Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1995, Qupperneq 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er
notað 1 DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjálst,óháð dagblað
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
Helgarblað DV:
Ástfangið
- listapar
- Garðar Thór og Julia
í helgarblaði DV á morgun kenn-
ir margra grasa eins og venjulega.
Heitasta listaparið í bænum er í við-
tali og rætt er við Fordstúlkuna sem
er á leið til Las Vegas. Hljóð er líka
list, segir Kjartan Kjartansson
hljóðmaður í viðtali við helgarblað-
ið og vaxtarræktarmaðurinn Guð-
mundur Bragason segir að fólk sé
hrifíð af öfgum. Birtir eru bókakafl-
ar, unglingasíðan er á sínum stað og
^Bama- DV.
Flugumferðarstj órar:
Störfin
auglýst í
næstu viku
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra hefur samþykkt uppsagnir
ílugumferðarstjóra. Störfin verða
auglýst i næstu viku, bæði á íslandi
og í útlöndum. Alls 82 flugumferðar-
stjórar hafa sagt upp störfum frá og
—-með áramótum en ekki liggur enn
fyrir hvort uppsagnarfresturinn
verður framlengdur um 3 mánuði
eins og lög heimila. Fjalla á um mál-
ið á fundi ríkisstjómarinnar í dag.
í vikunni slitnaði upp úr samn-
ingaviðræðum flugumferðarstjóra
og ríkisins. Af hálfu ríkisins era
launakröfur flugumferðarstjóra
metnar sem 82 prósent kostnaðar-
auki fram til aldamóta. Meðaltals-
laun flugumferðarstjóra era um 320
þúsund krónur og hefur ríkið boðið
þeim 7,8 prósenta hækkun.
Takist ekki að manna stöður flug-
umferðarstjóra er talin hætta á að
sá hluti flugumferðarstjórnar, sem
kostaður er af Alþjóðaflugmála-
^stofnuninni, flytjist úr landi. Stofn-
unin greiðir 95 prósent af launum 38
flugumferðarstjóra.
-kaa
Ríkisendurskoðun með úttekt á Lánasjóði islenskra námsmanna:
Vafasamt að krefja
námsmenn um
ábyrgðarmenn
- eigið fé sjóðsins nægir fyrir skuldbindingum
Lánasjóður íslenskra náms-
manna getur staðið undir öllum nú-
verandi skuldbindingum með eigin
fé sínu. Á afskriftareikning útlána
hafa verið lagðir 6,3 milljarðar til
að standa undir affölum sem til
þessa hafa þó verið óveruleg. Þetta
kemur meðal annars fram í nýrri
skýrslu Rikisendurskoðunar um
fjárhagsstöðu sjóðsins.
1 skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að lánþegar LÍN era
tæplega 32 þúsund. Útistandandi
námslán nema um 38,5 milljörð-
um. Um 70 prósent lántakenda
skulda innan við 1,5 milljarða og
um 1 prósent lántakenda skuldar
meira en 6 milljónir. Umfang
sjóðsins hefur vaxið verulega á
undanfömum árum og að mati
Ríkisendurskoðunar fyrirsjáanlegt
aö fjárbinding í menntakerfinu
eigi eftir að vaxa verulega á næstu
árum.
í skýrslunni er þeirri spurningu
velt upp hvort réttlætanlegt sé að
krefja námsmenn um ábyrgðar-
menn á lánum sem þeir fá. Lánin
séu veitt á öðrum forsendum en
önnur lán og séu í raun námsað-
stoð. Hætt sé við að þeir náms-
menn sem ekki geti útvegað sér
ábyrgðarmenn þurfi að hverfa frá
námi þó svo að sjóönum sé ætlað
að veita fólki tækifæri til náms án
tillits til efnahags.
Þó lítið hafi reynt á ábyrgðar-
menn til þessa telur Ríkisendur-
skoðun að á næstu árum kunni að
reyna í auknum mæli á ábyrgðir
þegar endurgreiðslur hefjast af
lánum sem bera vexti. Gera megi
ráð fyrir að samfara þyngri
greiðslubyrði verði vanskilin
meiri. -kaa
Hálfum þriðja áratug eftir að Bítlarnir hættu formlega að starfa saman virðist nýtt bítlaæði vera að hefjast. Víða um
veröld er verið að dreifa nýjustu afurð Bítlanna en eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar standa að útgáfu nýjustu
Bítlaplötunnar. Hörður Harðarson bílstjóri og Þór Hinriksson lagerstjóri hjá Skífunni eru hér að koma með fyrstu
sendinguna af Bítlaplötunni beint frá Keflavíkurflugvelli í morgun. DV-mynd Sveinn
Vatnsberamaðurinn:
Dæmdur til að
greiða tæpar
60 milljónir
- fangelsi stytt
Endanlegur dómur í máli Þór-
halls Ölvers Gunnlaugssonar, fyrr-
um framkvæmdastjóra Vatnsber-
ans, kveður á um að hann skuli
greiða ríkissjóði til baka þær tæpu
40 milljónir króna sem hann sveik
út með 110 tilhæfulausum innskatts-
skýrslum á árunum 1992-1994 og 20
milljónir króna í sekt. Verði sektin
ekki greidd innan fjögurra vikna
hætist eins árs fangelsi við þau tvö
og hálft ár sem Hæstiréttur dæmdi
hann til að sæta í gær.
Eins og fram kom í dómi héraðs-
dóms í maí síðastliðnum þótti Þór-
hallur Ölver hafa sýnt einbeittan
brotavilja og brotin verið framin
með vítaverðum hætti. Á hluta
tímabilsins sat hann í fangelsi á
Litla-Hrauni en hann hélt þá áfram
að fylla út innskattsskýrslur sem
enginn fótur reyndist fyrir enda fyr-
irtæki hans ekki í neinum teljandi
rekstri. Krafan á hverri skýrslu
reyndist nema hundruðum þúsunda
króna og náði hann að svíkja féð út
umyrðalaust af hálfu skattayfir-
valda áður en málið sætti rannsókn.
-Ótt
Kjaramálin:
Dagsbrún
segir upp
- fundahrina um helgina
Verkamannafélagið Dagsbrún
sagði í gær upp kjarasamningum
frá og með áramótum. Vinnuveit-
endasambandið mótmælir uppsögn-
inni og segist muni vísa henni til
Félagsdóms, þar sem fyrir er kæra
þess á hendur Verkalýðsfélaginu
Baldri á ísafirði vegna þess sama.
Þá segir Vinnuveitendasamband-
ið að umsamih launahækkun, upp á
2.700 krónur, sem koma á til
greiðslu um áramót, falli niður hjá
þeim félögum sem segja samningun-
um upp.
Mikil fundahöld verða um helg-
ina bæði formleg og óformleg. Á
sunnudaginn verður haldinn fund-
ur formanna landssambanda innan
ASÍ og sambandsstjórnarfundur
ASÍ verður haldinn á mánudag og
þriðjudag. Talið er að þar verði end-
anlegar línur lagðar í kjaradeilunni.
Vaxandi vilji er fyrir því innan
verkalýðshreyfingarinnar að launa-
nefndin segi kjarasamningunum
upp fyrir hönd allra verkalýðsfélaga
innan vébanda Alþýðusambands ís-
lands en ekki að hvert félag um sig
geri það. -S.dór
L O K I
Veðrið á morgun:
Minnkandi
frost
Á morgun verður norðlæg
átt, stinningskaldi allra austast
framan af degi en annars gola
eða kaldi. Dálítil él verða norð-
austanlands en annars þurrt og
allvíða léttskýjað.
Heldur minnkandi frost, fyrst
vestan til.
Veðrið í dag er á bls. 36
Grensósvegi 11
Sfmi: 5 886 886 Fax: 5 886 888
Grœnt númen 800 6 886