Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Side 23
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
31
Kyrjálaeiði
Þessi nýjasta bók Hannesar
Sigfússonar geymir tæpa fimm
tugi ljóða. Hannes hefur hér yfir-
leitt sömu tök og hrifið hafa ljóð-
vini í hálfa öld; hann lætur ljóð
blómstra upp úr dulinni merk-
ingu orða sem vitund vor hefur
sljóvgast fyrir af hversdagslegri
notkun. Þannig er t.d. hlaupárum
líkt við hlaupandi menn sem
koma þó seinna í mark en aðrir.
Og í örstuttu ljóði endurvekur
hann slitna líkingu í orðinu
grasnál" og tengir öðrum orðum
sem geta lýst fatnaði; „brydda,
barð, slikjur" til að birta vorið í
ferskri sýn:
Hannyrðir
Grasnálin bryddar upp á nýju
sumri
í skjóli rofabarðsins
og jafnskjótt hylja grænar slikjur
svarta mela
Sjálft titilljóð bókarinnar lýsir þessum málgaldri einkar vel og likir
við það að finna helli með myndlist steinaldarmanna. Og sú líking á
vel við því einnig orðin birta óvænt skarpar myndir frá fjarlægum tíð-
um, bergmála þaðan. Og í þessu eina orði finnur skáldið tvíræðni lið
fyrir lið. Áhrifaríkar eru andstæðurnar frá snöggri hreyfmgu í fyrri
hluta til kyrrðar í lokin:
Kyrjálaeiði
Tungumálið er lykill skáldsins að
veröldinni
Hann lýkur upp bergmálshellum
innst í heilabúinu
þar sem frumstæðar myndir villi-
manna skreyta veggi
og ljónstygg veiðibráð þýtur —
um
hugarfylgsnin
Ylajali Ylajali ___
málseiður sprottinn af sulti
En ég greini orðið Kyrjálaeiði
sem —
dæmi
og greini þar lognkyrra ála
og eiðstafatunguna á milli þeirra
Sumir lesendur munu kannast við „Ylajali" sem nafn, sprottið af
hugarórum sögumanns í Sulti Hamsuns. Sú sköpun er í stíl við fyrr-
nefndar myndir steinaldarmanna af villibráð. Hamsun birtist einnig í
löngu frásöguljóði; „Osló fjórum áratugum fyrr og síðar“. Það er að
mestu undir ek. fornyrðislagi eins og sum hin elstu eddukvæði, stuðl
un er þó breytt. En það fer út í upptalningu ósérkennilegra atriða í
sambúð elskenda og stenst ekki samanburð við þau mörgu ljóð sem hér
birta skarpa augnablikssýn.
Ljúkum þessum pistli á einkar fallegu ljóði sem rekur í smámynd
um hversdagslegt ferli sem sýnir lífgun náttúru og manna. Því er mjög
áhrifaríkt að persónugera auðnina, m.a. teygir hún úr sér og klökkn-
ar. En það orð á við náttúru, ekki síður en fólk, rrierkir að jarðvegur-
inn verði gegndrepa.
Leysing
Seytlandi í fjalldrapakjarri...
Og þyrrkingsleg auðnin klökknar
og teygir úr kræklum og sinum
og byltir steinum úr grópum
í leit að margfætlufurðum
og sumarfiðrildapúpum
Og vatnsaginn kitlar örsmá
íðilgræn músareyru
og kveikir á glitrandi döggum
og glæðir bjartsýnistjarnir
á örfoka heiðum og tendrar
fífukveiki á mýrum
Og loks byrjar vatnið að syngja
og streyma um æðar og vefi
úrkula manns undir feldi
sem skynjar draumvatnakliðinn
sem fiskur í legvatni - og bíður
endurfæðingar öldungs
Hannes Sigfússon. Kyrjálaeiði
Mál og menning 1995, 57 bls.
Bókmenntir
Öro Úlafsson
AÍllH
9 0 4 • 1 7 0 0
Verð aðeins 39,90 mín
(U Dagskrá Sjónv. [5| Myndbandagagnrýni
Dagskrá St. 2 [6] ísl. listinn - topp 40
Dagskrá rásar 1 [2 Tónlistargagnrýni
Menning
Ekkert tónlistarhús
í menningarborg
Evrópu árið 2000
Nú eru að koma út einar átta
eða níu geislaplötur með ungu
tónlistarfólki. Fólkið er allt félag-
ar i samtökunum Skref, sem hefur
að markmiði að 'gefa út klassíska
diska með lægri tilkostnaði en
tíðkast hefur hingað til. Það kem-
ur tónlistarunnendum svo sannar-
lega til góða, því diskarnir munu
þá kosta helmingi minna en
venjulega. „Loksins, loksins"
hugsa væntanlega margir; tilvist
Skrefs þýðir að einhver hefur mót-
mælt hinu óheyrilega geislaplötu-
verði sem hér viðgengst og gert
eitthvað í málunum. íslenskir
diskar eru nefnilega rándýrir og
seljast þá auðvitað illa.
Til að fagna útgáfunni héldu að-
standendur hennar tónleika í
Borgarleikhúsinu síðastliðið
þriðjudagskvöld. Það er miður,
því Borgarleikhúsið er hreint af-
leitur tónleikasalur. Sviðið er
risastórt og bókstaflega gleypir
allan hljómburðinn. Tónlistar-
flutningur þar hljómar eins og
maður sé með eyrnatappa eða eitt-
hvað þaðan af verra. Reyndari
tónlistarmenn - eins og Kristinn
Sigmundsson - vara sig á þessu og
hafa bara hærra en venjulega. En
aðrir sem eru saklausari lenda í
vondum málum og nánast neyða
okkur hin til að hlera tónlistina í
gegnum trekt.
Hér er ekkert pláss til að fjalla
um hvert og eitt atriðið efnis-
skrárinnar. Margir komu við sögu
og má þar nefna Kammerhópinn
Camerarctica, en á leik hans
hófust tónleikarnir. Hann skOaði
sínu með mikilli prýði, en það var
þáttur úr kvartett fyrir flautu og
strengi, KV 285 b eftir Mozart.
Sami hópur var líka síðastur á
efnisskránni, með hluta úr kvin-
tett fyrir klarínettu og strengi, KV
581, einnig eftir Mozart. Leikurinn
þar var hinn þokkalegasti, þó ein-
stakir hljóðfæraleikarar hafí ekki
Þórunn Guðmundsdóttir söngkona og Kristinn Örn Kristinsson
píanóleikari voru meðal flytjenda í Borgarleikhúsinu.
alltaf spilað af nægOegri ná-
kvæmni.
Hallfríður Ólafsdóttir
flautuleikari var með óvenjuleg-
asta atriðið umrætt kvöld, sem
fólst í því að flytja Syrinx eftir
Debussy í kolniðamyrkri. Túlkun
hennar var ágæt, bæði ástríðufull
og seiðandi. Ólafur Elíasson - for-
sprakki Skrefs - var líka með sitt
á hreinu, en hann flutti hluta úr
tilbrigðum eftir Brahms við stef
um fina drætti, enda enginn al-
mennilegur salur hér á landi. Nú
stendur til að Reykjavík verði
menningarborg Evrópu árið 2000.
Það er erfitt að ímynda sér þegar
hér er ekkert tónlistarhús. . .
Tónlist
Jónas Sen
eftir Hándel. Það gerði hann yel
og af miklum tilfinningahita. Ár-
mann Helgason klarínettuleikari
og David Knowles píanóleikari
sýndu einnig mikil tOþrif í sónat-
ínu eftir Arthur Honegger.
Þetta hefðu því orðið hinir
bestu tónleikar ef hljómburðurinn
hefði verið betri. Því miður er fátt
LEDURVÖRUVERSLUN
xós
NÝTT!
Opíð á sunnudögum kl. 13-17
Jakkar, buxur, vesti, kápur,
kjólar, töskur, hanskar.
Gjafavörur góðar
Lítið inn - góð tilboð
10% staðgreiðsluafsláttur
Póstsendum fritt um allt land
LEÐURVÖRUVERSLUN
XðS Laugavegi 41
Sími 551 9040
Samsung SV-140 X er vandað fjögurra hausa Nicam Hi-Fi Stereo-
myndbandstœki. Það með aðgerðastýringum á skjá sjónvarps, sjálfvirkri
stafrœnni sporun, sem tryggir skarpari mynd, þœgilegri þráðlausri
fjarstýringu, upptökuminni fram í tímann, Jog-hjóli til að spóla bœði
áfram og afturábak, 2 Scart-tengjum, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél,
Show View-kóda, Long Play-upptökumöguleika, hraðhleðslu, Intro
Scan, Video Index Searc System, hœgmynd, tvöfaldri og nífaldri
hraðspólun með mynd, barnalœsingu o.m.fl.
fr ni- '!JjliT=T5TS^=TSl
[.LMyMliÍ
TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA
TIL ÁLLT AÐ 24 MÁNAOA
Hraðþjónusta við landsbyggðina:
— —snt númer:
(Kostar innanbœjarsímtal og
vötumar eru senclor somdœgurs)
msásvegi 11
Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888