Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995
7
Dv Sandkorn
Nu eru til
siðs ýmis
skrýtin tilboð
í verslunar-
gangi þjóðfé-
lagsins. Menn
bjóða ham-
borgara á
hamborgara,
pitsu á pitsu
og svo fram-
vegis. Og nú
er komin gjöf
á gjöf. Kristi-
lega sjón-
varpsstöðin Omega vekur upp þessa
nýjung. Kunningi sandkornsritara
var eitthvað að leita að sjónvarpsút-
sendingum í tæki sínu á mánudags-
kvöld og rakst þá á auglýsingu hjá
Omega stöðinni sem hljóðaði
þannig. „Ef þið gefið okkur 5 þús-
und krónur eða meha gefum við
ykkur spólu frá samkomu Benny
Hinn í Hafharfirði í sumar.“
Rúm-enska
Það voru
margh for-
vitnh þegar
sú frétt barst
út í haust að
vestfírskur
herramaður
hefði boðist
til að gitast
rúmennsku
flóttakon-
unni sem
baö hér um
hæli. Vest-
firska frétta-
blaðið segh að alvöru Qölmiðlar
hafi lagt töluvert á sig til að komast
að hver maðurinn væri. Vestfirska
upplýsh að hér hafi verið um aö
ræða mann sem vinnur í vélinni á
togaranum Júliusi Geirmundssyni.
Bónorðsbréfiö sem hann sendi
stúlkunni í gegnum Rauða krossinn
var á ensku, væntanlega rúm-ensku
segja gárungar.
Hinir skuldugu
Fyrir
skömmu var
haldinn fúnd-
ur í Reykja-
vik um fjár-
mála sveitar-
félaga á land-
inu. Sem
kunnugt er
standa mörg
sveitarfélög
afar illa flár-
hagslega og
eru næstum í
gjörgæslu.
Eins og venja er þegar landsbyggð-
armenn koma til höfuöborgarinnar
fara þeir út að skemmta sér að er-
indi loknu. Þannig var það líka eftir
þessa fjölmennu ráðstefnu. Hún var
hinsvegar svo fjölmenn aö enginn
einn staður gat tekið við hópnum
óundirbúið í mat. Þess vega skiptu
menn sér á staðina. Gárungar segja
að fulltrúar Súgfirðinga hafi tekið
að sér aö skipta mönnum niður í
hópa. Þeir ákváðu að fara sjálfir I
Perluna og gefa fulltrúum þehra
sveitarfélaga sem skulda ekki
minna en 350 þúsund krónur á
hvem íbúa kost á að koma með
þeim þangað. Þá upphófst þóf því
Vesturbyggðarmenn vildu fara me.ð
en skulduðu ekki nóg. Þá gerðu
Súgfirðingar undanþágu og Vestur-
byggðarmenn fengu að fara með á
þeim forsendum að þeir væru með
rannsóknarlögregluna á hælunum.
Þaö skal tekið fram að þessi saga er
ekki seld dýrara en hún var keypt.
Eyjasveinninn
Það gekk
ekki lítið á
um daginn
milli þehra
alþingis-
mannanna
Össurar
Skarphéðins-
sonar og
Árna John-
sen í orða-
saki, eyrna-
klípingum og
endaspörk-
um. Bragö-
minni atburðir en þessir hafa orðiö
hagyrðingum að yrkisefni. Dagfari
DV fjallaði um þetta mál af einurð
og alvöru og varð sú umfjöllun Að-
alsteini Davíðssini að yrkisefni.
Fágætan á andans auð
Eyjasveinninn horski:
Hefur bæði heila úr sauð
og höfuðkvamir úr þorski.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson
Fréttir
Grlðarleg skuldaaukning Reykjavíkurborgar:
Skorið niður um 600
milljónir á næsta ári
Gerð fjárhagsáætlunar Reykjavík-
urborgar fyrir næsta ár er komin í
gang og er stefnt að hátt í 600 millj-
óna króna niðurskurði í rekstrin-
um, samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum DV, eða um allt að sex pró-
sentum af þeim 10,5 milljónum sem
reksturinn kostar. Gert er ráð fyrir
að fyrri umræða um fjárhagsáætlun
fari fram um miðjan janúar og síð-
ari umræða í lok janúar.
Forstöðumenn allra stofnana og
fyrirtækja borgarinnar hafa veriö
kallaðir fyrir sparnaðarnefnd undir
forsæti Eggerts Jónssonar borgar-
hagfræðings og er þeim ætlað að
koma með tillögur um hvernig
skera megi niður um sex prósent í
öllum málaflokkum nema skólamál-
um, Dagvist bama og SVR. Stefnt er
að því að þessar tillögur liggi fyrir í
næstu viku.
Skuldir Reykjavíkurborgar hafa
aukist gríðarlega síðustu fjögur árin
og farið úr 1.200 milljónum króna
árið 1991 í 10,5 milljarða á þessu ári.
Svo vhðist sem skuldimar stefni í
11,5-12 milljarða á næsta ári þó að
þegar hafi tekist að skera þær niður
um 1-1,5 milljarða á þessu ári. Tal-
að er um að borgarsjóður fái áfram
óbreytt afgjald af veitustofnunum.
Umræða er um það innan Reykja-
víkurlistans hvernig einsetningu
grunnskólans i Reykjavík verði náð
en talið er að hún kosti 6-6,5 millj-
arða króna. Samkvæmt heimildum
DV verður áfram áhersla á einsetn-
ingu skóla og dagvistarmálin hjá
borginni. Bygging nýs skóla kostar
hálfan milljarð króna ef miðað er
viö byggingu Engjaskóla þannig að
framkvæmdafé borgarinnar er fljótt
að fara.
Slysavarnaskóli sjómanna:
Slys á sjó ekki
einkamál sjómanna
- segir skólastjóri Slysavarnaskólans
Þá er samhliða vinnu við gerð
fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár ver-
ið að vinna að gerð rammaáætlunar
fyrir næstu þrjú árin. Slík ramma-
áætlun hefur tiðkast á Akureyri og
gefist vel. -GHS
tilvalið í jólabaksturinn!
„Það er einfaldlega rangt að menn
missi atvinnuréttindi sín. Þetta eru
skilyrði sem þarf að uppfylla til að
halda starfsréttindum og því fer
víðs fjarri að íslendingar séu eina
þjóðin sem gerh slíka kröfu,“ segh
Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysa-
varnaskóla sjómanna.
Eins og fram kom í DV í síðustu
viku telur Hrafn Magnússon vél-
stjóri að það fái ekki staðist að yfir-
menn á íslenska flotanum séu svipt-
h réttindum sínum með löggjöf sem
krefst þess að þeir hafi farið á slysa-
varnanámskeið. Hilmar segir að
krafan snúi aö skipstjórnarmönnum
um næstu áramót.
„Lögin gera ráð fyrir að skip-
stjórnarmenn hafi lokið námskeið-
inu fyrir næstu áramót en vélstjórar
um áramótin 1996/1997. Þetta er
eðlileg krafa og ég bendi á að slys á
sjó eru ekki einkamál sjómanna,"
segir Hilmar.
„Menn hafa haft nægan tíma til
að bregðast við þessum lögum. Það
sem virðist vera að þarna er að það
er eðli íslendingsins að vera alltaf á
síðustu stundu. Ég hef reyndar
heyrt á mönnum að þeir hafi ekki
vitað af þessari kröfu. Ég legg engan
dóm á það en það kann að vera að
málið hafi ekki verið kynnt nægi-
lega,“ segh Hilmar.
-rt
Nýr togari
til Húsavíkur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Útgerðarfélagið Höfði hf. á Húsa-
vík hefur keypt rækjutogara frá
Grænlandi og er hann væntanlegur
til bæjarins áður en langt um líður.
Útgerðarmál Húsvíkinga hafa tek-
ið þeim breytingum að fyrirtækin
Höfði og íshaf, sem eru í meirihluta-
eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur,
voru sameinuð undir nafni Höfða og
kaupin á togaranum eiga að renna
styrkari stoðum undir hina nýju
rækjuverksmiðju sem Fiskiðjusam-
lagið er nú að taka í notkun. Togar-
inn var smíðaður árið 1987 og er 42
metra langur. Hann er væntanlegur
til Akureyrar þar sem hann verður
tekinn í slipp áður en Húsvíkingar
taka hann í notkun.
i Loftkastalanum (Heómshusinu)
fimmtudagmn 7 des. 1995 - kl. 21iOO
Forsala aóqönqumida í
Veró 1000,-