Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 Útlönd______________________________________________________________ Ekkja Itzhaks Rabins ómyrk í máli 1 bandarísku sjónvarpsviðtali: Kennir stjórnarand- stöðunni um morðið Benjamin Netanyahu, leiðtogi stjómarandstöðunnar í ísrael, lét aö því liggja í gær að gagnrýni Leuh Rabin, ekkju hins myrta forsætisráð- herra ísraels, Itzhaks Rabins, í sinn garð ætti rætur aö rekja til „tilfinn- ingaólgu" hennar vegna missis eigin- mannsins. Leah Rabin virtist róleg og yfirveg- uð í gær, daginn eftir útfór eigin- manns síns, og gaf fjölda viðtala þar sem hún kenndi Likudbandalaginu og Netanyahu um að kynda undir ofsafengið andrúmsloft í ísraelskum stjórnmálum með hatursáróðri sín- um. „Auðvitað kenni ég þeim um,“ sagöi Leah Rabin í viðtah við banda- rísku sjónvarpsstöðina ABC frá Tel Aviv þar sem ísraelskur laganemi, andvígur afsali lands í skiptum fyrir frið, myrti forsætisráðherrann á frið- arfundi á laugardagskvöld. Leah Rabin, ekkja Itzhaks, var ómyrk í máli I gær. Simamynd Reuter „Ef þú hefur einhvern tíma heyrt ræður þeirra í þinginu mundirðu skilja hvað ég á við. Þeir tóku mjög svo harkalega til orða: „Við emm að fara með landið í íiundana. Það verð- ur ekkert Ísraelsríki eftir þessa frið- arsamninga." Þetta var tryllings- legt,“ sagði Leah Rabin. Benjamin Netanyahu sagði í viðtali við CNN sjónvarpsstöðina seint í gærkvöldi að hann hefði ávallt barist gegn slíku oíbeldistali. „Fjölskyldur, sem hafa misst ást- vin, ganga í gegnum mikla tilfinn- ingaólgu og við eigum mjög gamalt og spaklegt orðatiltæki í ísrael sem segir: „Ekki dæma fólk af sorg þess.“ Ég ætla ekki út í rökræður við fjöl- skyldu sem hefur misst ástvin," sagði Netanyahu. Á undanfornum mánuðum höfðu stuöningsmenn Likud birst á fjölda- fundum með myndir af Rabin í ein- kennisbúningi Gestapolögreglu nas- ista eða með hefðbundiö höfuðskraut araba. „í hvert skipti sem við heyrðum þessi hróp um að hann væri svikari eða morðingi sagði ég við fólkið: „Nei, hann er ekki svikari“,“ sagði Netanyahu. Símoni Peres, starfandi forsætis- ráðherra ísraels, var mikið í mun í gær að sannfæra umheiminn um að morðingi Rabins hefði ekki gengið af friðinum dauðum. „Ég mun halda áfram friöarferhnu sem við hófum," sagði Peres við fréttamenn. En ýmsir andstæðingar stjórnar- innar hétu því að stöðva friðarferlið hvað sem það kostaði. í Jerúsalem mátti sjá slagorð krot- að á vegg: „Rabin er fómarlamb frið- arins og Peres er næstur í röðinni." Reuter Alexandrafékk minkapels Alexandra Manley, verðandi eigin- kona Jóakims prins og prinsessa Dana, tók í gær á móti einni af fyrstu brúðkaupsgjöfum sínum, forláta minkapels sem verslun í útjaðri Kaupmannahafnar gaf henni. Pels- inn, sem 'er svartur, síður og aðskor- inn og með silfurhnöppum, kostar um 700 þúsund íslenskar krónur. Mikill fjöldi blaða- og fréttamanna fylgdist með þegar Alexandra tók á móti pelsinum og létu spumingum rigna yfir hana. Hún svaraði mörg- um en sagði fátt þegar spurt var hvort henni fyndist hún ekki vera að auglýsa verslunina og ógna dýra- verndunarsinnum. Alexandra segist vera að læra dönsku og sagði, reynd- ar á enSku, að hún læsi svolítið í dönsku dagblöðunum. Ritzau Meiri bætur ■ Thule Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að Danir, sem ráðnir voru hjá banda- rískum fyrirtækjum en tóku þátt í hreinsunarstarfinu eftir að sprengjuvél hlaðin kjamorkuvopn- um hrapaöi við Thule á Grænlandi 1968, fái fjárhagslegar bætur eins og aðrir sem unnu aö hreinsun og björg- un. Er þetta í þriðja sinn sem ríkis- stjómin skiptir um skoðun í málinu en hún lét endanlega undan þrýst- ingi frá Sósíalíska þjóöarflokknum. Samanlagðar bætur verða hækkaðar úr 75 í 85 milljónir danskra króna. Fær hver og einn um 600 þúsund ís- lenskar krónur í sinn hlut. Ritzau Þrettán voru handteknir vegna mótmæla I Auckland á Nýja-Sjálandi I gær þegar fjöldi manns safnaðist saman og lokaði götunni fyrir framan bygginguna sem hýsa mun ráðstefnu leiðtoga samveldislandanna á föstudag. Hópur- inn mótmælti stuðningi breskra stjórnvalda við kjarnorkutilraunir Frakka á Kyrrahafi. Simamynd Reuter Bill Clinton f ékk rúmlega helming at- kvæða í óformlegum forsetakosningum Bill Chnton forseti og Cohn Powell hershöfðingi fengu flest atkvæði í óformlegum forsetakosningum sem voru skipulagöar í sautján borgum Bandaríkjanna í gær. Kosningum þessum, eða skoðana- könnun, var ætlað að þvinga fram- bjóðendur frá öhum flokkum til að beina sjónum sínum aö málefnum borganna. Þátttakan varð hins vegar mun minni en skipuleggjendur höfðu gert sér vonir um. Búist hafði verið viö aö um 200 þúsund manns mundu taka þátt í þessari óformlegu at- kvæðagreiöslu um leið og þeir greiddu atkvæði í bæjarstjómar- kosningum. Þegar búið var að telja nærri fjöru- tíu þúsund atkvæði frá sex borgum, hafði Clinton fengið 53 prósent at- kvæða. Colin Powell var í öðra sæti með rétt rúm 15 prósent atkvæð- anna, á undan öhum tíu yfirlýstum frambjóðendum repúblikanaflokks- ins. Samstarfsmenn Powehs sögðu í gær að hann mundi skýra frá því á næstu tveimur sólarhringum hvort hann byði sig fram í forsetakosning- unum á næsta ári. í þriöja sæti í þessari óformlegu könnun var Bob Dole, leiðtogi repú- blikana í öldungadeildinni, með 9,6 prósent atkvæða. Það er töluvert meira en nokkur hinna frambjóð- enda repúblikana fékk. Rúm tíu pró- sent þátttakenda greiddu óháöum frambjóöendum atkvæði sitt og var auðkýfingurinn Ross Perot þar fremstur í flokki með 3,4 prósent. Reuter Stuttar fréttir VonumBosníu Embættismaður kunnugur friðarviöræöunum um Bosniu segist vongóður um aö árangur náist eför einnar viku fundahöld til viðbótar. Vantar meiri stuðning Forseti stríðsglæpadómstóls SÞ vih meiri aðstoð víð að elta uppi striösglæpamenn í Bosníu og koma þeim undir manna hendur. Berst fyHr blaðaman n Warren Chri- stopher, utan- ríkisráöherra Bandaríkjanna, sneri sér tíl Mi- losevic Serbíu- forseta til að fa bandarískan blaöamann, sem Bosníu-Serbar hafa fangels- að, látínn lausan. Sýknaðiraf vopnasölu Breskur áfrýjunardómstóh ó- gilti i gær sakfelhngu fjögurra kaupsýslumanna vegna vopna- sölu til íraks og þykir það áfah fyrir stjórn Majors. KonafærBookerinn Enska skáldkonan Pat Barker fékk hin eftirsóttu Booker bók- menntaverðlaun í gær fyrir þriggja binda verk um heims- styijöldina fyrri. Hohenskur læknir, sem batt enda á líf alvarlega fatíaörar ný- fæddrar stúlku í samráði viö for- eldrana, breytti rétt, að mati hol- lensks dómstóis. Juppéfærnýjastjórn Alain Juppé, sem myndaði nýja og fá- mennari sijóm í Frakklandi i gær, á ekki von á góðu frá verkalýðsfé- lögum og fleir- um þegar reynt verður að koma spamaðaráformum og endur- skipulagningu velferðarkerfisins í gegn. Sjónvarpsstjóri fekinn Stjórnarformaður stærstu einkareknu sjónvarpsstöövar- innar í Frakklandi var i haldi lög- reglu í gær vegna rannsóknar á svikamáli í tengslum við þjóöar- happdrættí Frakka. Forstjóraryfirheyrðir Forstjórar þriggja stærstu fyr- írtækja Suður-Kóreu verða yfir- heyrðir í dag vegna ólöglegs sjóðs fyrrum forseta landsins. Styðjaskipasmíðar ESB mun halda áfram að styðja við bakið á skipasmiðum þar tíl Bandaríkin, Japan og Suður- Kórea staðfesta samninga OECD ríkja um stöðvun ríkísstyrkja til skipasmíöa. Langfiákvörðun Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráð- herra Dana, segiraðþaðgeti: höið margar vikur áður en ákveðiö veröur hver taki við stöðu frmakvæmdasijóra NATO. Möguleikar Uffe Ellemanns- Jensens eru þó taldir hverfandi þar sem stórþjóðir Evrópu styðja Ruud Lubbers th starfans. Raunir kvenpresta Um helmingur kvenpresta í Smálöndum í Suður-Svíþjóð segj- ast eiga í erfiðleikum í starfi vegna andstöðu við kvenpresta. Karlkyns prestar hunsa messur þeirra og þær fá ekki að þjóna við altarisgöngur. Reuter/Ritzau/TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.