Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 # NfMÆí' Snjóflóðahætta á Siglufirði: Sigltirðingar hafa afleiðingar snjóflóða fyrir augunum daglega. I þessum tveimur myndarlegu einbýlishúsum við Suðurgötu er ekki búið, enda eru þau ónýt eftir snjóflóð sem á þeim lenti fyrir mörgum árum. DV-mynd gk Um 100 hús talin vera á hættusvæði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Menn eru að tala um að hér í bænum séu um 100 hús á hættu- svæði vegna snjóflóða sem lætur nærri að vera eitt af hverjum sex húsum í bænum,“ segir Björn Valdi- marsson, bæjarstjóri á Siglufirði, en Siglufjörður er einn þeirra staða á landinu þar sem menn hafa þennan vágest vofandi yfir sér. Björn segir að nú um mánaðamótin eigi nýtt hættumat að liggja fyrir og þá verði hægt að fara að huga að því hvernig tekið verði á þessu máli. „Það kemur tvennt til greina, að byggja upp vamarmannvirki eða kaupa upp hús. Mín skoöun er þó sú að farin verði leið sem samanstendur af þessu hvorutveggja, það verði bæði reynt að verja hús og eins að þaðþurfi að kaupa upp einhver hús. Síðasti vetur var óvenjuerfiður og sennilega eru ekki nema 2-3 vetur aðrir á öldinni sem hafa verið í lík- ingu við þetta hvað veðurlag snertir. Yfirleitt hefur ekki þurft að rýma hér hús vegna snjóflóðahættu, en fólk er vissulega uggandi og óvissan er mörgum erfið. Það verður því að bregðast við með þeim hætti að styrkja varnir og jafnvel að kaupa upp einhver hús,“ segir Björn. Síldarminja- safnið laðar ferðafólktil Siglufjarðar Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: Talið er að 17-18.000 ferðamenn hafi komið til Siglufjarðar sl. sumar, og eru Siglfirðingar ekki í vafa um að stór hópur þeirra kom fyrst og fremst til bæjarins til að upplifa að nýju síldarævintýriö svokallaða. Talið er að um 10 þúsund manns hafi sótt Siglufjörð heim er „síldar- ævintýrið" var haldið um verslunar- mannahelgina, og Síldarminjasafnið virðist hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn allt sumarið. Félag áhugamanna um Síldar- minjasafnið var stofnað árið 1988 og segir Hafþór Rósmundsson, gjaldkeri félagsins, að stofnun þess hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Menn fóru að huga að því um 1970 að safna saman munum sem tengjast síldarævintýr- inu hér í bænum. Það kom strax í ljós að mjög mikið var til af munum sem tengdust þessu og satt aö segja óx þetta mönnum nokkuð í augum sem varð til þess að málið dróst á langinn," segir Hafþór. Hann segir aö Örlygur Kristfinns- son hafi verið aðalhvatamaður að stofnun félagsins sem fékk fljótlega til umráða hús Síldarútvegsnefndar við Suðurgötu. Þar var opnað síldar- minjasafn áriö 1990 og jafnframt var hafist handa við endurbyggingu „Ro- Hafþór Rósmundsson í Síldarminja- safninu á Siglufirði og heldur á gömlu loki af síldartunnu. DV-mynd gk aldsbrakka“ sem byggður var árið 1907, en það hús hýsti ýmsa starfsemi sem tengdist síldarsöltun í bænum. „Munir i safninu skipta þúsundum og enn er að bætast við. Því miöur hefur orðiö að sitja á hakanum að skrá þá alla nákvæmlega, allt þetta starf er unnið í sjálfboðavinnu og það eru auðvitað takmörk fyrir því hversu mikið menn geta lagt á sig. Það er komið að því að ráða starfs- mann að safninu allt árið,“ segir Hafþór. Kvenfélagið Von á Siglufirði Aðalmarkmiðið að vinna ffyrir börn og aldraða - segir Anna Snorradóttir, formaður Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við störfum nær eingöngu að líknar- og menningarmálum og aöal- markmið okkar er að vinna fyrir börn og aldraða,“ segir Anna Snorra- dóttir, formaður Kvenfélagsins Von- ar á Siglufirði, en það hefur um 100 félaga að meðtöldum heiðursfélög- um. Kvenfélagið Von hefur látið barna- heimilismál í bænum mjög til sín taka. Félagið byggði bamaheimili árið 1940 og rak það til ársins 1973. Þegar nýr leikskóli var tekinn í notk- un á Siglufirði árið 1993 sýndu kven- > félagskonurnar rausn sína og gáfu um 3,5 milljónir króna til kaupa á innanstokksmunum og tækjum fyrir skólann. Kvenfélagið hefur einnig látið ýmis málefni eldri borgaranna til sín taka og stutt þeirra deild á sjúkrahúsi bæjarins af rausn. Þá gengst Von á hverju ári fyrir skemmtun fyrir alla íbúa Siglufjarðar 60 ára og eldri og hefur gert síöan árið 1920. „Allt þetta er mjög gefandi og skemmtilegt. Við höldum okkar vinnukvöld einu sinni í viku og reyn- um aö leggja talsvert af mörkum til þeirra mála sem við styrkjum," segir Anna Snorradóttir formaður. , Stjórn Kvenfélagsins Vonar, f.v.: Auður Björnsdóttir ritari, Anna Snorradótt- ir formaður og Erla Eymundsdóttir gjaldkeri. DV-mynd gk Heimir Sverrisson harmoniku- leikari. DV-myndgk hjá afa sínum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Nei, það þykir ekkert hallæris- legt í dag að ungir strákar spili á harmoníku en það er e.t.v. óvenjulegt," segir Heimir Sverr- isson, fjórtán ára harmoníkuleik- ari á Siglufiröi. Heimir segist hafa lært að spila á harmoníkuna hjá afa sínum. „Svo fór ég í Tónlistarskólann og hef lært þar. Ég er í harmoníku- sveit skólans og hef spilað með henni opinberlega en ekki mikið þar fyrir utan,“ segir Heimir en hann lék einmitt á afmælishátíð DV á Siglufiröi á dögunum. Um fyrirmynd sína í harmoníku- leiknum segir hann: „Ég held aö Bragi Hlíðberg sé bestur hérna á landinu og hann er mín fýrir- mynd.“ Þau Bjarni, Rakel, Elli, Sandra og Inga Jóna, unglingar á Siglufirði, segj- ast eiga við sama vandamál að stríða og unglingar á mörgum öðrum stöð- um á landinu en það er að þau vantar góða aðstöðu til að hittast á og skemmta sér. „Við viljum að bæjaryfirvöldin bæti úr þessu og skapi okkur betri aðstöðu til að hittast og skemmta okkur því það er ekkert hægt að gera hér í bænum á kvöldin,“ segja þessir siglfirsku unglingar. DV-mynd gk Einhverjum kann e.t.v. að þykja það skrýtin samsetning að Sauðkrækingarn- ir fjórir á myndinni hafi unnið að því undanfarnar vikur aö setja niður flott- rollsvindu í togarann Hauk frá Sandgerði í höfninni á Siglufirði. Ástæðan er hins vegar einfaldlega sú að Sauðkrækingarnir, sem vinna hjá Vél- smiðju Sauðárkróks, hafa unnið fyrir fyrirtækið Jón og Erling á Siglufirði sem tók verkið að sér. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.