Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 Stuttar fréttir Lubbersöruggur Hollendingurinii Ruud Lubbers þykir öruggur um að fá ífam- kvæmdastjórastöðu NATO eftir að Kohl Þýskalandskanslari lýsti yíir stuðningi við hann í gær. SkothríðíKarachi Að minnsta kosti níu manns létu lífið i skothríð í Karachi í Pakistan síðasthðna nótt. AUs hafa 1600 borgarbúar látið lifið vegna pólitísks ofbeldis á þessu ári. írönsk yfír- völd ætla ekki að senda morð- ingja til að full- nægja dauöa- dómnum yfir Salman Rus- hdie en þau munu aldrei gefa skrif- legt loforð þess efnis. Spænskumælandi í Bandaríkj- unum ætla að efioa til flöldagöngu í Washington eins og blökku- menn gerðu í október. Gengið verður i október næsta ár. RohtHsaksóknara Pyrrum forseti S-Kóreu, Roh Tae-woo, mætti í gær á skrifstofu saksóknara í Seoul vegna leyni- sjóðs upp á 650 milljónir dollara. Bandarísk tækni Japanski sértrúarsöfnuðurinn, sem sakaður er um gasárás í Tokyo, keypti tækni frá Banda- ríkjunum, vopn frá Rússlandi og úraníumgrýti frá Ástralíu. Dauðadómar í Nígeríu Hvatt hefur verið til refsiað- gerða gegn Nígeríu vegna dauöa- dóms yfir níu stjórnarandstæð- ingum. Engin tengsl við mafíu Ikjgfræðingur Giulios Andre- ottis, fyrrum forsætisráð- herra Ítalíu, sagði í gær að verjendur hans myndu hrekja vitnisburö upp- ijóstrara innan mafiunnar um að hann hefði veriö í tengslum við mafíuna. MegabúaáGaza israelsk yfirvöld hafa oröið viö beiöni Arafats, leiötoga PLO, um að veita átta palestinskum fjol- skyldum, sem vísaö var frá Líbýu, leyfi til búsetu á Gaza- svæðinu. f-VoU Kosningar i S»Afriku Boöuö handtaka fyrrum vam- armálaráðherra S-Afríku og her- foringja vegna morða á blökku- mönnum 1987 skyggir á kosning- ar sem fram fara í dag. Reuter, Ritzau Utlönd Landstjómin 1 Færeyjum fellst á að leggja niður kvótakerfið: Færeyska f lotanum ekki stef nt til lands Samtök í færeyskum sjávarútvegi hafa hætt við að boða til víðtækra verkfalla eftir að Edmund Joensen lögmaður og landstjórmn gengu að kröfum sjómanna um að leggja niður umdeilt og óvinsælt kvótakerfi. Það voru bæði útgerðarmenn og sjómenn sem höfðu hótað því að sigla öllum fiskiskipaílotanum í land og binda hann við bryggju, ef kvótakerf- iö yrði ekki lagt niður og teknar upp aðrar aðferðir við stjórnun fiskveið- anna. Kvótakerfinu var komið á til að byggja upp fiskistofnana við Færeyj- ar og samþykkti Lögþingið það að Edmund Joensen. kröfu danskra stjórnvalda. Danir hótuðu aö veita Færeyingum ekki lán til að greiða erlendar skuldir sín- ar, ef kvótakerfið væri ekki innleitt. Sjómenn hafa kvartað hástöfum yfir kvótakerfmu og segja að þaö geri þeim mjög erfitt fyrir. Þeir benda til dæmis á aö á þessari vertíð sé svo mikið af þorski á miðunum, að jafn- vel þótt þeir reyndu að veiða ein- göngu stórufsa kæmi svo mikill þorskur í netin að þeir færu fram úr úthlutuðum kvótum. Samtök sjómanna höfðu gefið land- stjórninni frest til 1. nóvember til að leggja kvótakerfið niður. Þegar stjómvöld ákváöu á síðustu stundu að setja á laggirnar nefnd til að finna aðrar leiðir í fiskveiðistjórnuninni vom aðgerðir sjómannanna blásnar af. Verkfall á fiskiflotanum hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir fiskiðju- verin í landinu og fiskútflytjendur. Búist er við að nefndin leggi fram nýjar tillögur um hvernig byggja beri fiskistofnana upp fyrir nýáriö. Kvótakerfið verður meðal þess sem fulltrúar færeysku og dönsku ríkis- stjómanna ræða saman á fundi sín- um í Kaupmannahöfn á fóstudag. Ritzau Bjartsýni viö upphaf Bosníuviðræðna: Erf itt verk fram undan Forsætisráðherra Québec segir af sér Forsætisráðherra Québecs, Jac- ques Parizeau, tilkynnti í gær afsögn sína innan við sólarhring eftir að ljóst var að aðskilnaöarsinnar hefðu tapað naumlega í þjóðaratkvæða- greiðslunni um sambandsslit frá Kanada. , Parizeau sagði aö hann hefði fyrir löngu ákveðið að draga sig í hlé ef sigur ynnist ekki. Gat hann þess að tími væri kominn fyrir yngri kyn- slóðina að halda baráttunni áfram. Forsætisráðherrann vísaði því á bug að afsögn hans tengdist umdeild- um ummælum hans eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna: „Við töpuðum, rétt er það. En vegna hvers? Vegna peninga og atkvæða þjóðernisminni- hluta.“ Minnihlutahópar kölluðu forsætis- ráðherrann rasista og hann sætti einnig gagnrýni eigin stuðnings- manna. Parizeau kvaðst iðrast þess- ara orða sinna. Afsögn Parizeau ýtti undir vanga- veltur um að leiðtogi aðskilnaðar- sinna, Lucien Bouchard, yrði næsti forsætisráðherra Québec. Reuter „Við getum ekki lífgað hina dauðu við. Við getum ekki lífgað við sautján þúsund dauð börn í Bosníu. En við getum náð fram réttlæti hér og það réttlæti felur í sér starfhæft bosnískt ríki, óskipt og fullvalda þar sem réttlæti og lýðræði ríkja,“ sagði Haris Silqjdzic, forsætisráðherra Bosníu, þegar hann kom til Ohio í Banda- ríkjunum í gær þar sem friðarvið- ræður um Bosníu hefjast í dag. Silajdzic lýsti yfir þeirri von sinni að friðarviðræðurar mundu bera árangur. Aðrir samningamenn tóku í sama streng en hingað til hafa allar tilraunir til aö koma á friði í fyrrum Júgóslavíu farið út um þúfur. Bandarískir embættismenn líta svo á að viðræðumar í Ohio séu síðasta tækifærið til að koma á varanlegum friði. „Viö eigum mjög erfitt verk fyrir höndum. Við erum ekki hér til að lofa árangri, heldur aðeins að við munum gera okkar besta,“ sagði Richard Holbrooke, aðalsamninga- maður Bandaríkjastjómar. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði aö Milosevic Serbíuforseti ætti ekki að fá að taka þátt í viðræð- UnUITl. Reuter Öflugur jarð- skjálftivid strönd Chile Kínverskirjarðskjálftafræðing- ar tilkynntu í morgun um öflugan jarðskjálfta undan sfrönd Chile. Mældist skjálftinn 7,1 á Richter samkvæmt frásögn Xinhua fréttastofunnar. Skjálftinn varð rétt eftir miðnætti í nótt að ís- lenskum tíma. Hollendingar skila Belgum jarðskika Belgar fengu í gær jarðskika frá Hollendingum sem er um fjórð- ungur af fótboltavelli í fullri stærð. Þar með tókust sættir í landamæradeilu sem staðið hefur yfir lengur en í 150 ár. Sú niður- staða fékkst að Belgar hefðu sögulegan rétt á j arðskikanum. Reuter Órangútaninn Nonja, sem er í dýragarðinum í Vínarborg, hefur ástæðu til að skála ærlega. Eitt málverkanna sem Nonja er svo fræg fyrir prýðir nú merkimiða á flösku austurrísks vínframleiðanda. Með Nonju á myndinni er Helmut Pechlaner, forstjóri dýragarðsins. Símamynd Reuter Heilsugæslustöðin Seltjarnarnesi v/Suðurströnd ■ 170 Seltjarnarnes ■ Sími 5612070 ■ Fax 5612085 INFLÚENSUSPRAUTA (búum starfssvæðis Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi er boðið upp á inflúensusprautu dagana 2. og 3. nóvember kl. 15-17 alla dagana. Gengið er inn gegnt Valhúsaskóla. Starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarnarnesi Geymið auglýsinguna! Rússlandsforseti að hressast: Borís Jeltsín krefst skýringa hjá kjörstjórn vegna útilokunar f lokka Borís Jeltsín Rússlandsforseti hef- ur blandað sér í stjómmálabaráttuna í Rússlandi og krafist skýringa af kjörstjóm hvers vegna nokkrir flokkar hafi verið útilokaðir frá þátt- töku í kosningunum 17. desember næstkomandi. Meðal þeirra er einn helsti umbótaflokkur landsins, Jab- loko. Þetta er fyrsta tilskipun Jeltsíns af sjúkrabeði frá því að hann var lagður inn á sjúkrahús með vægt hjarta- áfall fyrir tæpri viku. Eiginkona Jeltsíns, Naína, veitti fréttamönnum viðtal í gær og kvaðst hafa beðið lækna um aö útskrifa ekki forsetann of snemma í þetta sinn. Hún sagði hann taka stöðugum fram- föram og bað fréttamenn að gera ekki of mikið úr veikindum hans. Naína veitir sjaldan viðtöl og er undantekningin í gær túlkuð sem svar við þeirri gagnrýni sem beinst hefur aö yfirvöldum fyrir aö veita knappar upplýsingar um líöan for- setans. Engar myndir hafa borist af Jeltsín á sjúkrahúsinu og hefur það einnig kynt undir orðrómnum um alvarleg veikindi. Naína hefur áhyggiur af mikilli vinnu eiginmannsins og vill ekki að hann taki þátt í forsetakosningunum ánæstaári. Reuter,TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.