Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 Iþróttir Atli í Leiftur Atli Knútsson, varamarkvörö- ur KR-inga í knattspyrnu, leikur nær örugglega með Leiftri á Ól- afsfiröi næsta sumar, samkvæmt heimildum DV. Atli er tvítugur og varði mark 21 árs landsliðsins í Evrópuleikjunum í haust og styrkir hópinn hjá Leiftursmönn- um. Þar er fyrir í markinu Þor- valdur Jónsson og því útlit fyrir harða samkeppni um stöðuna. -VS Gassi verður kyrr Paul Gascoigne, sem átt hefur í ýmsum deilum bæði utan vallar og innan, sagði í gær að hann hefði ekki í hyggju að fara frá Glasgow Rangers. Chelsea og fleiri lið eru sögð hafa verið að bera víurnar í hann. Gascoigne sagði við fréttamenn í Glasgow í gær að hann hefði ekki fram að þessu sýnt sínar bestu hliðar, hvorki í hegðun né í frammistöðu sinni á leikvelli. Stórleikuráítaliu Stórleikurinn í ítölsku knatt- spyrnunni um helgina verður án efa viðureign meistaranna í Ju- ventus og Parma. Þessi lið háðu nokkrar rimmur saman á síðasta tímabili. Ekki aðeins í deildinni heldur einnig í bikar- og UEFA- keppninni. Juventus vann þá fleiri leiki en ýmislegt hefur þó breyst síðan. Inter leikur gegn Fiorentina sem er í þriðja sætinu. Undir stjórn Roy Hodgson vann Inter sinn fyrsta sigur um síðustu helgi og er mikil pressa á Hodg- son að fylgja þeim sigri eftir. Verða hýrudregnir UEFA og enska knattspyrnu- sambandið líta uppákomuna milli Greame Le Saux og Davids Batty í Moskvu í fyrrakvöld mjög alvarlegum augum. Það sló í brýnu milli þeirra þegar Qórar mínútur voru liðnar af leiknum gegn Spartak Moskvu. Þeir félag- ar eiga yflr höfði sér jafnvel bann og Ray Harford, framkvæmda- stjóri liðsins, ætlar að hýrudraga þá sem nemur um tveggja vikna launum. HvaðgerirUEFA? Talsmaður enska knattspyrnu- sambandsins sagði að málið yrði ekki úr sögunni þó Blackburn beitti refsingum. Sambandið hef- ur skorað á UEFA að grípa til viðeigandi aðgerða, en refsing UEFA mun byggjast á skýrslu dómarans. Á þeim bæ eru sjón- varpsupptökur ekki teknar gildar í agabrotum. RomariotilSpánar? Talsverðar líkur eru á að brasil- íski knattspyrnusnillingurinn Romario snúi aftur til Spánar eft- ir ársdvöl hjá Flamengo í heima- landi sínu. Salamanca, botnlið spænsku 1. deildarinnar, hefur boðið Flamengo 250 milljónir í markaskorarann en hann hefur átt erfltt uppdráttar í heimaland- inu. Sjöundi sigur ÍS ÍS vann í gærkvöldi sinn sjö- unda sigur í jafnmörgum leikjum í 1. deild karla í körfuknattleik. Stúdentar lögðu Stjörnuna aö velli, 88-66. AðaHundurFram Aðalfundur Knattspyrnudeild- ar Fram verður haldinn í kvöld í félagsheimilinu við Safamýri og hefst klukkan 20.30. Dagskrá fundarins verður samkvæmt fé- lagslögum. Að loknum fundinum verða veitingar fram bornar. Sárasta tapið síðan árið 1990 - sagöi Jón eftir ósigur Keflavíkur gegn KR Þóröur Gíslason sknfar: Það var darraðardans á lokamínút- unum í sannkölluðum bikarslag á Nesinu í gærkvöldi þegar KR-ingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Kefl- víkinga, 75-74, en staðan í hálfleik var 40-31. Þegar hálf mínúta var til leiksloka kom Bow KR-ingum yfir, 75-74, Kefl- víkingar hófu sókn en Hermann Hauksson fiskaði boltann og missti hann svo út af. Þegar þrjár sekúndur voru eftir komst Bow inn í sendingu og Keflavík fékk innkast þegar ein sekúnda var eftir. Falur átti glæsi- sendingu á Burns beint yflr körfunni en boltinn vildi ekki ofan í og bar- áttuglaðir KR-ingar fógnuðu inni- lega. „Þetta er allt á réttri leið, við höfum bætt sóknarleikinn og menn eru til- búnir að leggja meira á sig. Þetta þýðir að við förum alla leið í bikarn- um,“ sagði Ingvar Ormarsson, KR- ingur, en hann lék mjög vel eins allir sex leikmenn KR sem Benedikt, þjálfari KR, notaði í leiknum. „Þetta er sárasta tapið frá því ég byrjaði að þjálfa Keflavíkurliðið 1990. Á þeim tíma höfum Við aldrei dottið út í sextán liða úrslitum. Þetta var ekta bikarleikur og spurningin var hverjir fengju síðasta skotið, það vor- um við en því miður fór boltinn ekki ofan í,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálf- ari Keflvíkinga, vonsvikinn að leik loknum. Stig KR: Ingvar Ormarsson 25, Ós- valdur Knudsen 19, Jonathan Bow 17, Hermann Hauksson 8, Óskar Kristjánsson 3, Lárus Árnason 3. Stig Keflavíkur: Lenear Burns 19, Guðjón Skúlason 18, Albert Óskarsson 13, Davíð Grissom 10, Falur Harðarson 8, Sigurður Ingimundarson 4, Jón Kr. Gíslason 2. Tvímenning- arnir áfram - Valur sigraöi Skallagrím, 71-70 Valur, eða öllu heldur tvimenn- ingarnir Ronald Baylis og Ragnar Þör Jónsson, eru komnir í 8 liða úrslit bikarkeppni KKÍ eftir sigur á Skallagrimi að Hlíðarenda í gær- kvöldi. Valur sigraði í miög spenn- andi leik, 71-70. Leikurinn var lélega leikinn af beggja liða hálfu en spennandi all- an tímann. Sigur Vals var óvæntur en liðið er gersamlega laust við breidd og þar drottna tveir leik- menn, umræddur Baylis og Ragnar Þór Jónsson. Aðrir voru varla með S gærkvöldi. Tvímenningarnir skoruðu 57 af 71 stigi Vals og aðrir stóðu þeim langt að baki. Þegar um 8 sekúndur voru til leiksloka fékk Ermolinski tvö víta- skot og staðan 69-68 fyrir Val. Hann skoraði úr báðum skotunum og Baylis, sem er með hittnari mönn- um, æddi upp völlinn og skoraði sigurkörfuna með öruggu lang- skoti. • Stig Vals: Baylis 38, Ragnar Þór 19, Guðni 7, ívar 4 og Bjarki Gú- stafsson 3. • Stig Skallagríms: Ermolinski 27, Bragi 16, Tómas 10, Grétar 9 og Sveinbjörn 8. -SK Rondey Robinson, Njarðvikingur, sækir að körfu Hauka í gærkvöldi. íslandsmeistan keppninni en Haukar komust í 8 liða úrslitin með eins stigs sigri i hörkuspennan Selfyssingar vilja Hauka Selfyssingar eru komnir í 8 liða úrslit bikarkeppninnar í körfuknattleik í fyrsta skipti'eftir sigur á Leikni úr Reykjavík, 89-83, í gærkvöldi. Heima- menn voru yfir allan tímann, 43-36 í hálfleik. Malcolm Montgomery skoraði 27 stig fyrir Selfoss, Sigurður Einar Guðjónsson 18 og Gylfi Þorkelsson 16. Hjá Leikni voru Birgir Guðfinnsson og Falur Daöason allt í öllu og gerðu 27 stig hvor. „Nú er draumurinn að fá heimaleik gegn Haukum,“ sagði Sveinn Ægir Árnason, formaður körfuknattleiksdeildar Selfoss, við DV í gærkvöldi. -VS Hólmarar réðu el Þórsarar unnu tiltölulega öruggan sigur á 1. deildar liði Snæfells, 88-74, í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar i körfuknattleik á Akureyri í gær- kvöldi. Liðin voru þó yfir til skiptis fram eftir fyrri háltleik en Þór komst í 47-36 fyrir hlé. Snemma í seinni hálf- leik breyttist svo staðan úr 49^0 í 64-44 og þar með var mótspyrna Hólmara fyrir bí. Fred Williams skoraði 43 stig fyrir Þór og réðu Snæfellingar ekkert við Bikarkeppni í sundi um helgina: Ægir gæti fengið keppni frá Hafnfirðingum Bikarkeppnin í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Keppnin hefst í kvöld og verður síðan framhaldið á laugardag og sunnu- dag. Keppni í 2. deild verður haldin samhliða 1. deildinni á sama stað. 2. deildin verður á morgnana og 1. deildin eftir hádegi. Allt okkar besta sundfólk verður á meöal keppenda að undanskildum þeim Loga Jes Kristjánssyni og Arn- ari Frey Ólafssyni sem báðir eru í Bandaríkjunum viö æfmgar og keppni. Áð sögn kunnugra er ekki taliö ólíklegt að einhver íslandsmet líti dagsins ljós á mótinu. Þó verður að hafa í huga að þetta tímabil er öðruvísi en önnur að því leytinu til að ólympíuleikar eru á næsta ári. Okkar besta sundfólk mun kannski reyna á öðrum tíma en um helgina við lágmörk fyrir ólympíuleikana næsta sumar. Vitaö er að nokkrir muni reyna við lágmörkin á móti í Þýskalandi í byrjun febrúar og hvíla ef til vill ekki fyrir bikarkeppnina. Ægir oftast orðið bikarmeistari Ægir hefur oftast orðið bikarmeist- ari eða alls 17 sinnum og hefur félag- iö unnið bikarinn síðustiFþrjú ár. ÍA, HSK og Keflavík hafa einnig orðið bikarmeistarar og oft blandað sér í harða baráttu um bikarinn eftirsótta við Ægi. Að þessu sinni hallast flest- ir að því aö slagurinn um helgina verði á milli Ægis og Sundfélags Hafnarfjarðar. Miklar framfarir hafa átt sér stað hjá Hafnfirðingum og ekki ólíklegt að þeir veiti Ægi harða keppni. Ægir hefur það fram yfir önnur liö í keppninni að vera með góða breidd en hún vegur þungt þegar upp er staðið í móti sem þessu. Víst er að keppnin getur orðið býsna jöfn og spennandi í Sundhöllinni um helg- ina. Hörð keppni gæti einnig orðið um sæti í 1. deild að ári og veðja flest- ir á að lið Ármanns beri sigur úr býtum í 2. deildinni. Hroðalegur körfubolti Pjetur Sigurösson skriÉtr: Breiðablik tryggði sér sæti í 8 liða úrslitun i bikarkeppni KKÍ með því að leggja b-lii Njarðvíkinga, 107-82, í hroðalegum körfu boltaleik í Smáranum í gærkvöldi. Staðan hálfleik var 63-40, Breiðabliki í vil. Leiku: liðanna var á afskaplega lágu plani og ein kenndist af miklum fjölda mistaka beggji liða, sendingar rötuðu oftar en ekki á and stæðinga og hittnin léleg. Blikar höfðu yfir höndina nær allan tímann, en þeir verði svo saimarlega aö hugsa sinn gang, því lii sem leikur í úrvalsdeild á svo sannarleg; að geta betur en þeir sýndu í gær. Michael Thoele var skástur Blika, en ham gerði 31 stig. Einar Hannesson var næst stigahæstur með 16 stig og Agnar Olsei gerði 13 stig. Skúli Sigurðsson var stiga hæstur Njarðvíkinga með 19 stig, Magnú Már Þórðarson gerði 13 stig og Hafsteim Hilmarsson gerði 12 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.