Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 17
H e I garrúnturinn Kór Langholtskirkju við œfingar á siðasta ári. Mynd: Kristinn. Kantötur eftir Bach á allra heilagra- messu Kór Langholtskirkju efnir til tónleika í Langholtskirkju á allraheilagramessu á sunnudag kl. 17. Á allra- heilagramessu er þeirra minnst sem látnir eru. Kórinn syngur tvær kantötur eftir J.S. Bach, Kantötu nr. 21 „Ich hatte vile Bekúmmemis" og nr. 131 „Aus der Tiefen rufe ich, Herr zu dir“. Flytjendur ásamt kómum eru sópran- söngkonumar Harpa Harðar- dóttir og Þóra Einarsdóttir, Björk Jónsdóttir alt og ten- órinn Þorgeir Andrésson auk bassasöngvarans Ragnars Davíðssonar. Kammersveit Langholtskirkju tekur þátt í flutningnum, en stjómandi er Jón Stefánsson. Sú hefð hefur skapast undanfarin ár að skátar í Reykjavík koma saman og skemmta sér ærlega í eina dagstund á haustin. Hefur þessi dagur verið nefndur Skátadagurinn ( Reykjavik. Að þessu sinni verður dagurinn á morgun og hefst Tónleikamir em haldnir á vegum Minningarsjóðs Guðlaugar Bjargar Pálsdótt- ur, sem var stofnaður af for- eldrnrn hennar, þeim Olöfu Karvelsdóttur og Páli Páls- syni, en Guðlaug lést af slys- lonim í Bolungarvík 1986. Kórinn mun einnig flytja kantötu nr. 131 ásamt ein- söngvurum og hljómsveit við guðsþjónustu fyrr sama með setningu á Lækjartorgi kl. 11.30. Á hádegi hefst póstaleikur sem er fólginn í því að skátaflokkamir glíma við fjölbreytt verk- efni sem dreift verður um miðbæinn. Hinir hraustu skátar munu meðal annars slá upp tjöldum, reisa trönubyggingar, dansa og fara í athyglisleik. dag, kl. 14. Prestur er séra Flóki Kristinsson. í lok guðsþjónustunnar og á tónleikunum verður tekið við framlögum til sjóðsins, en hlutverk hans er að styrkja og efla tónleika- hald kórsins og kosta tónlist- arflutning við almenna guðs- þjónustu einu sinni á ári. Eflir puðið og glensið verða sjálfsagt allir orðnir glorsoltnir og kl. 15 verður slegið upp grillveislu í Hljómskálagarðinum. Þegar allir hafa tekið hraustlega til matar síns verður ljölmennt í Laugar- dalshöllina þar sem Vinátta 1991 býður upp á skemmti- dagskrá. Kátt í Kolaporti Nú um helgina verður sölu- básum í Kolaportinu fjölgað úr 120 í 150. Hvem laugar- dag og sunnudag er lif og fjör í bílageymslu Seðla- bankans og þar selja menn drasl úr bílskúmum, gömul föt, gamla lagera, ávexti, há- karl og lakkrís, svo fátt eitt sé nefnt. Þeir sem lagt hafa leið sína í portið hafa eflaust tekið eftir líflegum listaverkum á veggjum þess. Nú heíur enn ein veggmynd bæst við. Þau Freydís Kristjánsdóttir og Halldór Baldursson hafa unn- ið 40 fermetra mynd í nýrri kaffistofú Kolaportsins. Kaup og sala á gömlum munum og nýjum hefst kl. 10 á laugardögum og klukku- stund síðar á sunnudögum. Fyrri daginn er opið til fjögur en þann seinni til 17. Það margborgar sig að koma snemma til að næla sér í besta góssið. Úr myndheimi Muggs Frá því snemma í septem- ber hefur staðið yfir sýning á verkum Muggs í Listasafni (slands. Muggur er elskaður lista- maður og því ekki að undra að sýning á verkum hans hef- ur hlotið góðar viðtökur og um tuttugu þúsund manns lagt leið sína í safhið. Nú fer hver að verða síðastur að sjá verk Muggs, því að sýning- unni lýkur á sunnudag. I fyr- irlestrarsal er jafhframt sýnd litskyggnuröð um myndlist Muggs sem gefur gott yfírlit yfir listferil hans. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga ffá kl. 12-18. Skótar dansa í miðbænum Landslaq í olíu í Hafnarborg Katrin H. Agústsdóttir opn- ar á morgun sýningu á olíu- málverkum í Hafnarborg. Við opnun sýningarinnar kl. 14 syngur kór Öldutúns- skóla nokkur lög. Katrin hefur fengist við ffjálsa myndlist, sem og list- hönnun ásamt eiginmanni sínum Stefáni Halldórssyni. Listakonan hóf feril sinn með batíkvinnslu og hélt sína fyrstu einkasýningu á batíkmunum og verkum árið 1970. Katrin hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum og hlotið viðurkenningar fyrir listhönnun. Á síðustu árum hefur hún snúið sér að olíu- málverkum og sýnir afrakst- ur þeirrar vinnu. Sýningin í Hafnarborg stendur til 17. nóvember og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12 til 18. Stiklað á stóru List í Gerðubergi Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti eflist með hverju árinu sem líður. Þangað er upplagt að fara og eyða dágóðri stund við lestur listatímarita, kaffisötur eða ganga um og njóta listaverka eftir þekkta og óþekkta listamenn. Nú stendur yfir sýning á verkum barna sem tekið hafa þátt í listasmiðjunni Gagn og gaman og senn fer að ijúka sýn- ingu á grafíkverkum Sigurðar Guðmundssonar, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Flesta veggi Gerðubergs prýða verk listamanna, m.a. verk Kjartans Ólasonar sem er borgarlistamaður þessa árs. Þá má geta þess að á mánu- dag koma heimspekingar í heimsókn í Breiöholtið og ræða almenn hugtök sem alla varða og allir þekkja, en fáir gefa sér tíma til að gaumgæfa. Myndlistarrúnturinn Halldóra Emilsdóttir sýnir verk sín í litla galleríinu við Skólavöröustíg 4a, sem kallast Gallerí einn einn. Sýning hennar stendur til miðvikudags og er opið daglega frá 14- 18. ( listmunasölunni Fold við Austurstræti stendur nú yfir kynning á verkum Kjartans Guðjónssonar. Verk fleiri þekktra myndlistarmanna eru þar einnig til sýnis. Natúra Rómantíka Sigurðar Guðmundssonar stendur enn yfir á Listasafni (slands. Eftir pistil Guðbergs Bergssonar í Litrófi er upplagt að skella sér aftur og sjá öll verkin í nýju Ijósi. Á Kjarvalsstöðum opna tveir listamenn sýningar á laugar- dag, og eru þar engir aukvisar á ferð. ( austursal opnar Gunnar Örn sýningu á málverkum, en í vestursainum opn- ar fvar Valgarðsson höggmyndasýningu. Þá má ekki láta hjá liða að minnnast á sýningu á Ijóðum Jóns úr Vör í austurforsalnum, sem einnig opnar á morgun. Halldór Ás- geirsson sýnir skúlptúra sem hann hefur unnið í rekavið í öllum sölum Nýlistasafnsins, og stendur sú sýning til 10. nóvember. ( Listasafni Sigurjóns Ólafssonar er farandsýn- ingin rétt að hefjast, hún mun standa fram á vor. Safnið er opið almenningi um helgarfrá kl. 14-17. Hitt og þetta Grænlendingar eru ekki af baki dottnir og um helgina verður (slendingum boðið upp á grænlenskt rokk, meira um það hjá doktor Gunna. Á sunnudag heldur Karsten Sommer fyrirlestur um grænlenska samtímatónlist í fund- arsal Norræna hússins, og hefst hann kl. 16. Kvikmynda- sýningar fyrir börn eru fastur liður í Norræna húsinu. Á sunnudag kl. 14 verða sýndar dönsku myndirnar Gullhjart- að og Gull og grænir skógar. Guldhjertet er leikstýrt af Bille August og segir myndin frá telpu sem fer í níræðisaf- mæli langömmu sinnar. Guld og grönne skove er leikstýrt af Anette Pilmark og segir þar af stúlku sem býr í regn- skógum Costa Rica. Aðgangur að kvikmyndasýningunum er ókeypis og öllum heimill. Vart þarf lengur að minna á hressandi laugardags- göngur Göngu- Hrólfa í Reykjavík og Hana-nú í Kópavogi. Borgarbúarnir leggja af stað frá Risinu við Hverfisgötu, en Kópavogshópurinn frá Fannborg 4. Báðir leggja þeir af stað kl. 10 og væri án efa skemmtilegt ef þeir hittust einn morguninn og örkuðu saman. Félag eldri borgara í Reykjavík heldur dansleiki hvert einasta föstudagskvöld kl. 20 í Risinu og á sunnudagskvöldum í Goðheimum. Þá er spiluð félagsvist í Risinu á laugardögum, og hefst spila- mennskan kl. 14. Þá má ekki gleyma tilsögninni í dansin- um sem fer fram sömu daga á sama stað, bæði kl. 14 og 15.30. Eldri borgarar í Kópavogi eru ekki síður dansglaðir, og þeir dansa á föstudagskvöldum að Auðbrekku 25. Þá dansa Strandamenn annað kvöld, en þá efnir átthagafélag þeirra til danssamkomu í Domus Medica. Vanir menn leika fyrir dansi og opnar húsið kl. 22. Sonny Stitt Sonny Stitt sits in with the Oscar Peterson trio / Verve 1991 Lög: 1 can 't give you anything hut love / Au Privave / The Gypsy /1 ’ll remember april / Scrapple from the apple / Moten Swing / Blues for Pres, Sweets, Ben & all the other funky ones / Easy does it /1 didn 't know what time it was/1 remember you /1 know that you know. Flytjendur: Sonny Stitt altó og tenórsaxófónn / Oscar Peterson pianó / Ray Brown kontrabassi / Herb Ellis gitar (9-11), Ed Thig- pen trommur (1-8), Stan Levey trommur (9-11). Hljóðritað 18. maí 1959 (1-8) og 10. október 1957 (9-11) Sonny Stitt fæddist 1924 og lést 1982. Saxófón- still hans mótaðist mest af þeim Lester Young og Charlie Parker, ekki síst hinum síðamefnda. Reynd- ar var það mjög tíðkað um miðja öldina að kalla hann hinn nýja Parker og bera hann saman við þennan ffumherja bíboppsins. Stitt þreyttist á þessum eilífa samanburði og sagðist ekki hafa sínar hugmyndir frá Parker, þótt áþekkar væm, hann hefði sjálfur komist að þessum niðurstöðum. Sumir djassfræðingar tóku þetta gott og gilt, aðrir ekki, en Kenny Clarke mun hafa lát- ið svo um mælt að Stitt hefði spilað sinn stíl þótt Parker hefði aldrei fæðst. Kenny Clarke var trommu- leikari fýrstu kynslóðar bí- boppsins, svo þetta er von- andi rétt. Hitt er þó augljóst að risið á bíboppbyltingunni hefði orðið lægra en raun bar vitni ef Sonny Stitt hefði átt að veita henni for- ystu í stað Parkers og oft vitnar Stitt í hinn síðar- nefhda. Sá geisladiskur sem hér er til umfjöllunar heitir Sonny Stitt sits in with the Oscar Peterson trio. „Sits in“ þýðir á djassmáli að koma upp á svið og djamma með þeim sem þar em og segir þetta hvers eðlis tón- listin er, fátt um flóknar út- setningar en sameiginlegrar viðmiðunar leitað í fjársjóði djassklassíkurinnar, jafnt gamalla dægurlaga sem Parkerstefja. Einkennis- merki Stitt og Petersons em hraðar hendur og skýr hugs- un, en hvorugur telst til brautryðjenda eða frumlegri spilara djassins. Þeir bulla sumsé ekki stjómlaust þótt þeim sé laus höndin, en stundum hlaðast klisjubúnt- in svo hratt upp að mann svimar. Fyrir kemur að hin þindarlausa spilamennska Stitts bitni á svingi heildar- innar; ryþminn fær sjaldan að anda eins og kallað er og þagnir í saxófónspilinu eins fáar og framast mátti kom- ast af með. Meira að segja Peterson virkar fremur fá- orður í þessu kompaníi og er þá nokkuð sagt. Triói Óskars Peterson með þeim Ed Thigpen og Ray Brown lét best sú músík sem kalla mátti nútímalegt sving, fá bönd svínguðu klassískum djasslögum af eldri gerð jafn fágað og þétt og þetta tríó. Og þegar það lék með swingstjömum á borð við Ben Webster eða söngvur- um eins og Louis Arm- strong og Ellu Fitzgerald, þá var ekki völ á mikið betra undirspili. En bíbopp- ið var aldrei sterkasta hlið þessa tríós. Ray Brown var vissulega af þeirri kynslóð og spilaði alls staðar rétt hver sem stefnan var, en Ed Thigpen var ekki jaxlinn til að lemja áffarn mann eins og Sonny Stitt sem sigldi á sjálfstýringunni ef enginn bankaði í hann. Og þótt stundum komi laglegar bopplínur hjá Peterson, þá gat hans hljómræna hugsun ekki ögrað blásara á borð við Sonny Stitt sem kunni alla orðabók bíboppsins ut- anað. Engu að síður koma þau augnablik að maður hlustar gáttaður á þessa fyr- irhafnarlausu mælskulist al- tósaxófónsins, þó að músík- lega séð bræðist kvartettinn best saman í nokkmm með- alhröðum svinglögum; Mo- ten’s swing, Blues for Pres og Easy does it. Þar er ten- órsaxinn á ferðinni og hljómar þægilega. Þó að áhrif Parkers á Sonny Stitt séu augljós á þessum diski, þá verður hann engan veginn ásakað- ur um að vera einhver eftir- hermulumma. Fingrafimin, skýr hljómræn hugsun, ryþmi og tónn gerðu hann að einum af ffemstu blásur- um boppsins að ffátöldum Parker. Stitt var líka at- vinnumaður fram í fingur- góma og spilaði aldrei illa. Meðal annars vegna þess er þessi geisladiskur prýðilega áheyri- legur hvað sem ölíum aðfinnsl- um líður. Og það er lúmskt gaman að hlusta á línur Petersons á ung- um aldri, stund- um minnir hann meira að segja ótrúlega mikið á einn fremsta pí- anóleikara bí- boppsins, Hamp- ton Hawes, sem stundum var kallaður Parker píanósins. En það besta á þessu diski er bassa- leikur _ Ray Brown. Óbilandi svínghundur mætti hann heita í orðsins jákvæð- ustu merkingu, ffábær undirleik- ari og ffjór sól- isti sem í einum punkti skákar al- veg höfuðsólist- unum tveimur; þegar hann spilar lokafrasana í sólóum sínum þá langar mann allt- af i meira. Þessi geisladiskur, ásamt ýmsum öðrum endurút- gáfúm ffá Verve, fæst í Japis, Brautarholti 4. '0 E cö O) =3 JZ c 0 0 > C/D NÝTT HELGARBLAÐ 17 FÖSTUDAGUR l.NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.