Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 Spurningin Hvernig fer skammdegið í þig? Áskell Leve nemi: Það fer í mig. Björn Kristjánson nemi: Það leggst frekar illa í mig. Haukur Már Helgason nemi: Al- veg hrikalega, stundum. Örvar Þóreyjarson Smárason nemi: Það fer illa í mig, ég verð þunglyndur og fer að gráta. Kristens Guðfinnsson nemi: Þungt og bítandi. Elva Dögg Melsteð nemi: Mjög vel. Lesendur HSI og iþrotta- andi í lágmarki Ása skrifar: Ég fór að horfa á dóttur mína keppa í handbolta um sl. helgi með 4 flokki kvenna og ég get ekki orða bundist yfir því sem ég varð vitni að. Þarna er þó unga fólkið sem við erum að treysta öðrum fyrir. Get ég ekki sagt að fullorðna fólkið hafi þarna haft fyrir bömunum þann sanna íþróttaanda sem kenna ætti sanngimi og réttlæti. Leikið var bæði á laugardag og sunnudag. Fyrri daginn sá ég þrjá leiki, þar af tvo með liði dóttur minnar. Ég er ekki vel að mér í leik- reglum en fannst samt augljóst í tveimur leikjanna að dómarar héldu með öðru liðinu og lék dóttir mín í öðrum þeim leikja sem mér fannst óréttlátt dæmdur. Var hún og liðið allt frekar reitt að leiknum loknum. Á sunnudaginn virtist aUt gleymt og þær mættu glaðar til fyrri leiks þann daginn. Fljótlega tók að bera á að dómararnir héldu með hinu lið- inu og þegar á leið var þjálfari dótt- ur minnar orðinn það reiður yfir ranglátum dómum að hann henti til stól og stappaði í gólfið, en það hef ég aldrei séð áöur, og hef samt fylgt liðinu stíft. Þykist ég vita að ef allt heföi ver- ið eðlilegt hefði dómarinn geflð hon- um rautt spjald en dómaramir vissu greinilega upp á sig sökina og héldu áfram eins og ekkert hefði í skorist. Reyndar er ég mjög undrandi á að þeir væru að hjálpa hinu liðinu því að þetta er mjög sterkt og gott lið með góða leikmenn sem ættu að geta unnið „hjálparlaust“. Eftir leikinn ákvað ég að gera smá tilraun á viðbrögðum dómar- anna til staðfestingar á því sem mér sýndist vera að gerast svo að ég fór og óskaði þeim báðum til hamingju með sigurinn á liðinu. í stað þess að verða hissa, eins og mér hefði fund- ist rétt viðbrögð, þökkuðu þeir mér fyrir!! Ég ákvað að fá mér sæti á áhorf- endabekkjunum aftur. Stuttu síðar fékk annar dómarinn sér sæti skamjnt frá mér (kannski í von um meira hrós?). Þá koma nokkrar stúlkur úr mótliðinu, setjast hjá dómaranum og þakka honum fyrir að hjálpa sér við að sigra hitt liðið. Þá fékk ég staðfestingu á sýn minni af áhorfendapöllunum. Sorglegt að þessi börn þökkuðu ekki eigin getu sigurinn heldur hlutdrægninni. Var nú svo komið með lið dóttur minnar að þegar þær léku síðasta leikinn tóku þær það sem á undan var gengið út á mótspilurunum og einkenndist leikurinn af fantaskap, enda átti mótliðiö að mörgu leyti samúð mína þótt maður skildi hvað var að gerast. Reyndar dæmdu þá aðrir dómarar og það mjög vel. Þeir komu því miður of seint. Skaðinn var skeður. En þannig bregðast börn við óréttlæti og það er sorglegt þegar dómararnir, sem eiga að gæta þess að leikurinn fari rétt fram, skuli búa til slíkar aðstæður. Krefst ég þess sem foreldri og uppalandi að HSÍ sjái til þess að það fólk sem þeir gefa leyfi til að dæma komist aldrei aftur upp með svona nokkuð. Internet skal það heita Bjöm skrifar: Furðulegt hve íslenskir fjölmiðlar sækjast eftir að snúa öllu mögulegu og ómögulegu á íslensku! - Þetta ætti nú að geta talist kostur en mér er nú samt farið að ofbjóða. Og ég get alls ekki samþykkt að íslenska orðið „Internet". Orðið fellur ágæt- lega að íslensku beygingarkerfi og alls engin ástæða til að reyna að finna þýðingarónefni á þaö. Undanfarið hafa Morgunblaðið og fréttastofa Ríkisútvarpsins, og í ein- hverjum mæli DV, verið að reyna að koma orðinu „Alnet" inn sem þýðingu á orðinu Internet. Ég hélt að þetta orð hefði verið afgreitt í umræðum hér á netinu, raunar með vitund Morgublaðsins, í þeim dúr að það væri allsendis ónofiiæft. Int- emetið er, í stuttu máli, samheiti yfir mörg samtengd tölvukerfi, sem eiga það eitt sameiginlegt að nota TCP/IP samskiptareglurnar. Ef þessir aðilar vilja endilega þýða þetta orð á „Alnet“ engan veg- inn við. Nær væri að nota „Milli- net“ eða „Samnet" (jafnvel þó að P&S hafi „tekið frá“ orðið fyrir ISDN-net sitt). Ég sé sjálfur enga ástæðu til að vera með svona „íslensku-áráttu". Mér finnst t.d. úr hófi keyra, þegar fréttastofa Sjónvarps „þýðir“ nöfn landa og borga erlendis eins og Saír (Zaire), Símbabve (Zimbabve), Ekvadór (Equador) og Riíadj (Ry- iadh). Þó finnst mér Svartfjallaland betra en „Montenegro", enda öðru- vísi þýðing. - Ofan í kaupið bætir svo fréttastofa Sjónvarps íslensku- ást sina með „kredit" lista sínum þegar allra síðast stöðvast á skjá allra landsmanna eftirfarandi: Net- fang: tvnews(druv.is. - Ég segi: Int- ernet skal það heita, og hananú! Sparnaðarskattur á aldraða? H.J. skrifar: Ég vil minna landsmenn á (þótt þess ætti ekki að þurfa) að enn era til í þessu landi launastéttir sem aldrei hafa átt þess kost að vera í líf- eyrissjóði en hafa sannarlega unnið þörf og erfið störf í þjóðfélaginu. Má þar t.d. nefna aldraðar húsmæður. Hi§ii ®l&þjónusta allan sólarhringjjatí' ða nringid i sima 2*550 5000 illi kl. 14 og 16 Fær sparnaðurinn undanþágu? Þetta fólk hefur alltaf vitað að lítið yrði um eftirlaunin þegar aldur- inn færðist yfir þaö og því hefur það oft lagt mikið á sig til að eignast sparifé sem er nú þeirra eini og eiginlegi lífeyris- sjóður. Lífeyrissjóður sem ríkið hefur aldrei lagt krónu í. Nú á að leggja rétt einn skattinn á okkur þar sem er skattur á sparifé. Við fáum 3,2% vexti af sparifénu, og það sjá allir að mikið hefur þurft að leggja fyr- ir til þess að fá t.d. hinar margumræddu 40 þúsund krónur á mánuði. Ég beini því nú til ráðamanna að þeir láti þessa peninga okkar í friði og síðan til bankastjóranna að þeir geri okkur kleift að geyma peninga okkar aldraða fólksins í bankabók svo að við þurfum ekki að braska á verðbréfamarkaði sem við kunnum hvort eð er ekkert á. - Óskandi væri að forystumenn eldri borgara tækju þessi mál upp. Einmitt núna. Beyglur eru illa skornar Ásthildur hringdi: Beyglumar, sem eru orðnar nokkuð vinsælar, eru með þeim eindæmum, bæði frá MS og Myllunni, að þær eru svo illa skomar að ekki er möguleiki að nota þær t.d. í brauðrist eins og margir vilja. Og því nást þær ekki í sundur án þess að molna. í raun eru þær of þykkar til að passa í venjulega brauðrist. - Þetta verða framleiðendur að lagfæra ef þeir vilja halda í þá viðskiptavini sem hafa keypt beyglumar, sem era að öðru leyti góðar. Bankastarfs- fólk Ragnar skrifar: í tengslum við íslandsbanka- málið finnst mér koma fram að starfsfólk þess banka sé ekkert of vel að sér í starfsháttum. Það tíðkast víðast hvar í bankastarf- semi að starfsfólk fær yfirgrips- mikla kennslu áður en það er lát- ið liefja störf. Bankastörf eru virðingarstörf í siðmenntuöum löndum. I bankalandinu Sviss tala menn t.d. um „un beau méti- er“ sem má vel útleggja sem „göf- ugt starf‘. Þetta verður að breyt- ast hér á Tímamóta lög- reglubíll Skarphéðinn H. Einarsson skrifar: Ég óska sýslumanninum í Keflavík til hamingju með nýjan lögreglubU sem keyptur er frá Ameríku. Þetta er dísUbíll af Ch- evrolet gerð frá GM verksmiðj- unum bandarisku. Önnur lög- regluembætti hafa verið með bensínbUa af Ford tegund, dýra í rekstri. Þessi embætti ættu að kaupa dísUbUa í framtíðinni og leggja hinum gömlu bensínhák- um og spara þar með fyrir skatt- borgarana. Hinn nýi lögreglubUl í Keflavik er sannkaUaður tíma- mótabUl. Kvikmyndin er amerísk Sigurður Stefánsson hringdi: Ég les í dag í DV (þriðjudag) grein eftir Áma Bergmann rit- höfund. Þar vitnar hann í les- endabréf frá mér fyrir nokkru þar sem ég geri amerískum kvik- myndum hátt undir höfði á kostnað hinna evrópsku. Þetta kom tíl hjá mér eftir útvarpsvið- tal við Bryndísi Schram sem sagðist öfunda amerískar mynd- ir m.a. fyrir tæknina. Það er hins vegar rétt hjá Árna Bergmann; kvikmyndin er oft annað og meira en logandi bHar á Uugi og þess háttar breUur. En úr því Árni spyr þá svara ég: Kvik- myndin er amerísk, a.m.k. sú kvikmynd sem blívur á breið- tjaldi kvikmyndahúsanna fyrir hinn breiða fjölda. Og þá kvik- mynd vUl hinn breiði fjöldi. Hvaö er SD smyrsl? Sævar Ólafsson skrifar: í byrjun október rakst ég á tvær konur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði og voru þær að kynna húðsmyrsl. Smyrsl þetta hefur borið undraverðan árarig- ur á syni mínum sem er meö of- næmi. Umbúðirnar utan af smyrslinu voru ekki merktar neinu fyrirtæki og virtust vera eitthvað sem stundum er kaUað „heimalagað" (þótt ég viti það ekki fyrir víst). Ég hef hringt í staði sem ætla mætti að seldu slík smyrsl en án árangurs. Því leita ég tU DV í von um að ein- hver geti gefið upplýsingar um hvar og hvort umrætt smyrsl fæst keypt. Svari þessu einhver þá vinsamlega sendi hann upp- lýsingarnar í pósthólf 9411, 129 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.