Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1995 Fréttir______________________________________________________ Llfeyrissjóöur bænda og lánið til Emerald Air: Meira en 100 milljónir foknar út um gluggann - sem eru tíu prósent af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðsins — > 11 e c Ein af mörgum flugvélum sem Emerald Air notaði við flugið til Belfast í vor og sumar. Innfellda myndin er af Kristni Sigtryggssyni framkvæmdastjóra Nú virðist ljóst að 100 miiljónir króna, auk vaxta, sem Lífeyrissjóð- ur bænda lagði til og lánaði til flug- félagsins Emerald Air, séu glatað fé. Lífeyrissjóðurinn lagði 11 milljónir króna sem hlutafé í flugfélagið við stofnun þess. Síðan lánaði Benedikt Jónsson, fyrrum framkvæmdastjóri sjóðsins, Emerald Air 90 milljónir króna upp á sitt eindæmi. Hér var um að ræða 10 prósent af ráðstöfn- unarfé Lífeyrissjóðs bænda. Þegar sjóðstjórnin komst að þessu var Benedikt látinn segja af sér þegar í stað. Einnig hefur RLR verið beðin um að rannsaka málið. Þetta gerðist í lok ágúst. Ekkert greitt Fyrsta afborgun af 90 milljóna króna láninu átti að koma 20. sept- ember síðastliðinn, sú næsta átti að komna 15. október og þriðja og síð- asta 15. nóvember. Ekki hefur króna verið greidd af láninu enn né reynt að semja um það á einn eða annan hátt. Skuldin er nú, með vöxtum, komin vel yfir 100 milljónir króna. Formaður stjórnar lífeyrissjóðs- ins, Guðríður Þorsteinsdóttir lög- fræöingur, sagði í samtali við DV fyrir nokkrum dögum að innheimtu- aðgerðir væru hafnar gegn Emerald Air á N-Irlandi. Hún sagðist ekki eiga von á því að neinar eignir fynd- ust og að hún óttaðist að féð væri glatað. Hún sagði að ef eignir væru ekki til staðar yrði gjaldþrotaleiðin farin. Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Emerald Air, svaraði að mestu út úr þegar DV ræddi þetta mál við hann í síðustu viku. Hann vildi alls ekki greina frá fjárhags- stöðu félagsins. Hann sagði að vísu að flugfélagið væri í afar viðkvæm- um samningum og því vildi hann ekki ræða stöðu félagsins né þessa 90 milljóna króna skuld. Furðuleg lánveiting Sem fyrr segir er mál Benedikts Jónssonar komið til RLR til rann- sóknar. Lán hans til Emerald Air, án vitundar stjórnar lífeyrissjóðsins, þykir hið furðulegasta og er flestum mönnum óskiljanlegt. Benedikt gaf þá skýringu á ákvörðun sinni að með 90 milljóna króna láninu hefði hann verið aö verja þær 11 milljónir sem lifeyris- sjóðurinn hafði lagt sem hlutafé í flugfélagið. Auk þess hefði tilgangur- Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson inn verið að ná ríflegri ávöxtun á fé sjóðsins á skömmum tíma. Þá sagöist hann hafa verið sannfærður um að rekstur Emerald Air myndi ganga og aö lánið yrði greitt. Hann sagði í yf- irlýsingu að hann hefði ekki reynt að leyna sjóðstjórnina því að hann hefði lánað þetta fé. Stjóm lífeyrissjóðsins tók yfirlýs- ingu Benedikts ekki gilda og sendi málið til RLR. Allt á afturfótunum Það var í apríl í vor sem tilkynnt var um nýtt flugfélag, Emerald European Airways, sem væri í eign íslendinga og íra. Flugfélagið ætlaði að halda uppi reglubundnu flugi milli Keflavíkur og Belfast á N- ír- landi. Félagið hafði þá verið með flug milli Belfast og London frá því í desember og ætlaði að tengja flug- ið frá íslandi Lundúnaflugi sínu frá Belfast. Fyrsta ferðin var farin á skírdag. Kristinn Sigtryggsson sagði þá í samtali við tíðindamann DV að það væru tveir aðaleigendur að flugfélag- inu. Annars vegar Emerald Air og hins vegar European Aviation Lim- ited í Bretlandi. Það stæðu bæði ís- lenskir og írskir aðilar að flugfélag- inu. „Við höfum verið að fá stöðugt fleiri farþega og allar okkar vænting- ar hafa í aðalatriðum staðist. Síðan er hugmyndin að opna fleiri flugleið- ir á næstunni...“ sagði Kristinn Sig- tryggsson í samtali við DV þegar fyrsta ferðin var farin. Strax eftir fyrsta flugið gekk allt á afturfótunum hjá Emerald Air. Fé- lagið fékk aldrei þá flugvél sem það taldi sig hafa samið um. Þess vegna þurfti það að leysa málin á ýmsan hátt, meðal annars að fá leigða Fok- kervél hjá Flugleiðum hf. og rúss- neska skrúfuvél. Flugið var aldrei á tíma þótt oftast tækist að fljúga á þeim sólarhring sem miðar fólks giltu. Að sjáifsögðu gat þetta ekki endað nema á einn veg. Flugfélagiö hlaut að gefast upp. Millileikur Þegar Emerald Air gafst upp var tilkynnt um stofnun nýs flugfélags, Arctic Air Tours, sem yfirtæki starf- semi Emerald Air. Gísli Örn Lárus- son var framkvæmdastjóri og eig- andi þess ásamt rútufyrirtækinu Allrahanda. Gísli lýsti því yfir í byrj- un að Arctic Air ætlaði að halda uppi reglubundnu áætlunarflugi til Gatwick tvisvar í viku. Emerald Air ætlaði að snúa sér alfarið að rekstri flugvéla sinna erlendis. Þetta ævintýri stóð stutt. Arctic Air tókst aldrei að koma neinni reglu á flug sitt og gafst upp eftir stuttan tíma. Eftir stendur það eitt að Emerald Air er hætt flugi frá íslandi. Það hef- ur ekki greitt af 90 milljóna króna láninu til Lífeyrissjóðs bænda, en stendur í viðkvæmum samningum ytra að sögn Kristins Sigtryggssonar. bérchéí Heildverslunin Bjarkey S: 567 4151 Þingmenn eiga daglega í erjum á Alþingi þar sem tekist er á um ýmis mál sem þar eru til umfjöll- unar hverju sinni. Stundum falla stór orð og þingmenn verða jafnvel að sæta því að vera áminntir af for- seta þingsins þegar þeir gæta ekki hófs í málflutningi. Nægir að nefna þegar Ólafur Ragnar sagði að Dav- íð hefði skítlegt eðli eða þegar pró- fessor Ágúst sagði Þorstein vera ómerking. Þetta þótti ekki góð lat- ína. Hins vegar hreyfði forseti ekki hamarinn þegar Össur lýst því yfir í þingræðu á dögunum að honum heyrðist sem háttvirtur þingmaður Árni Johnsen væri að hrista höfuð- ið. Árni tók þetta hins vegar óstinnt upp og lái honum hver sem vill. Eftir að Össur lauk ræðu sinni gekk Árni aftan að honum, greip þéttingsfast um annað eyra hans og sneri upp á. En ráðherrann fyrr- verandi er þéttur fyrir og kveink- aði sér ekki einu sinni undan þess- ari óvæntu atlögu. Árni sá þá að ekki var nóg að gert og þegar Öss- ur gekk niður stiga þinghússins í fylgd Jóns Baldvins kom Ámi að- vífandi og gaf honum fast spark í afturendann, samkvæmt því sem lesa má í flokksblaði kratanna. Það var eins gott að Árni ruglaðist ekki á bakhlutum þvi varlegt er að treysta á geðprýði Vestfirðinga. Blaðið bætir því við að nokkrir þingmenn hefðu orðið vitni að þessari leifturárás Árna og vildu að Össur kærði atlöguna fyrir for- seta þingsins. össur heföi svarað þvi til að við öllu mætti búast af manni sem hefði allt sitt líf veriö á greindarstigi sauðkindarinnar. Það sýnist ekki fara á milli mála að Össur getur sjálfum sér um kennt. Þingmaðurinn er kjaftfor eins og alþjóð veit og grípur hvert tækifæri til að skensa pólitíska andstæðinga. Auðvitað er það fá- heyrð ósvífni að halda því fram að það megi heyra Árna Johnsen hrista höfuðið og raunar óskiljan- legt að forseti þingsins gerði enga athugasemd við þessi ummæli. Það heyrist aldrei stuna eða hósti í Árna Johnsen á Alþingi eftir að þingmenn hættu að greiða atkvæði með því að segja já eða nei og fóru að ýta á takka við atkvæðagreiðsl- ur. Raunar hefur Árni náð slíkum tökum á þeirri tækni að hann get- ur greitt atkvæði í þinginu þótt hann sé fjarstaddur, eins og dæmin sanna. Árni er því fyrirmyndar- þingmaður að flestu leyti. Hann er ekki að tefja þingfundi með því að blanda sér í umræður um þau mál sem þar eru til meðferðar. Þegar hann mætir til þings á annað borð situr hann stilltur og prúður í sæti lætur hann sig hverfa ósköp hljóð- lega og lætur tölvukerfið sjá um at- kvæði sitt. Á mannamótum utan þings kemur Árni með gítarinn og kyrjar Þykkvabæjarsönginn með slíkum glæsibrag að einu sinni kom það fyrir undir lok dansleiks aö Flúðum að hann var klappaður upp. Hann heilsar mönnum að sjó- mannasið þegar það á við og við- brögð hans við ummælum Össurar sýna best að Árni hefur varðveitt barnið í sjálfum sér. Þaö verður að krefjast þess að forseti Alþingis leggi betur við hlustir þegar Össur og aðrir kjafta- skar eru í ræðustól. Það er ómögu- legt að sjá fyrir afleiðingar þess að þingmenn taki almennt upp á því að sparka hver í annan og snúa upp á eyru pólitiskra andstæðinga. Það eru ekki allir sem láta slíkt yfir sig ganga án þess að borga í sömu mynt. Nú á að ræða búvöru- samninginn á þingi og þá verður forseti hlusta vel. Það má búast við að einhverjir þingmenn fari að bera saman greindarstig sauðkind- arinnar og þingmanna og það verð- ur að gæta þess að ekki halli á þingmenn í þeim samanburði. Dagfari VÖNpUp EIKFÖN0 GeRA GæFUMUNl N Sterku og góðu Berchet dúkkuvagnarnir eru komnir í helstu leikfangaverslanir landsins sinu og þegir. En hver getur áfellst Árna fyrir að hrista höfuðið af og til undir ræðum manna og þá ekki síst þegar Össur lætur gamminn geisa? Og þegar Eyjajarlinn fær ekki lengrn- afborið bullið i þinginu Dagfari Eyrnafíkjur á Alþingi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.