Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 6
BækurIv
Málsnilld
og ritsnilld
Ut er komin hjá Máli og menn-
ingu bókin íslensk málsnilld sem
Þórarinn Eldjám ritstýrði. Sver
bókin sig í,ætt við fyrri bækur í
sömu röð, Islenska orðsnilld sem
Ingibjörg Haraldsdóttir ritstýrði og
íslenska ritsnilld sem Guðmundur
Anchi Thorsson ritstýrði.
I bókinni eru tilvitnanir úr ís-
lenskum bókmenntum sem skipt er
í 10 efniskafla: Ættir, Konur og
karlar, Lífið, Land og þjóð, Borg
og sveit, Menn og dýr, Ferðir, Veð-
ur, Tunga og bókmenntir, og Mús-
ík. Hefúr víða verið leitað fanga og
Þórarinn dregið margan kynjafisk-
inn úr djúpum þjóðarsálarinnar.
Bókin er 194 blaðsíður.
§ögur eftir
Asgeir
Jakobsson
SKUGGSJÁ í Hafnarfirði hef-
ur gefið út bókina Sögur úr týndu
landi eftir Ásgeir Jakobsson. Ás-
geir er landskunnur fýrir greina-
skrif sín og ævisögur ýmissa ís-
lenskra athafhamanna. Þessi bók
hefur að geyma smásögur eftir Ás-
geir; eins og nafnið bendir til eru
þetta sögur af fólki í landi, sem
einu sinni var, og Ásgeir kallar
landið týnda. Amma hans Jóns
helmings fórst með bænum sínum,
en Jón helmingur lifði nýtt land-
nám - og það gerði flest af fólkinu
í þessum sögum. Það saknaði ein-
hvers sem það vissi ekki hvað var
- en hvað sem það var, kæmi það
aldrei aftur. Þrátt fyrir þann sökn-
íslensk myndasaga
Ásgeirjíikobsson
uð, sem kenna má í þessum sög-
um, eru, þær skemmtileg lesning,
eins og Ásgeirs er von og vísa.
Sögur úr týndu landi er 146
bls.
Komin er út hjá Máli og menn-
ingu myndasagan Georg í Mann-
heimum eftir Jón Ármann Steins-
son og Jón Hámund Marinósson.
Sagan segir frá Georgi mörgæs
sem býr á hinu ósnortna Snælandi.
Þangað fer að berast rusl frá
Mannheimum og er svo komið að
dýrunum er ekki lengur vært íyrir
mengun. Georg ákveður að taka til
sinna ráða, fara til Mannheima og
tala við ráðamenn þar. Þetta verður
til þess að öll dýr sameinast um að
gera uppreisn gegn ofríki manns-
ins og fara í verkfall. Ur verður
strið milli manna og dýra og er
barist með ýmsum aðferðum. Sög-
unni lýkur með sátt og aliir lofa
bót og betrun.
Hér er á ferðinni saga sem vek-
ur athygli á mengunarvandanum,
en stíll höfunda einkennist af
vandvirkni og gamansemi. Bókin
höfðar til bama á skólaldri.
cHcr
YIÐHOIF
Jól og rú
„Þetta er ferlega hall-
ærislegt. Það er kominn
desember og það er alltaf
haust,“ sagði 8 ára sonur
minn við mig hér um dag-
inn. Já, ég gat nú eigin- ...
lega tekið undir það.
Veðrið í Mið-Svíþjóð hefúr undan-
fama mánuði verið dæmigert haust-
veður. Grátt og hitastigið lágt, en
sjaldan undir frostmarki. Rigning í
bland og hráslagalegt að koma út á
morgnana. En suma daga hefúr verið
reglulega fallegt haustveður og hrein
unim að ganga í skóginum. Við höf-
um sem sagt lítið sem ekkert séð af
vetri. Við treystum því hins vegar að
brátt fari að snjóa hér um slóðir og
að sá sem veðurfarinu ræður fylgi
því eftir með löngum ffoststillum.
Þannig þekkja margir skandinavíska
Kaupmenn hafa nefnilega sjálfir
kostað jólaskreytingar og nú á
þessum erfiðu tímum höfðu þeir ekki
ráð á slíkum munaði.
veturinn og vilja hafa hann þannig.
Ég geng að minnsta kosti út frá því
að svo verði veðurfarið eftir áramót.
Ég er nefnilega búinn að panta viku í
skíðalöndum hér uppi í Dölunum.
Það verður ekki aftur snúið með það.
Jólaösin, með öllu sem henni tilheyr-
ir, er auðvitað í hámarki. Ég er samt
ekki frá því að hamagangurinn fyrir
jólin, í verslunum og vöruhúsum, sé
ekki eins mikill og í minni kæru
Reykjavík. í Örebro eru samt álíka
margir íbúar og í Reykjavík og ná-
grenni eða um 120 þúsund og borgin
er höfúðborg eins héraðs. Fyrr í
haust varð uppi fótur og fit þegar
samtök kaupmanna í miðborg Öre-
bro létu það boð út ganga að um
þessi jól yrðu engar jólaskreytingar
við og yfir helstu verslunargötum
borgarinnar. Kaupmenn hafa nefni-
lega sjálfir kostað jólaskreytingar og
nú á þessum erfiðu tímum höfðu þeir
ekki ráð á slíkum munaði. Viðbrögð-
in létu ekki á sér standa. Kaupmenn
sjálfir og almenningur með stuðningi
helsta dagblaðs borgarinnar hófú al-
menna fjársöfnun. Áður en langur
tími leið hafði safnast svo mikið fé
að dugði vel fyrir uppsetningu
skreytinganna og því sem til þurfti
og gott betur. Þeir peningar sem eru
umfram verða notaðar til hátíðahalda
í miðborginni þegar líða tekur á vor-
ið.
Já, miklu má fá áorkað ef menn
taka höndum saman. En hvað? Á
sama tíma fór fram fjársöfhun hér
sem annars staðar í landinu vegna
bágstaddra í Júgóslavíu. Árangurinn
varð lítill svo vægt sé til orða tekið.
Aldrei fyrr heíúr fjársöfnun af slíku
tagi fengið jafn dræmar undirtektir.
Svíar eru samt þekktir fyrir að
bregðast vel og myndarlega við þeg-
ar fólk sem býr við hörmungar og
neyð hrópar á hjálp. Skýringin er ef
til vill sú að margir eiga erfitt með að
átta sig á því sem er að gerast í Júgó-
slavíu og raunverulegum orsökum
átakanna. Afleiðingamar, eins og
þær birtust á sjónvarpsskjánum, voru
aftur á móti skýrar, en dugðu samt
ekki til að fólk tæki upp peninga-
veskið og legði nokkrar krónur í
söfnunarbauka.
Svíarnir standa kyrrir í rúllustigum sem
flytja þá upp og niður en íslendingarnir
hlaupa! Athugið þetta næst þegar þið
bregðið ykkur í Kringluna. Gleðileg jól.
Háttemi og hegðun fólks af ólíku
þjóðemi er með ýmsum hætti. Eða er
ekki svo? Em til að mynda Svíar
ólíkir íslendingum? Víst má finna
eitt og annað í ffamkomu og hátta-
lagi sem er öðruvísi. Varlega skal þó
farið í að dæma heila þjóð eftir
kynnum af fáum einstaklingum, eins
og okkur hættir til að gera. Eftir að
hafa dvalið í fáeina daga í nýju landi
teljum við okkur hafa fúllkomna
mynd af þeirri þjóð sem byggir land-
ið. „Ég skal nú bara segja þér það.
Danir em alltaf hálf rakir, með bjór-
glas í annarri hendinni og vindil í
hinni,“ segir Islendingurinn eftir að
hafa verið í Kaupmannahöfn í fýrsta
sinn og eigrað á milli kránna. „Eða
Norðmenn, þetta em óttalegir sveita-
menn,“ heldur hann áffam. í ljós
kemur að viðkomandi hefúr aldrei
Tryggvi
Þór
Aðalsteinsson
skrifar
komi til Noregs. „Svíar, ekki nokkur
leið að kynnast þeim,“ segir sá hinn
sami Islendingur sem ef til vill bjó í
tvo mánuði í Svíþjóð og bauð aldrei
nokkmm Svía í kafíi eða bauð góðan
dag að fýrra bragði.
11 - En glöggt er gests
augað. Ekki skal neita
því. Fyrir nokkm dvaldi
hér í Órebro í fýrsta sinn
ágætur landi, frá Vest-
mannaeyjum, nánar tiltek-
ið. Hann fór, eins og lög
gera ráð fýrir, með konu
sinni í verslanir, m.a. í stóra verslun-
armiðstöð sem líkja má við Kringl-
una. En þar hafði hann líka komið
nokkmm sinnum. Á meðan konan
gekk úr einni versluninni í aðra sat
okkar maður í kaffiteríunni, tottaði
sina pípu, og fýlgdist með fólkinu
sem streymdi hjá og upp og niður
rúllutröppumar. Fljótlega tók hann
eftir því að þetta minnti mjög á
Kringluna. En eitthvað var samt
öðmvísi. Skyndi'ega rann upp ljós
og hann áttaði sig á hvað greinir Svía
frá íslendingum. Svíamir standa
kyrrir í rúllustigum sem flytja þá upp
og niður en Islendingamir hlaupa!
Athugið þetta næst þegar þið bregðið
ykkur í Kringluna. Gleðileg jól.
Breytingar og viðbætur, svo sem ný aukanöfn þurfa að hafa
borist eigi síðar en 31. desember n.k.
Breytingar á heimilisfangi þarf ekki að tilkynna sérstaklega.
SÉRSTÖK ATHYGLI ER VAKIN Á ÞVÍ AÐ ÞEIR SÍMNOTENDUR SEM
HAFA FARSÍMA, FAX, TELEX EÐA BOÐTÆKI, EIGA KOST Á
AUKASKRÁNINGUM í NAFNA- OG ATVINNUSKRÁ
SÍMASKRÁRINNAR, GEGN GREIDSLU GJALDS KR. 243.- M/VSK
FYRIR HVERJA LÍNU.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 91-63 66 20
kl. 8-16 virka daga.
POSTUR OG SIMI
SlMASKRÁ, 150 REYKJAVÍK
Um drýldinn
sleggjudóm
Það er fallegur siður hjá
Þjóðviljanum að geta um
nýútkomnar bækur og
birta jafnvel gagnrýni um
sumar þeirra. Bækur þurfa á
umtali að halda og Þjóðviljinn á
marga bókhneigða lesendur sem
hafa gaman af að sjá hvaða mat
Þjóðviljapennar leggja á þær
bækur sem þeir komast yfir að
lesa í miðjum jólaönnum. En
stundum kárnar gamanið.
Það var til dæmis ekki
skemmtilegt að sjá _þá umfjöllun
sem bók Ömólfs Ámasonar „Á
slóð kolkrabbans“ fékk hér í blað-
inu laugardaginn 14. desember síð-
astliðinn. 1 þessari umfjöllun var
höfundinum ekki sýnd sú sjálf-
sagða kurteisi að nefna titil bókar-
innar, ekki var heldur getið um for-
lag né neinar upplýsingar gefnar
um bókina, svo mikið lá greinar-
höfundi á að koma á framfæri and-
úð sinni á verkinu. „...Ömólfur
hefur fátt nýtt fram að færa í bók
sinni, nema ef vera kynni örfáar
slúðursögur um fina fólkið í
Reykjavík.“
Það er ritstjómarfulltrúi Þjóð-
viljans, Sigurður A. Friðþjófsson,
sem er höfundur þessa „ritdóms“ -
undir dóminn skrifar hann Sáf.
Og á þennan einfeldnislega,
jafnveí mddalega hátt heldur Sáf.
áfram og endar á þessari niður-
stöðu: „Því miður kemur alltof oft
upp í hug lesanda þessarar bókar,
því efniviðurinn er svo sannarlega
þess virði að hann sé kannaður of-
an í kjölinn og dregin upp heil-
steypt mynd af því hvar völdin í ís-
lensku efnahagslífi eru. (Sic!) Til
þess hefði höfundur þurft að liggja
mun lengur yfir efninu, voka yfir
því og kafa í undirdjúpin og beita
til þess tækni rannsóknarblaða-
mennsku sem hann gerir ekki. Allt
of mikið er um hálfkveðnar vísur
og tipl á yfirborðinu. Það nægir
ekki að spýta bleki yfir síðumar að
hætti kolkrabbans, það gerir hann
bara að dularfyllra fyrirbæri en
hann er og mjög í takt við vinnu-
brögð hans sjálfs."
Eg ætla í sjálfu sér ekki að fara
að rökræða við gamlan kollega
minn, Sáf., um innihald þessarar
hortugu greinar því að ekki tjóir að
Þráinn
Bertelsson
skrifar
deila um romsu órökstuddra fúll-
yrðinga.
Hinsvegar langar mig til mót-
vægis við þessi leiðu skrif að geta
þess að ég hef lesið bók þá sem hér
um ræðir „Á slóð kolkrabbaris“ og
mér finnst bókin fróðleg, skemmti-
lega stíluð og afarþarft innlegg i
umræðu þá sem stundum er tæpt á
hér á landi undir fyrisögninni
„Hver á Island?“
Við lestur þessarar bókar varð
ég margs vísari um hverjir það eru
sem ötulast safna eignum og völd-
um hér á landi, og ég á erfitt með
að skilja afhveiju blaðamaður sem
slær um sig með þekkingu á
„tækni rannsóknarblaðamennsku“
tekur þessari nýstárlegu og fróð-
legu bók með fjandskap og ókurt-
eisi í stað þess að voka yfir henni
og reyna að koma auga á slóð kol-
krabbans í undirdjúpunum.
Og sem tryggur lesandi Þjóð-
viljans gegnum tíðina fer ég fram á
að blaðið haldi fram í rauðan dauð-
ann fast í þá hefð að reyna að birta
sæmilega vandaðar umsagnir en
ekki diýldna sleggjudóma.
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. desember 1991
Síða 6