Þjóðviljinn - 20.12.1991, Blaðsíða 8
Veljir þú íslenskt jólatré
gróðursetjum við þrjátíu ný í staðinn!
Gefðu íslandi skóg í jólagjöf
Með því að kaupa íslenskt jólatré leggur þú íslenskri skógrækt lið.
Fyrir hvert selt jólatré fær Skógræktin fé til að gróðursetja
þrjátíu ný í staðinn. íslensk jólatré eru í langflestum tilvikum ódýrari en
þau erlendu, en framleiðsla og sala íslensku jólatrjánna er þó mikilvæg
íjáröílunarleið fyrir skógrækt í landinu. íslensk jólatré fást á helstu
sölustöðum. Við þökkum stuðninginn við íslenska skógrækt og bjóðum ykkur
velkomin í skóglendi okkar til að njóta þar útivistar í fögru umhverfi.
Í66Í
SKÓGRÆKT
RÍKISINS
Sororicide
8 NÝTT HHLGARBLAÐ
Ferlíki vaknar
Sororicide-The Entity, Platonic
1991
Sororicide er sú unglingabíl-
skúrssveit sem mest og best hefiir
dafnað á síðustu árum. Piltamir
byrjuðu að æfa árið 1990, sigruðu í
síðustu músíktilraunum Tónabæjar
með glæsibrag (undir nafninu Infu-
soria) og nú er fyrsta breiðskífan
loksins komin. Sororicide spila
dauðarokk. Dauðarokk er ekki fyr-
ir alla; það byggir á örum takt-
skiptingum, miklum þunga og
keyrslu inn á milli. Það er því
skiljanlegt að þeir sem eru aldir
upp við hlýjan tón harmónikkunn-
ar haldi sig komna í víti ef dauða-
rokk berst þeim til eyma. En
dauðarokkarar landsins leynast í
skúmaskotum og rífa eflaust út
plötu Sororicide enda er hér komin
þung, kraflmikil og ffábær frum-
smíð.
Eg veit að það er halló að vera
með eitthvert málvemdunarvæl en
platan hefði nú samt verið
skemmtilegri ef sungið hefði verið
á íslensku. Um leið hefðu Sororici-
de fengið annan blæ, sékenni smá-
þjóðarinnar, og eflaust gengið enn
betur í erlenda dauðarokkmarkaði.
Ensku textamir em líka hálfgert
klúður, stafsetning og málfræði er
oft út í hött, en hægt hefði verið að
redda þvi versta með því að prenta
textana ekki með því „textafram-
burður“ Boga er, e-hemm, heldur
óskýr í öllum rymjandanum. I
dauðarokki er nauðsynlegt atriði að
söngvarinn sé rámur, hás og djúp-
ur, og Bogi er sannarlega rámur;
miðað við hann hljómar Siguijón í
HAM eins og kjúklingur. Sororici-
de-piltar em ungir, meðalaldur
meðlima er um 17 ár, svo það er
óhætt að segja að þeir eigi ffamtíð-
ina fyrir sér. Þeir hafa æft stíft og
komið mikið ffam, og spilast sam-
an í frábærlega þétta einingu. Þess
vegna væri móðgandi að segja að
þeir væm bara efnilegir; spila-
mennskan á The Entity er tipptopp,
ákafmn og áhuginn skín í gegn og
miðað við þann sáralitla tíma sem
fór í upptökur er hljómurinn pott-
þéttur. Meðlimimir em með allt á
hreinu; Karl trommari er fjölbreytt-
ur og þéttur í hamagangi sínum,
Gísli bassaleikari hefur þetta í
hendi sér og rymur vel með Boga í
nokkmm lögum og gítarleikaramir
Fróði og Guðjón vinna vel og
markvisst saman og skapa góða
heild sem kemur sífellt á óvart.
The Entity er besta rokkplata
ársins, reyndar eina rokkplatan
sem eitthvað mark er takandi á.
Aðrar jólaplötur virðast sem laf-
hræddar mýs við hliðina á þessu
ferlíki. Við þá sem ætla að leiða
plötu Sororicide ffam hjá sér vegna
einhverra fyrirfram myndaðra for-
dóma hef ég bara eitt að segja: Þið
eigið ekki skilið að hafa eyru.
Gunnar L. Hjálmarsson
Bjartur og
frú Emilía
verðlauna
Þórunni
Tímaritið Bjartur og frú
Emilía - tímarit um bókmenntir
og leiklist - efndi í haust til ör-
verkasamkeppni meðal áskrif-
enda sinna. Alls bámst 268 ör-
verk, ýmist leikrit eða sögur,
frá tæplega 70 höfundum.
Dómnefnd hefur komist að
niðurstöðu og vom úrslit
keppninnar tilkynnt á samkomu
á Hótel Borg sl. miðvikudags-
kvöld. Fyrstu verðlaun, 50.000
kr. í ávísun, hlaut Þómnn
Valdimarsdóttir fyrir örsögu.
Ragna Sigurðardóttir hlaut önn-
ur verðlaun og Ásta Olafsdóttir
þau þriðju. Aðrir vinningshafar
vom Haraldur Jónsson, Nökkvi
Elíasson, Pjetur St. Arason,
Harpa Amardþttir, Ingunn
Jónsdóttir og Ólína Jóhanns-
dóttir. Verk þessara höfunda
verða birt í janúarhefti tímarits-
ins ásamt öðmm útvöldum
verkum.
Verðlaunaverk Þórunnar
hljóðar svo:
Saga
Gamall maöur er að slá meö
Ijá í gamla kirkjugaröinum. Grasið
fer I litlar heysátur, eina á hveiju
leiöi. Sá gamli slær síðasta blett-
inn og fer heim að hvíla sig.
Sólin tekur að skina glatt og
himinninn er ákaflega blár. Skýin
eru loðnir boltar, nákvæmlega
hringlaga, sem höfðingjarnir fjórir I
höfuðáttunum kasta ofurhægt á
milli sín.
Koma þá svört lömb gangandi
inn garöinn, meö litla vængi sem
þau geta ekki flogið á. Þau eru
jafnmörg og heysáturnar. Þau
ganga létt, misstíga sig stundum,
en þeim er stýrt svo vel að þau
hitta hvert beint á sitt leiöi. Þau
borða heysáturnar og verða södd.
Grasið I garöinum er hætt að
vaxa.
v U uUVU ' l
4 - VI y'jotvii'ca'u . •- /n/.y/i X'j
'Ul
l L t i