarspor. Við erum á hraðri
leið til að sameinast heiminum og
út úr sveitamennskunni sem hefúr
ekki ráð á alminnilegum kjól og
hefúr enn ekki náð skikkanlegum
verðflokkum í vændi. Ef mönnum
fmnst þessi síðasta setning ókurt-
eisi, þá skal minnt á það, að tima-
ritið Frelsi (sem nú mun dautt)
birti ekki alls fyrir löngu grein þar
sem það var útlistað fynr okkur
sveitamönnunum að vændi, mútur
og eiturlyfjasala væru eins og hver
önnur þjónusta á markaði, sem
engin sérstök ástæða væri til að
meta eftir öðru en framboði og eft-
irspum.
ÁB
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. október 1991
Síða 2