Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 2
St Vildi vera sjávarútvegs- ráðherra - Hver ertu? Reynir Traustason stýrimaður. -1 hvaða stjörnumerki ertu? Sporðdrekanum. - Ertu myrkfœlinn? Nei, ekki lengur. Ég var það einhvem tímann en eina myrkrið sem ég óttast núna stafar af þeim skugga sem grúfir yfir sjáv- arþorpum á landsbyggðinni vegna þess að lífsafkoma fólksins er hreinlega til sölu. - Hefur þú séð draug? Já, ég sá nokkuð oft drauga í æsku og gerði í því að leita þá uppi til að ganga á hólm við þá í myrkrinu þar til þeir voru horfnir. — Vœrirðu ekki þú, hver vildirðu vera? Sjávarútvegsráðherra, til þess að fá tækifæri til að breyta því sem ég nefhdi áð- an um sjávarplássin. - Hefurðu hugleitt að breyta lífi þínu algjörlega? Já, og er sífellt að hugleiða það vegna þess að ég stunda þessa atvinnu sem hefur í for með sér einangrun. En ég nota félags- málin til að fá víðara sjónarhom. - Hvað er það versta sem fyrir þig gcetikomið? Ég bý í krummaskuði úti á landi og það versta efnahagslega áfall sem ég gæti orðið fyrir er að Einar Oddur færi á haus- inn vegna þess að þá er húsið mitt, sem væri e.t.v. metið á 20 miljónir í Reykjavík, verðlaust á Flateyri. Ég yrði þá að hypja mig að kjötkötlunum á einhvem hátt og leigja hús. Okkur Vestfirðinga munar að vísu ekkert um leiguna, við borgum jafn- mikið í hitakostnað á mánuði. - Ertu með einhverja dellu? Já, ég er með þá dellu að skrifa fréttir og það geri ég í hjáverkum, auk þess að sinna félagsmálunum. - Skipta peningar máli? Þeir skipta sífellt minna máli eftir því sem maður gengur þessa götu lengur. - Hvað skiptir máli í lifinu? Lífsgildið felst í því að eiga góða konu og heilbrigð böm. - Hvað er hamingja? Hamingjan er ekki endilega í Skopp- arakringlunni, hún getur alveg eins verið í pylsuvagninum hér niðri í Austurstræti. — Hvar vildirðu helst búa? Ég er afskaplega sáttur við þann stað sem ég bý á og reyndar nær minn sjón- deildarhringur, hvað varðar búsetu, ekki út fyrir Vestfirði, a.m.k. eins og er. Það er spuming hvort neyðin rekur mann suður. - Hvaða galla áttu auðveldast með að umbera? Frekju. Kannski af þvi að maður er óstjómlega frekur sjálfur. - Hver eru önnur persónueinkenni þín ? w Arásargimi ef á mig er ráðist, að öðm leyti er ég geðgóður. Þetta er alveg ótrúlegt viðtal! - Hvaða hetju sögunnar dáirðu mest? Ég er afskaplega hrifmn af samtíma- mönnum á sjó sem era miklir aflakóngar. Tryggvi heitinn Ófeigsson er einn af þeim mönnum sem ég ber mikla virðingu fýrir. Ef ég horfi lengra aftur þá nefni ég Hall- gerði langbrók. - Hefurðu orðið hrœddur á sjó? Já, einu sinni. - Borðarðu jisk? Ég hef bara illa efhi á að borða annað en fisk. - Hvenœr meigstu síðast í saltan sjó? Það era fimm dagar síðan, held ég. - Hver er fallegasti ftskurinn í sjón- um? Það er ýsa. - Eftirlœtisvínið? Eftirlætisvínið, í litlu magni þegar maður er ekki að kalla fram bein harkaleg áhrif, er Gammel dansk-snapsinn. - Eftirminnilegasta prakkarastrikið? í seinni tíð er það þegar ég boðaði þekktan krata á Reykavíkursvæðinu á fund | í Bjórhöllinni. Ég segi ekki meir. ^ -vd. | f xO cd ö) o ö) o ö) Q) I— Samspil milli mín og náttúrunnar - Ég byggi þessar myndir á upplifun minni úti í náttúrunni, sagði Gunnar Öm listmálari þegar blaðamaður kíkti inn á Kjarvals- staði í gær. Þar var Gunnar Öm að hengja upp fjölda málverka í aust- ursalnum. - Islenskt landslag og náttúra í bland við hugdettur og hugarflug er viðfagsefni myndanna á þessari Gunnar Örn horfir upp i Ijósið með náttúru landsins að baki sér. Mynd: Jim Smart. sýningu, sagði listamaðurinn þegar hann var spurður um andlitin og fólkið í myndunum. - AIls staðar í landslaginu eru þessar verur, þær eru sambland af náttúru, álfum og mönnum. Öll málverkin á sýningu Gunn- ars Amar á Kjarvalsstöðum eru unnin á síðastliðnum þremur árum. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann árið 1970 í Unuhúsi en síðast sýndi hann fyrir rúmu ári í Nýhöfn. Gunnar Öm er sjálfmenntaður listamaður. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis. Árið 1988 var hann full- Sovéskur sonur Kvikmyndasýningar eru hvem cinasta sunnudag kl. 16f í bíósal MÍR við Vatnsstíginn. Á sunnu- dag verður sýnd sovéska myndin Sonurinn frá árinu 1955. 1 mynd- inni segir frá ungum manni og fjölskyldu hans á fyrstu erfiðleika- ámnum eftir stríð. Leikstjóri er Júrí Ozerov, sem er í hópi kunn- ustu kvikmyndagerðarmanna Sov- ctríkjanna. Hann hóf nám í kvik- myndagerð að stríðinu loknu og Sonurinn var fjórða kvikmyndin sem hann leikstýrði. Kunnastur er Ozerov fyrir myndir sem fjalla um siðustu heimsstyrjöld, einkum myndaflokkinn Frelsunina sem spannar atburði allt frá ormstunni miklu við Kúrsk til lokaátakanna um Berlínarborg vorið 1945. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingum MIR er ókeypis og að sjálf- sögðu öllum unnendum sovéskra kvikmynda heimill. 1. nóvember er föstudagur Allra heilagra messa. 305. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 9.09 - sólarlag kl. 17.13. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Alsír. Hann á afmæli hann Þjóðvilji! - Ég verð ekki eldri! trúi íslands á Feneyja tvíæringnum. Málverkin á sýningunni nú em öll af sérstökum stöðum; eitt frá Þingvöllum, annað norðan af Ströndum o.s.frv. Listamaðurinn segist hafa farið vítt og breitt. Hann málar sumar myndimar úti, stundum skissar hann eða málar með vatnslitum og málar síðan í olíu þegar heim erTkomið eða inn- an dyra að vetrarlagi. Ekki þótti flnt að mála lands- lagsmyndir fyrir nokkrum ámm. Hvenær byrjaði Gunnar Öm að mála náttúm landsins? - Þetta hefur verið að þróast undanfarin ár, landið byijaði að kíkja inn á myndílötinn fyrir sjö til átta árum. F'yrir sex ámm flutti ég út í sveit, í Rangárvallasýslu, og hef búið á sveitabæ þar síðan. Þar er ég umkringdur náttúmnni. Það á að vísu við alls staðar á íslandi. Fyrir utan austursalinn var ver- ið að koma fyrir lausum „veggj- um“ í gær. Þar á að koma fyrir Ijóðum Jóns úr Vör, og verður sú sýning, eins og Gunnars Amar, opnuð á morgun. Jón úr Vör er einn af brautryðj- endum íslenskrar nútímaljóðlistar og á að baki langan og virkan skáldskaparferil. Hann hefur gefið út tólf ljóðabækur og fjalla ljóð hans um margvísleg mannleg ör- lög; mannkærleikur, mannleg reisn, ást og hamingja em hin æðstu gildi. Ljóðasýningar Kjar- valsstaða em ný leið til að vekja at- hygli almennings á stöðu ljóðsins, ennfremur að skapa möguleika fyr- ir skáldin í rými sem í gegnum tíð- ina hefur verið helgað myndlist- inni. BE NYTT HELGARBLAÐ 2 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.