Þjóðviljinn - 20.12.1991, Blaðsíða 4
Mennt er
máttur
Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra
námsmanna (LÍN). Frumvarpið gerir ráð fyrir umtalsverðum
breytingum á hinu opinbera námslánakerfi.
Meginbreytingarnar frá gildandi lögum eru þessar:
- gert er ráð fýrir að námslán verði ekki einungis verð-
tryggð eins og nú er, heldur beri þau 3% vexti frá náms-
lokum,
- endurgreiðslur eiga að hefjast einu ári eftir námslok í
stað þriggja ára,
- lánstími verði fjórfaldur námstími með ákveðnu hámarki í
stað 40 ára nú,
- félagslegt tillit er að mestu fellt niður,
- hætt verður að lána námsmönnum undir tvítugu til sér-
náms, þ.m.t. iðnnáms.
Auk þessa eru margar minni háttar breytingar sem þó
eru allar til þess fallnar að veikja stöðu námsmanna.
Ástæða er til að fjalla um frumvarp þetta með tvennum
hætti. Annars vegar þær efnislegu breytingar sem mennta-
málaráðherra gerir tillögur um á LÍN og hins vegar máls-
meðferð ráðherrans.
( sumar skipaði ráðherrann nefnd þriggja Sjálfstæðis-
manna og tveggja Alþýðuflokksmanna til að endurskoða
lög um námslán og námsstyrki. Sú nefnd skilaði niðurstöð-
um sínum í október. Var ráðherra eðlilega harðlega gagn-
rýndur fyrir að hafa ekki samráð við stjórnarandstöðuna og
námsmannahreyfingarnar við svo ítarlega endurskoðun á
mikilvægum málaflokki, líkt og gert var þegar núgildandi
lög voru samin veturinn 1981-82. Ákvað ráðherrann að
stækka nefndina og bauð samstarfsnefnd námsmanna-
hreyfinganna að tilnefna einn fulltrúa en jafnframt skipaði
hann einn fulltrúa frá Vöku, liðsmönnum sínum í Háskóla
íslands. Nefndin fékk örfáa daga til að semja frumvarp, og
reyndar fór það svo að ekkert tillit var tekið til tillagna
námsmanna og liðu aðeins tíu dagar frá því nefndin var
stækkuð þar til fullbúnu frumvarpi var skilað.
Þessi vinnubrögð menntamálaráðherra eru vægast sagt
ámælisverð og hann getur ekki ætlast til að það verði nein
sátt um framtíðarskipan í málefnum Lánasjóðsins. Náms-
menn höfðu sýnt það raunsæi að gera tillögur um niður-
skurð á framlögum til LÍN og framkoma menntamálaráð-
herra í þeirra garð er hneisa.
Þær efnislegu breytingar sem menntamálaráðherra
leggur til að verði gerðar á opinberri námsaðstoð eru
tvenns konar. Annars vegar er um að ræða menntapólit-
ískar breytingar en hins vegar breytingar sem einungis er
ætlað að fylla upp í fjárlagagatið. Hingað til hefur verið litið
svo á að námslán ættu ekki að bera vexti vegna þess að
menntunin sem slík væri fjárfesting samfélagsins og því
eðlilegt að samfélagið tæki á sig vaxtakostnaðinn. Við
ákvörðun um upphæð námslána er í núgildandi lögum gert
ráð fyrir að tekið sé tillit til framfærslubyrði viðkomandi
námsmanns, þ.m.t. fjölskyldustærðar, námskostnaðar, en
einnig tekna hans. Þetta félagslega tillit á að láta fyrir róða
með því að gera það að heimildarákvæði í stað skyldu og
er þá ekki lengur um það að ræða að Lánasjóðurinn sé fé-
lagslegur jöfnunarsjóður. Tillagan um að endurgreiðslur
hefjist strax ári eftir námslok í stað þriggja kemur sér afar
illa fyrir fólk sem er nýkomið út á vinnumarkaðinn og er að
koma sér upp þaki yfir höfuðið. Niðurfelling á lánum til sér-
náms sýnir best hug núverandi stjórnarherra til slíks nám,
m.a. iðnnáms og verknáms hvers konar, og er síst til þess
fallin að hvetja ungt fólk til að hasla sér völl á þeim starfs-
vettvangi. Allar þessar meginbreytingar á LÍN eru í and-
stöðu við þann tilgang sjóðsins að tryggja öllum jafnan rétt
til náms. Fjórða meginbreytingin, þ.e. tenging endur-
greiðslutíma við námstíma og upphæð láns, er hins vegar
ekki óeðlileg, en útfærslan eins og hún er skýrð í greinar-
gerð ber þess merki að eiga fyrst og fremst að skila ríkis-
sjóði einhverjum miljónum.
Frumvarp menntamálaráðherra er í öllum meginatriðum
fjandsamlegt menntun. Ráðherrann hefur augljóslega enga
tilfinningu fyrir því að mennt er máttur og ekki verður betur
séð en honum þyki mikilvægara að standa vörð um
skammtímahagsmuni ríkissjóðs en langtímahagsmuni í
þágu menntunar íslensku þjóðarinnar. Þess vegna er brýnt
að frumvarp hans um LÍN nái ekki fram að ganga. Jafn
nauðsynlegt og það er að taka lögin um LÍN til sanngjarnr-
ar endurskoðunar með fullri og marktækri þátttöku allra
stjórnmálaflokka og námsmannahreyfinganna. ÁÞS
Uelgar i
Þjóðviijinn^^
Útgefandi:
Útgáfufélagiö Bjarki h.f
Framkvæmdastjóri:
Hallur Páll Jónsson
Ritstjórar: Árni Berg-
mann, Helgi Guðmunds-
son.
Ritstjórnarfulltrúar: Árni
Þór Sigurðsson,
Sigurður Á. Friðþjófsson
Umsjónarmaður
Helgarblaðs:
Bergdis Ellertsdóttir
Auglýsingastjóri:
Steinar Harðarson
Afgreiðsla: rr 68 13 33
Auglýsingadeild: « 68
13 10-68 1331
Simfax: 68 19 35
Verð: 170 krónur í lausa-
sölu
Setning og umbrot:
Prentsmiðja Þjóðviljans
hf.
Prentun: Oddi hf.
Aðsetur: Siðumúla 37,
108 Reykjavik
Bókmenntir
Hinar mörgu raddir
Dostojevskíjs
Fjodor Dostojevskíj
Karamazovbræður
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi
Mál og menning 1991.
Þá er sagan öll - út kominn
seinni hlutinn af einhverri frægustu
skáldsögu allra tíma, Karamazov-
bræðrum. Og út i hött náttúrlega
að rekja tíðindi hennar: það er i
þessum hluta sögunnar að foður-
morð er ffamið og Mítja fer á
lengsta og hrikalegasta svall
heimsbókmenntanna og endur-
heimtir sína Grúshenku - til þess
eins að vera færður í fangelsi að
morgni. Og það fara fram mikil og
merkileg rétarhöld sem velta við
hveijum steini i öllum þeim spum-
ingahaug sem tengjast boðorðinu:
þú skalt ekki mann deyða.
Milan Kundera er stundum að
mæla með skáldsögum sem rúmi
allt, skáldsögur Dostojevskíjs eru
af þeim toga. Einn af feðrum Do-
stojevskífræða, Leonid Grossman,
komst svo að orði á sínum tíma, að
þessi mikli Rússi geri sér það að
meginreglu að binda saman það
sem aðrir telja ekki eiga saman.
Tengja til dæmis heimspekilegar
játningar við sakamálaþætti, reka
trúarlegt drama inn í ástarróman-
inn, segja heilagra manna sögur
við hlið spennusögu.
Þetta rætist allt saman í Kar-
amazovbræðrum. Og Dostojevskíj
gerði meira en að tengja saman
margar tegundir texta. Það hefur
verið haft að orði, að þeir sem lesa
Dostojevskíj og um hann fjalla
hafi oftar en ekki numið staðar við
það, að rífast við helstu persónur
hans - til dæmis (van Karamazov
eða þá Raskolnikov. Frekar en þeir
telji sig vera að glíma við höfund-
inn og hans lævísa sefjunarverk.
Þetta skýrði Bakhtín og fleiri góðir
menn með þvi, að Dostojevskíj
hefði búið til hina margrödduðu
skáldsögu, þar sem hver og einn
(amk af helstu sögupersónum)
fengi að tala fullum hálsi, án þess
að höfundurinn væri mjög að hefta
málfrelsi þeirra með sinni íhlutun.
Árni
Bergmann
skrifar
um bækur
Um þetta mætti margt segja - en
víst er að það er ekki síst í Kar-
amazovbræðrum sem við njótum
góðs af „margröddun" Dostojev-
skís. Til dæmis í viðureign guð-
leysingjans Ivans við Aljosha
bróður hans sanntrúaðan: svo
sannarlega talar hver með sinni
raust og þá ekki síður sá guðlausi,
Qandmaður þess sem skáldinu er
heilagast. í Karamazovbræðrum
kemur margröddunin líka fram í
því, að við heyi um margar raddir í
einni persónu. Sá fyrirlitlegi
Smerdjakov til dæmis, hann nær
tökum á þeirri rödd ívans sem ívan
sjálfur vill helst ekki við kannast,
röddinni sem hvíslar: það er rétt og
skynsamlegt að losa sig við karl-
helvítið hann föður þinn! Til hvers
lifir slíkur maður! Áður en lýkur er
svo komið að sá partur ívans sem
hann vill síst við kannast tekur sig
til og „verður hold“ - verður að
panda þeim sem sest andpænis
Ivani og hrellir hann með tvíræðu
tali.
Allt fylgir þetta okkur um vegi
þessarar merku bókar. Og líka sú
hugsun, að hvað sem allri marg-
röddun líður, þá er höfundurinn
alltaf nálægur, sá höfundur sem
vill endilega koma því inn í haus-
inn á okkur, að hver sá sem gleym-
ir guði í dag er meira en líklegur
morðingi á morgun. Höfundur sem
gleymir því svo sjálfur hve létt
menn hafa jafnan farið með það að
telja sig sanntrúaða á guðs vilja og
fara um leið fram með yfirgangi og
drápum. En það er svo önnur saga.
Ingibjörg Haraldasdóttir hefur
nú þýtt þijú helstu verk Dostojev-
skíjs á íslensku og er leitt til þess
að vita að aldrei skuli gefast tóm til
að skoða það þarfa starf sem vert
væri. Að því er heildarsvip varðar,
þá er hann góður og nálægt karlin-
um, um leið og skorið er aðeins ut-
an af bruðli hans eins og vert er.
Vitanlega koma fyrir slys: á einum
stað rekst ég allt í einu á það, að
Grúshenka er að minnast þess að
elskhugi hennar pólskur var eitt
sinn sem fálki fagur en er nú orð-
inn „dreki“. Nei, hann er ekki
dreki, heldur barasta steggur.
Yngsta skdldiö
Þorvaldur Kristjánsson
Við enda sléttunnar
Listhús hf 1991
Þegar fjórtán ára gamall piltur
gefur út Ijóðabók þá vekst fyrst
upp forvitni sem maður veit ekki
einu sinni hvort er góðkynjuð.
Maður vill skoða „fyrirbærið". Og
hugsar sem svo: Er þetta ekki bölv-
uð vitleysa? Hvað liggur á að kom-
ast á prent?
Sem betur fer eru ljóðin í þess-
ari bók þannig að allri gerð, að les-
andinn gleymir gjania fáheyrðum
aldri skáldsins. Með öðrum orðum:
Þorvaldur Kristjánsson er ekki
bamslegur. Efiir því sem lengra
sækir inn efiir röð Ijóðanna sjáum
við að hann á ýmissa kosta völ: frá
bcinum og tiltölulega „rökvísum"
náttúrulýsingum („Við cnda slétt-
unnar“), til tilrauna með sígildar
andstæður lífs og dauða og hlið-
stæðu mannlífs við aðra hringrás
(,,Skím“) og siðan til óreiðu sem
kannski er skyld súrrealisma með
hrollvckjutilraunum (,,Bæn“).
Það er hvorki auðvelt né skyn-
samlegt reyndar að reyna að greina
frá því hvað er á seyði í ljóðunum,
það er í þeim óvissa og leit, birta
og þó meira um það myrkur sem
hcimtar að lokakvæðið heiti hvorki
meira né minna en „Feigðarlykt".
En hitt skiptir mcim að þetta em
furðu þroskaðir textar. Sjaldan sjá-
um við eitthvað sem er of sjálfsagt
(„aðcins hjartað skilur/ tungumál
sálarinnar" er dæmi sem reyndara
skáld mundi líkast til forðast.) Og
Þorvaldur gætir sín líka betur en
margir þeir sem eldri em á því að
það cr ekki nóg að „láta sér detta
eitthvað í hug“ og vaða áfram með
það. Hér er annað og meira á ferð:
Froða hafsins, blik stjamanna
kjarni plómunnar,
drambsemi rósarinnar
þetta er það sem fær klukkumar til
að hljóma. Um naulabanann i
„Dulin Ást“ segir að
Hrós Jjöldans
strýkur létt yfir hár hans
Ljóðin em lotulöng og partar
þeira höfða misjafnlega sterkt eða
skýrt til lesandans. En hann er
meira en sáttur við ævintýrið og
vill gjama taka undir með stefnu-
skrá eins og þessari hér:
Lífið er heiti þessa Ijóðs
Þið biðjið um frumlegan titil
en livað er frumlegra en
Jjölbreytni blómsins,
Ijúfleiki hörpunnar,
hrœðsla hins dauðadœmda,
Þorvaldur Kristjánsson
ragmennska sverðsins,
sem hylur andlit sitt
í sveittum lófa böðulsins,
einfaldleiki ástarinnar
sem krefst aðeins orðanna
„égelska þig“.—
í helqreipum
harðTínumanna
Fróði hf. hefur sent frá sér
bókina I helgreipum harðlínu-
manna efiir Gunnar Stefán Wat-
hne Möller. Bókin fjallar um
hina efiirminnilegu ágústdaga sl.
sumar er harðlínumenn reyndu
að lirifsa ti sín völdin í Sovétríkj-
unuin og komu umbótasinnum
þar af valdastóli.
Höfundur bókarinnar, Gunn-
ar Stcfán Wathne Möller, stundar
nú nám í stjómmála- og Sovét-
fræðum við Harvard-háskólann í
Boston í Bandaríkjunum. Hann
hefur dvalist langdvölum í Sov-
étríkjunum undanfarin ár.
Bókin skiptist í fjóra megin-
kafla. í fyrsta kaflanum er fjallað
um valdaránsmennina, bakgrunn
þeirra og undirbúning valdaráns-
ins. í öðrum kafla er fjallað um
hina sögufrægu þijá daga sem
byltingartilraunin stóð yfir. Þriðji
kaflinn fjallar um viðhorf til
valdaránsins og í fjórða kaflan-
um er sagt frá því hvemig bylt-
ingaröflin voru kveðin í kútinn
og fyrri valdhafar tóku við völd-
um.
Bókin er 178 bls.
NÝTT HELGARBLAÐ
4 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991