Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 2
Tvíhliða viðræður viðEB Evrópudómstóllinn hefur nú kveðið upp þann úr- skurð að samningurinn um evrópska efnahags- svæðið stangist á við Rómarsáttmálann og því geti Evrópubandalagið ekki samþykkt þessi samningsdrög. Skrautljöðrum utanríkisráðherra fækkar því óðum og bendir nú flest til þess að evrópska efna- hagssvæðið sé andvana fætt. Mjög ólíklegt þykir að EB breyti Rómarsáttmálanum EFTA-ríkjunum í vil og þótt einstaka menn hér á landi vilji öllu fóma til að komast í miðstýrðan náðarfaðm skriffinnanna í Brussel, þá er ekki pólitískur vilji til að afsala fullveldinu. Evrópudómstóllinn byggir niðurstöðu sína á því að EES- dómstóllinn, sem skipaður er þremur fulltrúum EFTA og fimm fulltrúum EB, á samkvæmt samningnum ekki að vera bundinn af úrskurðum EB-dómstólsins. Evrópudómstóllinn sættir sig ekki við að þurfa að afsala sér ákveðnu forræði í dómsmálum þrátt fyrir að EFTA- ríkin framselji hluta af sínu dómsvaldi. íslendingar munu ekki geta samþykkt það að framselja dómsvaldið til Brussel og EB breýtir ekki Rómarsáttmál- anum til að þóknast EFTA-ríkjunum, enda tvö þeirra þegar á leiðinni inn í Evrópubandalagið og fleiri að hugsa sinn gang. Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi hef- ur lýst því yfir að ekki komi til greina að taka upp samn- inginn, en jafnaðarmenn í Noregi hafa treyst á stuðning kristilegra til að fá hann samþykktan á þinginu. Það blasir því við að samningurinn sem utanríkisráð- herra kom með í farteskinu frá Lúxemborg hafi ekki ver- ið pappírsins virði. Alþýðubandalagið var með ákveðna fýrirvara um EES- samningana í tíð síðustu ríkisstjómar, m.a. áherslu á frí- verslun með sjávarafurðir, sem ekki náðist fram að ganga; að tryggt yrði að erlendir aðilar gætu ekki eign- ast land á íslandi, óskert forræði yfir auðlindum lands og sjávar og að ekki yrði um að ræða yfirþjóðlegar stofnan- ir. Samningsdrögin tryggðu ekkert af þessu nema bann við eignarhaldi útlendinga á frumvinnslu í sjávarútvegi. Það var því langt því frá að íslendingar fengju allt fyrir ekkert. Nú er sú staða komin upp að við stöndum aftur á byrj- unarreitnum. íslendingar eru Evrópuþjóð og því mikil- vægt fyrir okkur að hafa sem best og mest samskipti við ríki Evrópubandalagsins. Þar eru einnig okkar mikilvæg- ustu markaðir. Því eigum við að vinda okkur strax í það að taka upp tvíhliða viðræður við EB um frekari útfærslu á þeim samningi sem höfum nú þegar við bandalagið. Að hika er sama og að tapa. Samningsstaða okkar er mun sterkari í dag en þegar viðræðumar hófust. Það er Evrópubandalagið sem hefur klúðrað málum og því ætti að vera meiri möguleiki á að við náum hagstæðum samningum. Ef við förum að flækja okkur enn frekar í viðræður með öðrum EFTA-ríkjum er hætta á að við glötum því tækifæri sem við höfum núna til að ná hag- stæðum viðskiptasamningi við EB, án þess að þurfa að gangast undir það yfirþjóðlega vald sem aðild að evr- ópsku efnahagssvæði virðist óhjákvæmilega hafa í för með sér. Nýleg skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sýndi að þjóðin er klofin í tvær jafnstórar fylkingar í afstöðu sinni til EES. Með tvíhliða viðræðum ætti að vera hægt að ná samningum sem öll íslenska þjóðin getur sætt sig við. Það hefur verið bent á ýmsa aðra jákvæða kosti en þá viðskiptalegu, sem felast í því að ísland gerist aðili að EES. Island hefði orðið að breyta ýmsu í löggjöf sinni, einsog t.d. í umhverfislöggjöf og neytendalöggjöf. Slíkt er hægt að gera þótt við kjósum að vera áfram fullvalda ríki. Við getum lagað okkar löggjöf að því sem best ger- ist hjá öðrum Evrópuþjóðum. Til þess þurfum við ekki boð frá Brussel. -Sáf Þtófwii.iinn Málgagn sósíalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. Greinasafn eftir Thor „Eldur í laufi“ heitir bók eftir Thor Vilhjálmsson sem út var að koma og geymir greinar og ræður frá næstliðnum áratug. Þar kennir margra grasa eins og sjálfsagt er: þar eru pistlar um ný tíðindi í meningar- málum og ferðarispur og orðsend- ingar og kveðjur til góðra samferða- manna og fróðleikur (til dæmis um tildrög að kvikmyndinni Mefistó og þá sískrifandi Mann- fjölskyldu) og margt fleira. Hér er ekki verið að skrifa ritdóm um slíka bók heldur reynt að leggja út af erindi hennar. En það sakar ekki að geta þess um leið að lesandinn hittir hér fyrir vel þéttan texta og rikan að hugarins flugi og útsjónarsemi og setningum sem vel hitta - eins og til dæmis þegar rætt er um áhrif stórskálds: „Það fór engum öðrum vel að vera Hemingway og honum sjálfum mis- jafnlega". Að lesa og vera til En það var ætlunin að fara nokkrum orðum um eitt meginstef þessa safns. Það er málsvöm fyrir listir og bókmenntir, lofgjörð um meistarana og verk þeirra, brýning til manna að hafa þessi hnoss í heiðri. Einatt er málum þá svo upp stillt að gegn „afþreyingaráþján" sem Thor fer um mörgum kostuleg- um orðum, er upp stillt bókinni sem við kjósum að láta fylgja okkur og efla okkur til skilnings og næmis. A einum stað segir: „Við Iifum á tímum hinnar upp- höfnu lágkúru. Hins íburðarmikla auvirðis. Öll skynjum við að við þurfum einhvers annars...“ Og þetta „eitthvað", það er ekki síst bókin sem þegar vel tekst sam- búðin við hana hefur þessi áhrif: „Þú öðlast hlutdeild í lífinu. Þú ert virkur. Þú ert til. Þú ert samvirk- ur; og kannski gerjast etthvað óþekkt í djúpum þinnar lundar, kannski hrökkva upp leynihólf með gleymd- um gersemum úr sál þinni sem er laus úr ánauð, Þú ert.“ Lykilorðið er að vera til, vera virkur, sem andstæða við hinu daufa lífi, þeirri sjálfvirkni sem hefst af því að vera sífellt að láta skemmta sér með skjótvirkum hætti: „Hlutverk allrar listar er að vekja og virkja, ekki deyfga né sljóvga". Vafalaust eru þeir til, og ekki fá- liðaðir, sem finnst að slík skrif beri vott um hroka rithöfunda, um gikks- hátt þeirra, þeir þykist vera eitthvað spes, þeir vilji að allir snobbi fyrir þeim og þeirra verkum og þar fram eftir götum. Enginn vandi að fimb- ulfamba lengi í þá veru ef hugarfarið stendur til þess. Hlutverk skálda En í raun réttri er hér farið með gömul og þó síný nauðsynjamál. Það er sífellt að því spurt hver geti orðið hlutur skálda og listamanna í samfé- lagi. Svörin verða aldrei gefin i eitt skipti fyrir öll. Á nítjándu öld til dæmis, þá verðum við víða um lönd vör við það, að á rithöfundinn er lit- ið sem einskonar leiðtoga og kenn- ara í að lifa. Hér fór saman hriíhing af skáldsögunni, sem var enn ung með mörgum þjóðum og virtist eiga ótæmandi möguleika, og svo þörf íyrir andlegt áhrifavald sem fýllti það tómarúm sem undanhald kirkj- unnar skildi víða eftir sig, áhrifavald sem væri eins óháð valdhöfúnum og mögulegt væri. Og þau forréttindi skálda hafa ekki forgengið síðan, að til þeirra er litið með sérstakri eftir- væntingu og von í öllum einræðis- ríkjum, allsstaðar þar sem frelsi manna og réttur er skertur. Á okkar dögum og í okkar hluta heims hefúr svo ríkt vaxandi óvissa um þessa hluti eins og marga aðra á liðnum áratugum. Sérhæfingin með fyrirferð sálffæðinnar og félagsfræð- anna hefur rænt bitum úr aski skálda, málfrelsið góða hefur þær leiðu aukaverkanir að mönnum stendur meir á sama um bókmenntir en áður. Og fýrst og síðast verður fjölmiðlagnýrinn til þess að, síður heyrist í skáldinu en áður. (Á fýrri öld gat það gerst að rithöfúndurinn væri hin sanna poppstjama fyrir utan allt annað: þegar Dickens fór um og Ias upp með tilþrifum úr verkum sín- um mynduðust biðraðir miklar og svartamarkaður með aðgöngumiða rétt eins og við þekkjum nú af allt öðrum sviðum.) Andófsaflið Tímamir breytast: en eitt blífur - sú þörf að listir og bókmenntir séu eitthvert það andófsafl sem gengur gegn straumi. Sem ekki týnist í þeirri allsherjarleit að hinum stærsta samnefnara sem afþreyingariðnaður- inn stundar sleitulaust, heldur ögrar mönn- um til virkari afstöðu til lífsins, skerpir næmi þeirra og skilning. Og um leið og það er gert er reyndar verið að sinna þeirri skyldu skálda sem Halldór Laxness orðaði eitt sinn á þá leið, að hún væri ekki síst í því fólgin að vera upp á móti valdhöf- um, hverjir sem þeir væru. Valdhaf- ar - það em náttúrlega ekki barasta þeir sem standa fyrir ráðuneytum, það em líka þeir sem „eiga“ löndin og þjóðfélögin og þá bæði bankana og vitundariðnaðinn og heita „fjöl- skyldumar tvö hundmð" eða „fjöl- skyldumar sextán“ eða „kolkrabb- inn“, allt eftir því hvar við emm stödd í heiminum. París og Brjánslækur Ferðasögur em dtjúgur þáttur í þessari bók Thors og þær em ekki af einum toga. Þar er í einni rifjað upp rithöfúndamót í Belgrad fýrir mörg- um ámm og það tengt við ótíðindi okkar daga úr því sundraða landi, Júgóslavíu. Þar er vitjað æskustöðva í París og sagt í leiðinni margt ffá André Breton og þeirri þversögn sem í því felst að ætla sér að breiða út súrrealismann, frelsi draumsins, sem fagnaðarerindi úr páfastól. En þar em líka merkileg ferðalög hér á heimaslóðum eins og frá segir í „Vesturfor", ferðalagi þriggja félaga fýrir Breiðafjörð og um Vestfirði með ágætum dæmum úr því mann- lífi sem er langt frá iðju skáldsins kannski, en þó skylt því vegna þess að hvomgt sættir sig við lífsviðhorf og breytni hinnar minnstu fýrirstöðu. Og lýkur Vesturfararrollu Thors á þessum orðum: „Myndi ekki Island fara á rönd og kollsteypast ef mann- lífið þama eyðist? Og hyrfi þessi uppeldisstöð og mannræktar?" Byltingarnar Thor er líka að fjalla allvíða um hröð umskipti í heiminum, um bylt- ingamar og hugsjónimar sem sner- ust í andstæðu sína og komust í mát. Hér stendur Thor betur að vígi en margir aðrir, því hann er ekki að uppgötva þessa þróun í gær, hann hefur fýlgst með henni Iengi og haft hana með í verki sínu og ádrepu. Þess vegna er hann heldur ekki á þeim buxum að sveia hverri hugsjón og hverri djarfri hugsun sem bylt- ingu er tengd og segja sem svo, að illt er það allt og bölvað, skítt veri með það og svei því - eins og sumir þeir gera sem trúgjamastir vom áður á Byltinguna sem úr öllu bætir. Og því getur Thor, áður en bók lýkur, sagt með góðri samvisku: „Maðurinn getur ekki lifað draumlaust. Við þurfum nýja drauma. Nýjar hugsjónir og óbilandi varúð, sívirka endurskoðun. Það koma nýjar hugsjónir. Nýir draumar. Nýr skáldskapur sem svarar nauði tímans. En í þessu bili er brýnast að lifa af, og sæta síðan færi að bjarga mannkyninu einsog endranær...“ ÁB ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. desember 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.