Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995
Spurningin
Færðu þér ný föt fyrir jólin?
Guðni Hjörleifsson, netagerðar-
maður af lifi og sál: Ég er búinn að
fá mér þau.
Jóhannes Ólafsson lögga: Já, að
sjálfsögðu.
Svanhildur Guðlaugsdóttir ræst-
ingastjóri: Já, einhvern kjól eða góð-
an samkvæmisjakka.
Þórunn Lísa Guðnadóttir nemi:
Já, skotapils og stutta peysu.
Karitas Björgúlfsdóttir nemi: Já,
pils.
Hjördís Inga Pálsdóttir nemi: Ég
veit það ekki.
Lesendur
Úthafsveiöisamningarnir:
Uppstytta eða
endanleg uppgjöf?
Jóhannes Sigurðsson skrifar:
Til skamms tíma hafa fiskveiði-
málin, samningar okkar við ná-
grannaþjóðirnar, Norðmenn og
Rússa, verið ofarlega í umræðunni.
- Þegar frá eru taldar hörmungar á
innlendum vettvangi sem verða
ávallt eins konar brimbrjótur og yf-
irgnæfa allt annað. Þegar frá líður
tökum við svo upp þráðinn þar sem
frá var horfið. En nú skall skyndi-
lega á deilan um uppsögn kjara-
samninga og þá urðu fiskveiðimálin
að láta undan.
Hvað úr hverju fer svo deilan um
úthafsveiðiréttindin af stað á ný ef
að líkum lætur. En þó er á það að
líta að það er eins og komin sé upp-
stytta í þau mál. Sumir halda því
jafnvel fram að við séum endanlega
búnir að gefast upp í þessu máli eft-
ir frumkvæði Norðmanna að kvóta-
skiptingu á miðunum í Norðurhöf-
um. Við Rússa eigum við ekkert er-
indi og jafnvel standi okkur enn
nokkur stuggur af þessum hluta
fyrrverandi Sovétkerfisins frá því í
kalda stríðinu. En hvað sem um
þetta má segja erum við íslendingar
líklega búnir að tapa því forskoti
sem við þó höfðum fram yfir aðrar
þjóðir hér á norðurslóðum (ásamt
Færeyingum) og byggðist á að vera
þjóð sem lifir á fiskveiðum mestan
part.
Fyrir mitt leyti get ég ekki séð
neina aðra framvindu í þessum út-
hafsveiðimálum frá okkar hendi en
að vísa öllu til alþjóðadómstóls, og
það sem allra fyrst. Ég sé ekki neina
von til þess að íslenskir stjórnmála-
menn leysi eitt né neitt úr þessu.
„Og sífellt fækkar þeim sem vilja koma nálægt þessum atvinnuvegi," segir
bréfritari m.a.
Svo illa höfum við haldið á spilun-
um að bæði Norðmenn og Rússar,
jafnvel Kanadamenn líka, eru þess
fullvissir að við okkur verði auðvelt
að eiga og þessar þjóðir geti pakkað
okkur saman hvenær sem er og á
hvaða ráðstefnu sem haldin kann að
verða.
Umræðan hér á landi er nú líka
komin i þann farveg að landsmenn
eru miklu meira með hugann við
innanlandserjur í beinum stjórn-
málum, svo sem kaup og kjör,
vinnudeilur og jafnvel komandi for-
setakjör en að þeir hafi almennt
áhuga á að fylgjast með hvort ein-
hver danglar með annarri hendinni
til Norðmanna eða Rússa út af út-
hafsveiðisamningum. - Raunar er
almenningur að verða frábitinn
allri alvarlegri umræðu um fisk og
fiskveiðar og sífellt fækkar þeim
sem vilja koma nálægt þessum at-
vinnuvegi, utan hvað sjómenn, sem
hafa löngum krafsað hjarta og lungu
aflaverðmætisins til sín, vilja ólmir
viðhalda þeim hætti - og gera það
óáreittir.
A „Oþollandi“ í vanda
Dóra Jakobsdóttir skrifar:
Það er með ólíkindum hversu
sannir listamenn megna að varpa
nýju ljósi á mál í brennidepli þegar
þeir vanda um við þjóð sína. -
Þannig höfðum við „blævængjafrúr
með Barbíhausa" ekki hugmund um
að útvarpssaga Hrafns væri svona
fyndin fyrr en Sverrir Stormsker
benti á það í kjallagrein í DV þann
27. f.m. - Ákaflega gefandi lesning.
Því miður var sagan ekki auglýst
sérstaklega sem skopsaga, þótt full
ástæða hefði verið til, í ríkisútvarpi
svo illa gerðrar og ófyndinnar þjóð-
ar. Meira að segja hárbeitt ádeila
Sverris á borð við þetta: „Legg til að
fyrri hluti þessa orðs „bókaþjóðin“
verði í eintölu: bókarþjóðin, með til-
vísun í símaskrána“ fer fyrir ofan
garð og neðan og er afgreidd í postu-
línsdúkkusamkvæmum okkar með
þeirri lágkúru að þetta sé óþarfa
vafstur - símaskráin sé nú í tvennu
lagi og við getum því haldið því fram
með sanni að við séum bókaþjóð.
Þá upplýsir Sverrir líka að Hrafn
sé skemmtilegur og góður drengur.
Það vissum við ekki heldur. Líkast
til hefur því verið haldið vandlega
leyndu eins og svo mörgu öðru í
þjóðfélaginu. Hins vegar gæti það
auðvitað hafa komið fram í Helgar-
póstinum, eins og annað sem ekki
fer hátt, en hann lesum við auðvitað
ekki, siðprúðar kærleikskonurnar. -
Þetta kom okkur sem sé mjög á
óvart og vitum við nú ekki okkar
ijúkandi ráð því kannski er þetta
bara grín hjá Sverri.
Friðsælast og farsælast fyrir jafn
smáborgaralega, fáfróða og húmors-
lausa þjóð og okkur íslendinga væri
að spaugarar og fjöllistamenn á borð
við Sverri og sálufélaga hans kæmu
verkum sínum á framfæri hjá er-
lendum, upplýstum menningarþjóð-
um sem kynnu að hafa betri erfða-
fræðilegar forsendur tO að meta verk
þeirra. Við, Pollýönnurnar, megum
ekki til þess hugsa að menn búi hér
í ósátt við sína ófullkomnu þjóð og
leggi á sig, og okkur hin, ómældar
pislir við að þola hér við.
Eitt tónlistarhús, takk
Svanhildur skrifar:
Nokkur hópur fólks stóð nýlega á
Austurvelli og afhenti menntamála-
ráðherra skjal eða beiðni um eitt
stykki tónlistarhús. Svo stillti það
ráðherra upp við innganginn á Al-
þingi, lét lúðrasveit spila lagstúf og
þar með hefur ráðherra víst átt að
skilja hvað að honum snýr. - Gefa
loforð um stuðning ríkisins. Varla
hefur það nú búist við að ráðherra
töfraði fram svona byggingu á
[LlÍliEMÞj ónusta
allan sólarhr^
Aöeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
550 5000
milli kl. 14 og 16
Frá tónleikum í Háskólabíói
stundinni! Og þó, maður veit aldrei.
Þrýstihópurinn gaf hins vegar
ekki upp hvað hann vildi spara á
móti, kæmi ríkið til aðstoðar. Held-
ur þetta fólk virkilega að það geti
stillt ráðamönnum upp við vegg og
beðið um ríkisaðstoð? Því gerir
þetta fólk ekki sjálft eitthvað í mál-
unum? Það gerði Albert heitinn
Guðmundsson þegar hann byggði
Valhöll, hús sjálfstæðismanna.
Hann virkjaði íjöldann í flokknum í
vinnu og fjármunum.
Það eru til miklu fleiri tónlist-
arunnendur í landinu en sjálfstæðis-
menn í Reykjavík. Tónlistarmenn
geta farið á stúfana og aflað fjár.
Hefur það e.t.v. ekkert gengið? Þá
dugar líka Háskólabíó áfram til stór-
tónleika.
Abyrgð Hús-
næðisstofn-
unar?
Gréta skrifar:
Þaö er ef til vill ekki tiltökumál
þegar menn misnota svo aðstöðu
sína sem raun ber vitni hjá Hús-
næðisstofnun. Yfirmaður stofnun-
arinnar talaði um „viðkvæmni".
Því fólki sem lent hefur í greiðslu-
efriðleikum vegna heimskulegra
aðgerða þessarar sömu stofnunar
hefur ekki verið sýnd viðkvæmni.
Fólki sem t.d. byggði á árunum
1987-93. í heilu hverfunum, t.d. í
Mosfellsbæ og Grafarvogi, hafa
orðið húseigendaskipti vegna þess
að fólkið sem byggði lenti í hrika-
legum affollum af húsbréfunum
eða var með óraunhæft greiðslu-
mat upp á vasann. Hver ber
ábyrgðina, eða á reglunum um
greiðslumatið? Hveijir stóðu fyrir
húsbréfunum sem mokað var út á
markaðinn svo að þau urðu verð-
lausir pappírar? Hvar er faglega
ábyrgðin? Húsnæðisstjórn eða
yfirstjóm hennar hlýtur að bera
ábyrgð
Greitt fyrir at-
vinnuleyfi
Þórður P. hringdi:
1 kjölfar uppþots hér á landi
vegna pólskra verkamanna og
kvenna sem hingað komu og áttu
að hafa orðið að greiða um 1000
dollara í heimalandinu áður en
þeir fóru hingað má spyija hvort
það sé eitthvaö óeðlilegt. Ég veit
ekki betur en hér á landi starfl
þjónustufyrirtæki sem taka gjald
fyrir að vera milligöngumenn um
ráöningar í störf. Hver er munur-
inn? Hafi Pólverjar innt gjald af
hendi í sínu heimalandi fyrir
milligöngu um vinnu hér þurfa
þeir ekki að greiða fyrir sömu
þjónustu aftur hér. Eða þykjast ís-
lenskir aðilar vera að missa spón
úr sínum aski?
Vísa Gunnars
Thoroddsens
J.M.K. skrifar:
í spurningakeppni laugardags-
blaðs DV er spurt um stjórnmála-
mann og fyrsta vísbending er eft-
irfarandi vísa sem viðkomandi
orti:
Að vera eða vera ekki,
William Shakespeare orti forð-
um.
Að vera eða vera ekki,
er vinstri stjórn í fáum orðum.
- Þarna er ekki rétt meö fariö
og skeikar orðinu sem lýsir tilefni
vísunnar. - Seinni hendingin er á
þessa leið og hefur í engu tapað
gildi sínu:
Að vera og að vera ekki
er vinstri stjórn í fáum orðum.
Rislítið nafn á
sjónvarpsstöð
Jóhann Kristófer Helgason
skrifar:
Ég lýsi undrun minni yfir ris-
lítilli nafhgift á nýju sjónvarps-
stöðinni, Stöð 3. Bókmennta- og
söguþjóðin hlýtur að hafa fundið
eitthvað frumlegra í samkeppn-
inni um nýja nafnið. Þetta hljóm-
ar eins og 3. flokks stöð! Hvað
kemur svo? Stöð 4 og Stöð 5?
Bændur og
gróðureyðing
H. Ó. skrifar:
Fjcflmiðlar hafa kjamsað á því
að bændur séu að eyða gróðri
landsins. - í nýlegu fréttabréfi
Landgræðslunnar segir m.a. á bls.
I, undir fyrirsögninni „Bændur
græða landið": „Þúsundir hektara
lands af melum, flagmóum, rofa-
börðum o.fl. eru í uppgræðslu hjá
bændum". - Þetta er nú öll land-
eyðingin sem bændur stunda!
Gróðrinum á hálendi landsins
verður ekki haldið við nema með
hóflegri beit, sem er hagabót. Þar
dugar enginn friðunarvaðall,
hvað sem menn segja.