Þjóðviljinn - 21.12.1991, Qupperneq 9
ingi og iðrunarlausum syndara var
honum neitað um kirkjulega
greftrun. Hræið var huslað á ysta
odda klettsins sem vísar til vesturs
á jarðskika hins Háæruverðuga
Postulega Húss þann 28. þessa
mánaðarkl. 18.15.“
Þar með var kristilegu réttlæti
fúllnægt.
Cagliostro
og Sarastro
En hver var hann, þessi for-
herti syndari sem hlaut svo ill ör-
lög?
I meira en tvær aldir hefur Gi-
useppe Balsamo, öðru nafni Alex-
ander greifi af Cagliostro, verið
mönnum slik ráðgáta, að um hann
hafa verið skrifaðar ótal bækur og
ritsmíðar af sagnfræðilegum, trú-
arlegum, dulspekilegum og heim-
spelalegum toga, auk þess sem hið
ævintýralega líf hans hefur orðið
skáldum yrkisefni í skáldsögur,
kvikmyndir, teiknimyndasögur og
jafnvel óperur. Meðal annars er
talið næsta vist að Cagliostro
greifi hafi verið fyrirmyndin að
persónunni Sarastro í óperu Moz-
Ólafur
Gíslason
skrifar
arts, Töfraflautunni, sem íslenska
óperan flytur okkur um þessar
mundir við góðan orðstír.
Sú mynd, sem Mozart og
textahöfúndurinn Emanuel Schik-
aneder gefa okkur af hinum
dyggðum prýdda Sarastro í Töfra-
flautunni er að vísu talsvert frá-
brugðin þeim vitnisburði, sem
hann fékk frá Hinum Heilaga
Rannsóknarrétti, en það gerir ekki
annað en að sanna fyrir okkur hví-
lík ráðgáta persóna Cagliostros
greifa er, því hann var af mörgum
aðdáendum sínum talinn nánast í
guða tölu, ekki síst innan frímúr-
arareglunnar í Evrópu, þar sem
hann hafði helgað líf sitt út-
breiðslu „hins egypska helgisið-
ar“. En bæði Mozart og Schikane-
der voru félagar í frímúrararegl-
unni og sömdu óperu sína árið
1791, sama árið og Cagliostro var
dæmdur af Rannsóknarréttinum í
Róm. Sá dómur vakti athygli um
alla Evrópu á sinum tíma og mark-
aði upphafið að herför páfastóls
gegn frimúrarareglunni, sem Píus
páfi VI. taldi rót hinnar ógnvæn-
legu byltingar sem þá geisaði i
Frakklandi og boðaði upplýsingu,
frelsi, jafnrétti og bræðralag og
endalok kirkjuvalds og landaðals.
Þeirri herför er reyndar ekki lokið
enn, þvi núverandi páfi hefur lýst
vanþóknun sinni á leynireglu frí-
múrara og talið hana samrýmast
illa hinni heilögu kennisetningu.
Töfraflautan
í ljósi sögunnar
Óperan Töfraflautan er á yfir-
borðinu saklaust ævintýri um bar-
áttu góðs og ills, þar sem hetjan
Tamino er sendur af Næturdrottn-
ingunni til þess að frelsa dóttir
hennar, Paminu, úr klóm hins illa
Sarastro. Tamino kemst hins vegar
að því, að Sarastro er ekki það ill-
menni sem Næturdrottningin taldi,
heldur sannur mannvinur, boðberi
mannkærleika, visku og umburð-
arlyndis í anda kennisetninga frí-
múrarareglunnar. Tamino snýst
þvi til réttrar trúar, og eflir að hafa
gengið í gegnum þrautir, sem eru
hluti af táknrænum helgisiðum frí-
múrara, fær hann að eiga Paminu.
Og félagi hans, Papageno, fær að
njóta umburðarlyndis og mann-
gæsku hins æruverðuga meistara,
Sarostros, þrátt fyrir jarðbundinn
breiskleika sinn, og eignast sína
Papagenu. En Næturdrottningar-
innar bíður tortímingin ein. Hún
reyndist uppspretta hins illa eftir
allt saman.
Ef Iitið er á þessa sögu og þau
augljósu tengsl sem hún hefur við
helgisiði frímúrara og hún jafn-
framt skoðuð í ljósi þeirra deilna
sem stóðu um frímúrararegluna og
meinta aðild hennar að frönsku
byltingunni i lok 18. aldar, þá sjá-
um við að hér er ekki bara um ein-
falt ævintýri að ræða, heldur jafn-
vel djarft innlegg í pólitíska um-
ræðu samtímans. Allavega hafa
menn túlkað söguna svo, að Næt-
urdrottningin í Töfraflautunni sé
engin önnur en María Teresía
keisaraynja, sem hataðist við fri-
múrara og frjálslyndiskenningar
þeirra, Tamino sé persónugerving-
ur Jóseps annars keisara, sem
snérist á sveif með frímúrurum,
Pamína sé eins konar persónu-
gervingur austurrísku þjóðarinnar,
Papageno og Papagena óupplýst
alþýðan, márinn Monostatos
(fangavörður Pamínu) tákngerv-
ingur kaþólsku kirkjunnar og
Sarastro persónugervingur Caglio-
stros og hugsanlega um leið per-
sónugervingur æðsta meistara frí-
múrarareglunnar „Hið Sanna Sam-
lyndi“ í Vínarborg á þessum tíma,
steinafræðingsins Ignaz Von Bom.
Séð i þessu ljósi fær óperan nýja
vídd eða merkingu sem ósvikið af-
sprengi þeirra miklu umbrotatíma
sem gengu yfir Evrópu fyrir rétt-
um tveim öldum.
Ævintýramaðurinn
frá Palermó
Enn má þá spyrja: Hver var
hann þessi Cagliostro, öðm nafni
Giuseppe Balsamo?
Ekki er sá sem þetta ritar fær
um að leysa þá ráðgátu frekar en
fjölmargir aðrir, sem við hana hafa
glímt, en hér verður þess engu að
síður freistað að bregða ljósi á
þessa ævintýralegu persónu, vegna
þess að saga hans bregður jafn-
framt óvæntu og furðulegu ijósi á
umbrotatíma í álfunni sem vom
ekki síður örlagaríkir en þeir um-
brotatimar sem við upplifum nú
við lok 20. aldarinnar. Þá eins og
nú var allt gildismat og heims-
mynd ríkjandi stétta að gliðna og
veröldin öll á hverfanda hveli.
Helsta heimild mín í þessari
frásögn er bók ítalska sagnfræð-
ingsins og blaðamannsins Roberto
Gervaso: Cagliostro, Saga Gius-
eppe Balsamo galdramanns og
ævintýramanns, sem upphaflega
kom út hjá Rizzoli bókaforlaginu i
Mílanó árið 1972.
Giuseppe Balsamo var fæddur
í Palermo á Sikiley árið 1743,
borg sem þá hýsti 200.000 íbúa og
var næst stærsta borg á Italíu eftir
Napolí, en báðar borgimar heyrðu
undir Borbónana sem vom vísi-
kóngar Spánarkonungs, sem þar
hafði ríkt um langan aldur.
Spánskra áhrifa gætir reyndar á
báðum stöðum enn í dag.
Iðnbyltingin sem hafín var í
norðurhluta álfunnar var óþekkt í
ríki Borbónanna. Þar ríkti dáðlaus
Iandaðall sem lifði fyrir óhóf og
spilafíkn. Þeir sem ekki voru
fæddir til aðalstignar áttu fárra
kosta völ til metorða nema innan
klerkastéttarinnar. Balsamo var
sonur skartgripasala sem yfirgaf
fjölskyldu sína eftir að hann hafði
farið nokkmm sinnum á hausinn.
Móðirin reyndi að koma syninum
til mennta, en sonurinn reyndist
ódæll og fráhverfur námi, nema ef
vera skyldi í efnafræði. Hann var
rekinn úr skóla og sendur í klaust-
ur, þar sem hann kynntist grasa-
söfnun og lyfjagerð. Sú saga er
sögð af klausturvistinni að eitt
sinn er hann átti að fara með litan-
íuna fyrir ábótann, - en litanían er
bænaromsa sem kaþólskir læra ut-
anbókar - þá nefndi hann nöfn
þekktustu hórkvenna í Palermó
þar sem nöfn hinna helgu manna
áttu að standa. Fyrir þessa sök
fékk hann í fyrsta skipti að gista
fangaklefa hinnar heilögu móður-
kirkju í átta daga áður en hann var
rekinn úr klaustrinu. Hann var síð-
an rekinn að heiman 15 ára gamall
og bjargaði sér að mestu sjálfur
upp frá því. Lifibrauð hans vom
svik og prettir ásamt ótæmandi
hugmyndaflugi, leikarahæfileikum
og sannfæringarkrafti, sem
snemma gerði vart við sig. Þannig
er eftirfarandi saga frá unglingsár-
unum sögð um hann í einu ákæm-
skjalinu sem lagt var fyrir Rann-
sóknarréttinn í Róm árið 1790:
Fjársjóðsleit
við Pílagrímsfjall
Balsamo hafði komist í kynni
við nískan og hjátrúarfullan siífur-
smið, sem trúði á djöfla, nomir og
falda fjársjóði. Dag nokkum kem-
ur Baisamo að máli við hann og
segist vita af foldum íjársjóði í
hellisskúta undir hlíðum Píla-
grímsQalls skammt fyrir utan Pal-
ermo. Fjársjóðurinn var frá tímum
máranna, sagði hann, og hafði
birst honum sem vitmn í draumi:
þúsundir silfurpeninga, gullstang-
ir, rúbinar, smaragðar og demantar
og dásemd allar dásemda: gullhani
með perluaugu sem einn sér var
formúu virði.
Silfursmiðurinn spurði hvers
vegna hann væri að bjóða sér
þetta, en hirti ekki fenginn sjálfur.
Jú, sagði Balsamo við öllu bú-
inn, ástæðan var sú að hann átti
ekki þær 60 silfurúnsur sem þyrffi
til að múta bannsettum varðmönn-
unum sem gættu svæðisins. Að
þeim fengnum væri hægt að kom-
ast á staðinn og framkvæma nauð-
synlegar særingar til að finna
sjóðinn.
Til særinganna þurfti sitt af
hveiju: þrjá svarta hana, þijá hvíta
og þijá gula. Nýjan pott og nokkra
klasa af einiberjum, stunguskóflu
og hlújám. A miðnætti átti gull-
grafarinn að birtast með þennan
búnað við hellisskútann og fara
með Avemaría, Faðirvorið og aðr-
ar bænarullur og spýta á jörðina
þess á milli. En áður en til þessa
kæmi yrði hann að fasta í viku,
hreinsa sál og líkama af synd og
iðka bænalestur.
A meðan Balsamo las silfúr-
smiðnum þennan lestur í bakher-
bergi silfurbúðarinnar leit hann
stöðugt flóttalega í kring um sig
eins og hann ætti von á að einhver
lægi á hleri, þess á milli sem hann
hvessti augun á fómarlambið með
þeim sannfæringarkrafti sem nálg-
aðist dáleiðslu og dugði til að láta
hinn auðtrúa trúa hinu ómögulega.
Á umsömdum degi mætti silf-
ursmiðurinn við hellisskútann með
umsaminn búnað um miðnættið og
skömmu síðar birtist Balsamo. Til
að undirstrika alvarleik stundar-
innar var Balsamo íklæddur
prestsskrúða með tilheyrandi
fylgihlutum og byrjaði á að færa
silfursmiðnum vatnsglas. Átti
hann að halda einum sopa af vatn-
inu upp í sér til þess að forðast
það að djöfullinn tæki sér bólfestu
í honum. Síðan setti hann illaþefj-
andi duft á nef honum til þess að
fæla burtu illa anda og setti bý-
flugnavax í hlustir hans til þess að
forða honum frá rógburði og ill-
mælgi djöfianna. Því næst dró
hann hring í svörðinn með priki,
fór með formælingar í fjórar höf-
uðáttir og rétti silfursmiðnum síð-
an rekuna og hlújámið og sagði
honum að fara að grafa. En þar
sem silfursmiðurinn stritaði baki
brotnu við uppgröftinn koma
skyndilega úr nálægu skógarijóðri
fjórir djöflar vopnaðir prikum og
láta höggin dynja á gullgrafaran-
um þar til hann átti fótum fjör að
launa. Kominn heim var það hans
fyrsta verk að kveikja á kerti fyrir
framan Madonnumynd í stofu
sinni og biðja fyrir Balsamo, sem
hann taldi víst að hefði orðið
djöflunum að bráð. Ekki sagði
hann nokkrum manni frá atvikinu
fyrr en löngu seinna, þegar hann
uppgötvaði að Balsamo hefði
komið sér undan með silfúrúns-
umar 60.
Þótt saga þessi sé frá vitni
Rannsóknarréttarins komin, og
hvergi staðfest nema í skjölum
hans, þá er hún að mörgu leyti
dæmigerð lýsing á lífi og persónu
Balsamo: takmarkalítið hugarflug
samfara óþrjótandi sjálfsbjargar-
viðleitni og forakt á allri heiðar-
legri vinnu, magnaður sannfæring-
arkraftur, leikræn tilfinning og
einstakur hæfileiki til þess að
skapa mikla trú úr engu. Það var
ekki fyrr en síðar á ævinni sem
Balsamo gerðist helgur maður og
tók sér nafnið Alexander greifi af
Cagliostro og starfsheitið „Hinn
Mikli Kopti“, en í raun og vem
var það allt með sömu meðulum
gert.
En saga þessi lýsir ekki bara
Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1991