Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Blaðsíða 24
76
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995
Hroturnar í Þjóðleikhúsinu ollu
óþægindum.
Hrotur í
leikhúsi
„Ég var svo óheppinn aö að
minnsta kosti þrír karlar sem
sátu nærri mér sváfu svo fast að
þeir hrutu (hátt) og olli það mér
talsverðum erfiðleikum að fylgj-
ast með sýningunni."
Jón Björnsson í Morgunblaðinu.
Aumt ASÍ
„Mér finnst hlutur forystu ASÍ
í þessum málum aumastur af öll-
um og það eitt er víst að ef menn
Ummæli
fara ekki að athuga sinn gang er
voðinn vís.“
Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlff-
ar, í Alþýðublaðinu.
Tapauglýsingar sem
angra
„Ég get ekki að því gert, en
þessar tapauglýsingar hafa lengi
valdið mér angri. I þeim felst
nefnilega sú hugsun að fyrirtæki
megi ekki sýna hagnað."
Hjálmar Árnason, í DV.
Halda sig á jörðinni
„Það verður að reyna að halda
sig við jörðina og fara ekki á eitt-
hvert fjármagnsfyllirí heldur lifa
bara lífinu áfram og vera maður
sjálfur."
Þórir Erlingsson lottóvinningshafi, í
Morgunblaðinu.
Mesti og
lægsti hiti
Hæsta hitastig sem framleitt
hefur verið er inni í miðri
kjarnasamrunasprengingu en sá
hiti er á bilinu
300.000.000-400.000.000 gráður á
Celcius. Ef miðað er við hita,
sem hægt er að hemja, er hæsta
raunhæft hitastig, sem skýrslur
úr rannsóknastofum greina frá,
200.000.000 gráöur. Náðist hann í
Tokamaktilraunakjarnakljúfn-
um í Princeton Plasma Physics
rannsóknarstöðinni árið 1986.
Blessuð veröldin
Lægsti hiti
Lægsta hitastig sem náðst hef-
ur er 3xl0-áttunda veldi Kelvin-
stig sem prófessor Olli V.
Loúnasmaa fékk ásamt sam-
starfsmönnum sínum í Espoo í
Finnlandi. Alstæðan (varmaafl-
fræðilegt hitastig) skilgreina
menn raunar sem hlutfall en
mæligildi á kvarða miðað við al-
stæðan núllpunkt (alkul -273,15
gráöur á Celcius) sem aldrei
verður hægt að ná. Þannig verð-
ur lægsti hiti, sem fengist hefur,
1 á móti 9,1x10 í níunda veldi af
bræðslumarki vatns (0 gráður á
C eða 273,15 K).
HAPPDRÆTTI
BÓKATÍÐINDA
VINNINCSNÚMER DA6SINS ER:
86641
Ef þú finnur þetta númer á baksíöu
Bókatíöinda skaltu fara meö hana
í næstu bókabúö og sækja vinninginn:
BÓKAÚTTEKT AÐ ANDVIRÐI
10.000 KR.
Bókaútgefendur
Fer að hvessa og rigna
Suðaustlæg átt, kaldi eða stinn-
ingskaldi og rigning allra austast,
skýjað með köflum norðanlands en
smáskúrir eða slydduél annars stað-
ar fram eftir degi. Síðan vex vindur
af suðaustri og í kvöld verður suð-
austan hvassviðri eða stormur og
rigning um landið sunnan og vest-
Veðrið í dag
anvert en allhvasst eða hvasst og
skýjað en úrkomulítið norðaust-
antil. Veður fer hlýnandi og síðdeg-
is verður hitinn á bilinu 2 til 6 stig,
hlýjast suðvestan til en kaldast um
landið norðanvert. Á höfuðborgar-
svæðinu verður suðaustankaldi og
dálítil slydduél fram eftir morgni en
síðan smá skúrir. Vaxandi suðaust-
anátt síðdegis, hvassviðri og rigning
í kvöld og nótt. Hiti 1 til 6 stig, hlýj-
ast í kvöld og nótt.
Sólarlag í Reykjavík: 15.40.
Sólarupprás á morgun: 10.59.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.10.
Árdegisflóð á morgun: 6.24.
Heimild: Almanak Háskólans
Vedriö kl. 6 í morgun:
Akureyri léttskýjað 1
Akurnes rigning 4
Bergsstaðir léttskýjaó 1
Bolungarvík skýjað 2
Egilsstaöir alskýjaó 2
Keflavíkurflugvöllur léttskýjað 1
Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 1
Raufarhöfn rigning 1
Reykjavík léttskýjað 1
Stórhöfði léttskýjaó 3
Bergen léttskýjaó -4
Helsinki snjókoma -16
Kaupmannahöfn léttskýjað 0
Ósló skýjað ■4
Stokkhólmur snjókoma -5
Þórshöfn alskýjað 5
Amsterdam alskýjaö -4
Barcelona skýjað 6
Chicago heiðsklrt -3
Feneyjar hálfskýjaó 3
Frankfurt alskýjaö ■4
Glasgoui skýjað 3
Hamborg skýjað -7
London snjókoma 0
Los Angeles þokumöóa 17
Lúxemborg skýjað -4
Madríd skýjað 2
Malaga léttskýjað 7
Mallorca hálfskýjað 7
New York skúr 9
Nice hálfskýjað 3
Nuuk léttskýjað -8
Orlando þokumóða 16
Paris snjókoma -2
Róm rigning . 6
Valencia hálfskýjaó 5
Vín þokumóða ■1
Winnipeg skýjaó -21
Hreiðar Eiríksson lögreglumaður fer til starfa við ólympíuleikana í Atlanta:
Mikið ævintýri að
taka þátt í þessu
Gylíi Kristjánsson, DV, Akureyri:
@Meginmál:„Ég veit ekki enn
þá neitt um það hvaða verkefnum
mér verður falið að sinna þarna,
tek bara því sem að höndum ber.
En þetta leggst mjög vel i mig, ég
held að það verði mikið ævintýri
að taka þátt í þessu, enda tU þess
stofnað af ævintýraþrá af minni
hálfu,“ segir Hreiðar Eiríksson lög-
reglumaður sem verður í hópi um
Maður dagsins
1000 sjálfboðaliða við öryggisgæslu
á ólympíuleikunum í Atlanta í
Bandaríkjunum á næsta ári.
Hreiðar, sem er Eyfirðingur,
varð stúdent frá Menntaskólanum
á Akureyri árið 1983. Hann starf-
aði síðan í tvö ár hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga áöur en hann hóf störf
hjá lögreglunni á Akureyri, fyrst
við almenn lögreglustörf en árið
1985 við rannsóknardeUd. Frá síð-
Hreiðar Eiríksson. DV-mynd gk
ustu áramótum hefur hann séð um
boðunarmál fyrir sýslumannsemb-
ættið.
„Þetta starf í sambandi við
ólympiuleikana er ólaunað. Ég
verð úti í um 5 vikur, fyrst við
þjálfun og síðan við störf á meðan
leikarnir standa yfir. Ég á von á að
menn hafl reiknað með að fórna
sumarleyfínu sínu i þetta en þó
hefur verið sótt um að menn fái
laun hér heima á meðan, t.d. á
þeim forsendum að námskeið sem
menn ganga í gegnum þarna úti og
sú reynsla sem þar fæst muni nýt-
ast þeim hér heima.
Ég held að þetta sé tækifæri sem
maður fái ekki nema einu sinni á
ævinni og það verður án efa bæði
fróðlegt og skemmtilegt að sjá
hvemig þetta gengur aUt fyrir sig,“
segir Hreiðar.
Hann segir að frístundir sínar
fari að talsverðu leyti í félagsmála-
störf. „Ég hef unnið talsvert fyrir
NorðurlandsdeUd SÁÁ og er þar í
stjórn. Ég reyni að ferðast talsvert
á sumrin, hlusta mikið á tónlist og
spUa sjálfur á gítar. Annars eru frí-
stundirnar lítið skipulagðar fyrir
fram,“ segir Hreiðar. Hann er
ógiftur og barnlaus.
Umferð í 1.
deild hand-
boltans
Landsleikir íslands við Pól-
verjana í handboltanum töfðu
aðeins fyrir framgangi í 1. deUd-
inni en nú verður allt sett á fuUt
í kvöld og verður leikin heil um-
ferð. í Laugardalshöllinni leika
KR-ingar og Grótta. í Kaplakrika
leika FH-ingar við Stjörnuna og
íþróttir
má búast við hörkuleik. KA er
enn ósigrað og er efst í deildinni.
Þeir taka á móti ÍBV á heima-
velli. Á Selfossi leika Selfoss og
Afturelding. ÍR-ingar leika við
Hauka og Islandsmeistarar Vals
leika við Víking á Hlíðarenda.
Skák
Svartur lék síðast hrók sínum tU a8
í meðfylgjandi stöðu og ætlar sér aö
svara 22. Dxc7 meö 22. - Bxd5 og end-
urheimta manninn. Hvaöa ráð kunni
hvítur við þessu?
Staðan er úr tafli ítalanna Sarno,
sem hafði hvítt og átti leik, og Drei á
alþjóðlegu móti í Forli á Italíu fyrir
skömmu.
Eftir 22. Dxc7 Bxd5 kom reiöarslagið
23. Dxe7+! og svartur gafst upp. Ef 23.
- Kxe7 24. exd5+ (fráskák), vinnur
drottninguna aftur meö biskup í kaup-
bæti.
Jón L. Árnason
Bridge
Þaö er ekki oft sem maður er meö
11 spil í einum lit á hendi og líklega
lenda fæstir spUarar nokkurn tima í
því á ævinni. Þessi staöa kom þó upp
viö handgjöf í sveitakeppnisleik í Ðan-
mörku á dögunum og eins og vænta
mátti voru sagnirnar hressUegar. Þær
gengu þannig fyrir sig í opnum sal,
norður gjafari og NS á hættu:
4 G732
V D654
♦ ÁD1064
* —
4 ÁKD10964
» K972
♦ 7
* 10
4 —
•4 --
4 K5
* KDG98765432
Myndgátan
Býður við að horfa
Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki
Noröur Austur Suöur Vestur
14 1* 6*
Dobl pass 7* Dobl
p/h
Norður leiddi asnann í herbúöirnar
meö því að opna á einum tígli án þess
aö eiga fyrir opnunarstyrk í punktum.
Suður stökk í 6 lauf og hafði engan sér-
stakan áhuga á að spila vömina í 6
hjörtum, þó að það hefði eflaust geflst
betur. Engu máli skipti hveiju vestur
spilaði út, eini gjafaslagurinn var á
trompásinn. Sagnir gengu rólegar fyr-
ir sig í lokuðum sal:
Norður Austur Suður Vestur
pass 1*4 5* 5*4
Dobl pass pass 54
Dobl p/h
Þessi samningur var óhnekkjanleg-
ur því vestur hlaut að finna rétta íferö
í hjartað - eða hvað? En bridge er
skrítin íþrótt og óvæntir hlutir áttu
eftir að gerast við borðið. Norður taldi
öruggt að suður væri með eyðu í
hjarta og spilaði þess vegna út hjarta-
flarka. Sagnhafl setti þristinn í blind-
um og suður henti laufatvisti. Sagn-
hafl hefur greinilega verið eitthvað
utan við sig því hann hélt að suður
hefði trompað og setti tvistinn í slag-
inn?! Síðan kom nokkurra mínútna
þögn við borðið áður en norður áttaði
sig allt í einu á því að hann átti slag-
inn á hjartaflarkann! Hann lagði þá
niður tígulás og beið síðan rólegur eft-
ir slag á spaðagosa.
ísak Örn Sigurðsson