Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 Spurningin Hve lengi lærir þú á dag (utan skólatíma)? Jón Þór Finnbogason nemi: í klukkutima. Bergljót Steinsdóttir nemi: Það er mjög misjafnt, kannski í klukku- tíma. Inga Þóra Ingvadóttir nemi: Svona í hálftíma. Hanna Eiríksdóttir nemi: Svona í klukkutíma. Hildur Karen Benediktsdóttir nemi: Um það bil í klukkutíma. Lesendur_____________ BSRB: misnotað verkalýðsfélag „Verkalýðsfélög eru ekki verkfæri sem nota má ábyrgðarlaust í pólitískum tilgangi," segir m.a. í bréfinu. K.T. skrifar: Mörgum þykir forysta BSRB vera komin út á heldur hálan ís með birt- ingu ýmissa sérkennilegra auglýs- inga undanfarna daga þar sem ráð- ist er harkalega á ríkisstjórnina og spamaðaráform hennar. Það kann vel að vera að verklýðsrekendur, sem sumir hverjir em jafnframt þingmenn Alþýðubandalagsins, séu ósammála ríkisstjórninni og vilji minni sparnað og meiri eyðslu. Þótt það sé ábyrgðarlaus afstaða þá er tvímælalaust vinsælla að berjast gegn spamaði en boða hann. Fólk sér þó í gegnum slíkan málflutning. Flestir á mínum vinnustað em orðnir langþreyttir á allt of háum sköttum og fjárlagahalla ár eftir ár, og fagna því þess vegna að fá nú loks ríkisstjóm sem þorir að draga úr umsvifum ríkisins, þorir að spara, þorir að segja nei við eyðslu- kröfum þrýstihópa og þorir að taka tímabundnum óvinsældum vegna þess. Það er hins vegar athyglivert að vinstri menn i verkalýðshreyfing- unni skuli nota almenn samtök launafólks, BSRB, til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Margir þeirra sem eru félagsmenn í BSRB em jafnframt dyggir stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar, það sýna skoðanakannanir. Fæstir þessara fé- lagsmanna era þó líklega ánægðir með nýjasta afrek forystunnar, og em tæpast fúsir að greiða fyrir slík- ar auglýsingar með félagsgjöldum sínum. Með þessari sérkennilegu póli- tísku árás BSRB á sjálfstæðis- og framsóknarmenn er BSRB í raun að afnema skylduaðild að bandalaginu. Það er nefnilega hvorki hægt að skylda menn til að vera félagar né að greiða til félagsskapar sem tekur svona afdráttarlausa pólitíska af- stöðu gegn hugsjónum stórs hóps fé- lagsmanna sinna; fólk verður ekki þvingað til stuðnings við skoðanir sem ganga í berhögg við hugsjónir þess sjálfs. Þó að sá stuðningur, sem stjómar- flokkamir njóta í skoöanakönnun- um„henti ekki vinstri mönnum þá verða menn að átta sig á því að verkalýðsfélög em ekki verkfæri sem nota má ábyrgðarlaust í pólit- ískum tilgangi heldur era þau tæki fólksins, fólks úr öllum flokkum, til að ná fram bættum kjörum. Með pólitískri misnotkun á verkalýðsfé- lögunum er í raun verið að grafa undan allri alvöru kjarabaráttu. - Það er tímabært að menn, einkum vinstri menn, átti sig á því. Betri og bættan búvorusamning Á.P.E. skrifar: Nú er komin upp á Alþingi talsverð óánægja með að hafa búvörusamn- inginn óbreyttan og vilja sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og jafnvel einhverjir til viðbótar láta gera á honum breytingar áður en hann verður endanlega samþykkt- ur. Landbúnaðarráðherra hafnar öllum breytingum og hefur reyndar krafist þess að samningurinn verði afgreiddur frá Alþingi fyrir næstu mánaðamót. Þennan samning verð- ur að taka upp aö mínu mati og flestra þeirra sem ég hef heyrt hljóð- ið í. Þarna þarf að ræða marga liði samningsins, svo sem þann sem varðar innflutning á erlendum bú- vöram til íslands. Það verður aldrei friður um það mál fyrr en slakað hefur verið á klónni og innflutning- ur leyfður, t.d. á unnum kjötvörum svo og kjúklingum og kalkúnum. Þetta myndi lika vera lyftistöng fyr- ir íslensku framleiðsluna. Alls ekki rothögg eins og sumir vilja vera láta. Verði búvörusamningurinn ekki tekinn upp að nýju og hann færður til nútímalegs horfs skapast hér við- líka ástand og var þegar stríðið um innflutning Bónuss og Hagkaups stóð sem hæst fyrr á árinu. Slíkt viðskiptastríð er ekki æskilegt. Það væri beinlínis fáránlegt og óþarft. Samningar við Norðmenn og Rússa? Konráð Friðfinnsson skrifar: Norðmenn virðast kunna þá list prýðilega, og máski öðmm þjóðum betur, að „mála sig út í hom“ og komast því fyrir vikið hvorki lönd né strönd. Eins og alþjóð veit hefur sjávarútvegsráðherra okkar staðið í samningaviðræðum við Norðmenn og Rússa um „Smuguveiðarnar“ í Barentshafi. Og nýverið gaf norska ríkisstjómin út þá yfirlýsingu að hún hefði einhliða sett kvóta á síld- veiðar á svæðinu upp á eina milljón tonna. En sjálfri sér úthlutaði hún 800 þúsund tonnum! Auðvitað er þetta alveg einstakt „framtak". - Ómögulegt virðist vera að koma þessari vinaþjóð í skilning um það að samþykki einnar þjóðar eru marklausir papplrar hvað þetta mál varðar. Önnur lönd, þar með taldir íslendingar, eru vitaskuld óbundin af slíku og geta þvi, þegar þeim sjálfum líst, farið á svæðið og veitt sdd eða þorsk, án þess að hægt sé að amast við þeim veiðum. Sannleikurinn er sá að þarna hafa menn ekkert val. Annaðhvort setjast þeir niður og komast að ein- hverju samkomulagi sem ásættan- legt er eða þeir una við óbreytt ástand - sem er versti kosturinn af mörgum slæmum. En valið stendur á milli þess að semja eða semja ekki. Því skulu menn gera sér fulla grein fyrir. En óbreytt ástand getur þýtt hið sama og að stofninn verði miskunn- arlaust fiskaður upp. Ofveiddur, líkt og talið er að hafi gerst 1967, er síld- in hvarf af miðunum. íslendingar hafa lengi verið reiðubúnir til að semja við Norðmenn og Rússa. En vilji þessar þjóðir ekkert við okkur tala þá höldum við að sjálfsögðu okkar striki. Annað er útilokað. [LlilHMþjónusta allan sólarhci Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 5000 milli kl. 14 og 16 Má ekki leggja Fiskistofu niður? Sveinbjörn hringdi: Nú er rætt um að ganga þurfi frá samningi ríkisvaldsins og Fiskfélagsins fyrir störf sem það annist fyrir upplýsingaöflun fyr- ir Fiskistofu. Er nú ekki einfald- ara að leggja niður Fiskistofu og verkefni hennar færð á aðrar hendur, t.d. Hafrannsóknarstofn- un, eða þá að Fiskifélagið sjái sjálft um aö öflun upplýsinga sem það þamfast - á hreinum viðskiptagrundvelli og greiði fyr- ir af sjálfsaflafé þess en ekki með ríkisstyrk? Er kyrrstaöan rofin? Snorri skrifar: Framsóknarflokkurinn til- kynnir okkur að með myndun núverandi ríkisstjómar hafi ver- ið rofin sú kyrrstaða sem ríkt hefur hér á landi og nú gæti meiri bjartsýni en var fyrir nokkrum vikum. Kannski er þetta bara rétt eftir allt? En hvað er fólk þá sífellt að kvarta og kveina og ásaka stjórnvöld og forystumenn á vinnumarkað- inum fyrir óviðundandi kjör? Því beinir það ekki máli sínu til landsstjórnar Framsóknar- flokksins sem hefur rofið kyrr- stöðuna? Afskriftir gjaldþrota? Ólafur Gunnarsson skrifar: Auðvitað má til sanns vegar færa að gjaldþrotameðferð á fólki eða fyrirtækjum hafi verið eins konar lúsahreinsun og fram- kvæmd til að losna við þá aðila sem hafa oft og tíðum vaðið vítt og breitt um þjóðfélagið og vald- ið fjárhagslegum skaða. - Já, skuldafangelsi er ekkert útilokað í þessu efni (hef ég nú í huga grein eftir einn lögmann er rit- aði í Mbl. sl. fóstudag). En verst af öllu væri þó að hið opinbera færi að kosta einhverjum fjár- munum til að afskrifa gjaldþrot eða kostnað vegna þeirra. Það væri enn einn ósóminn. Óhugnaðurí Dagsljósi Óskar skrifar: Sjónvarpsþátturinn Dagsljós leggur sýnilega stolt sitt í aö verða hneykslunarhella margra og oft yfirgengur siðferðiskennd áhorfenda. Þátturinn sl. mið- vikudag sló þó allt slíkt út. Þar tefldi Dagsljós fram einhverjum „grínurum" er léku froðufellandi vanvita sem af einhverjum ástæðum vom staddir í Svíþjóð. Ég hef aldrei séð jafn mikinn óhugnað í formi „leikgerðar", ekki síst vegna þess að hér er verið að gera gys að mannlegum hörmungum sem stjórnendur Dagsljóss hafa víst aldrei þurft upp á að horfa. - Hafi Sjónvarp- ið skömm og vanvirðu afl Flugumferðar- stjórar Gísli Guðmundsson hringdi: í sambandi við uppsagnir flug- umferðarstjóranna ætti ekki undir nokkram kringumstæðum að endurráða þá sem sagt hafa upp störfum. Þeir geta einfald- lega farið þangað sem þeir fá betri laun. Margir slikir hafa svo komið heim í þann mund sem ellin nálgast og vilja þá endilega komast í félagslega skjólið hjá okkur sem hér höfum dvalið alla ævi og greitt okkar skatta til samfélagsins. Og það er nóg til af ungum mönnum, t.d. flugmönn- um og öðmm, sem gjaman vildu fá þjálfun í flugumferðarstjórn og taka yfir störf þeirra sem nú hafa sagt upp störfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.