Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 Spurningin Lesendur Eyðir þú um efni fram? Selma Rut Gunnarsdóttir verslun- armaður: Nei, ég get ekki sagt það. Sara Kristjánsdóttir verslunar- maður: Já, það kemur fyrir en þó reyni ég yfirleitt að gera það ekki. Aðalheiður Þorsteinsdóttir sölu- maður: Alveg örugglega. Gera það ekki allir i dag? Torfi Hjartarson verkfræðingur og Anna Guðrún Torfadóttir: Nei, það geri ég ekki. Hvað eru Samein- uðu þjóðirnar? Guðmundur Guðjónsson skrifar: íslendingar hafa lagt sig í líma þessa dagana til að ófrægja Samein- uðu þjóðirnar sem mest þeir mega. Á fimmtugsafmæli SÞ, sem haldið var nýverið, magnaðist óánægjan um allan helming gagnvart þessum samtökum sem stofnuð voru til að tryggja heiminum frið eftir lok síð- ari heimsstyrjaldarinnar og að finna nýjan farveg alþjóðlegs sam- starfs friðargæslu og baráttu gegn sjúkdómum og fátækt. Mikið og margt höfum við íslend- ingar fengið í okkar hlut frá þessum samtökum. Og enn keppast íslensk- ir ráðamenn við að sækja SÞ heim, og senda t.d. þingmenn okkar, sam- kvæmt sérstöku samtryggingarkerfi stjómmálaflokkanna, til New York á hverju hausti til að sitja fundi samtakanna. Auðvitað er það eins og hver önnur atvinnubótavinna og skemmtireisur fyrir þingmenn, því við höfum sérstaka fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, ræðismann í New York og hvaðeina. En á meðan við erum þátttakendur og aðildar- ríki getum viö ekki skammast út í samtökin fyrir linkind og dáðleysi. Ég hef t.d. aldrei heyrt fulltrúa okkar, hvorki fastafulltrúa né þing- menn, setja ofan í við samtökin í ræðum á þinginu í New York. Ein- ungis hér heima. Og er mest hnýtt í Bandaríkin og önnur fjársterk ríki fyrir að greiða ekki enn þá meira fé til samtakanna en þau gera. Jafnvel þótt þessi tilteknu ríki hafl í raun lagt mest af mörkum með þróunar- hjálp um allan þriðja heiminn, fyrr og síðar. Hins vegar skal á það bent að Sameinuðu þjóðirnar verða aldrei annað og meira en þær þjóðir sem að þeim standa, líkt og við fáum aldrei betri ríkisstjórn en við eigum skilið, eftir að hafa kosið menn til þingsetu. - Að öllu samanlögðu sit- ur ekki á okkur íslendingum að finna að starfsemi SÞ. Við höfum ekki lagt þeim til þá fjármuni að við höfum efni á að tala um gjaldþrot, vesaldóm eða „sjúkling“, sem sé haldið gangandi í öndunarvél. SÞ eru nefnilega sú „öndunárvél" sem er leitað til þegar á reynir. Gleymdu að RÚV heyrðist ekki Helgi Jónsson, Ólafsfirði, skrifar: í Ólafsfirði var, líkt og kannski víðar, rafmagn skammtað í tvo daga nýlega vegna óveðursins. Fram- kvæmdin á skömmtuninni hefur þó vakið furðu hjá mörgum bæjarbú- um. Framkvæmdin virkaði eins og hún væri nánast óskipulögð. Voru t.d. sumar göturnar án rafmangs eina stundina og komu svo inn aft- ur. Það gat hins vegar enginn gert ráð fyrir hversu lengi rafmagnið héldist inni hverju sinni. - Skömmt- unin var ekki auglýst hér í bænum, og engar tilkynningar bárust fólki. Vitað er að bæjarbúi einn hringdi í yfirmenn RARIK í Reykjavík og spurði hvers vegna skömmtunin hefði ekki verið auglýst, og var svarið það að skömmtunin hefði verið auglýst í svæðisútvarpinu á Akureyri. Þessir ágætu menn gleymdu því hins vegar að útvarpið náðist ekki nema á langbylgju. - Það var jú rafmagnslaust! Það er líka margt fróðlegt sem kemur fram í „dagsljósið" þegar ekki nýtur við rafmagnsins. - Leik- skólastjóri og skólastjórar beggja skólanna, BÓ og GÓ, óskuðu sér- staklega eftir því að fá rafmagn á föstudagsmorgun, þótt ekki væri nema í 2 klukkustundir. En þá var þeim tilkynnt að atvinnulífið sæti fyrir. Það varð því að aflýsa öllu starfi í þessum þremur skólum, vegna þess að þeir tilheyra ekki at- vinnulífinu. Þetta er fróðleg stað- reynd fyrir starfsfólk þessara vinnu- staða. Þar vinna jú ekki nema u.þ.b. 300 manns! Hættuástand skapaðist í gagn- fræðaskólanum á fóstudagsmorgun því vegna rafmagnsleysis var ekki hægt aö dæla upp úr kjallaranum, sem var við að fyllast vegna flóða. Það varð því að kalla út slökkviliðið til að bjarga málinu. Góð bílahreinsun í Bíldshöfða Snorri Jónsson skrifar: Það þykir kannski ekki merkileg framkvæmd hjá manni að láta þrífa bílinn sinn en það er hlutur sem menn ættu þó að gera mun oftar en raun ber vitni hjá okkar miklu bíla- þjóð. Ég get þó ekki látið hjá líða að þakka Bón- og bílaþvottastöðinni í Bíldshöfðanum fyrir aldeilis fyrir- taksþjónustu er ég kom þar í síð- ustu viku. Ég var á leiðinni frá Sandgerði til Akureyrar, en er ég var kominn til Reykjavíkur fannst mér öruggara leggja í hann aftur a.m.k. með hrein- ar rúður áður en myrkur skylli á. Ég sveigði því af leið er ég sá skilti Bón- og bílaþvottastöðvarinnar við Bfldshöfða og fór í biðröðina. Ég ætlaði í fyrstu aðeins að láta skyndiþvo bílinn, svona eins og ég geri venjulega. En þarna var farið allt öðruvlsi að en ég á að venjast. Menn komu og tjöruþvoðu búinn fyrst, síðan handþvoðu þeir bílinn með sápu og ég sá að þetta var ekki neinn skyndiþvottur, svo vel var að verki staðið. Þá fóru þeir með sér- stakt efni á álfelgurnar á bílnum sem ég hef ekki tekið eftir að gert sé annars staðar. Og loks var bíllinn vélþveginn og þurrkaður. Ekki neinn skyndiþvottur, og bónið entist lengur en gerist og gengur, segir bréfritari. Mér var einnig boðið að láta létt- bóna bílinn með nýju og áhrifaríku bóni og það dugði svo vel að er ég kom norður til Akureyrar var bíll- inn rétt eins og hann væri nýkom- inn úr þvottinum og bóninu. - Það sem mér fannst þó best við þessa bíl- hreinsun var að afgreiðslan var svo þægileg og starfsmennirnir gengu svo kunnáttusamlega til verka, að ég hef ekki séð annað eins verklag í bflahreinsun. - Ég sendi þeim í Bón- og bílaþvottastöðinni kveðjur og þakka veitta þjónustu. Jón Leósson kaupmaður: Því er fljótsvarað, já. greiðslumaður og trommari: Já, ætli það ekki í mörgum tilvikum. Skömm að Kínadýrkun Helgi Kristjánsson skrifar: Gagnstætt flestum öðrum sið- væddum þjóðum hér á Vestur- löndum leggja einhverjir íslend- ingar í viðskiptalífinu allt kapp á að gera Kínverjum til hæfis og undirbúa stofnun íslensks-kín- versks viðskiptráðs. Kínverjar uppfylla ekki einu sinni lág- marksskilyrði fyrir aðild að Al- þjóða viðskiptastofnuninni, hvað þá meir. En okkur hér þykir sæma að viðra okkur upp við Kínverja með þvi að efna tÚ viö- skipta- og kurteisisferða til Kína á kostnað skattborgaranna, þótt vitavonlaust sé um nokkurun ár- angur af þeim ferðum. Og allra síst á viðskiptasviðinu. Framtíðarhorfur á Vestfjörðum Kjartan skrifar:' Eini þingmaðurinn sem heyrst hefur tala af viti eftir hin hörmu- legu slys á Flateyri nýverið er Gunnlaugur Sigmundsson. Hann segir, sem satt er, að skynsam- legast sé að endurmeta byggð á Vestfjörðum, staldra við og meta hlutina alveg að nýju. Stóru slys- in gleymast, og nýtt fólk kemur, segir líka annar fyrrv. alþingis- maður fyrir vestan. Kanna þarf því alvarlega hvort nokkru eigi yfirleitt til að kosta til að halda úti smærri byggðum á Vestfjörö- um. Mannfæðin vestra stríðir gegn umtalsverðri uppbyggingu með tilheyrandi kostnaði. Bessi Bjarna til Bessastaða Þórdís Sigurðardóttir skrifar: Nú gerast uppástungur um forsetaefni ærið fjölskrúðugar. í DV sl. mánudag var t.d. enn einu nafninu bætt á listann, Bjarna Felixsyni fréttamanni. Mér dett- ur enn eitt þekkt nafn í hug: Bessi Bjarnason leikari. Hann hefur átt ítök í þjóðarsálinni um margra ára skéið og er öllum að góðu kunnur. Verðugur fulltrúi okkar í þessu virta embætti. Ofurtollarnir ógna S.P.K. skrifar: Það er nú að koma æ betur í ljós aö GATT-samningurinn hef- ur í för með sér slíka ofurtolla að þeir ógna nánast öllu er varðar kjarasamninga, verðbólgustigi og verlagsforsendum. Þessi samningur sem átti og hefði get- að orðið ein stærsta búbót síðari tíma — því með honum áttu toll- ar af erlendum búvörum að lækka — er nú orðinn að martröð í þjóðlífinu. Þaö verður fróðlegt að sjá og heyra hvernig stjórnvöld, sem eiga allan þátt í því að skrumskæla GATT- sam- komulagið hér á landi, ætla að vinda ofan af hneykslinu. Færeyingar í góðum málum Óskar Árnason hringdi: Við íslendingar metum afar mikfls hve Færeyingar hafa sýnt okkur mikinn velvilja og samúð vegna undangenginna náttúru- hamfara. Við höfum svo sem lengi átt Færeyinga að, ekki síst þegar hættu eða vanda ber að höndum. Nú eru Færeyingar líka í góðum málum hjá okkur íslendingum að því er varöar að- gang að fiskilögsögu okkar og veiðar í henni. Við fórum varla að stjaka við færeyskum fiski- skipum eða standa stjarfir gagn- vart beiðni Færeyinga er þeir koma til meö að óska eftir við- bótar veiðiheimildum hjá okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.