Þjóðviljinn - 21.12.1991, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 21.12.1991, Qupperneq 11
„Loksins yfirgaf Guð þennan mann í synd sinni og lét hann deyja í eymd sinni eftir að hafa hafnað því lastafulla lífemi sem gekk gegn öllum helgum lögum og var hræðilegt fordæmi þeirra er játast undir heimsins nautnir og óra nútíma heimspeki. “ mörgum skilningi. Áður en hann yfirgaf London í árslok 1777 eftir að hafa lent í enn einu klandrinu, hafði hann áunnið sér titilinn „Æðsti meistari“ í reglu Vonarinn- ar. Þar með var sá áfangi unninn, eftir langan slóða blekkinga og svika, að hann gat státað af raun- verulegum virðingartitli sem ekki var uppdiktaður eða illa fenginn. Hann gat þannig sagt skilið við fortíðina, sem hann og gerði með táknrænum hætti með því að af- neita sínu fyrra nafni. Er Alexand- er Cagliostro greifi og Serafína greifynja héldu yfir Ermarsundið í desember 1777 hófst tímabil ris- andi frægðsarsólar þeirra, þar sem greifynjan þurfti ekki lengur að selja blíðu sína því eiginmaður hennar vann sér nú fljótt orðstír á meginlandinu sem galdramaður og læknir og ómetanlegur áróðurs- meistari fyrir alþjóðahreyfingu fri- múrara. Auðugir menn og voldug- ir, kardinálar og prinsar, sáu hon- um fyrir ríkulegum lífeyri og hann náði slíkum árangri í kraftaverka- lækningum með smyrslum sínum, elexírum og seQunarmætti, að læknavísindin stóðu ráðþrota. Jafnframt hlaut hann brátt viður- nefnið „hinn mikli mannvinur“, því hann neitaði að taka við greiðslum fyrir lækningar sínar á fátækum. Auk þessa tók hann nú að undirbúa stofhun sinnar eigin reglu og boða kennisetningu hinn- ar „Egypsku siðareglu frímúrara“, sem varð um síðir að sérstakri hreyfmgu meðal leynireglna í álf- unni. Cagliostro skrifaði í þessum tilgangi sérstakt rit, „Helgisiðir hinnar egypsku firímúrarareglu“, sem aðeins er varðveitt í slitrum. Samkvæmt heimildum byggði reglan á sjö grundvallarboðorðum um ást á Guði, yfirvöldunum og náunganum, skilyrðislausri hlýðni við regluna og þagmælsku og um- burðarlyndi gagnvart öðrum trúar- brögðiun og virðing fyrir leyndar- dómum náttúrunnar og hinni ómældu þekkingu gullgerðar- meistaranna á sköpunarverki Guðs. Æðsti maður reglunnar, Cagliostro sjálfur, bar titilinn ,JHinn mikli Kopti“ og hafði undir sér sjö meistara er báru nöfn spá- mannanna og sjö kvenmeistara er báru nöfii síbillanna. Reglan boðaði samkvæmt heimildum frelsun mannsins und- an falli Adams og sameiningu við „hinn frumlæga guðdóm“. Eftir að hafa náð fullkomnun gátu reglu- bræður vakið upp anda fortíðar- innar fyrir atbeina „viskunnar, dyggðarinnar og hins góða“ og „í samræmi við hið foma grisk-eg- ypska uppvakningaritúal, dul- hyggju hinna frumkristnu og Ca- bala-dulhyggju gyðingdómsins“. Mikilvægasta fyrirheit regl- unnar fólst þó í því, að reglubræð- ur og systur áttu að geta öðlast endumýjun likama og sálar að uppfylltum ströngum kröfum. Til þess að lengja ekki texta þennan um of skal hér aðeins minnst á að- ferð Cagliostros til endumýjunar líkamans, þótt endumýjun sálar- innar hafi ekki krafist minni fóma: Endurnýjun líkamans Viðkomandi bíði fiills tungls og haldi þá með aðstoðarmanni út i sveit þar sem hann leggi á sig föstu fakírsins er byggi á brauð- mylsnu, grösum, salati, hægða- leysi og regnvatni. Að 16 dögum liðnum er gerð blóðtaka og teknir inn kvölds og morgna sex hvítir dropar bmggaðir af „Hinum Mikla Kopta“. Næsta dag er aukið við skammtinn tveim dropum og áfram þannig ffam að þrítugasta og öðrum degi þegar ný blóðtaka er gerð. Daginn eftir skal lagst fyrir og tekið inn kom af fram- efni, því sama og Guð notaði til að skapa úr Adam. Það er tilreitt af „Hinum Mikla Kopta“. Þá mun spretta út sviti mikill og niður- gangur sem á endanum mun leiða viðkomandi í öngvit. Kominn til vits á ný skal viðkomandi hressa sig á seyði af nautakjöti og salat- blöðum. Daginn eftir taki hann inn annað kom framefhisins, uppleyst í kjötseyði. Aftur hefst svitabað og niðurgangur. Þá eykst honum sótt- hiti úr öllu valdi, þannig að hár- fellir verður, tannmissir og húð- felling. Þar er komið að hápunkti lækningarinnar, þar sem flestum þætti væntanlega nóg komið og kysu að snúa heim, án þess þó að megna það. En þegar mátturinn endurheimtist smátt og smátt að sólarhring liðnum, er tekið volgt bað. Daginn eftir er tekið inn síð- asta framefniskomið, uppleyst í volgu glasi af gömlu og örlátu víni, og síðan lagst til svefns. Þeg- ar viðkomandi vaknar hafa hör- und, hár og tennur vaxið á ný og era frísklegri en nokkru sinni. Á 37. degi er tekið bað á ný, og á þeim 38. er tekið bað í eikartunnu fullri af regnvatni, klæðst og tekin íjögur skref. Daginn eftir skulu drakknir 10 dropar af lyfi Hins Mikla Kopta uppleystir í 2 mat- skeiðum af rauðvíni og að því búnu getur viðkomandi yfirgefið útlegðina fullkomlega endumýjað- ur á líkamanum og gulltryggður fyrir því að þurfa ekki að taka lyf næstu hálfa öldina. „Andi hins endurnýjaða manns,“ segir í bæklingi Caglio- stro, „verður innblásinn guðdóm- legum eldi. Líkami hans verður sem líkami saklauss unglings, skírleiki hugans ótakmarkaður og vald hans óumræðanlegt. Hann mun boða sannleikann um heim allan og búa yfir fullkomnum skilningi á hinni miklu óreiðu heimsins, á góðu og illu, fortíð, nútíð og framtíð." Þessi speki þótti mikill fagnað- arboðskapur víða um álfuna við lok 18. aldarinnar, en það ber að hafa í huga að Cagliostro játaði fyrir hinum Heilaga Rannsóknar- rétti í Róm að hann hefði sjálfur aldrei gengist undir þessa hrossa- lækningu. Enda munu hin einfald- ari atriði fagnaðarerindisins eins og uppvakning hinna dauðu, spá- dómar, lækningar og annað kukl hafa verið algengara viðfangsefni fylgjenda Cagliostros. Sjálfur gerði Cagliostro eins konar skjald- armerki fyrir reglu sína sem sýnir snák er myndar S með epli í munni. Skáhallt á essið gengur ör í gegnum snákinn miðjan. Snákur- inn er ímynd djöfulsins og freist- arans, en örin sem klýfur hann er sem guðdómleg elding. Hafi snák- urinn gleypt epli vísdómsins mun hann tortímast af græðgi sinni, því Guð einn getur uppskorið ávexti viskunnar og deilt þeim meðal mannanna, segir meistarinn. í konunglegri ónáð Þótt frægðarsól Cagliostros hafi stöðugt risið hærra allt til árs- ins 1785, og honum hafi verið tek- ið fagnandi sem hálfgerðum Guði hvort sem hann var í Hollandi, Kúrlandi við Eystrasalt, í Sánkti Pétursborg, Basel, Strassburg eða París, þá átti hann sér einnig viða öfundarmenn, sem reyndu sitt til að koma á hann höggi. Það tókst svo um munaði í París í ágústmán- uði 1785, þegar spillt hefðarkona kemur honum að ósekju i klandur er tengdist hálsfestakaupum Maríu Antoníettu drottningar. Cagliostro er þá varpað í Bastilluna og situr þar í 9 mánuði þar til hann er sýknaður, en síðan rekinn úr landi samkvæmt tilskipun Lúðvíks XVI. Málið vakti gífurlega athygli og sumir, meðal annars þýska skáldið Goethe, litu á málaferlin sem for- spilið að frönsku byltingunni. Þrátt fyrir mikla samúð almenn- ings fékk útlegðardómurinn frá Frakklandi mikið á Cagliostro og markaði upphafið að endalokum hans. I bréfi til frönsku þjóðarinn- ar skrifuðu frá London segist hann vilja snúa aftur til Frakklands að því tilskildu að Bastillan verði jöfnuð við jörðu og gerð að skemmtigarði, því slíkur sé vilji Guðs. I bréfinu segir hann frönsku þjóðina aðeins vanta eitt, öryggi um að fá að sofa í eigin rúmi þeg- ar samviskan sé hrein. Hann segir það verðugt verkefni fyrir þingið að vinna að þeirri friðsömu bylt- ingu sem sé í vændum. Hann segir að til valda muni koma prins sem afnemi handtökuskipanir og her- lög og endurveki hina sönnu trú. Þessi prins verði ekki fremstur meðal ráðherra sinna, heldur fremstur meðal þjóðar sinnar og tímamir séu ef til vill komnir til að þessi breyting eigi sér stað. Cagliostro lýkur bréfinu með því að segja að hann trúi því að Lúð- vík XVI skilji þetta í hjarta sínu, og ef hann fylgi rödd hjartans þá sé honum treystandi til að fram- kvæma þessa byltingu. Konimgurinn leit á þetta bréf sem tilræði við sig og heimtaði Cagliostro dauðan eða lifandi til Frakklands og sendi njósnara sína og sendiboða í þeim erindum á eftir honum án árangurs. En Cagliostro var engu að síð- ur rúinn allri gæfu og á flótta frá Englandi undan óvildarmönnum sínum lætur hann loks tilleiðast fyrir tilmæli Serafínu konu sinnar alías Lorenzu að snúa til foreldra- húsa hennar í Róm. Þar beið Cagliostro greifi sitt endanlega skipbrot og sárast vonbrigði þegar Serafina snérist gegn honum með svikum og kærði hann fyrir Hin- um Heilaga Rannsóknarrétti páfa- stóls. Fyrir Rannsóknarréttinum í rauninni hafði Cagliostro aldrei hafl jafn mikla þörf fyrir stuðning frá Serafínu og eftir að hann kom til Rómar. En endur- koman í föðurhús magnaði upp- reisn Serafínu gegn bónda sínum og hún reyndi að koma honum fyrir kattamef með því að sápu- bera stigann í húsi þeirra þannig að hann myndi falla niður og rota sig. Cagliostro uppgötvaði þetta og yfirvofandi samsæri íjölskyld- unnar gegn sér og setti konu sína í vörslu svarthettumunks. Serafína gerði sig til við munkinn og það svo mjúklega að hún fróaði hon- um í gegnum rimlana sem skildu þau að og fyrir þessi blíðuhót leysti hann hana úr prísundinni og þá var ekki að sökum að spyrja: með atfylgi foður síns og frænda og með ráðum fulltrúa rómversku kúríunnar kærði hún Cagliostro greifa fyrir „falsspámennsku og trúboð trúflokks hinna frjálsu múrara". Cagliostro var handtek- inn 27. desember 1790, og réttar- höldunum lauk í apríl árið eftir. Cagliostro fékk ekki að verja sig sjálfur, en tilskipaður verjandi hans, monsignor Costatini kardín- áli, sagði meðal annars í vamar- ræðu sinni: „Lorenza fullyrðir að frímúrar- amir vilji konungsvaldið feigt og boði jafnrétti. Það er hlægilegt. Reynslan frá Frakklandi sýnir að meirihluti frímúrara er andsnúinn byltingunni, sem er öll verk hinnar nýtískulegu og fyrirlitlegu heim- speki Voltairs, Rousseau, Elvezio, Diderot, d’Alembert og Argent- eau. í prússneskum heimildum er hlegið að frímúraram og sérstak- lega að Upplýsingunni....Því er ekki annað eftir en möguleg banm færing eða ákæra um trúvillu. í stað þess að líta á Balsamo sem trúvilling væri nær að sýna hann i sínu rétta ljósi sem loddara. Þann- ig hefur gjörvöll Evrópa kynnst honum, þannig hafa dagblöðin kynnt hann... Með þeirri takmörk- uðu andagift sem honum er gefin og með djúpa vanþekkingu í veg- amesti hefur hann lagst í ferðalög og sem svarinn óvinur líkamlegrar erfiðisvinnu skildi hann að frímúr- arareglan myndi veita honum möguleika að fleyta sér áfram i lifinu á herðum annarra. Þannig var ástriða hans fyrir frímúrara- reglunni tilkomin... Hin egypska frimúrararegla er hreinn og klár loddaraskapur sem kemur djöflin- um ekki við, né heldur loforð um framlengda æsku eða líf. Þau era einungis leið dárans til hafa fé af fávísum. Að frátöldu dúfnaritúal- inu með líkamningu helgra manna Gamla testamentisins er egypska helgisiðareglan í engu frábragðin hefðbundnum frímúrarareglum og hvað varðar spádóma „Hins Mikla Kopta", þá era þeir ekki annað en stórt aðhlátursefni...“ Þrátt fyrir þessa að mörgu leyti athyglisverðu vamarræðu var Gi- useppe Balsamo dæmdur fyrir trú- villu og guðlast af hinum heilaga Rannsóknarrétti til ævarandi fangavistar, og svarthettumunkur- inn, sem hafði þegið blíðuhótin af Lorenzu í gegnum rimlana var dæmdur til 10 ára einangranar í klaustri. Sjálf var Lorenza lokuð inni í klaustri heilagrar Pelagiu, og fara engar sögur af henni meir. Sagnfræðingurinn Roberto Gervaso segir um dóminn: „Cagliostro var ekki refsað fyrir það sem hann gerði, heldur fýrir það sem hann stóð fyrir, eða öllu heldur hvað hann hafði staðið fyrir á meðan nafn hans var á allra vöram, þegar hann var umræðu- efni konunga, prinsa og keisara og þegar fréttablöðin hylltu hann sem ,,stjömu“. Hann var einn af for- ingjum frímúrarareglunnar, svar- inn andstæðingur konungsvalds og páfavalds. Hann hafði notið frægðar sem galdramaður, hann var skilgetið afkvæmi hinnar postulegu rómversku kirkju. Það var nægt tilefni til að koma honum á bálið.“ Þann 4. maí, mánuði eftir dómsúrskurðinn og á meðan Cagliostro sat enn fangi í Engla- kastalanum i Róm var framin brenna á torgi Heilagrar Maríu yf- ir Mínervu á bak við Panþeonhof- ið í Róm. Þar vora brenndar eigur Cagliostros: handrit, bréf, höfuð- kúpur, múrskeiðar, hallamál, þrí- hyrningar, skóflur, Salómons- stjömur, lóð, trefill og svunta, skjaldarmerki og fánar. Fréttablað- ið „Moniteur Universal" skrifaði 8. júni: „Eldurinn logaði í 45 mín- útur við fognuð fjöldans. í hvert skipti sem hlut var kastað á bálið fagnaði fjöldinn og hrópaði af gleði.“ Roberto Gervaso segir að ekki hafi allar eigur Cagliostro farið á eldinn. Pakki með skjölum og bréfum hafnaði í safni Vatíkansins og er þar varðveittur. Gervaso og öðram sagnfræðingum hefur hins vegar verið meinaður aðgangur að þessum skjölum. Enn veldur Cagliostro greifi, öðra nafni Gius- eppe Balsamo, hugarangri innan rómversku kúríunnar og enn er persóna hans mönnum ráðgáta og mun trúlega verða áfram. En getur það verið, að andrúmsloflið sem umlék þessa mögnuðu persónu í lok 18. aldar eigi sér hliðstæðu við lok þeirrar 20? Klefi Cagliostros I kastalanum t San Leo. Hér var hann innilokaður til dauðadags 14 ár, 4 mánuði og 5 daga. Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.