Þjóðviljinn - 29.10.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.10.1991, Blaðsíða 4
Þjónustu- gjöld auka / /♦•♦£ K a ojornuo Fyrirhuguðum skattahækk- unum ríkisstjórnarinnar í formi þjónustugjalda á sjúklinga og nemendur er harðlega mótmælt í ályktun sem stjórn starfs- mannafélagsins Sóknar hefur sent frá sér. Stjórn Sóknar lýsir ennfremur furðu sinni á þvi að fólk eigi ekki að hafa sjálfkrafa rétt á ókeypis sjúkraþjónustu og skólagðngu þar sem þegnar landsins greiða fyrir slíka þjón- ustu með skattaálðgum. Bent er á að óbeinir skattar eða þjónustugjöld af þvi tagi sem rík- isstjómin boðar, muni auka á ójöínuð og bitna mest á þeim sem minnst mega sín, það er láglauna- fólki, sjúklingum, öldmðum og bömum. Stjóm Sóknar telur aðrar leiðir réttlátari til að bæta hag rík- issjóðs og tekur sem dæmi skatt- lagningu fjármagntekna, hærri skattaálögur á hina tekjuhærri með fleiri skattþrepum og tekjuteng- ingu ýmissa tiyggingabóta. Fyrirhugaður niðurskurður á sjúkrahúsum og stofnunum veldur áhyggjum segir i ályktuninni og skorað er á ríkisvaldið að láta hag- ræðingu í rekstri ekki bitna á sjúk- lingum eða almennum launþegum sjúkrahúsa og stofnana. Að lokum skorar stjóm Sóknar á ríkisstjóm og atvinnurekendur að leita annað en í vasa láglauna- fólks til að fjármagna stöðugleika í þjóðfélaginu og vísar á bug „þjóðarsáttarsamningum um minna en ekkert“. -ag Unglinga- skemmti' staður í Þórscafé Á fundi borgarráðs Reykja- víkur á þriðjudaginn kom fram, að Æskulýðs- og tómstundaráð Reykjavíkur er um þessar mundir að taka skemmtistaðinn Þórscafé á ieigu. Ætlunin er að reka þar unglingaskemmtistað næstu sex mánuði til reynslu. Ef vel.gengur mun Reykjavíkur- borg kaupa skemmtistaðinn. Siguijón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, sagði það gleðilegt að málefni sem minnihlutinn hafi lagt áherslu á undanfarið væm tekin til greina. I því sambandi sagði Siguijón að auk unglingaskemmtistaðarins væri búið að ákveða að kaupa hús- næði í Hálsaseli þar sem ætlunin væri að reisa, félagsmiðstöð fyrir Seljahverfið. I hverfinu hafi verið tilfinnanleg vöntun á aðstöðu fyrir unglinga, eins og margoft hafi ver- ið bent á. Það verða fleiri hús keypt en undir unglinga. Ráðgert er að kaupa hús við Tungnaháls, þar sem ný slökkvistöð verður starf- rækt. Áætlað er að húsið fullbúið muni kosta um 90 miljónir króna. Þegar þessi nýja slökkvistöð kemst í gagnið mun slökkvistöðin á Artúnshöfða verða lögð niður. Á borgarráðsfundinum kom fram fyrirspum sem borgarfúlltrú- ar minnihlutans lögðu fram sam- an. Spurt var hvaða tilgangi það þjónaði að reisa nýtilkomnar súlur við listaverkið Sólfar, eftir Jón Gunnar Ámason, en það stendur við Sætúnið. Einnig kom fram fyrirspum um listaverk sem verið er að reisa við Perluna. Óskað var eftir svör- um um hvar og hvenær þessar ffamkvæmdir hafi verið ákveðnar, og hver hafi ákveðið staðsetning- una. -sþ Ríkisstjómin á næsta leik ▲ Sveinþór Þórarinsson skrifar Aðilar vinnumarkaðarins, bæði verka- lýðshreyfingin og Vinnuveitendasam- bandið, beina nú spjótum sínum að ríkisstjórninni. Báðar hreyfingarnar krefjast þátttöku rikisstjórnarinnar í komandi kjara- samningum, þott með misjöfnum hætti sé. Verkalýðshreyfingin vill breytingar á skatt- kerfinu sem miðast við að jafna kjörin í landinu og þvertekur fyrir alla skerðingu velferðarkerfisins. Vinnuveitendasambandið segir aftur á móti að boðaður niðurskurður sé ekki nóg og vill draga meira úr útgjöldum þjóðarbúsins heldur en nú er stefnt að í fjár- lagafrumvarpinu. I kjaramalaályktun nýlokins Verkamanna- sambandsþings vekur athygli að megnið af kröfum VMSI snýst um aðild ríkisstjómarinnar að næstu kjarasamningum. Þessi krafa um þátt- töku ríkisstjómarinnar er kannski ekki skrýtin þegar haft er í huea hvaða árangri þjóðarsáttar- samningamir svokölluðu skiluðu. Það er sam- dóma áíit aðila vinnumarkaðarins að öll jnegin- atriðin í þeim sarpningum hafi staðist. í kjara- málaályktun VMSI er einmitt vitnað í þá samn- inga: „Sú reynsla sem þessi samningsgerð færði launafólki er dýrmæt. Hún sýnir að hægt er að halda verðbólgu og kostnaðarþáttum í skefjum ef um það er samstaða í þjóðfelaginu." í ffetta- blaði Vinnuveitendasambandsins er viðtal við Einar Odd Kristjáns- son, formann VSÍ, ■■■■————................ um næstu kjara- samninga. Um þjóð- arsáttina segir hann að öll meginmark- mið síðustu samn- inga hafi náðst utan eitt. „Það er stjóm peningamála og rík- —....—...-............ ísfjármála, sem brást gjörsamlega. Notkun hins opinbera á lánsfé hefur leitt til hærri raunvaxta en við höfum nokkum tíma fyrr kynnst í þessu landi og em þeir hærri en nokkur þáttur íslensks atvinnulffs getur staðið undir. Þessu verður að breyta og það mjög fljótt.“ Þegar verðbólgan lék lausum hala fyrir daga síðustu þjóðarsáttar var áætlanagerð heimila og fyrirtækja i flestum tilfellum mjög óáreiðanleg. Fjármagnskostnaður fyrirtækja var að sliga at- vinnulífið og kaupmáttur launa hríðféll. Þegar síðasta ríkisstjóm tók af skarið og kom skikki á efhahagslífið vom margir vantrúaðir á að það tækist. Núna hefúr annað komið í Ijós og vilja menn því áframhald þess stöðugleika er hefur verið á Islandi síðustu mánuði. Til þess að það megi verða þarf ríkisstjómin að taka þátt í leiknum af alvöm. Eiríkur .Jónsson, varaformaður Kennara- sambands íslands, segir að samninganefnd sambandsins verði ekki vör við áhuga ríkis- stjómarinnar á að semja um eitt né neitt. Kenn- arasambandið hafi haldið tvo fúndi með samn- inganefþd ríkisins og mátt hlusta þar á fyrirlest- ur frá Agústi Einarssyni um stefnu ríkisstjóm- arinnar í efnahagsmálum, þar sem engar launa- hækkanir eða breytingar á skattkerfinu væm inni. Einnig hafi Steingrímur Ari Arason, að- stoðarmaður fjármálaráðherra, fjallað um heim- spekilegar hliðar fjárlagafrumvarpsins á einum fundinum. Eiríkur sagði að öllum tilraunum Kennarasambandsins til að fjalla um kröfúgerð sína á þessum fúndum hafi venð hafnað og tal- inu snúið að efnahags- stefnu ríkisstjómarinnar. Önnur félög, sem átt hafa beinar viðræður við samninganefnd ríkisins, hafa lent í svipuðum hremmingum og era orð samningsmanns í einu af Það er ekki nóg fyrir fjármála- ráðherra að hlusta bara á kröf- ur atvinnurekenda ef af áfram- haldandi þjóðarsátt á að verða „Ég hef á tilfinningunni að annað hvort hafi þeir engan áhuga á samningum eða þeir líti á okkur sem fífl“ minni félögunum kannski lýsandi fynr áhuga stjóm- valda á næstu kjarasamn- ingum: „Samninganefnd- in hefúr hingað til verið með einhverja tilbúna fyr- irlestra á þessum fúndum, sem þeir flytja sjálfsagt .... fyrír allar 70 samninga- nefndimar er þeir ræða við. Síðan bera þeir því við, þegar óskað er eftir tíðari viþræðum, að þeir þurfi að tala við svo marga. Eg hef á tilfinningunni að annað hvort hafi þeir engan áhuga á samningum eða þeir líti á ok£ur sem fífl.“ I fjárlagafmmvarpi Friðriks Sophussonar em tilgreinair ýmsir þættir sem skera þurfi nið- ur í þjóðfélaginu og er niðurskurður innan heil- brigðiskerfisins einn veigamesti þátturinn þar. Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir gjöldum á sjúklinga og námsmenn, en gjöld á fjármagns- eigendur em afltur á móti engin. Ekki er þeldur gert ráð fyrir breytingum á skattkerfinu. I um- fjöllun um þróun kaupmáttar á næsta ári segir að hann muni minnkg vegna almenns samdrátt- ar í efnahagslífinu. „I forsendum fjárlagafrum- varps er gengið út frá því að kaupmáttur launa verði að meðaltali um 2% minni en á þessu ári. Kaupmáttur ráðstöfunartekna dregst heldur meira saman, eða nálægt 3% á milli ára, meðal annars vegna þess að erfiðleikar í efnahagslíf- inu koma væntanlega fram í lakara atvinnu- ástandi og samdrætti í atvinnu,“ segir í greinar- gerðfiárlagafrumvarpsins. Ábyrgð ríkisstjómarinnar er mikil, ekki síst í ljósi,þeirrar ályktunar er samþykkt var á þingi VMSÍ, og má gera ráð fyrir að sú samþykkt verði samnefnari yfir jcröfugerð annarra samT taka Alþýðusambands Islands. I ályktun VMSÍ segir ao verði af þjóðarsátt, muni hún ekki snú- ast um auknar alögur á launafólk; ekki um áframhaldandi hávaxtastefnu; ekki um niðurrif heilbrigðiskerfisins; ekki um mismunun á jafnrétti til náms - og það verði engin þjóð- arsátt án ömggrar kaunmáttartryggingar. Svar fjármalaráð- herra til verkalýðsfé- laganna hefur hingað til verið á þá leið að hann trúi og treysti á tillögur samráðherra sinna um niðurskurð ráðu- neytaima. Ekki sé tímabært að fara út í breyt- ingar á skattkerfinu og launafólk verði að sætta sig við minnkandi kaupmátt á þessum samdrátt- artímum. Fjármálaráðherra lítur aftur á móti með mein áhuga til ályktunar Vinnuveitendasam- bandsins er samþykkt var á fúndi sambands- stjómar þess á dögunum. „Samdrætti þjóðar- tekna verður því að mæta nú þegar með minnk- andi útgjöldum. Það á einkum við um ríkissjóð, opinbera lánasjóði og sveitarfélög." Friorik Sophusson sagði, þegar hann mælti fyrir fhim- varpi til fjárlaga, að nann væri tilbúinn að ræða við aðila vinnumarkaðarins. „Ríkisvaldið verð- ur nú eins og endranær mikilvægur aðili að kjarasamnijngum, bæði með beinum og óbein- um hætti. Eg vil að það komi skýrt fram hér við fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið, að ríkis- stjómin er reiðubúin að koma til móts við aðila vinnumarkaðarins um frekari aðgerðir til að lækka útgjöld ríkisins og draga úr lántökum þess í því skyni að stuðla að gerð ábyrgra kjara- samninga.“ Verkalýðsfélögin hafa ekki mótmælt því að skera þurfi niður í ríkisbúskapnum. Þau hafa hins vegar mótmælt því hvaða þættir lenda und- ir hnífnum. Ef niðurskurður verður innan vel- ferðarkerfisins er hætt við að lítið verði úr kjarasamningum. Hætt er við að verkalýðs- hreyfingin reki hnefann í borðið og segi neif Það er ekki nóg fyrir fjármálaráoheiTa að hlusta bara á kröfur atvinnurekenda ef af áfram- haldandi þjóðarsátt á að verða. Til þess að svo geti orðio verður ríkisvaldið að taka mið af sjónarmiðum beggja aðila. Ymsir forystumenn vinnumarkaðarins nafa sagt að ríkisstjómin eigi næsta leik. Það er hún sem ákveður á hvaða gmnni næstu kjarasamningar verða byggðir. Það er hún sem hefur það í hendi sér hvort átök verða á vinnumarkaðinum eða ekki. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. október 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.