Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.11.1991, Blaðsíða 10
Arna Mer, kennari oq baráttukona frá ísrael, segir frá starfi sínu meðal palestínskra barna Réttlæting almenn- ings í ísrael á mis- þyrmingu og mann- réttindabrotum á palestínskum börn- um felst í þeirri rök- semdafærslu að arabískir foreldrar séu annarrar gerðar en venjulegir for- eldrar, huglausir og hirðulausir um böm sín og skýli sér á bak við þau. Börnin séu því ekki fórnar- lömb hersins held- ur foreldranna. Þessi skýring, sem á sér djúpar rætur jafnt meðal al- mennings og menntamanna í ísrael, byggir á þeirri grundvallar- hugmynd að arab- ar og sérstaklega Palestínuarabar séu af annarri og óæðri gerð en venjulegt fólk. Þetta sagði Ama Mcr, ísraelskur kennari og móðir þriggja bama og baráttukona frá Haifa, í samtali við Nýtt Helgarblað. Hún er hingað komin í boði Kennarasambands ís- lands, Fóstrufélagsins, samtakanna Bamaheilj, Sálfræðingafélagsins og félagsins Island Palestína. Ama Mer er kona á miðjum aldri og segist hafa starfað sem sér- kennari og við listlækningar á bamasjúkrahúsi í Haifa áður en hún hóf að starfa með palestínskum bömum á herteknu svæðunum á Vesturbakkanum. í fyrstu var starfið með palestínsku börnunum auka- starf og framlag Ömu til ísraelsku friðarhreyfingarinnar, en hún segir að smám saman hafi þetta aukastarf orðið svo umfangsmikið að hún hafi orðið að fóma sínu fyrra starfi, þótt hún haldi ennþá fyrirlestra við lista- skólann í Haifa. - í hverju er starf þitt fólgið og hvers vegna er það svo nauðsyn- legt að þú hafir fórnað þinu fyrra starfi fyrir það? - Bömin em meirihluti Palest- ínumanna á herteknu svæðunum, og þau em líka helstu fómarlömb her- námsins. Þau hafa gífurlega þörf fyr- ir stuðning, og þá á ég ekki við íjár- hagslegan stuðning fyrst og fremst, heldur tilfinningalegan stuðning og stuðning við að endurheimta svolítið af þeirri bemsku sem hefur verið rænt frá þeim. Það þarf líka að hjálpa þeim við að bæta þann skaða sem lokun skólanna hefur haft í for með sér. Það er ekki bara að palest- ínsku bömin hafi verið rænd bemsku sinni, þau hafa heldur ekki nokkra von um að ráða fram úr vandamálum sínum og skapa sér ffamtíð á eigin spýtur - af því að þau em böm og af því að það hefur kerf- Arna Mer: Al7 menningur í ísra- el hefur talið sér trú um að arabísk móðir sé annarr- ar gerðar og hafi aðrar tilfinningar gagnvart barni sínu en aðrar mœður. Mynd: Kristinn. Palestínu andspænis ísraelska dekurbarninu isbundið verið reynt að ræna þau því þekkingarvopni sem dugar, því ein- falda atriði að að kunna að lesa og skrifa. Lokun skólanna hefur aukið á þann skaða sem ofbeldi hemáms- liðsins hefur valdið með morðum, barsmíðum, misþyrmingum og árás- um á íjölskyldur og eyðileggingu heimila. Andspænis þessum vanda var stofnaður sérstakur hópur innan ísra- elsku friðarhreyfingarinnar til vamar bömum undir hemámi. Síðustu 3-4 árin höfum við ákveðið að einbeita okkur að þessu einá verkefni. Þetta er margþætt, fjölbreytt og skapandi starf, en um leið mjög krefjandi. - Hafið þið fengið að ástunda það óáreitt af ísraelskum stjórn- völdum? - Ef við berum okkur saman við þann þrýsting og það daglega of- beldi sem íbúar hersetnu svæðanna búa við, þá erum við óáreitt í okkar starfi. E_n það er heldur ekki rétt að svo sé. Ég er nýkomin frá réttarhöld- um í Jerúsalem, þar sem ég var ákærð fyrir að taka þátt í mótmaíla- göngu gegn hemáminu í Ramallah. Slík réttarhöld hef ég upplifað þrisv- ar, einnig fyrir þátttöku í mótmæla- fundi í Tel Aviv. En þegar við erum tekin á herteknu svæðunum þá eru yftrheyrslumar lengri, og þá hafa hemaðaryfirvöldin í hótunum við okkur. Þeir segja að arabamir muni drepa okkur því að þeir drepi gyð- inga og þeir segjast vilja senda her- inn með okkur til þess að kenna pal- estínsku bömunum. Og þeir gera þetta ekki bara undir yfirheyrslun- um, heldur stöðva þeir okkur oft á götum úti og halda slíka fyrirlestra yfir okkur. Þeir hafa líka aðrar aðferðir til þess að hindra starf okkar: þeir lýsa svæðið þar sem við störfum sem hemaðarlegt svæði og þá er okkur skipað að yftrgefa svæðið. Nýlega opnuðum við nýja bamamiðstöð í einum flóttamannabúðunum. Það kom fjöldi foreldra og einnig blaða- menn, en 5 mínútum eflir opnunina kom herinn og sagði: þetta er lokað svæði, allir útlendingar verða að fara burt. Og þeir tóku 20 manns og fluttu á næstu herstöð. Engu að síður emm við Israelar forréttindafólk í Israel, og þessi for- réttindi gera okkur kleift að gera hluti sem Palestínumennimir geta ekki gert. Til dæmis störfuðum við fýrst í einu íbúðarhverfi með tugum bama. Ef Palestínumaður er uppvís að því að hafa tug bama i kringum sig fyrir utan skólalóð á hann á hættu eins til tveggja ára fangelsi og missi allra réttinda. Og sjáist hann með pensil í hendi á hann allt eins von á því að verða ákærður fyrir vopnaburð. Kennari sem lendir í fangelsi í 24 klst. missir sjálfkrafa öll starfsrétt- indi. Og kennari má ekki koma með önnur kennsiugögn í skólann en þau, sem samþykkt hafa verið sérstaklega af hemaðaryfirvöldum. Þessar að- stæður urðu meðal annars til þess að við fómm að einbeita okkur að starfi með palestínskum bömum. Bömin hafa óendanlega þörf fyrir hjálp, og Palestínumönnum er fyrirmunað að veita hana. Þelta starf okkar er bara einn liður í starfi friðarhreyfingar- innar sem miðar að því að aflétta hernáminu, stöðva ofbeldið og mannréttindabrotin. Starf okkar er því liður í aimennri mannréttinda- baráttu. - Eru skólarnir starfandi nú á hernumdu svæöunum? - Já, í fyrsta skiptið frá því að skólunum var lokað fyrir þrem og hálfu ári síðan hafa skólamir á her- numdu svæðunum starfað óslitið frá september síðastliðnum. Það er sigur sem við þökkum alþjóðlegum þrýst- ingi. Skólamir voru formlega opnað- ir í fyrra, en þá beitti herstjómin öðr- um aðferðum til þess að hindra skólastarfið. Einstökum skólum var lokað í refsingarskyni í 3-5 daga í einu, þannig að þegar upp var staðið fengu böm á hemámssvæðinu ekki nema tvo og hálfan mánuð í skóla- göngu í fyrra. Það þýðir að ekkert varð úr námi. Nú leggja Palestínu- menn mikla áherslu á að fá að halda skólunum opnum. - Hversu margir ísraelar taka þátt í starfi eins og þessu meðal palestínskra barna? — Ég veit það ekki nákvæmlega, en þeir em því miður ekki margir. Ég gæti trúað að við værum 15 tals- ins. Þar sem ég starfa höfum við bara 2-3 bamamiðstöðvar. Þær þyrftu að skipta hundruðum. Okkur vantar bæði fé og sérhæfl fólk. Við vinnum hins vegar mikið með pal- estínskum konum. - Hvers vegna eruð þið ekki fleiri en 15. Veit almenningur í ísrael ekki um þörfina fyrir þetta starf? Er það rétt sem heyrst hef- ur að almenningur í Israel loki sig frá þeim veruleika sem ríkir á Vesturbakkanum og viti ekki af því ofbeldi sem viðgengst í næsta nágrenni? - Þetta er erfið spuming, og henni er ekki hægt að svara án þess að líta á deiluna á rnilli araba og ísraelsmanna í heild. En eitt get ég sagt þér: almenningur í Israel veit vel af þeim aðstæðum sem palest- ínsk böm búa við. Því hann á beina aðild að ofbeldinu. Það er hægt að sýna fram á það tölfræðilega. Svo ég takmarki mig við svæðið þar sem ég vinn, þá hefur könnun leitt í ljós að 52% bama á skólaskyldualdri hefur orðið fýrir ofbeldi hermanna. Af þessum rúma helming allra bama á svæðinu hefur 80% verið misþyrmt með barsmíðum. Hin hafa fengið að kenna á eiturgasi og byssukúlum. Hér em ekki talin þau sem hafa ver- ið drepin eða sitja í fangelsum. Ef svo mörgum bömum hefúr verið misþyrmt, þá hefur þurfi til þess mikinn fjölda hermanna. Hverjir em þessir hennenn? Þeir em unga kyn- slóðin í Israel sem er að taka við landinu. Það ríkir almenn herskylda í landinu, og þar er enginn undan- skilinn. Þetta unga fólk á sér sínar fjölskyldur og ættingja, og það getur enginn þaldið því fram að almenn- ingur í ísrael viti ekki af því ofbeldi og þeim mannréttindabrotum, sem þar em framin daglega á paiestínsk- um bömum. Fólk er kannski ekki til- búið að lýsa ánægju sinni þegar 8-9 ára bam hefur verið limlest með bar- smíð. En þegar gengið er á það er stutt í réttlætinguna. Fólk segir sem svo: Veist þú ekki að palestínskir foreldrar fela sig á bak við böm sín og senda þau út á götuna til þess að kasta gijóti. Þessi böm em fómar- lömb foreldra sinna. Hvað eiga her- mennimir að gera? Ég get sagt þér dæmi af þessu. Ég var _stödd á stóm kennaranám- skeiði í ísrael, þar sem þessi skoðun var orðuð af kennurum, og ég spurð, hvemig ég gæti áfellst hermennina, þar sem bömin ættu upptökin og köstuðu grjóti á meðan foreldramir feli sig heima. Þessi hugsun felur í sér þá gmndvailarhugsun, sem skot- ið hefur djúpum rótum i vitund al- mennings jafnt og menntamanna í ísrael, að arabísk móðir sé í gmnd- vallaratriðum öðruvísi en aðrar mæður og beri annan hug til bama sinna. Og sömuleiðis að arabískur faðir sé öðmvisi en aðrir feður. Þessi grundvallarhugsun verður að réttlæt- ingu fýrir þeim mannréttindabrotum og þeirri ómennsku sem ástunduð er af hemámsliðinu með vitund og vilja þorra ísraelsku þjóðarinnar. - Þú minntist áðan á fangelsuð börn. Hefur þú upplýsingar um hversu mörg börn sitji í ísraelsk- um fangelsum? - Nei, ég get ekki nefnt neina heildartölu. En í könnun sem við gerðum í tveim gagnfræðaskólum kom í ljós að í 11. og 12. bekk vom 57 nemendur í fangelsi, sumir dæmdir í Iífstíðarfangelsi fyrir að kasta eldsprengjum eða drepa þá sem vinna með hemaðaryfirvöldun- um. Sum þessara bama sitja í her- fangelsum. Þar gildir sú regla að þeim er bannað að lesa bækur. Þau vom þó ekki dæmd til ólæsis. Heim- ili þeirra hafa líka verið lögð í rúst án þess að dómur þar að lútandi hafi verið felldur. Það er meðal annars krafa okkar að fangelsuð böm hafi rétt til náms. - En hversu útbreidd er and- staðan gegn þessum mannrétt- indábrotum í ísrael? Ekki eruð þið bara 15 talsins? - Nei, sem betur fer er líka til fólk í Israel sem berst fýrir mann- réttindum. Ég minntist á að við vær- um 15 sem ynnum með palestínsk- um bömum. En það er bara hluti af mannréttindabaráttunni í Israel. Aðr- ir starfa í kvennahópum, meðal menntamanna, í friðarhreyfingunni o.s.frv. En það er engu að síður stað- reynd, að þessi hópur er hlutfallslega mjög fámennur. - Nýlegur fjöldafundur í ísrael til stuðnings friði sýndi þó tals- verða þátttöku, er ekki svo? - Það er ekki hægt að halda því fram að þessi fúndur hafi verið íjöl- mennur miðað við tilefnið. Hann var auðvitað mikilvægur, en hann var tiltölulega fámennur vegna þess að andrúmsloftið í Israel er allt til hægri. Israelar vita vel að friður er ekki mögulegur nema með því að yfirgefa herteknu svæðin, og þegar minnst er á að skila landi er allur stuðningur við frið fljótur að gufa upp í Israel. Til dæmis sýndi nýleg skoðanakönnun að 80% íbúa ísraels væri hlynntur sjálfsstjóm Palestínu- manna, en aðeins 30% af sama úr- taki vildi gefa eftir þumlung af her- teknu landi. Þetta er það sem Sharon sagði þegar hann talaði um að hann styddi það að Palestínumenn mynd- uðu sjálfstætt ríki - í Jórdaníu! Það getur verið dásamlegt að tala um frelsið og hið mannlega gildi þess, en að það eigi að gilda fýrir aðra nær ekki inn fyrir höfuðskeljar þessara manna. Þetta er dapurleg staðreynd sem við verðum að horf- ast i augu við. Það verður enginn friður á með- an fólk lærir ekki að lifa saman, og það verður enginn friður fýrr en ísra- elska þjóðin lærir að skilja að hún á ekki annarra kosta völ en að lifa með Palestínumönnum. Þetta er staðreynd sem við þurfum ekki að kenna Palestínumönnum, þvi þeir hafa þegar fengið að upplifa það á eigin skinni. Því er meginverkefnið sem vinna þarf á hinu pólitíska sviði innan ísraels. - Hefur þú trú á að ráðstefnan Madrid muni hafa áhrif á al- nningsálitið í Israel? - Hið jákvæða við ráðstefnuna í Madrid felst í því að þar verða mál- L skotin eða bar var Rasha Hs nu Jenin á Vesturbakkanum. Þc stóð hún uppi f sófa heima hjá sér ásamt um bróður slnum og horfði á hermenn eitast við endur úti á götunni. Mótmælendurnir sluppu og herr ir stöðvuðu leikinn um 45 m frá heimili þeirra. Ibrahim, ir stúlkunnar, sá hermann beina byssu að húsi þeirra og þau flýttu sér að loka gluggahlerunum. Rasha hélt áfram að horfa út á milli rifanna á hlerunum þrátt fyrir aðvörunarorð bróður síns. Ibrahim gekk þá að glugganum og horfði út og sá að hermaður miöaði að glugganum og síðan reið skotið af. Systir hans féll afturfyrir sig. Hún hafði fengiö skot í enn- ið, höfuðskelin hafði sundrast og heilasletturnar voru út um allt. Það náðist ekki f sjúkrabíl. Læknarnir á sjúkrahúsinu gerðu ekki annað en að staðfesta lát stúlkunnar. Foreldrarn- ir þurftu að smygla líki dóttur sinnar út af sjúkrahúsinu til þess að það lenti ekki f höndum hersins. Herinn kastaði táragasi að syrgjendum sem safnast höfðu saman á heimili stúlkunnar. Hún var grafin með leynd í kirkjugarðinum. Ein af 159 börnum á fýrstu 30 mánuðum intifödunnar. efnin lögð á borðið og þar munu hin andstæðu sjónarmið skýrast. Stundum getur það hleypt hrær- ingum af stað að skýra sjónarmið. Fólk mun skiptast í hópa og sá þrýstingur sem er í gangi verður augljósari. Þetta mun hleypa af stað opinni umræðu í ísrael, og það er bæði mikilvægt og jákvætt. En ég er ekki trúuð á að ráðstefnan ein og sér muni hafa í for með sér róttækar breytingar i ísrael. Þar þarf annað og meira að koma til. Það þarf víðtækan alþjóðlegan þrýsting, sem er ekki hemaðarlegs eðlis, heldur siðferðilegs. Það þarf að afhjúpa raunverulega stefnu og afstöðu Israelsríkis með öðrum hætti en verið hefúr. Til skamms tíma hef- ur Israel verið meðhöndlað eins og ofdekrað bam í samfélagi þjóðanna. Allt framferði þess hefur verið af- sakað, ekki af vanþekkingu, heldur í krafli þess valdajafnvægis sem ríkti í heiminum. Nú upplifum við nýja tíma, bæði sögulega og persónulega séð. Og ég geri mér vonir um að þessu dekur- bami verði ekki lengur látið líðast að halda uppteknum hætti, því það er ekki bam lengur og það er kominn tími til þess að það taki ábyrgð á gerðum sínum og glæpaverkum. Ef því verður fyrirgefið enn sem fyrr mun framtíðin bera í skauti sér mik- ið blóðbað. Astæða þess að ég lagði á mig langt ferðalag hingað til Islands er sú að ég hef þá trú að einr.ig lítið land eins og Island geti lagt mikil- vægt lóð á vogarskálamar i krafti þeirra lýðræðislegu hefða sem hér ríkja. Það lóð þarf að afhjúpa stefnu ísraelskra stjómvalda og þá mann- réttindaskerðingu sem í henni er fólgin, og það lóð þarf að virka sem stuðningur fyrir þá sem hefur verið brotið á, sem er palestínska þjóðin og palestínsk böm sérstaklega. Það hvílir mikil ábyrgð á samfélagi þjóð- anna við lausn þessa vanda. Það var það sem skapaði vandann, og það ber einnig ábyrgð á Iausn hans. -ólg. Friðarákall Palestínumanna Eftirfarandi texti er hluti af tilfinningaþrungnu 30 mín- útna ávarpi Haidar Abdel- Shafi, talsmanns samninga- nefndar Palestínumanna við samningaborðið í Madrid í gær. Abdel-Shafi er 72 ára læknir frá Caza-svæðinu og hefur tvisvar mátt þola að vera gerð brottræk af svæðinu fyrir andóf gegn hernáminu. Við emm komin hingað frá þrautpíndu landi og stoltri þjóð í fjötrum, beðin að semja við þá sem hafa hemumið okkur. Við skildum eftir heima böm inti- fodunnar og þjóð undir hemámi og útgöngubanni, sem ákallar okkur að gefast hvorki upp né gleyma. A meðan við tölum taka þúsundir bræðra okkar og systra út þjáningar sínar í fang- elsum ísraels og fangabúðum. Flestir fangaðir án ákæru eða dóms, margir sárir af misþyrm- ingum og pyntingum undir yfir- heyrslum, sekir fyrir það eitt að tala máli frelsisins eða storka hernámsliðinu. Við tölum í nafni þeirra og segjum: veitið þeim frelsi. A meðan við tölum líða tug- þúsundir þeirra sem hafa hlotið sár eða varanleg örkuml kvalir: megj friður lækna sár þeirra. A meðan við tölum fylgja okkur augu þúsunda flótta- manna og landrækra frá stríðinu 1967, því útlegðardómur er þungur dómur: látið þá koma heim. Þeir eiga rétt á að snúa heim. A meðan við tölum berg- málar þögn rústaðra heimila um þessa sali og í huga okkar: við verðum að endurreisa hús okkar i okkar frjálsa ríki. Og hvað segjum við ástvin- um þeirra sem féllu fyrir byssu- kúlum hersins? Hvemig svörum við óttafullum spurningum í augum bama okkar? Því eitt af hverjum þrem bömum undir hemámi hefur beðið bana, verið sært eða haldið í fangelsi á síð- ustu fjómm ámm. Hvemig skýr- um við það fyrir bömum okkar að þau hafa verið svipt réttinum til menntunar og skólum okkar lokað af herstjórninni? Eða hvers vegna líf þeirra sé í hættu fýrir það eitt að reisa fána í landi þar sem böm em drepin og fangelsuð? Hvaða sálumessu á að syngja yfir þeim trjám sem upp- rætt hafa verið með jarðýtum hersins? Og síðast en ekki síst, hver getur skýrt fyrir þeim sem hefur verið sviptur landi sínu og lind- arvatni skilmála friðarins? Fjarlægið gaddavírinn, skil- ið landinu og Iifandi vatni þess. Landnáminu verður að linna nú. Það er ekki hægt að tala um frið á meðan palestínskt land er tekið eignamámi með ólíkum ráðum og staða herteknu svæð- anna ákveðin frá degi til dags samkvæmt fyrirmælum ísra- elskra gaddavírsgirðinga og jarðýtna. Þetta er ekki bara skoðun, þetta er óvefengjanleg- ur vemleiki. Það er blekking að tala um land íýrir frið þegar hin opinbera stefna Israelsríkis i framkvæmd er land fýrir ólög- legt landnám. Landnámið verð- ur að stöðva strax. I nafni palestínsku þjóðar- innar viljum við ávarpa ísra- elsku þjóðina, sem við höfum þjáðst með svo lengi: Við skul- um heldur sameinast í voninni. Við emm reiðubúin að lifa hlið við hlið á landinu og loforðum framtíðarinnar. En það að eiga eitthvað sameiginlega krefst þess að viðkomandi séu reiðu- búnir að deila sem jafningjar. Gagnkvæmni verður að koma í stað yfirdrottnunar og ofbeldis svo raunvemlegar sættir og sambýli geti átt sér stað í sam- ræmi við alþjóðalög. Öryggi ykkar og okkar er jafn sam- tvinnað og ótti og martraðir bama okkar. Við höfum séð sum ykkar í sínu besta ljósi, og sum ykkar í því versta, því sá sem hememur þjóð getur ekkert falið fyrir hin- um undirsetta. Við getum vimað um þann toll sem hemámið hef- ur kostað ykkur. Við höfum séð ykkur örvænta vegna þeirrar umbreytingar sem hefur breytt sonum ykkar og dætmm í tæki blinds og ofstopafulls hemáms - og við emm þess fullviss að aldrei var það ásetningur ykkar að sjá böm ykkar í slíku hlut- verki í stað þess að ryðja fram- tíðinni braut. Við höfum séð ykkur horfa aftur í djúpri sorg yfir harmleik hins liðna og horfa með hryllingi í afmyndað andlit kúgarans sem breytist í fómar- lamb. Það var ekki þetta sem draumar ykkar og afkvæmi stóðu til. Þetta er ástæða þess að við höfum tekið þeim ykkar opnum örmum, sem komu til að hugga þau okkar sem áttu um sárt að binda, til þess að veita þeim stuðning sem sáu heimili sín lögð í rúsí, og til þess að veita þeim hvatningu og hollráð sem sitja innilokuð á bak við gadda- vír og jámrimla. Við höfum gengið saman, við höfum tekið andköf saman undir táragasskýj- um hemámsliðsins og öskrað saman af sársauka undan kylf- um hermannanna sem þyrma hvorki Palestínumönnum né Israelum. Því sársaukinn á sér engin landamæri og enginn get- ur krafist einokunarréttar á þján- ingunni. Einu sinni mynduðum við keðju handabanda umhverfis Jerúsalem með ákalli um frið. Við skulum í dag mynda sið- ferðilega keðju umhverfis Madrid og halda áfram þeirri göfugu leit að friði til handa sonum okkar og dætmm. Við skulum brjótast í gegnum hindr- anir tortryggni og tilskipuðaðs ótta. Við skulum horfa fram á við af stórhug og með vonina að leiðarljósi. -ólg. Haidar Abdel-Shafi talsmaður palestinsku sendinefndarinnar i Madrid ásamt með Saeb Erekat nefndarmanni sem Israelar reyndu án árangurs að útiloka úr nefndinni. NÝTT HELGARBLAÐ 10 FÖSTUDAGUR l. NÓVEMBER 199J NÝTT HELGARBLAÐ 1 1 FÖSTUDAGUR l. NÓVEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.