Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Side 5
MIÐVTKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
5
Fréttir
Loðnusjómenn eru kátir þessa dagana enda veiðist vel. A myndinni er
áhöfnin á Hábergi GK að kasta nótinni á miðunum út af Vestfjörðum. Frá því
loðnan byrjaði að veiðast í síðasta mánuði hafa þeir þrisvar fengið í bátinn.
DV-mynd Þorsteinn
Loðnuveiðarnar út af VestQörðum ganga vel:
Menn eru
bjartsýnir á
framhaldið
- segir stýrimaðurinn á Hábergi GK
„Það er töluvert af loönu að sjá á
stóru svæði og ágætis loðnu að fá úr
sumum lóðningunum. Gegnum-
sneitt er þetta frekar blönduð
loðna,“ segir Þorsteinn Símonarson,
stýrimaður á Hábergi GK.
Þegar DV ræddi við Þorstein í
gær var hann á landleið til Grinda-
vikur með um 650 tonna afla. Þetta
er þriðji túrinn sem Háberg landar
en alls er báturinn búinn að fá um 2
þúsund tonn af loðnu frá því hann
byijaði loðnuveiðar í síðasta mán-
uði. Þorsteinn segir að vel hafi
veiðst í fyrrinótt og margir hafi ver-
ið með 600 til 700 tonn eftir nóttina.
Hann segir að nú biði menn þess að
stóra loðnan taki sig út úr.
„Þegar sú stóra fer að ganga aust-
ur um þá situr smærri loðnan eftir.
Menn eru því bjartsýnir á framhald-
ið,“ segir Þorsteinn.
Um 10 loðnuskip voru á miðunum
um 80 sjómílur norður af Straum-
nesi í gær samkvæmt upplýsingum
Tilkynningarskyldunnar. -rt
Visindaritgerð og
afritinu stolið
„Ég ætlaði að taka töskuna með
tölvimni og afritinu með inn en
gleymdi því. Svo þegar ég koni út í
morgun var búið að stela öllu.
Þama var vísindaritgerð sem ég hef
verið að vinna að undanfarið og
mikið tjón fyrir mig,“ segir læknir
sem varð fyrir því í fyrrinótt að
þjófur fór inn í bíl hans í Breiðholti
og stal þar ómetanlegum gögnum. í
töskunni voru einnig ýmis gögn
varðandi umsókn um starf erlendis.
Betur fór þó en á horfðist. Frétt
um málið kom á Bylgjunni í hádeg-
inu í gær. Skömmu síðar fór læknir-
inn og leitaði nálægt heimili sínu.
Gögnin fann hann í nálægum garði
og hluta af afritinu. Tölvunni hafa
þjófamir þó haldið.
Læknirinn sagöi að það hefði ver-
ið mikil vangá að hafa afritið á
sama stað og frumgögnin. -GK
Rannsóknarnefnd vegna Súðavíkur:
Hef ekkert heyrt frá
hreppsnefndinni
- segir Arnmiindur Backman
„Ég hef ekkert heyrt frá hrepps-
nefndinni aftur,“ segir Ammundur
Backman sem gerði samkomulag
við forsvarsmenn Súðavíkurhrepps
um að skipuð yrði tveggja manna
óháð rannsóknarnefnd til að rann-
saka framgöngu við hreinsunarstarf
eftir snjóflóðin i janúar sl.
Ammundur gerði samkomulagið
fyrir hönd skjólstæðings síns, Haf-
steins Númasonar, sem gagnrýnt
hefur harðlega hvemig staðið var
að hreinsunarstarfinu. Ammundur
segir að hann hafi ritað hreppnum
annað bréf þar sem hann ítrekar aö
nefndinni verði komið á laggimar.
Hann segist lýsa sérstaklega ánægju
sinni með að barátta skjólstæðings
hans hafi skilað sér í því að gengið
sé fram af varfæmi í hreinsunar-
starfi eftir hörmungamar á Flat-
eyri.
Lægsti stuðullinn táknar líklegustu úrslitin og eftir því sem stuðullinn
hækkar þykja úrslitin óhklegri. En það getur margborgað sig að taka
séns! Einfaldlega vegna þess að 1, X og 2 tákna alltaf úrsUt eftir
venjulegan leiktíma, ekki framlengingu - og stuðlamir margfalda
vinninginn ef spá þín reynist rétt!
Vinningar eru greiddir út
rúmum sólarhring eftir leik.
Dæmi: Leikur fer fram
aðfaranott miðvikudags;
vinningar eru greiddir út eftir
hádegi á fimmtudag.