Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 Jólasveinar Ketils búa í Skála- felli. Jólasveinar mega búa hvar sem þeir vilja „Jólasveinar eru frjálsir og mega búa þar sem þeir vilja. En ég og mínir, Askasleikir, foringi jólasveinanna og hans fylgisvein- ar búum í Skálafelli.“ Ketill Larsen íTímanum. Þvergiröingsleg „Mér finnst viðbrögð utanrík- isráðherra vera ótrúlega þver- girðingsleg.“ Kristján Pálsson í DV. Úreltar girðingar „Það er úreltur hugsunarhátt- ur að hugsa sér atvinnulífið inn- an einhverra girðinga." Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ÍDV. Ummæli Skoðanir unglinga „Unglingar hafa mjög miklar skoðanir ef einhver nennti nú einhvern tímann að hlusta á þá.“ Olga Guðrún Árnadóttir í Tímanum. Umhverfðust af taugaæs- ingi „Alls konar siðprúðar blæ- vængsfrúr og teprulegir tesam- kvæmisrithöfundar gjörsamlega umhverfðust af taugaæsingi i kjölfar þessarar meinlætislegu gamansögu." Sverrir Stormsker í DV. Meöan Margaret Thatcher var forsætisráðherra fór hún alltaf á fætur meðan BBC var með morg- unþátt fyrir bændur. Stuttur svefn frægra manna Margir frægir einstaklingar hafa vanið sig á stuttan svefn- tíma. Nokkra sérstöðu meðal þessa einstaklinga hefur Thomas Edison, sem stundum vann í marga sólarhringa án þess að sofna en gat svo sofið i tvo heila sólarhringa. Hann sagði: „Svefn er vani. Frumur sofa ekki. Fisk- ur syndir í vatninu alla nóttina. Meira að segja hestar þurfa ekki að sofa, því ætti maðurinn þá að þurfa svefn?“ Margaret Thatcher vann átján tíma á sólarhring allt sitt tímabil sem forsætisráðherra. Hún fór á fætur eldsnemma þegar BBC var að útvarpa til bænda og kom yf- Blessuð veröldin irleitt ekki heim fyrr en 11 á kvöldin. Þá átti hún það til að gera léttan kvöldverð fyrir sig og eiginmann sinn. Það þarf engum að koma á óvart að vísindaskáldsagnahöf- undurinn Isaac Asimov svaf að- eins fjóra tíma á sólarhring, af- köstin voru slík. Hann sagðist aldrei hafa notað vekjaraklukku: „Ég hata svefn. Ég get varla beð- ið eftir því að klukkan verði fimm að morgni." Lítils háttar él Yfir íslandi og hafinu suðvestur undan er 1028 millíbara hæð sem þokast austur á bóginn. Skammt suðvestur af Hvarfi er 937 millíbara lægð sem hreyfist norðaustur. í dag verður sunnan- og suðvestanátt á Veðrið í dag landinu, sums staðar kaldi vestan til en annars hægur vindur. Létt- skýjað suðaustan- og austanlands, skýjað með köflum norðanlands en lítils háttar él á vestanverðu land- inu. Víða frostlaust vestanlands er líður á daginn og minnkandi frost annars staðar. Á höfuðborgarsvæð- inu verður sunnangola en kaldi í kvöld og nótt. Skýjað að mestu og stöku él. Hiti 0 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.55. Sólarupprás á morgun: 10.38. Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.16. Árdegisflóð á morgun: 11.47. Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö -5 Akurnes heiðskirt -5 Bolungarvík alskýjað 2 Egilsstaðir heiðskirt -9 Keflavíkurflugvöllur skýjað 0 Kirkjubœjarklaustur léttskýjað -3 Raufarhöfn alskýjað -3 Reykjavík skýjað 0 Stórhöfði léttskýjað 0 Bergen alskýjað 7 Helsinki heióskírt -11 Kaupmannahöfn þokumóöa 6 Ósló alskýjað -2 Stokkhólmur léttskýjað -4 Þórshöfn skýjað 5 Amsterdam þokumóða 5 Barcelona heiöskírt 5 Chicago skýjað -3 Feneyjar þoka 10 Frankfurt þokumóða 1 Glasgow léttskýjað 6 Hamborg þokumóóa 1 London skýjaó 6 Los Angeles heiðskírt 17 Lúxemborg þoka 3 Madríd alskýjað 4 Mallorca léttskýjað 7 New York alskýjaó 14 Nice léttskýjað 7 Nuuk rigning 11 Orlando léttskýjað 18 París skýjað 6 Róm þokumóöa 9 Valencia heiðskírt 6 Vin þokumóða 1 Winnipeg skýjaö -16 Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarniaður: Það þarf þrjósku og þolinmæði til að gera dýralífsmynd Nábúar, æður og maður er ný heimildarmynd eftir Pál Stein- grímsson kvikmyndagerðarmann sem hann hefur nýlokið við. Fjall- ar myndin um lif æðarfuglsins og sambýli hans við manninn sem báðir hafa hag af. Verður myndin sýnd í finnska sjónvarpinu í des- ember. Páll hefur starfað lengi að gerð heimildarmynda og var hann spurður um nýju myndina. „Ég byrjaði að gera þessa mynd fyrir fjórum árum en það er al- gengt með heimildarmyndir að vera lengi að safna í sarpinn. Síð- Maður dagsins an var allt sett á fullt þegar Finnar vildu kaupa af mér sýningarrétt- inn. Á tímabili hafði ég einnig von um að vera í samvinnu við Skota en þeir þurftu að ganga frá þremur verkefnum á undan og ég gat ekki beöið. Það var síðan í febrúar sem ég byrjaði að kvikmynda í Breiða- fjarðareyjum, aðallega Skáleyjum, náði fuglinum í höröu vetrarum- hverfi þar sem hann þiggur vernd Páll Stelngrímsson. og umönnun æðarbóndans sem á móti nýtir það sem fuglinn fóðrar hreiörið með. Þama i eyjunum er varp mikið en er mjög dreift og það er mikil vinna að halda utan um þetta. Þetta er vinna sem hefur verið innt af hendi á sama máta í hundruð ára. í vor færöi ég mig inn á svæði frá Reykjanesi og um Hvalfjörð og Breiðafjörð, Vestfirði og alveg út á Vatnsnes í Húna- vatnssýslu og var ég með tvo að- stoðarmenn því ekki gat ég verið á öllum stöðum í einu.“ Vinna við heimildarmyndir á borð við Nábúar, æður og mæður krefst mikillar þolinmæði: „Ég held að þetta geri enginn sem hef- ur þetta ekki í sér. Þetta er eins og með veiðieðlið, ef menn hafa það ekki þá veiða þeir ekki neitt. Þetta er mikið þolinmæðisverk og það er þrjóskan sem gildir. Það þarf lang- ar yfirlegur og oft fer ekki vel um mann en maður má aldrei víkja frá því þá kemur örugglega það sem verið er að bíða eftir.“ Páll sagðist gera sér góðar vonir um að myndin yrði sýnd í sjón- varpinu hér heima en það yrði samt ekki fyrr en á næsta ári. „Ég geri mér einnig vonir um að mynd- in verði sýnd víðar. Fyrri myndir mínar, eins og Oddaflug, sem er um gæsir og Surtsey, hafa verið sýndar víða og það var til að mynda gæsamyndin sem opnaði fyrir mér markaðinn í Finnlandi." - Páll er þegar farinn að hella sér út í næsta verkefni: „Ég er þessa dagana að byrja að gera mynd í Vestmannaeyjum um lunda en sú mynd er búin að vera lengi í und- irbúningi. -HK Myndgátan Selur eftir máli Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði I>V Carmen í Leik- húskjallaranum Nemendur óperudeildar Söng- skólans í Reykjavík munu í kvöld kl. 21.00 flytja valda kafla úr óperunni Carmen eftir Bizet í Leikhúskjallaranum. Nemend- urnir undir stjórn Iwonu Jagla og Garðars Cortes munu flytja um klukkustundarlangan útdrátt úr óperunni. Textinn er í íslenskri þýðingu Þorsteins Valdimarssonar og er Tónleikar hlutverkum skipt niður á nem- enduma, til dæmis skipta fimm söngkonur með sér hlutverki Carmen. Þá má geta þess að ýmis atriði óperunnar, sem upphaf- lega eru ætluð til einsöngs, eru í kvöld flutt af kór. Alls eru það nítján nemendur sem taka þátt í sýningunni. Skák Jóhann Hjartarson og Hannes Hlifar Stefánsson skildu jafnir á skákþingi ís- lands og verða að heyja einvígi um ís- landsmeistaratitilinn. Þeir fengu 9 vinninga af 11 mögulegum. ína Björg Árnadóttir varð Islandsmeistari kvenna með 7 v. af 8 mögulegum. Ágúst Sindri Karlsson hafði hvítt og átti leik gegn Júlíusi Friðjónssyni í meðfylgjandi stöðu úr 7. umferð keppninnar í landsliðsflokki. Hvað leikur hvítur? 14. d5! Rd8 Ef 14. - exd5 15. Bg5 g6 16. Hxe7! Dxe7 17. Rxd5 og vinnur. 15. Bg5 g6 16. d6! og svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Þetta spil kom fyrir í Politiken- stórmótinu í Danmörku á dögunum og var spilað á 8 borðum. Á öllum þeirra var samningurinn 6 hjörtu og allir sagnhafanna stóðu samning- inn. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, norður gjafari og AV á hættu: 4 KG9 w D52 4. ÁK1053 * G2 4 106 —N * D83 »87 v , »G ♦ 8742 ♦ DG96 * K10864 __§___ 4 ÁD973 Noröur Austur Suður Vestur Koch Mittelm. Auken Gitelman 1G pass 3» pass 3* pass 6» p/h Opnun norðurs lofaði jafnskiptri hendi og 12-14 punktum og þriggja hjarta sögn Aukens var áhugi á slemmu og lýsti minnst 6 spilum í hjarta. Þriggja spaða sögn Kochs var stuðningsyfirlýsing við hjarta- litinn og fyrirstöðusögn í spaða og Auken gerði vel í því að stökkva beint í 6 hjörtu. Stökkið hafði þann kost að vörnin átti í erfiðleikum með að finna rétta útspilið. En Gitelman ákvað að spila djarft út laufi og því virtist sem slemman bygðist á því hvort spaðadrottning kæmi í leitirnar. Mittelman átti fyrsta slag á laufásinn en næsta lauf trompaði Auken með sexunni. Hann sá að ef til vill var ekki nauðsynlegt að finna spaðadrottninguna.ef tíg- ullinn gæfi 3 spaðaafköst. Hann tók því hjartaásinn, spilaði hjartatíu á drottningu og tók síðan tvo hæstu i tígli og trompaði tigul með hjartan- íu. Síðan kom lítið hjarta á fimm- una og tígull trompaður öðru sinni. Þannig losnaði Auken við 3 spaða heima. Aðeins eitt par stóð 7 hjörtu, en þar var útspilið hjá vestri spaða- tían. ísak Orn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.