Þjóðviljinn - 17.12.1991, Page 3
IBAG
17. desember
er þriðjudagur
351. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík
kl. 11.18 - sólariag kl.
15.30.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Nýtt Dagblað: Gufuvélar
teknar úr fiskiskipum og
dieselvélar settar í stað-
inn. Nú í dýrtíðinni og
mannfæðinni, er verið að
framkvæma það, sem
þingmenn Sósíalista-
flokksins lögðu til að væri
gert fyrir stríð.
fyrir 25 árum
Mikið pex en hægur
gangur á þingmálum. Ed-
ward Heath á pressuballi.
Tillaga um stöðvun flot-
ans var dregin til baka í
gær. Sjómenn hafa ein-
róma mótmælt kjara-
skerðingu.
Sá spaki
Hann var svo stundvís að
það var hægt að stilla sól-
ina eftir honum.
(Cristopher Fry)
á sameiningu
Fiskiðjunnar og
Vinnslustöðvarinnar
Jón Kjartansson, for-
maður Verkalýðsfé-
lags Vestmannaeyja
Þessi sameining er til þess að
bjarga fyrirtækjum frá því að
fara undir hamarinn og sæ-
greifamir voru knúnir til þessa
vegna þrýstings frá Islands-
banka. Ég hef verið fúllvissað-
ur um að það komi ekki ti!
fækkunar á okkar fólki. En því
miður hafa bæði fyrirtækin
verið að senda fólk heim
vegna hráefnisskorts og ég ef-
ast um að það breytist. Stjóm-
armenn í þeim báðum eiga
skip sem þeir láta aldrei landa
í heimahöfn en flytja allt á er-
lendan markað. Ég veit ekki
hvort þetta breytir nokkm
öðm en því að toppamir
í Islandsbanka sofa rólegir á
eftir.
Verkalýðshreyfmgin barðist
mikið fyrir því að verkafólk
legði sitt sparifé í þennan
banka sem er síðan að lemja á
okkur sýknt og heilagt. Síðan
hann varð að hlutafélagi hefur
hann ekki gegnt skyldu sinni
sem banki fyrir sjávarútveg og
aðeins passað að taka enga
áhættu.
Auðvitað er það hagur verka-
fólks ef fyrirtækin em fjár-
hagslega sterk. En það er ekki
þar með sagt að allt sem er
stórt sé gott.
Þórir Karl Jónasson skrifar
Dagsbrún blæs til sóknar
Samningar flestra laun-
þega hafa verið lausir
síðan í september og ekk-
ert hefur þokast í sam-
komulagsátt. Verkamannafélag-
ið Dagsbrún hefur boðað til
skyndiverkfalla nú í desember,
sem eðlilegt er, því atvinnurek-
endur hafa marglýst því yflr að
samningar um aukinn kaup-
mátt komi ekki til greina. Það á
semsagt að reyna að bjóða
Dagsbrúnarmönnum núll-
samninga eina ferðina enn, á
sama tíma og ríkisvaldið boðar
hækkanir á öllum „þjónustu-
gjöldum“ ríkisstofnana.
Það sér hver heilvita maður
að svona getur þetta ekki gengið
öllu lengur, þessvegna blæs
Dagsbrún til sóknar. Það er ekki
líðandi að verkafólk þessa lands
sé niðurlægt aftur og aftur og
boðið uppá núll-samninga. Dags-
brúnarmenn láta ekki bjóða sér
þetta ástand öllu lengur og núll-
samningar yrðu aldrei samþykktir
í félaginu. Það hlýtur að vera
krafa verkalýðshreyfmgarinnar að
allir einstaklingar hafi sama rétt
til náms og læknisþjónustu, og
annarrar samfélagslegrar aðstoð-
ar, óháð efnahag fólks. Þess
vegna verður það að vera krafa í
komandi samningum að sjúk-
lingaskattur og námsmannaskatt-
ur verði afnumdir. Af hverju er
alltaf reynt að fara í vasa lág-
launafólks? Vegna þess að verka-
lýðshreyfíngin hefur ekki staðið
sig nógu vel að verja kjör lág-
launafólks, og er það mikið til
fólkinu í verkalýðsfélögunum
sjálfu að kenna. Launafólk al-
mennt verður að sinna frum-
skyldu sinni, sem er að taka þátt í
störfum félaga sinna, því ef það
er ekki gert getur maður ekki sak-
ast við neinn annan en sjálfan sig.
Það er ekki hægt að ætlast til þess
að maður fái allt fært til sín á silf-
urfati vegna þess að verkalýðs-
pólitík er unnin af íjöldanum og
er fyrir fjöldann. Verkalýðshreyf-
ingin verður að gera það að kröfu
sinni að ríkisvaldið geri rekstrar-
skilyrði atvinnuveganna raunhæf
til þess að þeir geti borgað mann-
sæmandi laun, keyri niður vextina
sem allt eru að drepa. Núverandi
ríkisstjóm beitir niðurskurðar-
hnífnum mikið þessa dagana og
er sem fyrr fjármagnseigendum
hampað og verðbréfabröskurum.
Einnig hefur hún lýst því yfir að
hún ætli að selja hin ýmsu ríkis-
fyrirtæki, og ekki em það skussa-
fyrirtækin sem þeir ætla að selja
heldur eingöngu þau fyrirtæki
sem skila hagnaði í ríkiskassann
og þá þarf að skera ennþá meira
niður af velferðarkerfinu. Það á
sem sagt að slátra mjólkurkúnni í
þágu einkaframtaks. Og hvaða
einstaklingar hafa efni á að kaupa
hlut í þessum fyritækjum? Er það
hinn almenni launþegi, sem það
mun gera? Aldeilis ekki. Kol-
krabbi fjölskyldnanna fjórtán er
sá eini sem hefur fjármagn til
slíkra Qárfestinga, og á þetta fólk
nóg fyrir svo ekki sé meira sagt.
Það verður að myndast um það
pólitísk samstaða að koma núver-
andi ríkisstjóm frá, því hún er
þjóðhagslega hættuleg almenn-
ingi þessa lands í öllum gmnd-
vallar atriðum. Flestir ráðherrar
hennar em rúnir trausti almenn-
ings, því hún ætlar að reyna að
þvinga þjóðina inn í EB án þess
að spyija hana um það. Þar er
reynt að beita sömu bolabrögðum
og þegar Island gekk í Nato, og
einhvem tímann hefði það flokk-
ast undir landráð.
Auðvitað bera kjósendur nú-
verandi rikisstjómarflokka þama
mikla ábyrgð því einhverjir hljóta
að hafa kosið þá til valda.
Verkamannafélagið Dagsbrún
er gamalt og sterkt félag, og hefur
meðal annars átt stóran þátt i því
að byggja upp velferðarþjóðfélag
á Islandi. Það hefúr kostað mikla
baráttu og mikið strit og Dags-
brún getur aldrei þolað það að
uppbygging veelferðarþjóðfélags-
ins sé brotin á bak aftur með einu
pennastriki i þágu auðmagnsins.
Nú blæs Dagsbrún til sóknar á
ný og ætlar að standa vörð um
hagsmuni alþýðunnar, og hafnar
samningum um ekki neitt. Þess
má geta að Dagsbrún gengur sem
ein heild í komandi átök, og hefúr
gömlum erjum verið ýtt til hliðar
til að tryggja samstöðuna meðal
félagsmanna. En Dagsbrún getur
ekki ein dregið klafann og önnur
verkalýðsfélög verða að sýna
samstöðu og samfylkja með
Dagsbrún. Sam-
fylkja gegn
þeim öflum sem
vilja ekki semja
við verkalýðs-
hreyfinguna. Ég
skora á öll
verkalýðsfélög
að hrinda árás-
um ríkisstjómar-
innar og sækja
fram á við fyrir
bættum lífskjör-
um og réttlátara
þjóðfélagi. Tíma
undanhalds er
Iokið. Það verð-
ur að reyna að
tryggja pólitíska
samstöðu um að
koma núverandi
rikisstjórn frá
sem allra allra fyrst. Dagsbrúnar-
menn og annað launafólk, sigur
fæst með samstöðu.
Höfundur er Dags-
brúnarmaður.
Verkamannafélagið Dagsbrún er
gamalt og sterkt félag, og hefur
meðal annars átt stóran þátt í því
að byggja upp velferðarþjóðfélag
á Islandi. Það hefur kostað mikla
baráttu og mikið strit og Dags-
brún getur aldrei þolað það að
uppbygging velferðarþj óðfélags -
ins sé brotin á bak aftur með
einu pennastriki í þágu auð-
magnsins.
ÞlÁMPUR SKEIFAK
Heimaskítsmát
Nú er eina ferðina enn
komið rutl á strákana
í Brussel. Eftir
margra missera japl
og jaml og fuður átti að vera
kominn á samningur um evr-
ópskt efnahagssvæði. Til að
koma þessum samningi saman
eyddu margir menn mikilli
orku, ómældum tíma og álit-
legum fúlgum fjár. Ekki þarf
að fara mörgum orðum um ár-
angur íslensku samningamann-
anna. Samkvæmt skilningi
sjálfs utanríkisráðherrans
unnu samningamenn slíkt af-
rek við samningaborðið, þar
sem EB-menn sátu hinum meg-
in, að til einskis er að jafna.
Við fengum bókstaflega allt
fyrir nákvæmlega ekki neitt,
að sögn ráðherrans, og er ekki
vitað til þess að fyrr í mann-
kynssögunni hafi verið gerðir
slíkir samningar milli þjóða.
Nú er sem sagt komið í ljós
að utanríkisráðherrann hafði lög
að mæla. Það er ekki nóg með
það að við höfúm fengið allt fyr-
ir ekkert, heldur tókst okkar
mönnum að narra yfir til okkar
part af sjálfstæði Évrópubanda-
lagsins, hvorki meira né minna.
Hér heima hefur stjómarandstað-
an verið að halda hinu gagn-
stæða fram. Samkvæmt kenning-
um hennar tókst Evrópubanda-
laginu að gabba okkur til að láta
af hendi svo og svo mikið af
okkar sjálfstæði, meðal annars
góðan part af dómsvaldinu í
landinu.
Þegar dómarar Evrópubanda-
lagsins fóru að glugga í plöggin
sem undirrituð voru og áttu að
skapa EES þá kom margt skrýtið
í ljós. EFTA-ríkjunum hafði tek-
ist að svæla yfir til sinna dómara
drjúgan part af dómsvaldi EB.
Þetta mislíkaði hinum skykkju-
klæddu mönnum í Brússel stór-
lega sem vonlegt er. Það er ann-
að en gaman að vera allt í einu
kominn með menn úr öðrum
sóknum inn á gafl til sín að
gramsa í pappirunum, þar sem
öll samanlögð dómaraviska Evr-
ópu er samankomin. Samkvæmt
síðustu fréttum hafa dómaramir
sett æðstu mönnum EB stólinn
fyrir dymar og sagt: þið verðið
að gera annað af tvennu, breyta
Rómarsáttmálanum (sjálfri
stjórnarskrá Evrópubandalags-
ins) ellegar að endursemja við
EFTA- löndin um EES-skrímsl-
ið.
Þegar betur er að gáð þá
hlaut að fara svona. Einhvers-
staðar í þessu mikla pappírs- og
reglugerðarferlíki, sem Evrópu-
bandalagið er, hlutu að finnast
menn sem sáu að það gengur
ekki að láta Jón Baldvin, Hannes
Hafstein og félaga fara svona
með verðandi heimsveldi. Að
láta allt og fá ekkert í staðinn er
of mikið fyrir dómara sem hafa
ekkert annað að gera en að skera
úr um það sem er rétt eða rangt.
Er nú svo komið að embættis-
menn og pólitíkusar í Briissel eru
sestir á rökstóla einu sinni enn
um EES-skrímslið sem engum
heilvita manni dettur í hug að
nokkur not séu fyrir lengur.
- Strákar, hvað eigum við að
gera við strákana hjá EFTA eftir
dóminn? segir nú hver við annan
í Briissel og verður fátt um svör.
Einhversstaðar í hópnum leynist
þó slyngur refur sem hefur
stungið upp á því að þeir sem
vilji komast almennilega inn úr
kuldanum, og ganga í EB, verði
að sækja um fyrir vorið. Þar með
verður EES- dellan úr sögunni,
því hver nennir að vesenast með
efnahagssvæði, sem engin leið er
að koma á koppinn, þegar mark-
miðið er hvort sem er að komast
í Evrópubandalagið?
Með þessu gerðu þeir EB-
menn sum EFTA-ríkin heldur
betur heimaskítsmát. Nú verða
þau að sækja um aðild að banda-
laginu á næstu mánuðum og
verður ekki betur séð en samn-
ingum um inngöngu þeirra ljúki
um svipað leyti og evrópska
efnahagssvæðið verður til. Eins
og gefur að skilja er mikið uppi-
stand í þeim EFTA- löndum þar
sem strákana hefur lengi langað
til að komast í klúbbinn hjá
strákunum í Brussel. Æfingin
sem fólst í EES er að renna út í
sandinn og ekki um annað að
gera en sækja um inngöngu í
klúbbinn nú þegar, ef menn ætla
að vera með á annað borð. EES
verður aldrei að veruleika úr því
sem komið er.
Við Islendingar þurfum á
hinn bóginn ekki að hafa miklar
áhyggjur, að minnsta kosti ekki
stjómarandstaðan sem hefúr ver-
ið að dubba sig upp í að vera á
móti. Nú verður sennilega ekki
neitt úr neinu, og þarf ekki einu
sinni að hafa fyrir því að greiða
atkvæði á Alþingi Islendinga. Er
þá loks komið að þvi að átta sig
á raunverulegum árangri samn-
ingastrákanna okkar: Það er
greinilegt að þeir fengu ekki allt
fyrir ekkert, ekki einu sinni sumt
eða dálitið fyrir ekkert. Þegar
öllu er á botninn hvolft fengu
þeir nákvæmlega ekki neitt fyrir
afar mikla vinnu, næturlangar
vökur og hetjudáðir sem hvergi
verða skráðar. Og það sem meira
er: þetta var langbesta niðurstað-
an.
- Þrándur
Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. desember 1991