Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 7
víkingurinn Biskupinn hlakkar yfir óforum heið- ingjans. Gottskálk Dagur Sigurðarson og Thomas Norström i hlut- verkum sínum i Hvíta hrafninum. Reykjavík er ekki Holly- wood. Þegar Maria Bonnevie og Gottskálk Dagur Sigurðarson mættu í Háskólabíó í gær á forsýningu á Hvíta hrafninum þá voru engar limmósínur, engir Ijósmyndarar. Þau komu tvö gangandi að bíóinu og herralega tók hann um mitti hennar um leið og þau gengu inn. Há- skólastúdentarnir sem voru á leið að kaupa sér rúnnstykki í anddyri Há- skólabíós í frímínútum litu varla upp. Þrátt fyrir limmósínuleysið þá sagði Maria að draumur hennar hefði ræst. Hún sá auglýsingu í norsku dagblaði um að verið væri að ieita að leikkonu í aðalhlut- verkið í myndinni. Svo hún ákvað að láta á það reyna hvort draum- urinn gæti ræst. Draumurinn rættist því eftir þessa mynd hefur hún leikið í einni til, sem enn er ekki tilbúin. Og auðvitað, sagði hún, er undar- legt að sjá sjálfa sig á risastóru tjaldinu í Háskólabíói og auðvitað þættu skólafélögum hennar í menntaskólanum í Noregi dálítið merkilegt að vera í bekk með kvikmyndastjömu. Gottskálk er líka í mennta- skóla en hann hefur áður leikið í myndum Hrafns Gunnlaugssonar, leikstjóra myndarinnar, sem ekki var viðstaddur. Framleiðandinn, Dag Alveberg, sagði að orka leik- stjórans væri á þrotum og hann hefði farið til Filipseyja að slaka á. Tóku sig vel út á hvíta tjaldinu Gottskálk ætlar að verða leik- ari, en hann segist ætla að bíða eftir gagnrýninni og sjá til hvort hann hafi eitthvað í þetta að gera. Maria hefur líka áhuga en hún vill samt kanna annað, taka sér frí frá þessu og klára skólann. En hún gæti hugsað sér að verða leik- kona, eða leikstjóri, eða ef til vill sálfræðingur - ef ekki vill betur. Þó tóku sig vel út á hvíta tjaldinu, unga fólkið, því verður ekki neitað. Það gerðu reyndar hinir eldri líka. Og Alveberg átti ekki orð til að lýsa ánægju sinni með þá leikarahæfíleika sem finndust hér á skerinu. Hér em ótrúlega margir góðir leikarar sem leika sterkt og kröftuglega, sagði framleiðandinn, sem kvart- aði lítillega undan því að að norskir leikarar væm á þeirri línu að leika veikt. Undir ánægjuna með hæfileikafólk á íslandi tók Petter Borgli, framkvæmdastjóri Filmeffekt A/S, sem framleiðir myndina. Hann skýrði, eftir sýn- ingu myndarinnar, í löngu máli frá því hvað útlendingar væm ánægðir með myndina, sérstak- lega hversu sterk hún væri og hversu kröftuglega leikið. Þeir tóku líka fram að búningahönnun Karls Júlíussonar væri stórkostieg sem og skurðgoðagerð Þórs Vig- fússonar. Hinir ungu aðalleikendur, Gottskálk og hin norska Maria Bonnevie. Nú bið- ur þeirra skólinn en hugsanlega enn meiri frami á leikarabrautinni í framtíð- inni. Myndir: Jim Smart. Að selja mynd. Petter Borgli, Helgi Skúlason, Þór Vigfússon, Thomas, Karl Júlíusson, Maria, Þorsteinn Hannesson, Gottskálk og Dag Alveberg. ónir króna og hlýtur að slá ein- hver met með því. Blóðrennslið var óvenjulítið en hinsvegar gerist mikill hluti myndarinnar í rigningu og í sjó eða i vatni. Það er svona hálf hráslagalegt allt saman sem þó í raun eykur raunveruleikablæ myndarinnar - sem verður varla til þess að auka ferðamanna- strauminn til Islands. Ný stefna í myndum Hrafns Thomas Norström er Svii og lék hann þýskan biskup i mynd- inni. Hann lagði það á sig að læra línumar sínar á íslensku. Það var það erfiðasta í myndinni, sagði hann. Honum fer vel að deyja í myndinni, hann gerir það líka til- þrifalega og gefur Flosa Olafssyni ekkert eftir sem aldrei þessu vant fær að lifa í myndinni. „Eg kunni Faðir og dóttir i myndinni. Þorsteinn Hannesson og Maria kát yfir þvi að sjá hvort annað en líkt ogfyrir aðra aðstandendur myndar- innar skilur Atlantshafið fólk að. sagðist hann hafa reynslu af þessu. Þó hann sé fyrst og fremst sviðsleikari hefur hann leikið í 20 myndum og drepist í þeim flest- um. Helgi Skúlason sagði að það væri hin nýja stefna í myndum Hrafns að menn dræpust með því að falla aftur fyrir sig í stað þess að vera stungnir - og vonandi er þá ekki of mikið sagt fyrir þá sem eiga eftir að sjá myndina. Norström sagðist hafa heillast af sögunni, sem væri ekki óllk því hvemig kristni var komið á í Sví- þjóð. Og vissulega á þessi saga um það hvemig Olafur konungur Tryggvason kom á kristni í Nor- egi og á Islandi með sverðinu er- indi til okkar í dag. Þó ekki væri nema vegna þess að á okkar tím- um virðist kirkjan ætla aftur að sölsa undir sig nokkrar jarðir og því ekki úr vegi að kynna sér hvemig kirkjan í upphafi eignað- ist jarðimar. Kynnast hinum hvíta Kristi með sverð í hendi. Það er líka rétt sem aðstand- endur myndarinnar sögðu að myndin ætti sérstakt erindi til okkar þessa daga sem friðarráð- stefnan í Madríd stendur yfir. Það var jú Þorgeir Ljósvetningagoði sem lagðist undir feld á Alþingi og fann friðsamlega lausn í stað þeirrar blóðugu. -gpm í auðu Háskólabíóinu, með handfylli blaðamanna og aðra af leikurum sér við hlið, fannst und- irrituðum að myndina vantaði spennuna sem finna má í hinum Clint Eastwood myndum Hrafns. Vissulega rann blóðið ekki í jafn stríðum straumum og maður er vanur í Hrafnsmyndum en það var til bóta. Sagan um kristnitök- una var áhugaverð en einhvem veginn vantaði spennuna. Eins var erfitt að samsama sér með hinum ungu elskendum þó þau léku sannfærandi - ástarsagan stóð ekki undir þvi. Fyrir vikið var myndin nokk- uð langdregin og hefði að ósekju mátt vera nokkuð styttri, sérstak- lega þar sem á næsta ári að sýna i sjónvarpi íjóra sjónvarpsþætti um Hvíta víkingin sem verða fimm tima langir allt í allt. Herlegheitin kosta 420 milj- því ágætlega,“ sagði hann og átti við senuna þar sem hann drepst. Honum fannst það gaman, enda NÝTT HELGARBLAÐ 7 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.