Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 Fréttir Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, um sýknudóminn í „afamálinu“: Verð orðlaus þegar slíkir dómar birtast - bankaræningi dæmdur nánast samdægurs en „afamálið“ tók rúm 2 ár „Ég verð eiginlega aUtaf orðlaus þegar sýknudómar af þessu tagi birt- ast. Kannski hefur maður gert sér vonir um að smám saman komist meiri skilningur á þessi mál í lög- gæslu- og réttarkerfinu og þeir sem vinna þar geri sér betur grein fyrir eðli kynferðisbrotamála. Það verður að nota aðrar reglur eða viðmiðanir varðandi sannanir í kynferðisbrota- málum en í innbrota- eða þjófnaðar- málum sem skilja efdr sig áþreifan- leg merki. Þegar svona gerist finnst mér við standa á byrjunarreit," sagði Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stíga- móta, í samtali við DV um sýknu- dóminn sem Héraðsdómur Reykja- ness kvað upp í máli afa sem ákærð- ur var fyrir að misnota bamabarn sitt og DV sagði frá í gær. Fjölskipaður dómur taldi rannsókn málsins áfátt, m.a. því að sérfræðing- ur hefði ekki verið látinn yfirheyra barnið strax. Einnig hefði langur tími hðið frá yfirheyrslu lögreglu, svo langur tími að fulltrúi lögreglu hefði ekki munað eftir skýrslutök- unni er hann kom fyrir dóm. Guðrún sagöi það einkennilegt að bankaræningi væri dæmdur nánast samdægurs á meðan „afamálið" hefði dregist í rúm tvö ár. „Af því að það eru peningar í húfi þá eru menn dæmdir í fangelsi dag- inn eftir. Hvaða viðmiðanir eru í þessu þjóðfélagi? Hvaö skiptir máli? Ég held að það sé ekki annað hægt að segja en að þetta er sláandi," sagði Guðrún. Hún sagði að 28 mál hefðu komið til Stígamóta á síðasta ári þar sem afar vora gerendur - 5,4 prósent við- fangsefna Stígamóta. „Afamál" séu því ekkert einsdæmi. Varöandi gagnrýni héraðsdóms á rannsókn afamálsins sagði Guðrún: „Hér. eru afskaplega óljósar reglur um hvemig skuh rannsaka mál. Það vantar ákveðnar reglur sem snerta alla aðha um hvemig standa skuh að rannsóknum th að vemda stööu bamanna. Einhveijar innanhúss- reglur lögreglu duga ekki. Þetta þarf að vera opinbert eins og í öðrum löndum,“ sagði Guðrún. Félagsdómur: Ekki er vitað hvenær Felags- dómur tekur fyrir kæru VSI á uppsögn Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði á kjarasamn- mgum. Félagsdómur er skipaöur hverju sinni til þriggja ára og er tími þess sem setið hefur undan- farið útranninn. Vinnuveitenda- sambandið tilnefnir einn í dóm- inn, Alþýöusambandið einn, Hæstiréttur tvo og félagsmála- ráöherra einn. Það era allir aðilar búnir að tílnefna sína fuhtrúa nema Alþýðusambandið. Búist er við að það tílnefni sinn mann í þessari viku. Það tekur Félagsdóm mun styttri tiraa en aöra dómstóla að kveða upp döma og því gæti dóm- ur í máh VSÍ gegn Baldri fahiö í næstu viku. Davíð Oddsson forsætisráðherra og frú Vigdis Finnbogadóttir, forseti Islands, voru viðstödd minningarathöfnina á ísafirði um þá sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri. DV-mynd Hlynur Þór Magnússon .■■■■■■—--- ■ ' --- -- 'J ' Dómur í máli Guðjóns Andréssonar á hendur ríkinu: Bætur vegna brottvikningar Snjóflóðið: Minn- ingar- athöf n á ísafirði Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði: Minningarathöfn og fyrirbæna- stund vegna harmleiksins á Flateyri var í íþróttahúsinu á Torfnesi á ísafirði í gær. Mikih manníjöldi var viðstaddur eða yfir tólf hundrað manns. Þar á meðal voru Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Dav- íð Oddsson forsætisráöherra, Páh Pétursson félagsmálaráðherra og þingmenn Vestfirðinga. Verslunum og fyrirtækjum á norðanverðum Vestfjörðum var lokaö eftir hádegi. Fánar blöktu í hálfa stöng og varla sást nokkur maður á ferh. Fimm prestar embættuöu, þeir sr. Baldur Vilhelmsson prófastur í Vatnsfirði við Djúp, sr. Gunnar Bjömsson í Holti, sem er sóknar- prestur Flateyringa, sr. Magnús Erl- ingsson á ísafiröi, sr. Kristinn Jens Sigurþórsson á Þingeyri og sr. Sig- urður Sigurðarson vígslubiskup. Organleik önnuðust Hulda Braga- dóttir, organisti á ísafirði, og Háukur Guðlaugsson, söngmálasfjóri Þjóð- kirkjunnar, en Jónas Tómasson, tón- skáld á ísafirði, lék á flautu. Sunnu- kórinn á ísafirði og kirkjukórar Súðavíkur, Bolungarvíkur, Hnífs- dals, ísafiarðar og Þingeyrar sungu. Akureyri: 1200 manns vottuðu samúð á Ráðhústorgi Gylfi Rristjánason, DV, Akmeyri: Tahð er að um 1200 manns hafi tekið þátt í samverustund á Ráð- hústorgi á Akureyrí í gærkvöldi þar sem fómariömbum snjófióðs- ins á Flateyri var vottuð samúð. Framhaldsskólanemar í bæn- um gengust fyrir göngunni sem farin var frá íþróttahöh bæjarins og var gengiö með logandi kyndla í miöbæinn. Unglingar voru mjög fiölmennir 1 göngunni en margir fullorðnir tóku einnig þátt í stuttri athöfh á Ráöhústorginu. Dómsmálaráðherra, fyrir hönd dómsmála- og fiármálaráðuneyta og ríkissjóðs, var í gær dæmdur til að greiða Guðjóni Andréssyni, fyrram forstöðumanni Bifreiðaprófa ríkis- ins, 300 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar brottvikningar hans úr starfi árið 1991. Héraösdóm- ur Reykjavíkur komst að þeirri nið- urstöðu að Guðjón hefði með brott- vikningu ráðherra orðið fyrir rösk- un, óþægindum og áhtshnekki þó „hann átti þar nokkra sök á sjálfur“. ÓU Þ. Guðbjartsson, fyrrum dóms- málaráðherra, setti Guðjón í emb- ættið árið 1990 til nokkurra mánaða í senn og voru þær setningar end- umýjaðar. Árið 1991 var Guðjón kærður th RLR fyrir að hafa látið tvo unga menn taka ökupróf án þess að thskihn skhyrði væra fyrir hendi. Um það leyti var Guðjóni vikiö tíma- bundið úr starfi samkvæmt reglum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Eftir lögreglurannsókn var máhö sent dómsmálaráðuneyt- inu. Þaðan var það sent ríkissak- sóknara sem komst að þeirri niður- stöðu að Guðjón hefði ekkert th saka unnið. Samkvæmt því sem fram kom í máUnu af hálfu stefnanda tafðist það hjá dómsmálaráðherra á tímabhi og höfðu forsætis- og fiármálaráðherrar ríkisstjómarinnar þá afskipti af því og ráku á eftir afgreiðslu dómsmála- ráðuneytisins. í kjölfar brottvikningarinnar og mikilla óþæginda höfðaði Guðjón framangreint mál á hendur dóms- málaráðherra. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lögmætur grundvöllur fyrir brottvikningu af hálfu ráðherra hefði ekki verið fyrir hendi með þeim hætti eins og fram- kvæmt var. Á hinn bóginn hefðu gjörðir Guðjóns ekki samrýmst emb- ætti hans á sínum tíma - en þá hefði verið forsenda til að veita honum áminningu áður en til brottvikningar kæmi. Einnig hafi hann átt rétt á að tala máh sínu áður en ákvörðun var tekin. Guðjón krafðist rúmlega 20 mhlj- óna króna bóta vegna missis starfs- ins og tekna. Var þá miðaö við starfs- aldur th sjötugs. Dómurinn taldi embættissetningar ráðherra hins vegar hafa verið það tímabundnar að forsendur hefðu ekki verið fyrir hendi til að dæma honum skaðabæt- umar. Jón Oddsson, lögmaður Guð- jóns, segir ráðherra hafa oröið upp- vísan aö valdníðslu og embættismis- færslu. Hann segir miskabætumar háarmiðaðviðdómvenju. -Ótt Agreiningur um lestun Dagsbrúnarverkamenn komu í veg fyrír lestun Hvítanessins í háhan annan tíma á mánudaginn þar sem skipið lá við festar í Reykjavík. Að lestuninni unnu starfsmenn Skipaafgreiðslu Hafnarfiarðar og töldu Dagsbrúnarmenn að þeir væru að taka vinnu frá sér. Eftir nokkurt þóf náðist sam- komulag um aö Hafnfiröingarnir hættu lestuninni að aflokinni dagvinnu og að Dagsbrúnarmenn tækju þá við. -kaa Stuttarfréttir rækslu umhverfisráðuneytisins hefur vaxið jafiit ogþéttsíöan það var stofnað árið 1990. Nú vinna 17 manns í ráðuneytinu og kostn- aðurinn er um milljarður króna á ári. Viðskiptablaðið greindi fró þessu. Óvenjumikið er ;af þorsk- og ýsuseiðum í ísafiarðardjúpi. Skv, Mbl. hefur seiðagengdin ekki mælst jafnmikil í 15 ár. Fáránlegtyfirklór Skýrsla um framkvæmd land- búnaðarhluta GATT-samnings- ins fær harðadóma hjá fulltrúum hagsmunasamtaka. Skv. Við- skiptablaðinu er skýrslan sér- kenmleg, fáránleg og í raun ekk- ert annað en yfirklór. Auglýst í f agtimariti Um 80 flugumferðarstjórar á íslandi hafa aug’ýst eftir atvinnu í erlendu fagblaði. Auglýsingin er birt I nafni Félags íslenskra flugiunferðarstjóra. Flugleiðir hafa sagt upp öllum umboðsmönnum sinum á lands- byggðinni. Skv. Mbl. eru upp- sagnirnar liður í endumkipu- lagningu á sölukerfl félagsins. íbúar og fyrirtæki við Hverfis- götu vhja að Hverfisgatan verði sem fyrst gerð að tvistefnugötu. Sendinefnd íbúa mun í dag ganga á fund borgarstjóra meö undir- skriftirþessaeíhis. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.