Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995
Viðskipti
Fjölmenn við-
skiptanefnd
á ráðstefnu
í Múrmansk
Þriggja daga fjárfestinga- og
viðskiptaráðstefna hófst í Múr-
mánsk í Rússlandi í gær. Þar
eru staddir hátt 130 fulltrúar ís-
lands úr röðum fyrirtækja, hags-
munaaðila, Útflutningsráðs og
sendiráðs íslands í Moskvu.
Helgi Ágústsson ráðuneytis-
stjóri, og Jón Ásbergsson, Út-
flutningsráöi, fara fyrir íslensku
viðskiptanefndinni.
Þátttaka íslendinga á þessari
ráðstefnu er til komin vegna
boðs Andrei Kozyrevs, utanrík-
isráðherra Rússlands, til Hall-
dórs Ásgrímssonar og íslenskra
viðskiptaaðila. Á ráðstefnunni
gefst fulltrúum fyrirtækja kost-
ur á að stofna til viðskiptasam-
banda í sjávarútvegi, matvæla-
framleiðslu og flutningum. Þetta
er fjölmennasta viðskiptasendi-
nefnd sem send hefur verið frá
íslandi á ráðstefnu af þessu tagi
erlendis.
Finnur Ingólfsson kynnir sér
nýsköpunarverkefni í skipa-
iðnaði hjá Héðni hf. DV-mynd BG
Nýsköpun í
mjöl- og
málmiðnaði
Iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytið kynnti nýlega verkefni í
nýsköpun í mjöl- og málmiðn-
aði. Verkefnið er með svipuðu
sniöi og „Skipaiðnaður ’94“ sem
er u.þ.b. að ljúka. Tilgangur
verkefnisins er að auka sam-
keppnishæfni fiskimjölsiðnaðar
og tækniþróun í málmiðnaði.
Fyrirtækjum verður veitt fag-
leg og fjárhagsleg aðstoð við
vöruþróun og markaössókn. Iön-
tæknistofnun mun veita faglegu
aðstoðina en fjárhagsaðstoð
verður í formi styrkja frá Iðn-
þróunarsjóði og ráðuneytinu, þó
ekki hærri en 1 milljón króna í
hvert skipti. -bjb
Litlar vaxtalækkanir hjá bönkum og sparisjóðum í dag:
Verðbólgan er hærri
en reiknað var með
- segir aðstoðarbankastjóri í Landsbankanum
Vaxtabreytingadagur er i dag, 1.
nóvember, hjá bönkum og sparisjóð-
um. Vegna vaxtalækkunar á hús-
bréfum og öðrum ríkispappírum
undanfarnar vikur áttu menn von á
að bankamir lækkuðu vexti sína í
dag. Um óverulegar breytingar er
hins vegar að ræða sem lítil sem
engin áhrif hafa á meðalvexti. Þann-
ig breyttu sparisjóðirnir engu hjá
sér. Búnaðarbankinn er með mestu
sjáanlegu lækkunina. Hann lækkaði
kjörvexti og hæstu vexti verð-
tryggðra útlána um 0,25 prósentu-
stig og verðtryggðra innlána um 0,10
prósentustig.
Á útlánahliðinni hækkaði Lands-
bankinn vexti afurðalána í dollur-
um og pundum og hækkaði vexti
nokkurra gjaldeyrisreikninga. Aðr-
ar eru breytingarnar ekki i þeim
banka. Brynjólfur Helgason
aðstoðarbankastjóri sagði að vextir
verðtryggðra útlána hefðu ekki ver-
ið lækkaðir vegna þess að verðbólg-
an væri hærri en reiknað var með.
Það eina sem íslandsbanki gerir
er að lækka vexti afurðalána í SDR-
myntinni um 0,10 prósentustig og
hækka innlánsvexti þriggja gjald-
eyrisreikninga lítillega.
Stefán Pálsson, bankastjóri í Bún-
aðarbankanum, sagði við DV að
vaxtalækkunin væri tilkomin vegna
þróunar á fjármagnsmarkaði að
undanfórnu, einkum á spariskír-
teinum og húsbréfum.
„Við breyttum okkar vöxtum eins
fljótt og markaður sýndi okkur,“
sagði Stefán. -bjb
Íslenskt-kínverskt viðskiptaráð var stofnað í Húsi verslunarinnar sl. föstudag. Ráðið var stofnað að tilhlutan Félags
íslenskra stórkaupmanna og stofnfélagar eru þegar orðnir hátt í 90 talsins. Sigtryggur R. Eyþórsson í XCO hf. var
kosinn formaöur ráðsins. Á myndinni spjalla Jón Ásbjörnsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, og Helgi
Ágústsson, ráöuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, við Guo Haibin, fulltrúa frá Alheimsviðskiptaráði Kína, sem kom
gagngert frá London til Islands vegna stofnunar viðskiptaráðsins. -bjb/DV-mynd S
Hlutabréfaviðskipti hrundu
Miðaö við undanfamar vikur má
segja að hlutabréfaviðskipti í síð-
ustu viku hafi hrunið. Viðskiptin
námu aðeins 16,6 milljónum króna.
Núna á mánudaginn hættust við
viðskipti upp á rúmar 4 milljónir.
Hlutabréfaverð fór þó hækkandi og
náði þingvísitalan sögulegu há-
marki sl. mánudag þegar hún fór í
1284 stig.
Mest var keypt af bréfum Ár-
mannsfells í síðustu viku, eða fyrir
6,5 milljónir. Næst á eftir komu við-
skipti meö bréf íslandsbanka upp á
2,9 milljónir og Flugleiða upp á 2,5
milijónir. íslenski hlutabréfasjóður-
inn var næstur meö 1,6 milljóna viö-
skipti og eru þá upptalin þau hluta-
félög sem voru með viðskipti upp á
meira en 1 milljón í síðustu viku.
Álverð á heimsmarkaði hefur
sveiflast upp og niður undanfama
daga. Staðgreiðsluverðið var 1647
dollarar tonnið i gærmorgun. Kop-
arverð er veikt um þessar mundir
og hefur það mikil áhrif á ál og aðr-
ar hrávörur í stóriðju.
Enn hækkar gámaþorskur
Einn togari landaði í Bremer-
haven í síðustu viku. Viðey RE seldi
148 tonn fyrir 17,1 milljón króna
mánudaginn 23. október. í gámasölu
í Englandi seldust 156 tonn fyrir 26
milljónir. Verð fyrir þorsk í gáma-
sölu hefur á þremur vikum hækkaö
um nær 20 prósent. Meðalverðið í
síðustu viku var 174 krónur kílóið.
Dollar og pund hækkuðu í verði í
síðustu viku en markið og jenið fóra
niður á við. Sölugengi dollars var
64,69 í gærmorgun, pundið var
101,95 krónur, markið 45,87 krónur
og jenið 0,6348 krónur. -bjb
3 milljarða
vöruskipta-
afgangur
í september
Útflutningur í septembermán-
uði nam 10 milljörðum króna en
verðmæti innflutnings nam 7
milljörðum. Þetta gerir 3 millj-
arða króna vöruskiptaafgang
sem er mjög svipuð niðurstaða
og í sama mánuði í fyrra.
Fyrstu níu mánuði þessa árs
voru fluttar út vörur fyrir 85,6
milljarða en inn fyrir 72,7 millj-
arða. Vöruskiptajöfnuðurinn
var því hagstæður um 12,9 millj-
arða. Eftir fyrstu níu mánuðina
1994 var afgangur af vöruskipt-
um við útlönd 16,4 milljarðar.
Fyrstu níu mánuði þessa árs
jókst verðmæti vöruútflutnings
um 5%. Munar þar öllu um auk-
ið verðmæti kísiljáms um 32%
og áls um 13% þar sem verð-
mæti sjávarafurða, sem eru 74%
alls útflutnings, minnkuðu um
1% á tímabilinu.
Mannabreyt-
ingar hjá IKEA
Jóhannes Rúnar Jóhannesson
hefur verið ráðinn fram-
kvæmdastjóri Miklatorgs,
rekstraraðila IKEA á íslandi, frá
og með áramótum. Jóhannes
tekur við af Gesti Hjaltasyni
sem ráðinn hefur verið fram-
kvæmdastjóri Hafnar-Þríhyrn-
ings hf. frá sama tíma.
Jóhannes hefur síöustu tvö ár
veitt forstöðu innkaupa- og
vörudreifingarfyrirtæki Hag-
kaups og Bónuss, Baugi hf. Þar
áður var hann innkaupastjóri
matvörudeildar Hagkaups. Gest-
ur hefur verið framkvæmda-
stjóri IKEA frá árinu 1984. Áður
starfaði hann hjá Hagkaupi frá
árinu 1976. -bjb
Hlutabréfí
Suðurflugi
til sölu
Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum:
Enn eru eftir hlutabréf í Suð
urflugi hf. á Keflavíkurflugvelli
að verðmæti 5,8 milljónir króna
Á hluthafafundi í fyrra var sam
þykkt að auka hlutafé um 8
milljónir og voru jafnframt
keypt strax bréf fyrir 2,2 milljón-
ir. Allir hluthafar hafa þegar af-
salað sér afganginum og verða
bréfin því seld almenningi.
Verðmæti hvers bréfs er 125
þúsund krónur. Suðurflug á
þrjár flugvélar og i smíðum er
þjónustumiðstöð á Keflavíkur-
flugvelli. Stærstu hluthafar eru
Olíufélagið og Sandgerðisbær.
Emil G. Einarsson og Kristinn
Geirsson.
Samskip
kaupa tölvu
af Nýherja
Nýlega gerðu Samskip hf.
samning við Nýherja um kaup á
nýrri IBM AS/400 stórtölvu.
Þessi kaup era einn liður í end-
urskipulagningu á tölvuvæð-
ingu Samskipa. Tölvan mun
leysa af hólmi eldri vél- og hug-
búnað fyrirtækisins. Meðfýlgj-
andi mynd var tekin þegar geng-
ið var frá kaupsamningi. Fyrir
hönd Nýheija undirritaði Emil
G. Einarsson deildarstjóri samn-
inginn og fulltrúi Samskipa var
Kristinn Geirsson, deildarstjóri
hagdeildar.