Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 5
L e i k h ú s Ástríður og orlog a átjándu öld Árni Pétur Guðjónsson, Helgi Björnsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverkum sinum. Leikfélag Reykjavíkur Ljón í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Lýsing Lárus Björnsson Ljón í síðbuxum, fyrsta leikrit Bjöms Th. Bjömssonar, sem sett er á svið, var fmmsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins fyrir rúmri viku. Höfundur sækir efnið að stofni til í sögulega skáldsögu sína Haustskip, en leikurinn segir af sérstæðum ástum eins ærlegs, íslensks Stokk- húsþræls, Guðmundar Pantaleóns- sonar, og dönsku ríkismarskálks- ffúarinnar Önnu Sofflu Tómasínu von Numsen. Jafhframt því sem sagt er af ástum síðbuxnaljónsins og hefðarfrúarinnar og þeim breyt- ingum sem ástir þessar valda i lífi beggja, er í leikritinu leitast við að gefa innsýn i tíðaranda og hugsun- arhátt i Danaveldi á átjándu öld, svo sem og að varpa einhveiju ljósi á hörmungasögu þeirra Islendinga, sem enduðu ævina sem hlekkja- þrælar Qarri heimaslóðum, ofl dæmdir fyrir sakir sem í dag virð- ast næsta léttvægar ef ekki beinlin- is hlægilegar. Hér er því ekki litið færst í fang. Leikurinn hefst þegar Guð- mundur kemur fyrst sem leiguþræll í hús ffú Numsen, um það leyti sem hún sér ffam á að verða að víkja úr sæti einnar valdamestu konu Danaveldis og skipa bekk með ekkjufrúm og öðru ósýnilegu afgangskvenfólki. Hún gimist þrælinn og hefúr baráttu fyrir því að fá hann til eignar og vekur með því hneykslan hárra sem lágra í umhverfi sínu. Vissir valdsmenn eru svona ffekar þeirrar skoðunar að henni Tómasínu sé ekkert of gott að hafa þennan þræl að gamna sér við í ekkjustandinu en Guð- mundur er orðinn að peði í valda- tafli, sem fram fer á bakvið tjöldin. Svo á meðan gimd þeirra hjóna- leysa verður að ást og áætlanir em gerðar um framtíðina ráðast örlög Guðmundar í refskák æðstu valds- manna Danaveldis. Ljón i síðbuxum ber þess merki að höfúndi er tamara að skrifa skáldsögur og ffæðirit en leiksviðs- verk, að því leyti að hér virðist fremur inn leikgerð að ræða en verk, sem skrifað er fyrir leiksvið. Skýr atburðarás og skemmtileg til- svör fá ekki breytt að hér er fremur verið að myndgera frásögn en segja sögu út ffá forsendum leik- hússins. Einhvem veginn hvarflar að manni að gaman gæti nú verið að lesa þessa rómantísku og sögu- iegu skáldsögu og kynnast þar djúpum persónulýsingum höfundar og þeirri margbrotnu atburðarrás, sem leikgerðin gefúr hugmynd um að liggi að baki verkinu. Því það að leikgerðir þekktra og vinsælla skáldsagna eigi góðu gengi að fagna á íslenskum leiksviðum breytir þvi ekki að slíkur texti er ákaflega brothættur, persónum hættir til að verða að einlitum „týp- um“ og óendanlegur fjöldi atriða er nauðsynlegur til að koma „frásögn- inni“ til skila. Veltur þá algerlega á leikstjóm og túlkun hvemig til tekst. Óhætt er að fullyrða að vel hafi tekist til að þessu sinni. Ljónið er í leikstjóm Ásdísar Skúladóttur hröð sýning og samfelld, og oft á tíðum bráðfyndin. Það grátbroslega er dregið ffam fyrir harmsögu ís- lenskra refsifanga, áherslur og lát- bragð gefa iðulega sakleysislegum orðum tvíræða merkingu og má af þessu ráða að holdsins lystisemdir hafi verið eitt helsta hugðarefni danskrar yfirstéttar á átjándu öld, eða að minnsta kosti þess hluta hennar, sem nú er kynntur á leik- sviði Borgarleikhússins. Leikmynd Hlínar Gunnarsdótt- ir eykur þann blæ léttleika og ein- faldleika, sem yfir sýningunni er. Leikmyndin er falleg, einfold og Lilja Gunnarsdóttir skrifar hugvitssamlega unnin og búningar aðalsins stórglæsilegir í æpandi mótsögn við klæði þeirra sem lægra em settir í þjóðfélagsstigan- um. Tónlist Þorkels Sigurbjömson- ar fellur vel að sýningunni og tæpir um leið á alvarlegum undirtóni verksins. Hinsvegar má spyrja hvort ekki hefði á einhvem hátt mátt draga ögn úr því syndamyrkri, sem yfirleitt ríkti á leiksviðinu eða hvort i bakgrunninn fæm fram ein- hver myrkraverk, sem áhorfendum væri óhollt að sjá. Margrét Helga Jóhannsdóttir er skömleg en þó einkum ffygðarleg ekkjufrú von Numsen. Hún káfar hömlulaust á þræl sínum og þarf enginn að fara í grafgötur um hvað hún ætlar sér með hann, og ber ekki á öðm en Helgi Bjömsson í hlutverki Guðmundar Pantaleóns- sonar kæmi til móts við hana á sama hátt, af meiri hæversku þó, enda þræll. Guðmundur virðist reyndar eiga að vera haldinn ein- hverri strípalingsáráttu, hneigður til að tæta af sér spjarimar í tíma og ótima. Ámi Pétur Guðjónsson er ímynd þýsins, sem klifið hefur metorðastigann, í hlutverki Laf- ffanzens, lafkæja frú Numsen, und- irgefinn, þar sem hann þorir ekki annað, en um leið á höttunum eftir slúðursögum og vitanlega skepna við þá, sem lægra em settir. Þórey Sigþórsdóttir leikur hina einföldu og góðhjörtuðu Sine stofústúlku fiúarinnar með glæsibrag. Guð- mundur Ólafsson fer skemmtilega með hlutverk Ahlfeldts greifa, vin- ar ffúarinnar, virðist reyndar sér- lega góðgjam, en hún á að vísu hönk upp í bakið á honum. Sigurður Karlsson er afkáraleg- ur Friðrik V, trúðslegur með ein- dæmum og ákaflega heimskur og ef til vill þess vegna ósannfærandi í yfirlýstri hrifningu sinni á hýð- ingum. Steindór Hjörleifsson er eftirminnilegur fulltrúi skriffæðis- ins í hlutverki vippuskrifarans úr Kansellíinu, kúnstugur karl, sem veit að formið skiptir meira máli en innihaldið. Jakob Þór Einarsson, ljúfmannlegur Guðmundur ísfold, íslenski stúdentinn, sem reynir að létta löndum sínum Stokkhúsvist- ina. Margrét Ólafsdóttir er verðugur fúlltrúi hræsnisfullrar yfirstéttar sem frú Ingehaven Öllegaard- Rantzau, Guðrún Ásmundsdóttir, Saga Jónsdóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir kostulegar i hlut- verkum blaðurskjóðanna þriggja, þeirra Soffie, Matthilde og Regine. Jón Sigurbjömsson er tilþrifalítill liðsforingi og loks ber að nefna Magnús Jónssor og Gunnar Helga- son sem léku þjóna og hermenn snurðulaust. Ljón í síðbuxum er heilleg sýn- ing, skemmtileg og falleg, sem þrátt fyrir galgopalegt yfirbragð á stundum laumar að okkur skilaboð- um höfúndar, þeim vafalausu sann- indum að missirinn getur orðið manneskjunnar helsti ávinningur. Uppþot á andapolli Systurnar ú harðahlaupum i Himneskt er að lifa, leikkonurnar Þóra Friðriksdóttir, Bríet Héðinsdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir. Þjóðleikhúsið Himneskt er að Iifa (Morning's at Seven) eftir Paul Osborn Þýðandi Flosi Óiafsson Leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir Leikmynd og búningar. Messíana Tómasdóttir Lýsing Ásmundur Karlsson Himneskt er að lifa er banda- riskur gamanleikur, sem var ffum- sýndur í Þjóðleikhúsinu á laugar- daginn var. Höfundur leiksins, Paul Osbom (1901-1988) mun á ámnum 1928 til 1939 hafa notið hóflegrar velgengni sem höfundur gamanleikja, en sneri sér eftir það að samningu leikgerða og kvik- myndahandrita upp úr verkum ann- arra. I byijun níunda áratugarins hlaut hann hinsvegar uppreisn æm, leikrit hans vom dregin ffam í dagsljósið og endursýnt eitt af öðm og þegar hann lést hafði hann loks hlotið viðurkenningu sem eitt af merkustu leikskáldum Bandaríkj- anna. Leikritið Himneskt er að lifa, eða Moming's at Seven var frum- sýnt á Broadway árið 1939. í leikn- um segir af fjómm systmm, eigin- mönnum þriggja þeirra, syni einna hjónanna og unnustu hans og er sögusviðið ónefndur smábær ein- hvers staðar í Bandaríkjunum, eða öllu heldur bakgarðar tveggja húsa í þeim bæ. Systumar fjórar og eig- inmennimir em öll um sjötugt. Ida og Carl búa ásamt fertugum syni sínum, Hómer, öðmm megin bak- garðanna en hinum megin Cora og Theodor i sambýli við ógiftu syst- urina Aaronettu, en þriðja parið, David og Ester, búa aðeins ofar við sömu götu. Líf þessa fólks virðist í fostum og óumbreytanlegum skorðum og lukkan einna helst felast í þvi að vera einn með sínum i sínu húsi, og að annars sé allt eins og það hafi alltaf verið. En svo hefur Ida komist að þeirri niðurstöðu að þó hún vilji helst hafa Hómer sinn heima geti vofað yfir honum að enda ævina sem einmana og óham- ingjusamur piparsveinn og hún hefur því knúið hann til að kynna unnustu sína, Myrtu, fyrir fjöl- skyldunni. Þó Hómer og Myrta hafi verið trúlofúð í ótrúlegan ára- fjölda hefur enginn í fjölskyldunni hitt hana og við uphaf leiksins em þau Hómer væntanleg á hverri stundu. Koma Myrtu veldur miklu fjaðrafoki á andapolli hinnar kyrr- látu tilvem. Carl kemst i tilvistar- kreppu og hleypur að heiman, sem leiðir til þess að Hómer finnst hann alls ekki geta yfirgefið mömmu en Cora eygir loksins möguleika á að eignast heimili þar sem engin pipr- uð systir tmflar hina tvíeinu ást. Til tíðinda dregur í hjónabandi Davids og Esterar með því að Iöngun hennar til að sjá Myrtu verður banni Davids, við að blanda geði við fólkið sitt hvom megin bak- garðanna, yfirsterkari. Slíkar og þvílíkar hræringar verða að vonum til þess að hrist er upp í ýmsu, sem legið hefur í þagnargildi ámm sam- an, upphefjast hlaup mikil, snún- ingar og yfirveganir, og skýringa er krafist. Útkoman er skemmtileg flækja þar sem hjárænuháttur, feimni og tilhneiging persónanna til að gera úlfalda úr mýflugu er eitt helsta aðhlátursefnið. Leikritið er smellinn gaman- leikur og vel byggður, enginn endir á uppákomum og þróun mála kem- ur á óvart allt fram á síðustu stundu. Sigrún Valbergsdóttir gerir sem mest úr þeim ys og þys, sem af truflun á vanabundinni tilvem geta leitt, og Messsíana Tómas- dóttir skóp sannkallaða dúkkuver- öld á leiksviði Þjóðleikhússins, tvö hvít hús, snyrtilegir bakgarðar og eins konar göngubrú, sem tengsl við umheiminn: Þau mega ekki verða of mikil þessi tengsl, eða hvað myndu bæjarbúar segja ef þeir fréttu þetta! Búningamir em í anda þess tíma sem leikurinn gerist á og undirstrika hnyttilega per- sónueinkenni hvers og eins. Lýs- ingin er í samræmi við heims- myndina, yfirleitt skjannabirta á „vígvellinum", bakgörðunum tveimur, en umhverfið í rökkri. Textinn kemst vel til skila í góðri þýðingu Flosa Ólafssonar. Róbert Amfinnsson lék Carl og var í senn hlægilega auðmjúkur og aulalegur i tilvistarkreppunni, Guð- rún Þ. Stephensen var hin móður- lega og rósótta Ida, sem vill allt gera til að allt fari nú sem best. Gunnar Eyjólfsson fór með hlut- verk Theodors, einfaldur og vel- viljaður, tvístígandi á milli óska konu sinnar og mágkonu, Þóra Friðriksdóttir lék Coru, sem loks hefúr fengið nóg af að „deila“ manni sínum með systur sinni, hinni hömndsám og kjaftfom Aaronettu, sem Briet Héðinsdóttir Iék. Herdis Þorvaldsdóttir var elsta systirin Ester og bar höfúðið hátt sem fúlltrúi skynseminnar í fjöl- skyldunni, Baldvin Halldórsson samanbitinn og hátíðlegur Davíð, sem ekki velkist í vafa um að hann er hátt yfir umhverfi sitt hafinn. Jó- hann Sigurðarson er kostulegur Hómer, heimóttarlegur með af- brigðum og Edda Heiðrún Back- man í senn vandræðaleg og við- felldin Myrta, sem allt vill þola ffekar en að missa hann Hómer sinn. Það má svosem nöldra yfir því að jafn þaulreyndir leikarar skuli leyfa sér að hnjóta um texta og mgla saman nöfnum á leiksviðinu, en það var þó ekki að því marki að það væri sýningunni til baga. Eitt helsta aðal Himneskt er að lifa er að sýningin vekur hlátur, og ber að þakka slíkt á þesum síðustu og verstu. Hér skal ekki fúllyrt neitt um hvort vandamál þessara per- sóna, hugðarefni þeirra og afkára- skapur, hafi einhveija sammann- lega tilvísun, en víst er að oft em það smáatriðin, em mestum tíðind- um valda í mannlegum samskipt- um. NÝTT HELGARBLAÐ 5 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.