Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1995, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
33
Afmæli
Jónína Guðrún
Egilsdóttir
Jónína Guörún Egilsdóttir, Lyng-
heiöi 9, Hveragerði, er sjötíu og
fimm ára í dag.
Starfsferill
Jónína fæddist í Reykjahjáleigu í
Ölfusi og ólst upp í Ölfusinu. Hún
fór ung að vinna fyrir sér og fór
þá m.a. kaupakona að Bjarnarstöð-
um í Bárðardal vorið 1939 þar sem
hún kynntist eiginmanni sínum.
Þau bjuggu á Bjamarstöðum til
1959 er þau stofnuðu nýbýhð
Rauðafell úr landi Bjamarstaða.
Eftir að maður Jónínu lést 1969 bjó
hún áfram á Rauðafelh með börn-
um sínum en 1994 flutti hún aftur
suður nærri bemskuslóðunum og
býr nú í Hveragerði með Vigdísi
dóttursinni.
Fjölskylda
Jónína giftist 6.6.1940 Gústaf
Jónssyni, f. 20.8.1910, d. 28.7.1969,
bónda á Rauðafelh. Hann var sonur
Jóns Marteinssonar, b. á Bjarnar-
stöðum, ogk.h., Vigdísar Jónsdótt-
urhúsfreyju.
Börn Jónínu og Gústafs eru Eg-
ill, f. 13.10.1940, bifreiðarstjóri í
Hveragerði, í sambúð með Helgu
Haraldsdóttur íþróttakennara;
Vigdís, f. 15.9.1941, starfsmaður á
Hótel Örk, en sonur hennar er
Gústaf Pétur, f. 1.6.1969; Jón, f. 9.3.
1946, b. á Rauðafelli, í sambúð með
Lottu Jakobsdóttur húsfreyju;
Bjöm, f. 18.5.1950, byggingaverk-
fræðingur íReykjavík, kvæntur
Herborgu ívarsdóttur- hj úkrunar-
fræðingi og era börn þeirra Bar-
bara, f. 7.5.1973, og Ævar, f. 10.5.
Jónína Guðrún Egilsdóttir.
1976; Eysteinn, f. 10.7.1954, vélstjóri
í Reykjavík og eru börn hans Gú-
staf Smári, f. 3.4.1984, og Jónína
Guðrún, f. 2.8.1986; Svanborg, f.
21.7.1959, póstmaður, gift Verði
Ólafssyni húsasmið og em börn
þeirra Arna, f. 18.6.1984, Björk, f.
18.9.1985 og Birna, f. 24.3.1994.
Systkini Jónínu eru Hallgrímur
Egilsson, f. 13.7.1919, garðyrkju-
maður i Hveragerði; Guðrún Egils-
dóttir, f. 4.11.1922, húsmóðir í
Reykjavík; Steinunn Egilsdóttir, f.
17.5.1924, húsmóðir í Reykjavík;
Eyjólfur Egilsson, f. 6.8.1925,
starfsmaður HNLFÍ í Hveragerði;
Egill Egilsson, f. 1.10.1929, d. 9.8.
1989, vélstjóri í Reykjavík.
Foreldrar Jónínu eru Egill Jóns-
son, f. 11.9.1887, d. 21.5.1930, bóndi
í Reykjahjáleigu í Ölfusi, og k.h.,
Svanborg Eyjólfsdóttir, f. 19.4.1891,
d. 12.7.1974, húsfreyja.
Jónína tekur á móti gestum á
heimili sínu laugardaginn 11.11.,
milli kl. 15.00 og 18.00.
Fréttir
Þrítug hjón frá Flateyri, þau Haraldur Eggertsson og Svanhildur Hlöðvers-
dóttir, voru jarðsungin ásamt þremur börnum þeirra, Haraldi Jóni, 4 ára,
Ástrósu Birnu, 3 ára, og Rebekku Rut, 1 árs, að viðstöddu fjölmenni i
Hallgrímskirkju í gær. Fjölskyldan var jarðsett í tveimur kistum því börnin
eru látin hvíla hjá foreldrum sínum. Útförin var sú síðasta þar sem fórn-
arlömb snjóflóðsins á Flateyri áttu í hlut. Séra Gunnar Björnsson, sóknar-
prestur Flateyringa, jarðsöng í gær ásamt séra Karli Sigurbjörnssyni. Fjöl-
skyldan var jarðsett i Gufuneskirkjugarði. DV-mynd GVA
Styrktarfélag aldraðra á Selfossi:
Átla kvölda matreiðslunámskeið
Regína Thorarensen, DV, Selfosá:
Vetrarstarf Styrktarfélags aldr-
aðra á Selfossi hófst í byrjun október
að venju en nú við þær óvenjulegu
aðstæður að 4 stjórnarmenn af 7 voru
í 58 manna hópi erlendis á vegum
félagsins. Hópurinn dvaldi á Beni-
dorm í sól og sumaryl frá 28. sept-
ember til 23. október.
Nú í haust era 15 ár síðan félagið
var stofnað og verður þess minnst í
byijun desember með ýmsum hætti.
Formaður frá upphafi var Einar Sig-
urjónsson en hann lét af formennsku
sl. vetur að eigin ósk. Núverandi
formaður er Böðvar Stefánsson.
Starfsemin hefur vaxið jafnt og
þétt og er blómleg. Kóræfingar hó-
fust 3. okt. undir sjórn Sigurveigar
Hjaltested en hún hefur stjómað
kórnum þau 5 ár sem hann hefur
starfað. Um 40 manns em í kórnum.
Opið hús með kaffiveitingum og dag-
skrá er vikulega en það sækja að
jafnaði 40-50 manns. Bókband, tré-
skurður, spfi, gönguferðir, dans, fé-
lagsvist ogieikfimi eru og vikulega.
Mánudaginn 30. október hófst 8
kvölda matreiðslunámskeið og hafa
12 karlmenn tilkynnt þátttöku og er
námskeiðið þar með fullbókað.
Kennari er Guðrún Ingvarsdóttir.
Eldri borgarar á Selfossi em
skemmtilegt fólk og njóta þess að
skemmta sér. Þeir koma saman á
fimmtudögum við spil og söng. Sann-
arlega kunna þeir að meta hve mikið
er gert fyrir þá af bæjarstjórn og
öðrum ráðandi mönnum á Selfossi.
Leikhús
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Sími 55,1 1200
Stórasviðiðki. 20.00.
GLERBROT
eftir Arthur Miller
Frumsýning föd. 10/11, nokkursœti laus, 2.
sýn. mvd. 15/11,3. sýn. sud. 19/11,4. sýn.
föd. 24/11.
ÞREKOGTÁR
eftir Ólaf Hauk Simonarson
Sud. 12/11, uppselt, fid. 16/11, uppselt, fös.
17/11, aukasýning, laussæti, Id. 18/11, upp-
selt, f id. 23/11, aukasýning, laus sæti, Id.
25/11, uppselt, sud. 26/11, nokkur sæti laus,
fid. 30/11, nokkur sæti laus.
STAKKASKIPTI
eftir Guðmund Steinsson
Ld. 11/11, síöasta sýning.
KARDEMOMMUÐÆRINN
eftir Thorbjörn Egner
Ld. 11/11 kl. 14.00, uppseit, sud. 12/11 kl.
14.00, uppselt, Id. 18/11 kl. 14.00, uppselt,
sud. 19/11, kl. 14.00, uppselt, Id. 25/11 kl.
14.00, sud. 26/11 kl. 14.00, uppselt, Id. 2/12,
sud. 3/12, Id. 9/12, sud. 10/12. Ósóttar pantan-
ir seldar daglega.
Litla sviðiö kl. 20.30.
SANNURKARLMAÐUR
eftirTankred Dorst
FBd. 10/11, ld. 11 /11, sud. 19/11, löd. 24/11,
lld. 30/11.
Smiðaverkstæðið kl. 20.00
TAKTU LAGIÐ, LÓA!
eftir Jim Cartwright
Sud. 12/11, lid. 16/11, örfá sæti laus, föd.
17/11, aukasýning, laus sæti, Id. 18/11, upp-
selt, mvd. 22/11, fid. 23/11, aukasýning, laus
sæti, Id. 25/11, uppselt, sud. 26/11, fid. 30/11.
ATH.I Sýningum lýkur fyrri hluta desember.
Gjafakort i leikhús —
sígild og skemmtileg gjöf!
Miöasalan er opin alla daga nema mánu-
daga frá kl. 13-18 og fram aö sýningu sýn-
ingardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10
virka daga.
Greiöslukortaþjónusta.
Fax: 5611200
Simi miðasölu: 551 1200
Simi skrifstofu: 5511204
VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ!
ÍSLENSKA ÓPERAN
__iiiii
Sími 551-1475
Laud. 11/11 kl. 21.00, örfá sæti laus,
ogkl. 23.00, uppseit, laud. 18/11 kl.
21.00.
mPÁHA.
BUTTERFLY
Frumsýning 10. nóv. kl. 20, uppselt.
Hátiðarsýning 12. nóv. kl. 20.
3. sýn. 17. nóv. kl. 20.
Almennsala hafin.
Miðasalan er opin kl. 15-19
daglega nema mánudaga,
sýningardagtilkl. 21.
SÍMI551-1475,
bréfasimi 552-7384.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
Á NÆSTA SÖLUSTAÐ
EÐA í ÁSKRIFT í
SÍMA 563 2700
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI568-8000
Stóra svið.
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
Laud. 11/11, kl. 14, fáein sæti laus, sun.
12/11 kl. 14, örfásæti iaus,sun. 19/11 kl.
14, örfásæti lausogsun. 19/11 kl. 17.
Litlasviðkl. 20:
HVAÐ DREYMDI ÞIG,
VALENTÍNA?
eftir Ljúdmilu Razumovskaju
Fös. 10/11, uppselt, laud. 11/11, fáein sæti
laus, fös. 17/11, uppselt, lau. 18/11.
Stóra svið kl. 20:
TVÍSKINNUNGSÓPERAN
Gamanleikrit með söngvum eftir
Ágúst Guðmundsson
Sýn. lau. 11/11, lös. 17/11.
Stóra svið kl. 20:
VIÐ BORGUM EKKI,
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
Fös. 10/11.
ATH. TVEIR MIÐAR FYRIR EINN.
Aukasýning laugard. 18/11, siðasta sýning.
Samstarfsverkefni við
Leikfélag Reykjavikur:
Barflugurnar sýna á
Leynibarnum kl. 20.30.
BAR PAR
eftir Jim Cartwright
Aukas. fim. 9/11, fös. 10/11, uppselt, laud.
11/11, uppselt, fös. 17/11, uppselt, lau. 18/11
uppselt, fim. 23/11, fös. 24/11, uppselt, 25/11.
Stóra svið kl. 20.30.
Rokkóperan
Jesús Kristur
SUPERSTAR
ettir Tim Rice og Andrew
Lloyd Webber
Laud. 11 /11 kl. 23.30, fim. 16/11, uppselt,
tim. 23/11, fös. 24/11, fim. 30/11, fös. 1 /12,
siðustu sýningar.
Tónleikaröð LR Á stðra sviði,
alltaf á þriðjudögum kl. 20.30.
Tónleikar, Borgardætur, þri. 14/11. Miða-
verð 1.000 kr.
íslenski dansflokkurinn sýnir
á stóra sviði:
Sex ballettverk
Aðeins þrjár sýningar!
„Rags“ e. Lafosse t. Scott Joplin, „Næsti
viðkomustaður: Álfastelnn" e. Inglbjörgu
Björnsdóttur, t. Sigurður Þórðarson,
„Blómahátíðin i Genzano" e. Bournonville
einnlg kaflar úr „La Sylphide" e. Bournon-
ville „Hnotubrjótnum" t. Tchaikovsky og
„Rauðum rósum" e. Milis.
Frumsýning fim. 9. nóv. kl. 20.00, sýn. sun.
12/11 kl. 20.00, lau. 18/11 kl. 14.00.
Önnur starfsemi: Hamingjupakkið
sýnir á litla sviði kl. 20.30:
DAGUR
söng-, dans- og leikverk
ettir Helenu Jónsdóttur
Sýn.sun. 12/11.
Miðasalan er opin alla daga frá ki.
13-20 nema mánudaga frá kl. 13-17,
auk þess ertekið á móti miðapöntun-
um í síma 568-8000 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakortin okkar,
frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
/iinifi
52S
Igflfll
9 0 4 *1 700
Verð aðeins 39,90 mín.
m Vikutilboö
stórmarkaðanna
Uppskriftir
Olftlll,
DV
904-1700
Verð aðeins 39,90 mín.
1} Fótboiti
2 Handbolti
3 [ Körfuboiti
4 Enski boltinn
51 ítalski boltinn
61 Þýski boltinn
■ 7 j Önnur úrslit
8! NBA-deildin
1 Vikutilboð
stórmarkaðanna
2 Uppskriftir
1[ Læknavaktin
2 [ Apótek
3 I Gengi
lj Dagskrá Sjónvarps
,2 \ DagskráStöðvar2
. 3 j Dagskrá rásar 1
: 4 [ Myndbandalisti
vikunnar - topp 20
; 5] Myndbandagagnrýni
6 j ísl. listinn
wJ
-topp 40
7 [ Tónlistargagnrýni
8 Nýjustu myndböndin
1} Krár
2J Dansstaðir
.3 j Leikhús
4 Leikhúsgagnrýni
^JBÍÓ
j6j Kvikmyndagagnrýni
6
mer
,1} Lottó
'■2\ Víkingalottó
3 j Getraunir
AIIIH
904-1700
Verö aðeins 39,90 mín.