Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Qupperneq 18
26
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
Menning
- segir Jósafat um bókina sem nefnist Óttalaus
„Ég hef alltaf haft áhuga fyrir
skriftum og skrifa mikið sjálfur. Ég
á miklu meira efni til en birtist í
þessari bók. Ég gerði tilraun til að
láta annan gera þetta fyrir mig en
það var svo skáldlegt að ég var heil-
lengi að leiðrétta. Þess vegna ákvað
ég að gera þetta bara sjálfur og tala
beint frá eigin brjósti. Þetta eru
stuttir kaflar, ég er ekkert að orð-
lengja hlutina eins og pólitíkusarn-
ir,“ sagði Jósafat Hinriksson, hinn
landskunni vélsmiður í samnefndri
smiðju í Súðarvoginum, í léttu
spjalli við DV en út er komin ævi-
saga hans, rituð af honum sjáifum
og nefnist Óttalaus. Útgefandi er
Skerpla.
Bókin er um 300 blaðsíður að
stærö með yfir 160 stuttum og kjarn-
yrtum köflum. Nafnaskrá með hátt á
800 mönnum og konum fylgir með
auk skipaskrár. Fjöldi mynda úr
einka- og atvinnulífl Jósafats prýðir
bókina.
Jósafat sagði að af nógu hefði ver-
ið að taka í bókina, enda er hann bú-
inn að standa í mörgu í gegnum æv-
ina, rétt rúmlega sjötugur að aldri.
„Ég hef verið í góðum skólum og
átt litríkan feril, unnið hjá Tryggva
Ófeigssyni, Bjarna Ingimarssyni,
Lúðvík Jósepssyni og fleiri þekktum
útgerðarmönnum og skipstjórum,"
sagði Jósafat sem var til sjós fram á
miðjan aldur er hann söðlaði um og
setti á stofn vélsmiðju. Vélsmiðjan
hefur hlotið heimsfrægð, ekki síst
fyrir toghlerana og blakkirnar. Þá
hefur Jósafat komið upp myndar-
legu minjasafni í fyrirtæki sínu.
Tryggva Ófeigssyni svarað
Aðspurður um atburði sem sætu
ofarlega í huga nefndi Jósafat þegar
Tryggvi Ófeigsson tilkynnti honum
að það ætti að fara á Neptúnusi til
Aberdeen i Skotlandi til að fá nýja
eins og á öðrum skipum, togvindan
hlyti að vera orðin lúin og þreytt. Ég
sagði honum að hann væri líka orð-
inn gamali. „Þú og togvindan stand-
ið ykkur vel, eruð í góðu lagi,“ sagði
ég við Tryggva. En það var farið til
Aberdeen og skipt um togvindu. Sú
gamla var síðan sett í systurskipið
Mars og dugði alla tíð vel,“ sagði
Jósafat.
í einum kaflanum segir Jósafat
frá því þegar hann, á síldveiðum á
Rauða torginu á Helgu Guðmunds-
dóttur, fór út á ljóslausri björgunar-
jullu út að endabauju til að ná upp
öðrum enda nótarinnar. Það tókst
eftir að Jósafat hafði kastast til á
öldutoppunum, óbundinn við jull-
una. Þegar um borð í Helguna kom
segir Jósafat þannig frá í bókinni:
„Þakklætið sem ég fékk þegar ég
var kominn úr þessari svaðilför
kom frá Ólafi Magnússyni, 2. stýri-
manni, manninum sem átti að fara á
jullunni í stað 1. vélstjóra en hafði
ekki kjarkinn. Hann sagði: „Þú
varst hræddur.“ „Já, en þú varst
hræddari," sagði ég þá. „Þú þorðir
ekki i julluna.““
Eins og áður sagði nefnist bókin
Óttalaus. Jósafat var spurður um til-
urð titilsins.
Aldrei verið hræddur
„Þegar ég var polli á Neskaupstað
fór ég einn upp á bryggju þegar var
komið myrkur og enginn nærstadd-
ur. Ég gekk fram af bryggjunni og
fór á bólakaf í sjóinn. Ég fór á
hundasundi I land og beint heim til
mín. Ég varð ekkert hræddur og það
kemur víða fram í bókinni að ég hef
aldrei verið hræddur. Ég er kaldur i
öllu,“ sagði Jósafat.
Aðspurður sagðist hann vera
ánægður með bókina. Hann ætti nóg
eftir og lumaði á ýmsu í aðra bók.
-bjb
Hinn landsfrægi vélsmiður og vélstjóri, Jósafat Hinriksson, hefur skrifað
ævisögu sína. Hér er afraksturinn í öruggum höndum. DV-mynd GVA
togvindu i skipið. þetta því ég passaði vel upp á tog-
„Ég var ekkert ánægður með vinduna. Tryggvi hélt að þetta væri
Jósafat Hinriksson hefur skrifaö ævisögu sína:
í góðum skólum
og átt litríkan feril
Ný bók með 5 þúsund íslenskum tilvitnunum:
Hef gaman af því sem vel er sagt
- segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem safnaði efni í bókina
„Þetta er bók sem ég hef verið
að taka saman á síðustu fimm
árum eða svo. Ég hef skrifað hjá
mér margar skemmtilegar tilvitn-
anir, fleyg orð, fræg tilsvör, snjall-
yrði og kjamyrði af ýmsu tagi. Úr
þessu er orðin 544 blaðsíðna bók
þar sem safnað er saman tilvitnun-
um í klassíska höfunda eins og
Hómer, grísku harmleikjaskáldin,
Egil Skallagrímsson, Snorra
Sturluson, Hallgrím Pétursson,
Jón Vídalín, William Shakespeare,
Halldór Laxness, Gunnar Gunn-
arsson, Einar Benediktsson og
ýmsa aðra en einnig tilsvörum
annarra sem varðveist hafa bæði i
munnlegri geymd á íslandi og í
mannkynssögunni," segir Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, dósent í
stjómmálafræði, en út er komin
bók eftir hann sem ber heitið ís-
lenskar tilvitnanir.
í bókinni, sem gefin er út af Al-
menna bókafélaginu, er að finna
5000 tilvitnanir í innlenda sem er-
lenda karla og konur. Hannes seg-
ir að þetta efni hafi orðið fyrir val-
inu þar sem hann hafi sjálfur mjög
gaman af því sem vel er sagt og
hljómar vel - af mælskulistinni.
„Síðan er líka ákveðinn
skemmtilegur og gagnlegur fróð-
leikur fólginn í þvi að vita að
margt af því sem við segjmn á upp-
runa sinn í Biblíunni, leikverkum
Shakespeares eða íslenskum fom-
bókmenntum - þetta er sem sagt í
senn gagn og gaman, en umfram
allt er það ánægjan með það sem
vel er sagt - yfir því sem fær á sig
vængi - sem veldur því að ég réðst
í þetta. Við getum tekið sem dæmi
það sem Tómas Guðmundsson
sagði: „Það má áfengið eiga að það
hefur aldrei gert neinum manni
mein að fyrra bragði." Þetta er
skemmtileg setning en hún felur
líka í sér talsverða athugun og
skarplega greiningu. Við getum
lika tekið ógleymanlegar mannlýs-
ingar eins og Áma Pálssonar þeg-
ar hann sagði um Jón Þorláksson:
„Hann hafði allra lifandi manna
mest vit á dauðum hlutum.“ Við
getum tekið fræga setningu eins
og þá sem Þórður Þórðarson, jafn-
aðarmaður í Hafnarfirði, sagði í
ábúðarfullri ræðu: „Það er 1. maí
um land allt.“ Þetta er umfram allt
bók sem var ánægjulegt að taka
saman.“
Hannes er þess fullviss að ís-
lendingar hafi gaman af bókinni.
Þeir hafi alltaf verið hallir undir
það sem vel er sagt. Þeir hafi til
dæmis haft yndi af skemmtilegum
sögum. Vísar Hannes í þeim orð-
um í Pál Jónsson eða Púlla, lífs-
listamann í Reykjavík, sem var
með afbrigðum latur maður og
sagði: „Sá maður sem ekki getur
sofið til hádegis hlýtur að hafa
slæma samvisku.“ Jónas Jónsson
frá Hriflu, sem var illkvittinn, var
eitt sinn spurður um það hvort
hann gæti ekki sagt eitthvað gott
um Hermann Jónasson. Svarið
kom: „Jú, jú! Hann er heilsugóð-
ur.“ Hannes segir að í bókinni sé
saftiað saman öllum perlunum í ís-
lenskum bókmenntum á einn stað.
-PP
Lofthræddi örninn hann Orvar t heimsókn hjá Barnaspítala Hringsins.
Lofthræddi örninn Örvar:
Heimsótti Barnaspítala Hringsins
Nýlega fór Bjöm Ingi Hilmarsson
leikari á vegum Þjóöleikhússins 1
heimsókn á Bamaspítala Hringsins
og flutti einleikinn Lofthræddi örn-
inn hann Örvar. Höfðu börnin beðið
komu hans með mikilli eftirvænt-
ingu og mátti sjá gleðina skina úr
hverju andliti meðan á sýningunni
stóð, að því er segir í tilkynningu
frá Þjóðleikhúsinu.
Það hefur verið fastur liður hjá
leikhúsinu, þegar því hefur verið
við komið, að leikarar í barnaleik-
ritum heimsæki börn á sjúkrahús-
um og reyni að stytta þeim stund-
irnar með einhverju móti. -bjb
Pétur, Guðrún og Martial.
Serenade með
spænskri og
franskri tónlist
Út er komin ný geislaplata,
Serenade, með franskri og
spænskri tónlist fyrir flautur og
gítar. Verkin á plötunni eru flest
frá ámnum í kringum aldamótin
síðustu og er þar að finna margar
perlur franskra og spænskra tón-
bókmennta, m.a. eftir Ravel,
Satie, Fauré, Rodrigo og De Falla.
Það eru Pétur Jónasson gítar-
leikari og flautuleikaramir Mart-
ial Nardeau og Guðrún Birgis-
dóttir sem flytja tónlistina. Japis
gefur plötuna út en upptökur
fóm fram í Garðakirkju í júni sl.
undir stjórn Sigurðar Rúnars
Jónssonar. Hljómdiskasjóður Fé-
lags íslenskra tónlistarmanna
styrkti útgáfuna.
Karlakórinn
Heimir með
geislaplötu
Örn Þórarinsson, DV, Fljótum:
Karlakórinn Heimir í Skaga-
firði hefur sent frá sér nýja
geislaplötu með 21 lagi. Nafn plöt-
unnar og jafnframt titillag er Dís-
ir vorsins eftir Bjarka Ámason.
Á plötunni er að finna létt lög,
hefðbundin karlakórslög og óp-
emtónlist. Nokkur laganna hafa
áður verið gefin út en önnur em
ný. Margir kórfélaga syngja ein-
söng, tvísöng og þrísöng með
kómum á plötunni.
Undirleik önnuðust Thomas
Higgerson og Jón Gíslason, einn-
ig Friðrik Halldórsson og Eiríkur
Hilmisson í nokkrum lögum.
Söngstjóri var Stefán Gíslason.
Sigurður Rúnar Jónsson annaðist
upptöku sem fram fór í félags-
heimilunum Höfðaborg og Mið-
garði. Útlitshönnun er eftir Sig-
urlínu Eiríksdóttur og Þorvald
Óskarsson. Áður hefur karlakór-
inn Heimir gefið út þrjár plötur.
Sú síðasta, Undir bláhimni, sem
kom út 1991, varð mjög vinsæl og
er nú nánast uppseld.
Theater með
listakvöld í
Djúpi Hornsins
Leik- og listafélagið Theater,
sem setti upp rokkóperuna Lind-
indin nú í haust, hefur ákveðið
að vera með listakvöld í Djúpi
Homsins við Hafnarstræti öll
fimmtudagskvöld til áramóta.
Þar verða flutt smáleikrit, ljóða-
lestur, tónlist og aðrir gjömingar
af ungu listafólki. Listakvöldin
era öllum opin og allir geta látið
ljós sitt skina.
í framhaldi af listakvöldunum
verður gefin út bók með verkum
ungra skapara með titlinum
„Sautján salernissögur og ljóð“.
Bókin er ætluð til lestrar á bað-
herbergjum og á hana verður
settur hanki til þess að hengja
hana upp við hliðina á þvottapok-
anum og handklæðinu.
-bjb