Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 9 DV Útlönd Evrópustefna Gronýturvíð- tæksstuðnings Opinber stefna Gro Harlem Brundtland, ; forsætisráð- herra Noregs, og stjórnar hennar um að Norðmenn eigi að hafa sem nánasta samvinnu við Evrópu- sambandið og aðildarlönd þess nýtur stuðnings 92 pró.senta norskra kjósenda, enda þótt Norömenn haii hafnað aðild að ESB í fyrrahaust. Þetta kemur fram í skoöana- könnun sem gerð var fyrir norska utanríkisráðuneytið. Þar kemur fram að meira að segja 87 prósent andstæðinga ESB eru fylgjandi nánum tengslum. „Eg lit á þetta sem víðtæka stuðningsyfirlýsingu,“ segir Gro. Norðmenn setja orkukauphöllá Noregur verður orkumiðstöð heimsins þegar norræna orku- kauphöllin hefur starfsemi sína, að öllum líkindum um áramótin. Orkukauphölhn verður sú fyrsta sinnar tegundar þar sem raforka er seld á alþjóðamarkaði. Það sem gerir nú kleift að selja orku á þennan hátt milli landa er losun hafta sem hvíldu á sænska raforkumarkaðinum. Svíar samþykktu nýja orkulög- gjöf í sumar og í síðustu viku féllst þingið á að gefa raforku- markaðinn fijálsan á næsta ári. Þar fara Svíar að dæmi Norð- manna sem losuðu um opinbert efdrlit á markaðinum árið 1992. TaUð er að árleg velta þessarar nýju kauphallar verði sem svarar um 200 milljörðum íslenskra króna á ári. Falast verður eftir orku frá Noregi, Sviþjóð, Finn- landi, Danmörku og Rússlandi. Danskirpylsu- vagnarísigurför umSvíþjóð GamUr danskir pylsuvagnar frá sjötta áratugnumnjóta nú gíf- urlegra vinsælda meðal sænskra pylsusaia. Vagnar þessir höíðu i mörg ár bara safhað ryki heima í Danmörku þar sem þarlendir pylsusaiar voru búnir að skipta þeirn út fyrir nýrri og nútíma- legri vagna. Sem stendur eru tveir af gömlu dönsku vögnunum í Stokkhólmi, einn prýðir torgið í Linnköping og þrír vagnar til viðbótar eru tilbúnir og bíða nýrra eigenda. Að sögn innflytjandans er kost- urinn við gömlu vagnana sá að þeir eru UtUr, auk þess sem þeir eru hefðin uppmáluð. Ætlunin meö þessu er að innleiöa danska pylsumenningu í Svíþjóö. Konungsheim- sóknlýkurmeð hlátrasköllum Haraldur Noregskonung- ur lauk heim- sókn sinni og Sonju drottn- ingar til Banda- ríkjanna á lóttu nótunum í gær þegar hann heimsótti blaöamannaklúbbinn í Washington. Var þar hlegið dátt að gamansemi konungs. Haraldur konungur svaraði spurningum um allt milli himins og jarðar, svo sem stækkun NATO og hvalveiðar. NTB, Ritzau Santer setur framkvæmdastjórum ESB reglur: Ritt múlbundin Framkvæmdastjórar Evrópusam- bandsins, ESB, mega ekki gefa út bækur nema með samþykki forseta framkvæmdastjómarinnar, Jacques Santers. Þetta er niðurstaða langs fundar framkvæmdastjómarinnar í gær þar sem Santer gerði samstarfs- mönnum sínum ljóst hvað má og ekki má. Santer ákvað að dagbókar- mál Ritt Bjerregaard endurtæki sig ekki. Reyndar era ljóðabækur undan- skildar. Talsmaður Santers, sem gerði fréttamönnum grein fyrir nið- urstöðu fundarins, viðurkenndi þó að það gæti valdið erfiðleikum ef bækurnar væru skrifaðar á dönsku eða finnsku sem Santer kann ekki. Talsmaður hans vísaði því að bug að verið væri að múlbinda fram- kvæmdastjórana. Framkvæmdastjórarnir mega ekki þiggja peninga eða gjafir. Þeir mega ekki gera samninga langt fram í tím- ann um greiðslur fyrir greinar og þeir mega ekki þiggja greiðslur fyrir fyrirlestra. Kostnað vegna feröa, gistingar og því um líkt mega þeir hins vegar láta greiða fyrir sig. Ritt Bjerregaard var gagnrýnd fyrir að hafa gert samninga við dönsk blöð um greinaskrif gegn þóknun sem tal- ið er aö nemi ríflega 2 milljónum ís- lenskra króna. Ritzau Það var mikið um dýrðir í Disney World á Flórída á mánudag þar sem 61 nýgift hjón frá Hollandi komu í heimsókn. Sprellið hjá Mikka mús og félögum var liður í brúðkaupsferð hjónanna og er ekki að efa að allir höfðu gaman af, bæði hjónin og allir hinir gestirnir. Simamynd Reuter Qkuskóli AUKIN Islands ökuréttindi S: 568 3841 Námskeið 3. nóv. Komið og reynsuuakio. Með einu handtaki lyftist barna- stóllinn upp og barnið getur notað bílbeltið á öruggan hátt. RENAULT fer á kostum ÁRMÚLA 13 SlMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 INNBYGGT ÖRYGGI FYRIR BÖRNIN! Innbyggði barnabílstóllinn í Renault 19 veitir barninu öryggi án þess að vera fyrir þegar barnið er ekki í bílnum. En Renault 19 RN er fleiri góðum kostum búinn: Aflstýri, rafdrifnum rúSum, fjarstýrSri samlasingu Á hurSum, fjarstýrSu útvarpi og segulbandstœki meS þjófavörn, tviskiptu niSurfellanlegu aftursœti meS höfuSpúðum og styrktarbitum í hurðum svo fútt eitt sé talið. Renault 19 RN er því örugglega góður kostur fyrir alla fjölskylduna því verðið er nú aðeins 1.265.000 kr. kominn á götuna. Viðskiptablaðið bíður þín á miðvikudögum Þú færðViðskiptablaðið á þessum sölustöðum utan höfuðborgarsvæðisins: Olís Mosfellsbæ Ferstikla Hvalfirdi Baulan. veitingaskáli Borgarfirdi Hvítárvallaskálí Borgarfirdi Markid Akranesi Skútan Akranesi Skaganesti-Skeljungur Akranesi Hyrnan-Esso Borgarnesi Shellstodin Borgarnesi Versl. Gissurar Tryggvas. Stykkishólmi Versl. Ragnars Kristinss. Grundarfirði Söliiskáli O.K. /\ Ólafsvík Hamraborg ísafirdi Bókabúðin Isafirdi Nonna Nesti Patreksfirdi Brú-soluskáli Hrótafirdi Staðarskáli Hrútafirdi Söluskálinn Hvammstanga Esso skálinn Blönduósi Hlíðarkaup Saudárkróki Bókabúð Biynjars Saudárkróki Söluturninn Siglufirdi Söluskáli Shell Ólafsfirdi Söluskálinn Dröfn Oalvík Kjörbúðin Kaupangi Akureyri Bókabúð Jónasar Akureyri Bókabóðin Edda Akureyri Tölvutæki-Bókval Akureyri Möppudýríd Akureyri Olís Hósavík Esso skálinn Hósavík Shell Nesti Hósavík Kaupfálagid Vopnafirdi Söluskáli KHB Egilsstödum Esso söluskáli Seydisfirdi Shell Seydisfirdi Shell Reydarfirdi Olís Reydarfirdi Shell grillid Eskifirdi Esso skálinn Eskifirdi Verslun Vidars Fáskródsfirdi Söluskáli Stefáns Jóns. Fáskródsfirdi Hótel Bjarg Fáskródsfirdi Esso Breiddalsvík KASK Höfn KASK - bókabód Höfn Skaftárskáli Kirkjubæjarklaustri Hlídarendi Hvolsvelli Bjarnahód Brautarholti Þrastarlundur Grímsnesi Ki. Selfossi Höfn hf. Selfossi Söluskáli Esso Selfossi Hverakaup Hveragerdi Skálinn Þorlákshöfn Verslunin H-sel Þorlákshöfn Kaupfélag-söluturn Vestmannaeyjum Klettur BP Vestmannaeyjum Lindin Keflavík Braut Grindavík Aldan Sandgerdi Samkaup Njardvík Fylgstu með viðskiptafréttunum Ltobi mwm BWSTBl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.